Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 3
V l'S I R. Miðvlkudagur 10. janúar 1968, 3 Jólaskemmtun hjá F ærey ingaf élaginu Tjað vantaði fólk til þess að manna íslenzka bátaflot- ann 02 til fiskvinnslu f landi. Pá var ieitað til nágranna okk- ar og frænda, Færeyinga. Þeir komu hingað hundruðum sam- an á árunum, konur og karlar. Flestir höföu skamma viðdvöl, aðrir ílentust, festu ráö sitt, eignuðust böm og buru ... Vegna þessa hefur frænd- semi aukizt með þessum þjóð- um. Allflestir Færeyingar, sem komnir eru til vits og þroska hafa einhveriu sinni til ís- lands komið og ferðalög islend- inga út þangað aukast stöðugt. Þó að færeyskir innflytjend- ur hér hafi samlagazt þjóðinni í flestu, halda þelr þó x ýmsa siði. — Víða í vertíðarpláss- um, þar sem Færeyingar voru fjölmennir á vetram lögðu þeir undir sig danssamkomur, stund og stund, sýndu færeyska dansa, sungu við þá rímur af raust og mögnuöu með því upp sér- stæða stemmningu. Myndsjáin f dag er af bama- skemmtun Færeyingafélagsins, sem haldin var á hótel Borg fyrir skemmstu. Þar blandaðist saman færeysk og íslenzk jólagleði, það var dansaö og sungið af miklu fjöri, kannski ekki eins og á vertíðarböllun- um, en allavega af einlægri gleði, bragðað á hátíðarsúkku- laði og smákökum. Færeysku dansarnir hafa löngum þótt skemmtilegir og voru þeir dansaðir óspart á skemmt- uninni og sungið undir af mikilli raust. Hér sjáum við stjórn Færeyingafélagsins, þar sem hún situr til borðs. Fjærst vinstra megin er formaður félagsins, Ragnar Valdemar Larson, og kona hans, Guðríður Guðmundsdóttir. Og auðvitað klæddust margar kvennanna færeyskum þjóðbúningum. Þessi stúlka, sem sómír sér svona vel með hljómsveitinni og söngvaranum, Hauki Morthens, heitir Ásta Mortensen. Hér er jólasveinninn að skemmta börnunum með söng og píanóleik. / Á 1 w v\ 4* *'; a "/ mm m X .... Vt,: ' | >, ■ , . ■ ■ . áfs sfll |É|gL '0 w /m 'jjmL ij , y

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.