Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 1
) Ekki flensa held- ur íslenzkt kvef Flestir læknar eru efins í því, að Asíuinfiúensa sú, sem hefur herjað í Bretlandi og Danmörku að undan fömu sé ei' . kominn hingað til lands eða hafi náð að breiðast út. Mikiö hefur borið á lasleika hjá fólki að undanförnu, en aö því er Bragi Ólafsson, aðstoðarborgar- læknir sagði í viðtali við Vísi, er það „bara venjulegt íslenzkt kvef“, sem hefur gengið. Búast má við að inflúensan fari nú að stinga sér niður, en inflúensu faraldurinn í Bretlandi og Dan- mörku hefur verið óvenjulega skæður. Það færist í vöxt að starfshópar láti sprauta sig gegn flensunni og þá sérstaklega þeir sem mikið komast í snertingu við erlenda ferðamenn. Fólki, sem finnst ástæða til að láta sprauta sig gegn flensunni getur leitað til I Heilsuverndarstöðvarinnar, en sér staklega er ætlaöst til þess að gam alt fólk og veiklað njóti þeirrar þjónustu. Stóru síldarskipin liggja nú mörg í Reykjavíkurh öfn og bíða átekta. Jakob Jakobsson segir næga síld á miðunum, en erfitt er að ná henni vegnaþess hve djúpt hún liggur. Myndin var tekin í morgun í vesturhöfninni. Frestur til uð skila fiskverðinu rennur út í dag: Samningaviðræður liggja niðri meðan beðið er eftir fiskverðinu □ Samningaviðræður útvegs- I bátakjarasamninga hafa alveg I fiskverðinu, en talið er, að út- manna og sjómanna um I stöðvazt meðan beðið er eftir I vegsmenn vilji ekki semja með- an ,óvissa rfkir um það, en út- vegsmenn við Breiðafjörð og Faxaflóa hafa bundizt samtök- um um að róa ekki. Sjómenn hafa hins vegar ekki boðað vinnustöðvun, en um 60% allra bátasjómanna í landinu munu standa að kröfum um nýja báta- kjarasamninga, 1 Framhaldsaöalfundi LÍU, sem átti að hefjast þegar eftir áramót, hefur verið frestað meðan beðið Framhald á bls. 10. Datt fram af þakbnín og lærbrotnaði Átta ára gamall drengur lær- brotnaði í gærdag, þegar hann hrap aði fram af þaki verksmiðjuhúss Reykdals í Hafnarfirði — fimm metra hátt fall. Drengurinn var að leik uppi á þaki byggingarinnar, sem staðið hefur ónotuð um nokkurt skeið, ásamt fleiri leikfélögum sínum, er slysið vildi til um kl. 17. Þakið er bratt og börn í Hafnar firði hafa iðkað það talsvert að renna sér niöur þakið, en ávallt tii þessa getað stöðvað sig í rennslinu £ lur en þa ;æmu fram á þakbrún ina. Nú varð á þessu misbrestur — líklega vegna þess aö frost var kom ið og ísing tekin að mindast a þak ið og ísing tekin að myndast á þakinu þegar slysið vildi til. Flugflotinn um áramótin: 81 FLUGVÉL í árslok 1907 var flugvélaeign landsmanna samtals 81 vél. Þar af 41 einhreyfilsvél, 16 tveggja hreyfla, 1 þriggjahreyfla (þota F.í.) 13 fiögurrahreyfla og 2 þyrlur. Á fáum sviðum hafa orðið jafn miklar framfarir og í flugmálum. Árið 1919 eignuðust íslendingar fyrstu flugvélina, en nú eru 81 vél í flugflotanum. Margar þessara véla eru í eign einstaklinga, þótt flugfélög og flugskólar eigi flestar þeirra. Lang- stærstu flugfélögin eru auðvitað Flugfélag íslands og Loftleiöir, en meðal annarra félaga eru: Framhald á bls. 10. Fjörutíu og einn skráður atvinnuiaus — Margir bíða eftir vertíðarvinnu — Nægur mannskapur á bótaflotann Talsvert hefur borið á atvinnuleysi í borginni seinustu vikurnar, eink- um hjá verkamönnum, enda hfefur engin vinna verið við fiskvinnslu og byggingaframkvæmdir eru með minnsta mðti um þennan tíma árs. Fjöirutíu og einn hefur verið skráður atvinnulaus í Reykja- vík, flestir seinustu dagana. Þar af eru 27 verkamenn, 2 sjómenn, 4 múrarar, 1 verzlunarmaöur, 1 járnsmiður og 1 prentmynda- smiður, svo og 3 verkakonur og 2 iðnverkakonur. Fáeinir eru þegar komnir á atvinnuleysisstyrk, en búizt er við aö fleiri komist á styrk næstu daga. — Styrknum er úthlutað til fólks, sem hefur sannanlega verið atvinnulaust i níu daga. Sérstök nefnd er starfandi til þess ag athuga atvinnuástandiö í borginni og skipa hana fulltrú- ar hagfræðideildar borgarinnar og stjórn Ráðningastofunnar. Mun hún væntanlega skila áliti til borgarráðs eftir helgina. Reikna má með, að allmiklu fleiri en þeir sem skráöir eru séu atvinnulausir og má þar til dæmis nefna fólk, sem bíður eft- ir því að vertíð byrji. — Eftir því sem Vísir kemst næst.hefur gengið óvenju greiðlega að ráða mannskap á bátaflotann, en venjulega hafa vertíðarbátar ver ið í vandræðum með mannskap. Þannig hefur blaðið til dæmis frétt frá Suðurnesjum, að þar sé skipað 1 flest skiprúm fyrir vertíðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.