Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 9
V í SIR. Miðvikudagur 10. janúar 1968. 'iurrtfWiW—W—imiiiiiiTnuHflii i .nni Fyrirtækin hljóta að standa og faBla me hvernig þau haga sér gagnvart Segir Þorvarður I. JúBíusson, frumkvæmdastjöri Verzlunarrúðsins í viðtali um afkomu verzlunar- innar á nýliðnu úri TÖLUR, sem hafa verið notaðar í umræðum undanfarið til að sýna fram á óeðlilegan vöxt heildsölu- og smásölufyrir- tækja, eru mjög óábyggilegar og gera hvorki að sanna né afsanna, að hér sé starfandi óeðlilegur fjöldi slíkra fyrirtækja. Að ein smásöluverzlun sé á hverja 120 íbúa og ein heildsölu- verzlun á hverja 600, eins og haldið hefur verið fram að und- anfömu á opinberum vettvangi, er þ\ní algjörlega ósannað mál. Tölumar em áætlaðar, og það liggur heldur lítið á bak við þær. Raunhæfar tölur em til frá árinu 1957, en síðan eru þetta áætlaðar tölur. — Hagstofan er nú að undirbúa nýja fyrirtækjaskrá, sem mun leiða hið sanna í ljós. Þar verður þó að koma í ljós skipting fyrirtækjanna eftir stærðum til þess að hægt verði að byggja á skránni í umræðum eins og átt hafa sér stað að undanförnu um óhæfilegan vöxt verzl- unarfyrlrtækja og alls kyns þjónustufyrirtækja. Jþannig mæltist Þorvarði Jóni Júlíussyni, framkvæmda- stjóra Verzlunarráös Islands í viðtali við Vísi um afkomu verzl- unarinnar á síðasta ári. Það er heldur snemmt að tala um afkomu verzlunarinnar á nýliðnu ári, þar sem skýrslur liggja ekki Ijósar fyrir ennþá, sagði Þorvarður. Þó er sýnt, að útkoman er heldur lakari árinu áður. Kostnaður á árinu var heldur meiri en 1966, en veltan hefur ekki aukizt svo neinu nemur. I sumum greinum hef- ur beinlínis orðið samdráttur, t.d. í þeim, sem eru háðar tekj- um og afkomu sjávarútvegsins, en í honum varð tekjusamdrátt- ur töluvert mikill frá fyrra ári. Heildarinnflutningur til októ- berloka á árinu varð svo til ó- breyttur frá fyrra ári, ef frá er tekinn sérstakur innflutningur eins og skip, flugvélar og inn- flutningur vegna Búrfells. Nóv- erbermánuður s.l, hefur at- hylgisverða sérstööu. Þá eykst innflutningur töluvert, sem m. a. stafar af hamstri almennings eftir að kunnugt varö um geng- isfellinguna. Bankainnistæður minnkuðu svo aö sjálfsögðu þann mánuö við hamstrið. Hvaða atburður nýliðins árs er verzluninni minnisstæðastur? Dráðabirgðasetning á verð- lagsákvæðunum nú nýverið er að sjálfsögðu sá atburður, sem verzlunin man bezt. — Þau eru fráleit. — Þau eru snið- in eftir verðlagsákvæðum, sem voru í gildi árið 1958, sem er mjög ósambærilegur tfmi mið- að við það, sem nú er. Þá voru ríkjandi innflutningshöft og jafnvel vöruskortur. Vöruval og fjölbreytni voru ekki í líkingu við það, sem nú er. Auk þess voru tollar miklu hærri og í sumum tilvikum margfalt hærri, en þar sem álagning legst ofan á kostnaðarverð vörunnar hingaö kominnar, munar mik- ið um tollana i álagningunni. .4 timum, þegar þjónusta hef- w stóraukizt og fjölbreytt úr- val af vörum sótt víða að og samkeppni ríkir á markaöinum, duga ekki álagningarprósentur sóttar 9 ár aftur í tímann, þegar gjörólíkar aðstæöur ríktu. Nú er kostnaðarverö vöru tiltölulega mun lægra en þá, en kostnaður við innkaup, birgðahald og sölu mun hærri. Það er oft talaö um frjálsa verzlun, sem hinn altæka þjóð- félagslega sannleika. Er víst að íslenzk verzlunarfyrirtæki séu oröin nægjanlega þroskuð til að „þola“ frjálsa verzlun? — Ég hef t.d. áreiöanlegar heimildir fyrir því að viðurkennt inníflutningsfyrirtæki hafi flutt jnn 2. fl. sjónvarpstæki, en þar sem sjónvarpstæki eru ný vöru- tegund hér kunna neytendur ekki að greina tækin eftir gæða- mati. Innflytjandi þessi not- færði sér vankunnáttuna og seldi tækin með 50—60% á- lagningu eða á svipuðu verði og aðrir innflytjendur sjónvarps- tækja. — Þetta mun ekki hafa komið í ljós fyrr, en verðlags- ákvæðin voru sett. Hvað segið þér um þetta? Clíkir verzlunarhættir eru auö- vitað hrein svik og vítavert ef rétt reynist. Þeir stórspilla fyrir verzluninni. En með þessu, sem og öðru, er aflaga getur farið hjá verzlunarfyrirtækjum eiga neytendurnir að fylgjast. — Fyrirtækin hljóta að standa og falla með því, hvemig þau haga sér gagnvart kaupendun- um. Hin frjálsa samkeppni virðist ekki hafa aukið hagræðingu í verzlunarmáta? Það er ekki rétt. Það hefur farið fram mikil hagræðing í verzlun á umliðnum árum, t. d. með kjörbúðum, sem er mikil breyting á verzlunarmáta frá því sem áður var. Annars er verzlun sú atvinnugrein, sem einna erfif ,st er að koma mik- illi hagræðingu við. Það er einnig eölilegt að meira af vinnuafli þjóðfélagsins leiti inn í þjónustuna, eftir því sem vel- megunin eykst. Aukin tækni- menning og nýjar flóknar vélar c tæki krefjast stöðugt auk- innar sérþekkingar i verzlun- arstéttinni. Innflutningsfyrir- tækin taka oft að sér ráðgjafar- starf, -. iðgerðir * og alls kyns þjónustu. Tilgangur nútímaverzlunar er m. a. orðinn sá, að kynna nýja erlenda tækni, leita vitt og breytt eftir nýjustu tækni- framförum, sem verða erlendis og flytja þær inn í landið. Inn í stéttina koma þv£ oft tækni- fróðir menn, sem hvetja frekara til þessarar þróunar. íslenzkum fyrirtækjum virö- ist ganga illa að ná hagkvæmri stærð. Hér úir og grúir af litlum innflutningsfyrirtækjum, sem flytja inn örfáar vörutegundir. Hvemig stendur á þessu? Er nauðsynlegt að setja innflytj- endum strangari skilmála, t. d. meira hlutafé? T nágrannalöndunum eru yfir- leitt ekki sérstakar hömlur á veitingu verzlunarleyfa. Verö- lagsíhlutun hins opinbera hefur þau áhrif að draga úr vexti stórra fyrirtækja og gefur hin- um minni aukið svigrúm. — Tilhneiging íslendinga til að vera sjálfstæðir hefur þama eflaust einnig nokkur áhrif. Þegar markaðurinri er að þenj- ast út leita starfsmenn út úr fyrirtækjunum og stofna eigin fyrirtæki. Getur verið að íslenzkir at- vinnurekendur séu ekki nógu vakaridi fyrir því að greiða góðum mönnum hækkandi kaup til að draga úr þeim við að stofna eigin fyrirtæki. þeir myndu varla ráðast 1 að stofna eigin fyrirtæki, nema tekju- möguleikamir væm mun meiri í eigin fyrirtækjum? Þetta hefur tvímælalaust sín áhrif. Það er þó einnig stað- reynd, að möguleikamir til aö „hagræða“ sköttunum em tals- vert miklir í alls kyns bíl- skúrafyrirtækjum, sérstaklega þeim, sem stunda þjónustu- störf. Þetta vita allir, þó það fari ekki hátt. Afstaða laun- þega hafa lagt nokkum hemil á launamismun milli úrvalsfólks og miðlungsfólks. Allir hafa orðið að vera nokkuð jafnir og ekki hefur mátt gera mikið upp á milli manna. Stækkun og hugsanleg fækkun fyrirtækja verður aö koma sjálfkrafa gegn- um samkeppnina. Menn verða að finna það form, sem þeir hafa mestan hag af, en þannig verður hinn hæfari ofan á f samkeppninni. En er víst aö samkeppnin hafi áhrif á vömverð til lækkunar? Landið er svo lítið ojg fámennt, að kaupmenn gætu hugsanlega komizt að samkomulagi um vömverð bak við tjöldin? -.......... ...... 'vsjrWWMwM**) Þorvarður J. Júlíusson. Jafnvel þó að menn hefðu samráð um ákveðið vöru- verð, yröu alltaf einhvprjir, sem skæru sig úr leik. Á mörgum sviðum verzlunarinnar yrði að halda mörg hundruð manna fundi til að komast að sliku samkomulagi, sem er algjörlega cjerlegt. Þaö yrði helzt á tak- mörkuöum sviðum, sem þetta kæmi til greina, en ég held aö það yrði þó frekar í því formi að menn hermdu hver eftir öðr- um f sambandi viö álagningu. Það má ekki gjeymast, að einkafyrirtæki og samvinnufélög neytenda keppa á íslenzkum markaði. Hvaða áhrif teljið þér, að gengisfellingin muni hafa á verzlunina á þessu ári? Gengislækkunin hlýtur að valda innflutningsverzluninni allmiklum erfiðleikum, sérstak- lega þó þeim fyrirtækjum, sem sk .lda mikiö erlendis. Annað vandamál, sem menn vilja kannski ekki horfast i augu við, er að þegar vörur eru seld- ar samkv ut gamla genginu en greiddar erlendis samkvæmt nýja genginu, verður ekki hægt að endurnýja vörubirgðirnai með samr fjármagni. Þetta þýðir fjármagnstap hjá verzlun- inni, sem aftur kallar á aukið fjármagn úr þjóðfélaginu til 'ennar. Aö iokum. Þorvarður? Tjað er rétt að minnast á- nægjulegs atburðar á ný- lið-.u ári til mótvægis viö veró- lagsákvæöi”. sem skilja ekki eftir sérstaklega hlýlegar end- urminningar. — Verzlunarráð íslands varð 50 ára 17. septem- ber s.l. og náði þar með merk- um áfanga. Skipulag ráðsins hefu- nú þróazt f það, að for- menn allra samtaka, se, eiga aöild að því, eru sjálfskipaöir i stjórn þess. Þannig eru 8 af 13 manna stjón sjáifskipaðir, en 10 eri kjörnir i stjórnina. Félag ísl. iönrekenda, Félag ísl. stór- kaupmanna, Kaupmannasamtök Islands, Félag bifreiðainnflytj- enda og Félag ísl. byggingar- efnakaupmanna tilnefna full- trúa f stjórnina en1 Apótekara- félag íslands og Félag raftækja- heildsala tilnefna varame V. J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.