Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 12
« fy=^-*anuurm4kN l&MÆESi' 31 StuT 22022 V í SIR . iVIiovikudagur 10. janúar 1968. ekki drepið hann sjálfur, í sig“. „Ekki nema þolanlega. Jæja, ég verö að halda áfram.“ Fremsti vagninn í lestinni hvarf sjónum fram af brekkubrúninni, rétt eins og jöröin hefði gleypt hann. Síðan sá næsti og hver á eftir öðrum. Og innan stundar stóðu þau á brekkubrúninni, Re- becca og Lije Evans og virkiö niöri í dalnum blasti viö sjónum þeirra. „Aldrei hefði mig órað fyrir því, að það gæti vakið með mér slík- an fögnuð að sjá hús frarmíndan," varð Rebeccu aö oröi. „Þetta er þá virkiö," sagði Ev- ans. „Eins og mér standi ekki á sama hvort það er virki eða ekki virki,“ sagöi Rebecca. „Það er hús ...“ „Virki jafnt fyrir það.“ „Heldurðu ekki að þar séu stól- ar... Ég á við — stólar, svona eins og heima?“ „Auövitað." Lije fékk ekki var- izt brosi. „Xarzan, hnífurinn er rétt við höfuðið á þér, <á ég að taka hann?“ — „Nei“. KVIKKWDAS'ASA EFTIR A-0 QÖTHR1E 3r. Karimenn voru undarlegir, hugs- ,aði hún. Lije Evans var það, ekki síður en aðrir karlmenn. Hann 'var í bezta skapi, þegar dagleiöirn- ar voru lengstar, rétt eins og það ,eitt væri markmið lífsins að skilja ,sem lengst íhjólaför eftir sig í heiminum. Eins og það eitt væri 'köllun mannsins, að vera stöðugt 'á ferðalagi. Samt sem áður gerði Rebecca sér jþað ljóst, að leiðangurinn varö að ná til Oregon; að ekki varð hjá 'því komizt, að halda ferðinni á- ’fram, unz komið var á ákvörðun- 1 arstað. En hún gat ekki meö neinu ,móti viðurkennt, að feröalagið ,sjálft væri slíkur dýrðardraumur, ,að það eitt væri eftirsóknarvert ‘takmark i sjálfu sér. Hún var 'þreytt og iöulega í heldur döpru ' skapi á kvöidin og vildi aö nóttin »yrði sem lengst. Kveið morgun- vdeginum. Og á stundum skaut tþeirri spurningu upp í huga henn- ' ar, hvort Oregon mundi reynast 1 þess virði, þegar loks kæmi þangað, ' að allt þetta erfiöi væri á sig lagt. Á slíku feröalagi varð Evans ; aftur á móti alit til yndis, sólskinið, , golan — jafnvel stormurinn, þótt ^honum fylgdi rykmökkur og sand- kóf. Allt var gott á ferðalagi, aö ! honum fannst. Henni fannst meira 1 en nóg um hörku hans á stundum, ! stífni hans og þögn. Þrátt fyrir ’ allan dugnað hans og fyrirhyggju. ■ Henni var meinilla við goluna og j storminn, meinilla við sandinn í , skóm sínum alla daga. „Þarna kemur Dick ...“ , Og hún sá hvar Dick Summers i kom ríðandi til móts við lestina. (Hún varð að skjóta augunum á I skjálg til að sjá hann, því aö sólin skein beint í andlit henni. Hún ' vissi að það var ekki sjón að sjá 'hana í framan; andlitið eldrautt I og þrútiö, hörundið hrjúft og skorp I iö. Þannig voru þær allar ásýndum, ’konumar, líkari karlmönnum en ’konum; þannig hafði sólin, rykið og sandfokið leikið þær. Enda þótt guð hefði skapað hana störa, stæði- lega, var henni mjög í mun að vera kvenleg útlits, finna og vita að hún væri það. Að hörundiö væri hvítt og mjúkt, að hún væri spariklædd endrum og eins, ekki eingöngu til þess aö Lije litist bet- ur á hana, heldur og fyrir það, aö hún var kona og átti sem slík heimtingu á að það sæist. Og henni varð hugsað til virkisins — þar var tært vatn, heitt vatn til þvotta og kannski fengi hún tím'a til að hvíla úr sér mesta lúann. Henni varð hugsað til gamla húss- ins f Missouri, til svalans , mjólk- urbúrinu, þar sem hún fleytti rjómann af trogúnum, henni varö hugsað til skápsins í eldhúsinu, þar sem diskar og mataráhöld Iögu í röð og reglu í hillum en fatakistan stóð við vegg í stofu og iljurtir geymdar í handraðan- um. Hún hafði átt heimili sitt í Missouri, hús, sem -stóð fast á grunni, og þegar henni varð litið þar ú: um glugga og dyr, vissi hún hvað Hasti við sjónum. Henni hafði liðið vel þar í skjóli skóga og fjalla undir dimmbláum himni. Og þegar hana sótti þreyta, gat hún setzt og notið þar hvíldar. Og hún varð gripin ómótstæði- legri löngun til að verða um kyrrt í virkinuj láta þá Evans og Brownie halda áfram hinni endalausu og til- gangslausu ferð; vera um kyrrt qg hvflast. Hún heyrði Dick Summers ræða við Evans. „Það verður heppilegast að tjalfla fyrir vestan virkið,“ sagði hann. Lije kinkaði kolli. „Þú verður að ganga á furid virk- isstjórans, Lije.“ „Auðvitað. Hvað heitir hann?“ „Einhver sagði mér, aö það væri Jim Bordeau, sem nú færi þar með æðstu völd. Jæja, Rebecca... hvem ig líður þér?“ „Þolanlega.** „Því getur enginn trúað, hvað ég hlakka til að setjast á stól,“ and- varpaði Rebecca. ALDREI hafði Mercy McBee komið til hugar að lífið gæti verig svo unaðslegt. Rökkrið var þrungið seiðmjúkum hljómum, sem léðu henni vængi. Mercy McBee, sem sveif f dansinum á grundinni undir virkisveggnum eftir fiðluleik Higgs og trumbuslætti Indíánanna. Mercy McBee, sextán, ára og blóðið braim í æðum hennar við trumbugnýinn og töfra rökkursins, vig klökkva fiðlustrengjanna og bjarma bálsins. Starandi augu. Starandi stjömur. Mercy stígur dansinn; stígur ekki, heldur svífur vængjuðum fótum og finnur ósjálfrátt, að spor og hljóð- fal'l er henni í blóð boriö. Armur leggst að mitti, hönd þrýstir hönd, kannski eilítið fastara en dansinn beinlínis krefst, og blóðið brennur í æðum hennar og hjartað berst; sextán ára hjarta, sem aldrei hefur kýhnzt vig slíkan unaö áður. Sterk- ir armar, spyrjandi augu, tindrandi í bjarmanum af bálinu. Sæll vertu, Byrd; þú dansar Ijöm andi vel. Gott kvöld, Fairman; ég vildi óska að ég væri eins dugleg og gáfuö og konan þín; en þaö verð ég víst aldrei. Gott kvöld, | Gorham ... Nei, þú aftur, Mack; | hvar geymirðu konuna þína eigin- \ lega? Mack, Mack með þunglyndis- i leg augun og djúpar hrukkur á enni. Ef þú renndir grun í hve oft mér verður hugsað til þín. Hve oft mig hefur langað til að strjúka lokkana frá gagnaugunum, svórtu lokkana meö silfurhvíta hríminu. Hvers vegna þrýstirðu mér svona fast að þér í dansinum, Mack? Nei, því fer fjarri að ég kunni því iíla, því fastar, því betra, Mack .. . Augu stara. Stjömur stara. Trumbuslátturinn markar hljóð- fallið eins og æstur, heitur hjarta- sláttur. Fætumir hreyfast ósjálf- rátt um gmndina. Mercy McBee, sextán ára og kynntist 1 fyrsta skiptið unaöi lífsins. Sextán ára, hrædd og feimin, þorir ekki að brosa, enn síður að mæla orð frá vörum. Skelfd og titrándi veit hún ekki hvemig hún á að bregð- ast viö þegar henni er þrýst að barmi, veit ekki hvað það þýðir, veit einuneis að hún er ekki nema Gamanleikurinn „Italskur stráhattur“ hefur verið sýndur síðan í október við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu. Hefur aðsókn verið mjög góð, en næsta sýning er miðvikudaginn 17. janúar. Aðalhlut- verkið leikur Arnar Jónsson. Myndin er af Arnari Jónssyni og Þóru Friðriksdóttur í hlutverkum sínum. sextán ára og hefur alltaf verið kennt að hlýða umyrðalaust þeim, sem henni em eldri, lúta vilja þeirra ... Hvað á ég að gera, Mack, hverju á ég að svara og hvemig, ég er ekki nema sextán ára, veit ekki neitt og þekki ekki neitt. Þú ert gáfaður maður, lífsreyndur og auðugur maður, sem allir líta upp til. Aldrei hefur þú horft á mig eins og nú. Þú mátt ekki halda að mér líði ekki vel í örm- um þínum, þú mátt ekki halda að ég, sem ekki er nema sextán ára, vilji vera þér óhlýðin. En ég er | hrædd, því að ég veit ekki neitt, I veit ekki einu sinni að ég á ungan [ og fallegan, heitan líkama. Enginn i hefur sagt mér það. Enginn hefur horft þannig á mig áður... þeg- ar þú horfir þannig á mig, þori ég ekki að hugsa — og um hvað ætti ég lika að hugsa aðeins sex- tán ára. j ■ Fiðlustrengimir þögnuðu. Higg- i ins lagði fiðluna á hné sér og i brosti tannlausum munni. Mercy McBee endurgalt honum brosið, hann óttaðist hún ekki. Hann sagði henni aldrei fyrir verkum og lét aldrei eins og hann væri yfir aðra settur. Hann hafði alltaf gaman- yrði á vömm og mundi aldrei taka hana alvarlega, hvorki í orði né athæfi. Hún heyrði rödd-Macks í eyra sér. Hann mælti til hennar J hálfum hljóöum, svo fólkið. 1 kringum þau veitti því ekki at- hygli. Við skulum ganga úr dans- inum, en hvort sína leið og hitt- ast svo að stundarkomi liðnu und- ir trjánum við virldsgarðinn, þar sem bjarminn af bálinu nær ekki til... það lék bros um varir hon- um, þegar henni varð litiö á hann, hann var líkastur feimnum pilti, en þó var dulin skipun hins full- orðna manns í rödd hans og augna- tilliti. Þetta var dásamleg nótt, hvíslaði hann, dansinn væri í þann veginn að hefjast aftur og enginn mundi sakna þeirra, Komdu, hvlsl- aði hann biðjandi og skipandi í senn. Hún fann aö hún mundi verða við beiðni hans, blýðnast boði hans; hún var alin upp við hlýðni, en samt var þetta eitthvað annað og brot úr andrá var sem hjartað W .. Isskápur Crosley fsskápur til sölu. — Upplýsingar I sima 20874 eftir kl. 7.00. Sölubörn óskust Hafið samband við afgreiðsluna Hverfisgötu 55. VlSIR EffiaaiKEt .uamszk i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.