Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 16
VTSÍR VAAAAAAAA^AAAAAAAAA^ 9 ARA STAL 4100 KR. Níu ára gamall drengur reynd izt vera valdur að hvarfi 4100 króna í peningum úr mann- lausri ibúð í Skólagerðl í Kópa- vogi. Peninganna var saknaö á laugardagskvöld og lögreglunni >ert viðvart, en af verksummerkj um virtist lióst, að þjófurinn hefði farið inn um glugga á annarri hæð hússins. Grunur féll fljótlega á dreng- inn við rannsókn málsins og í gær viðurkenndi hann að hafa stolið peningunum. Hann hafði eytt 100 krónum af þýfinu, skilaði aftur 4000 krónum. SÍLDIN HEFUR EKKI SÝNT Á SÉR NEITT FARARSNIÐ segir Jakob — En hún finnst hvergi nema á /00-/60 faðma dýpi 0 Skipum fjölgar held- ur á miðunum fyrir austan og allmörg skip voru á leið austur á bóg- inn í nótt. Mikill floti síldarbáta leitaði í gær á svæðinu frá Snæfells- nesi og allt austur undir Vestmannaeyjar, en síld ar varð ekki vart nema þá á 100 faðma dýpi. Og sömu sögu er að segja að austan. Seinast þegar fréttist í gærkvöldi voru síldarforfurnar á 160 faðma dýpi og engin veiði. Fyrsta síldin á þessu ári barst til Seyðisfjarðar í gær. Þangað kom Gígja RE með 30—40 tonn og fór hluti af síldinni í fryst- ingu. Ámi Friðriksson var kominn á síldarmiðin fýrir sfðustu helgi og hafði Vísir samband við Jak- ob Jakobsson, leiðangursstjóra síldarleitarinnar í gær. Sagði hann, að lítií sem engin hreyf- ing hefði veriö á síldinni austur á bóginn, hún hefði ekki sýnt á sér neitt fararsnið, væri svipað sfldarmagn á miöunum og fyrir jólin, en sfldin stæði mjög djúpt og kæmi yfirleitt ekki-ofar en á 100 faðma. Sagði Jakob, að síldin hefði gengið nokkuð suður á bóginn, en hann byggist við að hún færi að þokast austar úr því liði á mánudaginn. Síldin hefur raunar haldið sig á óvenjumiklu dýpi í allt haust og hefur það mjög háð síldveiðunum. Sagði Jakob ástæðuna fyrir því vera þá í fyrsta lagi, að síldin hefði til- hneigingu til þess að sækja dýpra á veturna eftir því sem hún eltist og mikill hluti síldar- Framhald á bls. 10. Jakob Jakobsson Annir Selfosslögreglunnar vaxandi — Afskipti okkar af árekstrum fara heldur vaxandi, sagði yfirlög- regluþjónninn á Selfossi, Jón Guð- mundsson við Vísi í morgun. „I fyrra, eða árið 1967, lentu 296 bílar í árekstrum, sem viö fengum til rannsóknar, árið 1966 268 bílar, 1965, 212 bílar. Auk þeirra 296 bíla, sem lentu í árekstr um í fyrra, lentu 22 í veltum. Við önnumst alla sjúkraflutninga hér um slóðir og fórum 308 ferðir með sjúka og slasaða. — Slösuðust margir í þessum árekstrum, Jón? — 38 slösuðust í umferðarslys- um, en í vinnu, á dráttarvélum, inni á heimilum og svoleiðis slös- uðust aðrir 38. — Eru þetta allt Selfyssingar? — Nei, því fer fjarri. Þaö er svo mikil gegnumgangandi umferö hér á þjóðveginum, — Var mikið um ölvun á árinu? — 64 voru kærðir fyrir ölvun á almannafæri og 66 voru settir í steininn okkar. Það eru ekki all- ir settir inn, sem kærðir eru fyrir ölvun. Þaö sem er þá umfram er vegna rannsókna á einhverjum málum. Kærð voru 52 innbrot og þjófn aðir. 163 kærur komu fram á árinu vegna brota á umferðarlögum og brota á lögreglusamþykkt, 78 kær- ur vegna ýmissa annarra brota. Rannsóknir á eldsvoðum urðu 11. Rúðan, sem þjófurinn braut í nótt. Fundu þjófinn liggj andi ofan á þýfinu Lögreglan handtók í nótt inn- brotsþjóf, sem brotizt hafði inn í Radíóver á Skólavörðustígnum og stolið þaðan plötuspilurum, Var þjófurinn nýfarinn af innbrotsstaö, þegar lögreglan kom að, en eftir nokkra leit fannst hann falinn inni : húsagarði. Einhver athugull þorpari varð þjófsins var, meðan hann var að bauka inni í verzluninni í nótt kl. 3.25. Hringdi hann til lögreglunnar ^pandreou boðið sforf í Svíþjóð Sænski prófessorinn Gunnar Myr- dal sagði í gær, að tilboð, sem Andreas Papandreou hefði verið un) að setjast að í Svíþjóð, stæði óhaggað. Tilboðig innifelur, að hann fær rtarf sem alþjóða efnahagsmála- sérfræðingur. og gerði hepni viðvart, en sá um leið, hvar þjófurinn kom út meö — að því er honum sýndist — fangið fullt af viðtækjum. Sá mað- urinn á eftir þjófnum gangandi suður Bergstaðastræti. Þegar lögreglan kom á staöinn, var þjófinn hvergi að sjá. Leit út í fyrstu, sem hann væri sloppinn úr greipum þeirra. Þó gerðu lög- reglumennirnir leit í næstu húsa- görðum og fundu þá kauöa fljót- lega, þar sem hann lá á jöröinni ofan á 3 plötuspilurum, sem hann hafði haft á brott með sér úr verzl uninni. Reyndist þetta vera gamall kunn ingi lögreglunnar og hafði hann komizt inn í verzlunina með því að brjóta stóra rúðu í sýningar- glugga hennar. Plötuspilararnir höfðu skemmzt nokkuð við það, að maðurinn lagðist ofan á þá. Þjúfurinn var hafður í fanga geymslu lögreglunnar í nótt. Pétur Sveinbjarnarson ásamt tveim starfsstúlkum upplýsingastöðvarinnar í Laugardal, Esther Guö- • mundsdóttur og Vigdfsl Pálsdóttur. • SMÁBÖRN GANGA í\ BRÉFASKÖIA! Lögreglan, Sumargjöf og umferðarnefnd opna Umferðarskólann „Ungir vegfarendur" □ „Aðalmarkmiðið með stofnun skólans er að ná til barna undir skólaskyldualdr- inuin,“ sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþiónn, á fundi með frétíamönnum í gær, en þá var kynnt nýjung í skóla- málum á íslandi. Nýjungin var stofnun umferðarskóla, sem hlotið hefur nafnið „Ung- ir vegfarendur“. Skólinn er bréfaskóli fyrir börn á aldrinum 3-4-5-6 ára og er öllum börnum heimil þátt- taka, foreldrum þeirra að kostn* aðarlausu. Umferöarnefnd Reykjavikur og lögreglan f Reykjavík, í sam- vinnu við Barnavinafélagið Sum- argjöf, hafa haft forgöngu um stofnun skólans, en aðilar að rekstri hans eru að auki þeirra: Kópavogskaupstaðar, Hafnar- fjaröarkaupstaður, Garðahrepp- ur, Seltjarnarneshreppur og Mosfellshreppur. Umferðarnefnd Reykjavíkur hefur nú tekið húsnæöi á leigu í húsi íþróttasamtakanna i Laug ardal og flutt þangað fræöslu og upplýsingaskrifstofu sína en henni stjórnar Pétur Sveinbjarn arson fulltrúi og stjómar hann Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.