Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1968, Blaðsíða 2
V í S IR . Miðvikudagur 10. janúar 1968. Ungis markvörðunum gefínn kost- ur á að reyna sig / kvöU ^Tveir komungir markverð- ir verja íslenzka markið í Laugardalshöllinni í kvöld, þegar tilraunalandsliðið mætir hinu snjalla pólska liði Spojnia, sem enn er ó- sigrað á íslandi. Þetta em þeir Birgir Finnbogason úr FH og Guðmundur Gunn- arsson úr Fram. „Við erum að reyna að yngja upp“, sagði Hannes Þ. Sigurðs- son, „Þorsteinn Björnsson kemur varla til greina, þar eð hann getur ekki verið með landsliðinu í vetur, þegar það fer utan til Rúm- eníu og A-Þýzkalands“. Það mun og vekja athygli aö Gunnlcugur Hjálmarsson er aftur með liðinu eftir „fríið“ í lands- leiknum gegn heimsmeisturunum Tékkum í desember. Ingólfur Ósk- arsson er hins vegar ekki hlutgeng ur vegna meiðsla eftir leik Fram við Spojnia. Liðið lítur annars þannig út: Birgir Finnbogason, FH — Guðmundur Gunnarsson Fram — Guðjón Jónsson, Fram — Gunnlaugur Hjálmarsson Fram — Karl Jóhannsson KR — Einar Magnússon Víking — Jón Hjalta- lín Víking — Geir Hallsteinsson FH — örn Hallsteinsson FH — Ágúst Ögnmndsson Val og Stefán Sandholt Val. Liðið h'tur alls ekki illa út, gott sambland af skyttum og línu mönnum, og markverðimir báðir | hafa sýnt í leikjum gegn Pólverj- um að alls góðs er af þeim að vænta. Leikurinn við Pólverja hefst kl. 20.30 í kvöld, en kl. 19.45 hefst for leikur milli a og b-liða unglinga- landsliðsnefndar. m Florían Albert „knnttspyrnu- muður Evrópu 1967#/ □ Ungverski knattspymumað- urinn Florian Albert var kjör- inn „knattspymumaöur Evrópu árið 1967“ af franska knatt- spymublaðinu France-Football. Hlaut Albert samanlagt 68 stig í atkvæðagreiðslu fréttaritara blaðsins víða um Evrópu, annar varð Bobby Charlton, Englandi með 40 stig, Johnstone frá Glas- gow Rangers í Skotlandi fékk 39 stig, Beckenbaúer, Þýzka landi, varð fjórði með 37 stig og Eusebio frá Benfica í Portu- gal 5. með 26 stig. □ Myndin er tekin af Albert, þegar hann var á æfingu fyrir Evrópubikarleikinn gegn Kefla- vík 1964 í Reykjavík. ÍSHOKKÍ Íshokkí eða ísknattleikur? — Það er erfitt að finna rétta íslenzka orð ið yfir þessa vinsælu íbrótt. Is- knattleikur kemur varla tii mála einfaldlega vegna þess að í þess- um hraða 'g skemmtilega leik er enginn knöttur notaður, en íshokkí er heldur ekki gott, enda eru er- lend o/ð I málinu illá séð, en þar til hinir visu málfræöingar finna eitt hvert betra orð, verða menn aö notast við Lhokkí. Myndin var tekin af fyrstu kepnninni í Reykja vik í þessari grein. Markvörður Reykjavíkur er á myndinni í sínum mlkla útbúnaði, sem kostar ekki minna en 5000 krónur. Hann heit ir Ölafur Björgvinsson og er all- kempulegur að sjá. ,Okeypis" ferðal'óg kosta peninga: Verða margir beztu manna okkar ekki með landsíiðinu / Rúmeníu? „Ég er alls ekki óánægður, þótt ég hafi ekki verið valinn í tilraunalandsliðlð, — satt að segja frekar feginn, því að ég er ekki í nægilega góðri æf- ingu um þessar mundir“, sagði Þorsteinn Björnsson, markvörður Fram, í gærdag, þegar hann frétti að hann væri ekki einn af þeim, sem vaidir voru gegn Spojnia. „'".annleikurinn er sá aö ég hef ekki getað einbeitt mér að æfingum að undanförnu ég vann mikið fyrir jólin við að lagfæra íbúðina mína, — og a> þess tr það ekki skrítið þótt landsliösnefnd reyni menn sem til greina koma í utanferð- ina til Rúmeniu og A-Þýzka- lands“ sagði Þorsteinn. — Hver er ástæðan fyrir þvi að þú getur ekkl farið utan með liðinu? „Hún er einfaldlega sú, að pyngjan leyfir ekki slíkan mun að. Að vísu er ferðin „ókeypis" en vinnuveitendur vilja ekki borga mönnum hálfSmánaðar lr ..n, meðan þeir eru að sóla sig suður í löndum. Ég hef farið eina ferð i vetur og það er nóg. Ég hef farið margar ferðir utan og tekið sumarfríið upp i en það er ekki hæfet að fórna , si marfríinu í það óendanlega á kostnaö fjölskyldunnar“. Saga Þorsteins á raunar viö um fleiri en hann. Þannig er það með fjölmarga íþróttamenn. ,,Ó keypis“ ferðalag getur kostað 15—20 þúsund krónur, og fyrir unga iheimilisfeður er í flestum tilfellúm útilokað að standa i slíkum fjárútlátum, eða öllu öllu heldu- að missa að slíkum peningum. Heyrzt hefur að Guö jón Jónsson og Sigurður Eiiiars ron muni ekki gefa kost á sér í ferð þessa og e.t.v. einhverjir fleiri. Leikið verðxir í Rúmeníu og A-Þýzkalandi í lok febrúar. !■■■■■■■ uw V.V/.V.V.V.’.V.^V.V.V.V.V.V.V.V.V.V I ■_■_■_■_■ I fjmau&smsBssz i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.