Vísir - 03.02.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 03.02.1968, Blaðsíða 2
2 VIS IR . Laugardagur 3. febrúar 1968 TÁNINGA- SÍÐAN I BEE GEES' annað sinn með þrjú lög á vinsældalistanum - ERU Á HLJÓMLEIKAFERÐALAGI UM NORÐURLÖND 1 Heflo Goodbye Beatfes .2 Romeo und Jufía Peggy March 3 Sussy Moore Loflipops 4 Worfd Bee Gees 5 Daydream Befiever Monkees 6 Tryflesangen Pusfe Hefmufh 7 La bosfella Mefody Mixers B Magfcaf Mystery Tour Beatfes 9 Den sidsfe vofs Poul Rudi 10 Massachusetts Raa RaOC ÍÁstralska ,,beat“-hljómsveitin ,,Bee Gees“. sem spáð er aö veröi hljómsveit ársins 1968, hefur ákveöiö að leggja upp f hljómleikaferö um Noreg, Svi- þjóö og Danmörku I febrúar. IÁkveöiö hefur verið, aö þeir komi fram i hljómleikasal Tívolís í Kaupmannahöfn laugar daginn 10. febrúar n. k. Vinsældir „Bee Gees“ eru nú með hvaö mesta móti. Nú sem st.ndur eru þeir meö þrjú lög á vinsældalistanum, þau „World“, „Massachusetts" og hið nýja i lag „Holiday" 1 næstu viku er Isvo von á annarri „LP“-plötu þeirra, „Hirozintal". I annan staö er þaö f fyrsta sinn sem verulega vinsæl hljóm sveit kemur fram I Tívolí, síðan „The Kinks" urðu þar valdir aö miklu tjóni fyrir nokkrum árum. Menn veröa þó að vona að hinir yngri áhorfendur kunnl að haga sér betur. Svo við höldum okkur enn viij Danmörku, eru umræddir hljómleikar einhverjlr þeir dýr- ustu, sem haldnir hafa veriö þar í landi á þessu sviði. Á hljóm leikum „Bee Gées" mun fimm- tán manna hljómsveit leika und ir, þeim til aöstoðar. Frændur vorir, Danir, hafa verið mjög aðsópsmiklir upp á síðkastið Jimi Hendrix Experi- ence léku þar i janúarmánuði, „Cream' leika þar 7. febrúar og ,,Beé Gees“ þann 10. Allir eru og munu þessir hljómleikar vera haldnir f hljómleikasal Tívolís. Langt er nú liðiö síðan erlend vinræl „beat“-hljómsveit hefur komið hingað til lands, og er tími til kominn að úr því ræt- ist. — Hvaö segja áhugasamir áöilar um aö hefjast handa! 11 La bostella Svend Nicofafsen 12 Everybody Knows Dave Clark Five 13 Gyngerne og karruseflen Preben Ugfebjerg 14 Klara og Carfa og Tríne Gitte Hœnning, Ulla Pia og Grethe Sonck 15 Treat Her Like A Lady Toges 16 Autumn Almanac Kinks 17 Far laver sovsen Povf Dissing 18 Kœrfighed er ingen leg Gitte Hcenning 19 Holíday Bee Gees 20 Camp Sir Henry ond His Buflers George Harrison semur hljómlist við kvikmynd Géorgé Harrison er eini Bítill- inu sem ekki hefur tekiö aö sér verk einn síns liös. Nú sit- ur hann með sveittan skallann við að semja tónlist viö kvik- myndina ..Wonder Wall“. Þeg- a; frumsýning myndarinnar fer fram munu lög hennar koma á rr ■ -kaö á „LP“-plötu. Kvikmyndinni Wall“ er stjómað af Joe Mossot, góðvini Georges. Eftir að hafa séð upptöku fyrri hluta myndar- innar, sem r.ii er lokið, féllst George á að semja tónlistina „Wonder við hana, og fer honum þaö ef- laust vel úr hendi. John Lennan lék á fyrra ári i myndinni „How I Won The War“, Ringo Starr er nýkominn frá Róm, þar sem hann lék i myndinni „Candy" og fyrir ári samc Paul McCartney tónlist- ina við myndina ..The Family Way“. með Hayley Mills í aðal- hlutverki. Því er George Harri- son sá eini þeirra féiaga, sem ekki hefur látið á sér kræla sem einstaklingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.