Vísir - 03.02.1968, Blaðsíða 13
VIS IR . Laugardagur 3. febrúar 1968.
13
I ■_■_■_■_■_!
rprjrjri
■joli
V. Kortsnoj sigraði á hinu ár-
lega Háofpamóti í Hollandi.
Mót þetta var geysifjölmennt
og sterkt, en alls voru þátttak-
endur um 450 talsins. Kortsnoj
var í algjörum sérflokki á mót-
inu, hlaut 12% vinning af 15
mögulegum. 1 2.—3. sæti urðu
Tal og Portisch með 9 vinninga.
Kortsnoj vann Tal samkvæmt
venju í rúmlega 50 leikja skák.
Með sigri sínum undirstrikar
Kortsnoj hversu .geysihættuleg-
ur andstæðingur hann verður i
n.k. heimsmeistaraeinvígjum.
Frá Skákþingi Reykjavíkur.
Undankeppni á Skákþingi
Reykjavíkur er nú vel á veg
komin. í meistaraflokki tefla 22
skákmenn um 8 efstu sætin sem
gefa rétt til að tefla um titilinn
„Skákmeistari Reykjavíkur
1968.“ Teflt er í tveimur riðlum.
í A-riðli hafa Gunnar Gunnars-
son og Guðmundur Sigurjónsson
örugga forystu meö 5% vinning
af 6. Ættu þeir því að vera ör-
uggir í úrslit. Erfitt er að spá
um hverjir tveir aðrir komast
upp, en keppnin virðist aðallega
standa á milli Björgvins Víg-
lundssonar, Benónýs Benedikts-
sonar og Jóns Pálssonar.
í B-riöli er keppnin jafnvel
ennþá tvísýnni. Bjöm Þorsteins-
son hefur forystuna með 5%
vinning af 6 en síðan koma einir
sjö keppendur í þéttum hnapp.
Baráttan veröur því sýnilega
geysihörö og spennandi um þau
þrjú sæti sem eftir eru.
Núverandi skákmeistari
Reykjavíkur hefur ekki veriö
1 sama forminu og hann var í
fyrra, þegar hann vann titilinn.
Eftir fimm umferðir hafði Benó-
ný tapað þrem skákum en unn-
kV.
ið tvær. Hér kemur önnur
vinningsskák Benónýs.
Hvítt: Benóný Benediktsson.
Sxart: Hermann Ragnarsson.
Sikileyjarleikur.
1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3
g6 4. d4 cxd 5. Rxd Bg7 6. Be3
Rf6 7. Be2 d6 8. Dd2 ...
Gefur svörtum kost á að ná
biskupaparinu, en hvítur leggur
aðaláherzlu á sem skjótasta
kóngssókn.
8. _ Rg4 9. BxR BxB 10. f3
Bd7 11. 0-0-0 Re5 12. Bh6 Rc4
13. Dg5 Bf6 14. Dd5 Hc8?
Hér ofmetur svartur stöðu
sina. Eftir 13... Dc8 stendur
svartur vel. Hann hótar óþægi
lega 14. ... e6 og vinnur hvítu
drottninguna.
15. Dxb IIb8 16. Dxa Rxb 17.
Rd5! Dc8 þvingað. Ef 17 .. RxH
18. Rc7+ og svartur veröur að
fóma drottningunni til að forð
ast máti.
18. RxBt exR 19. Rb3 ....
Skemmtileg skiptamunsfóm sem
gerir út um skákina.
19. ... RxH 20. HxR Ha8
21. Dd4 Hxa 22. Hd2 Be6 23. Dxf
Hg8 24. Bg5! Ha7 25. Hxd Hd7
26. HxH(?)
Hér átti hvítur fallega vinn-
ingsleið með 26. Rc5! Ef 26...
DxR 27. Dd8t HxD 28. HxH mát
Einnig er svartur mát eftir 26 ...
HxH 27. De7 mát.
26. ... KxH 27. De7t Kc6
28. Rd4t Kb6 29. Be3 Dc3 30.
Rfst Kc6. msz nfflwofill
Ef 30. .. Ka6 31. Da7t Kb5
32. Rd4t Kc4 33. Dc7+ Kb4 34.
Bd2.
31. Dd6t Kb5 32. Rd4t Ka4 33.
Da6t Da5 34. Dc6t Ka3 35. Bd2
Gefið.
Jóhann Sigurjónsson.
Barn að leik á eða við umferð-
argötu er lifandi hættumerki
Tjrátt fyrir það, að barnasiysum
hafi fækkað verulega í um-
ferðinni á síðasta ári, slösuðust
59 fótgangandi böm í Reykjavík'
árið 1967. En lang alvarlegust er
þó sú staðreynd, að 36 af þeim
59 börnum, sem slösuðust voru 6
ára og yngri, eöa innan við skóla-
skyldualdur.
Slys á bömum í umferðinni er
einn alvarlegasti þátturinn í um-
ferðarmálum okkar íslendinga. Af-
skiptaleysi almennings af bömum,
sem eru að leik innan um iðandi
bifreiðaumferð er svc til algjört, og
er það undantekning að sjá fólk
vara börnin við hættunni, eða leið-
beina þeim á annan hátt. Ef bam
sést með hnff eða skæri í höndun-
um þykir flestum sjálfsagt að taka
þá hluti af þeim, vegna slysahætt-
unnar. Gildir ekki sama um böm
in f umferðinni?
Þáð þarf ekki aö fara í langa
ökuferð um borgina til þess að sjá
smábörn að leik, eftirlitslaus á
götu eða við gangstéttarbrún, börn,
sem hafa óþroskaða fjarlægðar-
skynjun og vanmeta hraða öku-
UMFEROARNEFND
REYKJAVIKUR
LÖGREGLAN I.
REYKJAViK
tækja. Ábyrgöin er fyrst og fremst
foreldranna, og það verður að
krefjast þess, að þeir taki mál þetta
til alvarlegrar umhugsunar.
Fyrstu skref barnsins eru stigin
undir handleiðslu móður eða föður,
og em jafnframt fyrstu skref þess
sem vegfarenda. Þessi fyrsta
reynsla og þessi fyrstu áhrif leggja
aö vissu marki grundvöll aö um-
ferðarvenjum. Aldrei er of snemma
byrjað á að veita baminu þekk-
ingu og skapa öryggi í heimi þess.
Þegar foreldrar fara út með börnin
eiga þeir að kenna þeim einföld-
ustu umferðarreglur og útskýra
fyrir þeim hætturnar í umferðinni.
Þó þú þekkir ekki barnið, sem
er í hættu í umferðinni t.d. að
leik á eða við mikla umferðargötu,
þá leiðbeindu þvi. Ef til vill getur
verið að þitt barn eða þinna nán-
ustu sé í hættu á næstu umferðar-
götu og þá þætti þér vænt um, aö
einhver leiðbeindi því.
BARN AÐ LEIK Á EÐA VIÐ
UMFERÐARGÖTU ER LIFANDI
HÆTTUMERKI.
Danfoss hitastýrður ofnloki er lykillinn
að þagindum
Fyrir aöeins kr. 68.500.oo getið þér fengið staðlaða
eldhúsinnréttingu I 2— 4 herbcrgja ibúðir, meö ölfu tll»'
heyrandi — passa f flestar blokkaríbúðir,
Innifalið i verðinu er:
£ eldhúsinnréttíng, klædd vönduðu plasti, efri
og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m).
^ ÍSSkápUr, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I
kaupstað.
^uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski.
Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota
hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi).
^ éldarvélasamstæða með 3 heiium, tveim
ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur
nýtizku hjálpartæki.
^ lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld-
húsinu lausu við reyk og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós.
Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söiuskattur
innifalinn) Ef stöðluð innrétting hentar yðuf ékki gerum við
yður fast verðtilboð á hlutfallslegu veröi. Gefum ókeypis
Verðtilboö í éldhúsihnréttingar i ný og gömul hús.
Höfum efnnfg fataskápa. staðlaða.
- HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR -
Húseigendur!
í vaxandi dýrtíð
hugleiða flestir
hvað spara megi
í daglegum kostnaði. IVIeð DANFOSS
hitastilltum ofnventlum getið þér í
senn sparað og aukið þægindi í hý-
býlum yðar.
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260
Meira en fjórði V
hver miði vinnur^
Góðfúslega endurnýið í dag
Dregið á mánudag
K
KIRKJUHVOU
l V* R E Y KJAVlK
:í ýV|.í:::í UH S í M I 2 17 16
Vöruhappdrætti SIBS