Vísir


Vísir - 03.02.1968, Qupperneq 9

Vísir - 03.02.1968, Qupperneq 9
V ISIK . Laugardagur 3. fehrúar IPP8 V 'J'uttugu og þrír fulltrúar sjávarútvegs víða að af landinu sitja nú önnuns kaftair á Fiskiþinpi í Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu og litu fréttamenn Vísis inn til þeirra í kaffihléi einn daginn. Þetta er 29. Fiskiþing, en slík þing eru haldin annað hvert ár og eru ráðgefandi um margvísleg málefni útgerðar og sjófanga. Milli slíkra þinga eru haldir. fjórðungsþing, norðan-, vestan- sunnan- og austanlands, þar sem rædd eru mál, sem síðan eru lögð fyrir Fiskiþingið. Ýmsar blikur eru nú á lofti í sjávarútvegsmálum, sem kunugt er og þeir erfiðleikar, sem nú steðja að þessari aðal- atvinnugrein þjóðarinnar hljóta að marka svip slíks þings. Hér fara á eftir stutt viðtöl við fjóra fulltrúa þingsins um mál- efni þess og ástand útvegsmála í heimabyggðum þeirra. Margeir Jónsson, Keflavík: Stærri bátarnir á línu- veiðar við Grænland á vorin. ViÖ hittum fyrst ritara fundar ins, Margeir Jónsson, útgeröar mann frá Keflavík og biöjum hann að drepa á helztu umræöu efni þingsins. — Þingiö hófst raunverulega meö skýrslu fiski- málastjóra um starfsemi Fiski- félagsins síðustu tvö árin. Síðan eru margvísleg mál tek- in á dagskrá og skiptast menn á um framsögu. Fjallaö hefur verið um Reikningaskrifstofu sjávarútvegsins, vitamál (frams Árni Stefánsson, Fáskrúðsfiröi), friðun fiskistofna og fiskirækt ( rnódus Halldórsson), kúfisk- veiöar (Einar Guðfinnsson), þjón ustu viö síldveiðiflotann (Magn- ús Gamalíelsson), talstöðvar, síldarflutuninga. Þetta eru rétt einstök dæmi um það sem um er rætt. Eitt af þeim málum, sem nú er ofarlega á baugi og rætt verö ur á þessu þingi, er leið til þess aö finna verkefni fyrir bátana af stærðinni frá 100 til 200 tonn, en þessi skip eru of lítil til þess að stunda síldveiöar austur i hafi. Við teljum hins vegar ekki ráðlegt að þeir færu margir á togveiðar. — Hvað hefur .helzt komið til greina að gera við þessi skip í sumar? — Það er einna helzt talað um aö reyna línuveiðar við Græn land á vori i og sumrin og ísa eða salta fiskinn niður. Þetta hefur verið reynt aðeins lítils- háttar og virðist gefa góða raun. Við teljum eftir að skreiðar- markaðurinn lokaðist í Niegríu og ekki er lengur hægt að verka lélegri netafiskinn í skreið. verði lang happadrýgst aö fá stærri bátana á línuveiöar. Með því yrði fengið betra hráefni til frystihúsanna og útflutnings- verðmætin yröu meiri. Það er svo aftur á móti ann- að mál og verður að koma i ljós á sínum tíma, hvort sjómenn- irnir sætta sig við að leggja á sig útilegur á línu, eins og þeir hafa til dæmis gert á síldveið unum. Ef til vill yröi að taka upp kennslu í beitingu með auknum linuveiöum, þar eð þessi starfsgrein hefur lítið ver ið iðkuð seinni árin. Eitt af því sem vakir fyrir út- vegsmönnum núna, er aö komið verði á fót fiskiðnaðarskóla. Þaö væri ekki óeðlilegt eins og menntunarþróun þjóðfélagsins er háttaö, aö slíkum skóla yröi komið á fót til þess að fólk geti fengið nauösynlega þekkingu í vinnslu sjávarafuröa eins og öðr um iðngreinum. Þá er mikill áhugi á því að efla Reikningaskrifstofu sjávar- útvegsins til þess að veita betri tölulegar upplýsingar um stöðu sjávarútvegsins á hverjum tfma. Reikningaskrifstofan hefur starf að í sambandi við Fiskifélagið, en hún hefur hvorki nægjanlegt fjármagn. né starfsfólk til þess að sinna hlutverki sínu sem skyldi. — Aö lokum vikum viö að útgerðinni á Suðumesjum og spurðum Margeir, hvernig gengi að manna báta þar. — Við höfum stóra keppi- nauta í grennd við okkur þarna á Suðurnesjum, hvað vinnuafl snertir, segir hann. Okkur finnst þó eiginlega betra að manna bátana núna en verið hefur. Níels Ingvarsson, Neskaupstað: Ótíðin á mestan þátt í síldarleysinu. Níels Ingvarsson, yfirfisk- matsmaður í Neskaupstað er einn af fulltrúum Austfirðinga á þessu þingi, en hann gegnir fundarstjórn á þinginu. — Aflatregöan og verðfall sjávarafurðanna setja að sjálf- sögðu svip sinn á afgreiðslu mála, segir hann, þegar við spyrjum hann frétta af þinginu. Landhelgismálið er einnig nokkuö á döfinni. Það er að sjálf sögðu mikill áhugi á því að lögsaga fáist yfir landgrunninu öllu, en ég býst við að það veröi ekki álitið tímabært að gera ályktun um það mál á þessu þingi. Hins vegar býst ég við að þingið taki afstöðu til togveiða íslenzkra skipa innan fiskveiði lögsögunnar. Um það eru mjög skiptar skoðanir, hvort leyfa beri slíkar veiðar og þá að hve miklu leyti. Lg býst viö að einhverjar á- lyktanir verði geröar um mark- aðsmál. Mestum áhyggjum veld ur veröfalliö á síldarafurðun- um, mjöli og lýsi. — Um skreiö- armarkaðinn er það að segja aö menn álíta óvíða hægt að bera niður með skreiöarsölu, nema um mjög góöa vöru sé að ræða. Og við höfum markaði fyrir betri gæðaflokkana af skreið. Vitamál eru einnig einnjnála flokkanna sem ræddir eru á þing inu. Þó að siglingatækni hafi mjög aukizt með fullkomnari tækjum er nauðsynlegt að viö- halda vitunum vegna smærri bát anna og víða er nauðsyn á ljós- vitum og nýbyggingu smærri vita, auk viðhalds og endur- bóta á þeim eldri — Hefur aflatregöa síldveið- anna og verðfall síldarafurðanna ekki komið illa niður í Neskaup stað og Austfjarðakauptúnun- u.i? — Breytingin á síldargöng- unum hefur að sjálfsögðu sett svip sinn á atvinnulífið. Mér finnst þó aö ótíðin í haust hafi rá ið mestu um aö ekki barst meira á land til verkunar. Síld arsöltun var allmikil, nærri fullsaltaö upp í samninga og síldin reynict hafa verkazt vel. En tíðarfarið var mjög óvenju Iegt í haust og það verður að taka tillit til þess, þegar talað er um aflaléysi. Til dæmis leit út fyrir allgóöa veiði í janúar, en hún hefur sama og engin orð ið vegna ótíðar. — Eru útgerðarmenn ekki í erfiðleikum með þessi dýru skip? — Þessi nýju skip störfuðu lengi og fiskuðu vel, þegar á allt er litið. En sjálfsagt eru greiðslu erfiðleikar vegna þeirra ennþá — erlendar skuldir, sem ekki hefur tekizt að greiða. Það byggist á verkefnunum hvernig r • rætist. — Hvað verður um Aust- fjaröabáta í vetur, þegar engin síld fæst? — Það er ætlunin að þeir fari fleiri á þorskveiðar fyrir sunn- an. Hins vegar munu 4 Neskaup- staöarbátar flytja aflann heim ef kostur er. — Verður samt ekki minna um atvinnu eystra? — Jú, venjulega hefur verið nokkur vinna við að hagnýta síldaraflann fyrri part vetrar og jafnvel fram á vetur, en mikill hluti aflans er nú þegar farinn úr landi. — Hefur ekki komið' upp á- hugi á Neskaupstað fyrir að koma upp frekari síldarvinnslu — niðursuðuverksmiðju, eða niðurlagningu. —• Þaö hefur ekki boriö á því. Hins vegar Var stofnað félag til þcss að athuga þennan mögu- leika á Egilsstööum í fyrra, en þar hefur ekkert orðið úr fram kvæmdum. Hólmsteinn Helgason, Raufarhöfn: Sú vai tíðin að Raufar- höfn var þriðja mesta útflutningshöfnin. Einn norðanmanna á þinginu er Hólmsteinn Helgason, kaup félagsstjóri á Raufarhöfn. — Það þarf varla að spyrja um at- vinnuhorfur þar. Helzta vetrar- björg þeirra Raufarhafnarbúa, hraðfrystihúsið, brann sem kunn ugt er í vetur. — Það er venjulega lítiö um atvinnu um þennan tíma árs, segir Hólmsteinn. Einn vélbátur hefur verið gerður þar út en hann hefur sárasjaldan komizt á sjó fyrir ógæftum. Seinasta ár var okkur sérstak lega erfitt, vegna þess að síldin lagðis' frá landinu og þess vegna erfitt að fá síld til sölt unar og beitufrystingar. Margir hafa jafna sótt suöur á land á veturna í vinnuleit, en menn eru hikan'di við að fara núna, þar sem erfitt er aö fá nokkra vinnu hér fyrir sunnan. Ég býst við að nokkrir bátar fari á netaveiðar með vorinu. Allt eru þetta smærri bátar. — Bátar sem stunduðu þessar veið' ar ( fyrra höfðu sæmilega út- komu, enda gera ménn’ ekki svo miklar kröfur. Ég held að hæsti báturinn hafi verið með um 100 tonn yfir vormánuðina. Vorið þar áður var spenning- urinn hins vegar mestur fyrir grásleppunni, en svo lokaðist markaðurinn fyrir þeim afurð- um. Við erum ekki eigendur síld- arskipa á Raufarhöfn og algjör lega upp á aðra komnir með afla. Viö erum svo Iangt frá vettvangi stjómmálanna, þama norður á hjara að það tekur því ekki að sinna okkur. En sú var tíöin að Raufarhöfn var þriðja hæsta útflutningshöfn lands — á eftir Reykjavík og Vestmanna- eyjum. Það var minnir mig 1951. Það væri mjög æskilegt að koma upp frekari síldarvinnslu á Raufarhöfn. Þar eru hús til þi ; og öll aðstaða. Til þess væri gott að grípa yfir dauða tímann í síldveiðunum, þegar atvinnulaust er þar. En það vantar kannski markaði fyrir fullunnar sílúarafurðir. — Verður frystihúsið endur- byggt? — '“’að er mjög mikið og dýrt verk og ekki vitaö enn þá hvort af því verður, enda skortir þar fjármagn til. — Á meöan verð- um við að salta. Einar Guðfinnsson, Bolungarvík: Bátamir halda sig heima og við fáum betri fisk til vinnslu. Loks ræðum við Iítillega við Ei-.ar Guðfinnssoi þann kunna útgerðarmanna frá Bolungarvík, en hann gerir nú út fimm af átta vertíðarbátum, sem nú róa frá Bolungarvík. - Það eflir atvinnuna í landi, segir ’iann aö bátarnir skuli stunda veiðar heima við. Auk þess fáum við betri hráefni í frystihúsin, betri fisk. — Bát- amir eru allir á línuveiðum sex bátar 100—250 tonna og tveir smærri. Einn bát höfum við á síldveiðum sunnanlands. Við vonumst til þess að fá mikla framleiðslu í vetur. Það hefur aldrei verið svona mikill floti heima fyrir. — Sendið þið stærri bátana á Grænlandsmið, þegar vorar? — Vö reiknum meö því já, ( vor, ef síldveiðarnar byrja seint. Annars vitum við ekkert hvað við eigum að gera við þessi stærri skip. — Eru frystihúsaeigendur ekki ragir við að frysta mikinn afla, þar sem markaður er ekki tryggari en nú er útlit til? — Ég býst við að reynt verði að salta meira en venjulega. — Stendur frystihúsið ykkar á Bolungarvík hallalaust eftir reksturinn síðasta ár? — Þaö er óséð ennþá. Af- urðimar lækkuðu svo mikið á árinu. Við getum ekki sagt til um það ennþá hvernig útkom- an hefur veriö úr rekstrinum. — Það hefur ekki borið á at- vinnuleysi hjá ykkur á Bolungar vík. \ — Nei, það hafa allir haft nóg aö gera. Unga fólkiö sezt að og íbúunum fjölgar. — Hins vegar ber ekki eins mikið á aðkomu- fólki nú og áður og það gengur betur en oft áður aö manna bát- ana. — Þið eigið duglega sjómenn þar vestra, eins og sést á afla- brögðunum. — Já, þeir em það. Þeir verða líka aö sækja langt, alla leið suður í Breiöafjörð og norð ur fyrir Horn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.