Vísir - 03.02.1968, Page 7

Vísir - 03.02.1968, Page 7
V í S IR . Laugardagur 3, febrúar 1968. 7 Leyfist að gjalda keisaranum? Matth. 22. 15—22. Spumingin um skattgjaldiö: Leyfist að gjalda keisaranum skatt, er gildra, lögð fyrir meist- arann til að reyna að veiða hann 1 orðum. Að baki hennar er saga — sorgarsaga Gyðingaþjóðarinn ar: Mátti Guðs útvaldi lýður greiða heiðnum keisara skatt — viðurkenna með því yfirráð hans. Hvernig gat þetta sam- rýmzt því, að viðurkenna aldrei neinn annan konung en Jahve hersveitanna? Enda var fólkið, lýöurinn ^andvígt þessari greiðslu, og það hafði meira að segja komið til óeiröa, þegar henni var komið á, þrem ára- tugum áöur. Og ennþá var spurningin rædd og hugleidd eins og þetta guðspjall ber með sér. En eins og áöur er að vikið var spumingin gildra. Það eru Farísearnir og læri- sveinar þeirra, ásamt Heródes- arsinnum, sem koma til • Jesú og spyrja. Farísearnir, sem héldu sér fast við lögmálið og trú feðranna, höfðu ekki viður- kennt skattgreiðsluna formlega, en þó munu hafa verið skiptar skoöanir meðal þeirra um hana. Heródesarsinnar vom aftur á móti fylgjendur Heródesar, land stjóra í Galíleu, og þjónuðu því Rómarvaldinu í einu og öllu. Ef Jesús játaði spumingunni, gStú Fafíseamir snúið sér til fólksins, sem var andvígt Róm- yerjum og sagt: Haldið þér, að þessi sé Messías, er slíkt mæl- ir, játast undir vald herraþjóð- arjnnar, Rómverja. Kemur það heim og saman við von ykkar og trú um frelsi úr ánauö? Hvernig getið þér hyllt hann? Svari hann hins vegar neit- andi, þá vom Heródesarsinnar reiðubúnir til þess að ákæra hann sem uppreisnarmann, mann sem ynni opinberl. gegn yf irráðum Rómverja. En Jesús gerir hvorugt. Fyrst ávítar hann þá fyrir hræsnina, en biður síðan um, aö sér sé færður skattpeningurinn. En þeir færðu honum denar, sem var rómversk silfurmynt og var á mynd keisarans. Nú var það skoðun þess tíma, að vald þjóð- höföingja næði jafnvítt og mynt hans gilti. Og svarið verður samkvæmt þessu: Gjaldið keis- aranum þaö sem keisarans er. Úr því skattpeningurinn var rómverskur og bar mynd keis- arans, þá Iá það í hlutarins eðli að peningurinn var hans, og að því marki átti að greiða keis- aranum skatt. Hann á aö fá sitt, það sem hans er. En Jesús bæt- ir við: Guði það sem hans er. . Skattgreiöslan hefur .sínar takmarkanir. Keisarinn kemur ekki í stað Guðs. Þú hefur ekki lokið við að gegna skyldum þín- um, um leið og þú hefur greitt skattinn af hendi í gjaldheimt- unni. Kristnir menn hafa ætíö viöur kennt nauðsyn þess, sem nefnt hefur verið ríkisvald, og raun- ar talið það vera eina af til- skipunum Guðs. Páll postuli hvatti til þess að yfirvöldun- um væri sýnd hlýöni eða eins og segir í 13. kapítula Rómverja bréfsins: „Sérhver maður sé yf- irboðnum valdstéttum hlýðinn, því að ekki er nein valdstétt . til nema-frá Guði, og-þær sem til eru, þær eru skipaöar af Guði; svo aö sá, sem veitir valdstéttinni mótstöðu, hann veitir Guös tilskipun mótstöðu." Og Lúther hefur svipaöa afstöðu til málanna. En séu þes?i orð hugleidd, hlýtur sú spuming að vakna: Hversu langt á þessi hlýðni aö ganga? Á hún að vera algjör, burtséð frá því, hvernig yfir- völdin eru og hvað þau fremja í nafni valds síns og máttar? Á hún að verða einstaklingnum Um þessar mundir er Slysa- vamafélag íslands 40 ára. Það er einn þarfasti félagsskapur með þjóð vorri. Hann nýtur al- mennra vinsælda og viðurkenn- ingar um -land allt. Óteljandi eru þau mannslíf, sem Slysa- varnafélagið hefur bjargað. — Mörg er sú hamingjustund, sem fyrir þess atbeina og aögerðir hefur runnið upp eftir langa bið milli ótta og vonar. Kirkj- an hefur ávallt reynt að styðja eftir mætti þennan þarfa félags- skap. Þess vegna þykir vel við eiga á þessum tímamótum aö geta hans hér á Kirkjusíðunni með því að birta meðfylgjandi mynd af skipsstrandi á Reykja- nesi. Ef hún prentast vel, kem- ur í Ijós hve fögur og táknræn hún er þar sem reiði hins strand aöa skips myndar krossinn, sem teygir sig upp úr brimrótinu. Guð blessi Slysavamafélag ís- lands og alla starfsemi þess. Hinni framréttu hönd, sem starf ar i kærleika, skal fylgja bænin, ákallið til hans, sem förum ræð- ur og lífsvertíð veikra manna: Breiðist, Guð, þín blessun yfir bát á miði, skip á sjó Leiddu aftur heilu og höldnu heim til Iands hvern einnar-jó. Forsjón þinni felum vér fiskimanna djarfan her. eitt og allt, eins og í einræðis- ríkjum, þar sem flokksforingirm hefur komið í stað Guðs almátt- ugs? Á þessi hlýðni að veröa þess valdandi, aö hægt sé að Ijúga að fólki, .svíkja það og blekkja, etja því út í ófæruna í krafti þess, að þetta sé ein af tilskipunum Guðs, og þar af leiðandi því fyrir beztu? Svarið hlýtur aö veröa neit- andi. Því hlýtur að vera tak- mörk sett og þaö felst í setn- ingunni: Guði þaö sem Guös er. Það er eitthvað í þér og mér, sem mælir gegn því, gerir upp- reisn. Við trúum þessu ekki og vitum að þetta er ekki rétt. Þetta er eitthvert sterkasta afl mannskepnunnar, guösmeðvit- undin, sem hefur orðið staðföst meö hinni sögulegu opinberun í Jesú Kristi. Og á öllum tímum og við allar aðstæður hefur reynizt erfitt aö brjóta hana niður. Einræðisseggir, bæði fyrr og síðar hafa reynt þaö og þeim mistekizt. Hlýöum því yfirvöldunum, svo lengi sem aögeröir þeirra brjóta ekki í bága viö lög Guðs, svo lengi sem þau þverbrjóta ekki lögmál Guðs, eftir hvers viija þú reynir að lifá lífi þínu, ekki vegna þess að það sé rétt í sjálfu sér, heldur vegna þess, að það er aö lifa í samræmi „yiþ, jnn$ta eöli .tilverunnar. Hvernig? En þetta er nú ef til vill ekki það vandamál, sem beint snertir okkur hér í dag. Við þykjumst búa við lýðræði, þar sem al- menn mannréttindi eru í heiðri höfð. Vandamálið er miklu frem ur það, að við gleymum hrein- lega í öllu okkar veraldarvafstri, að gjalda Guöi það sem hans er. Ekki þurfum viö aö berjast til þess. Við þurfum ekki að fara í launkofa með það. Nei, við höfum ótal tækifæri, en þaö vill gleymast, verða út undan. menn hreinlega nenna ekki að leggja það á sig. Og það er þetta góðlátlega afskiptaleysi, sem mest hrjáir kirkju okkar í dag. Gjaldiö keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Þegar skattskráin kemur út, þá grípa vanal. sum dagbl. höf- uðborgarinnar til heimsstyrjald- ■arleturs síns og tala um skatt- píningu, skattaáþján, og um það að verið sé að kreista síðasta blóðpeninginn út úr fátækri ab þýðunni meðan hinir stóru sleppi, o. s. frv o. s. frv. En hafa þessi blöð notaö heimsstyrjaldarletur til þess að kveina undan því, að fólk þurfi að gjalda Guði það sem hans er. Nei, það fer heldur lítið fyrir því. Á þaö er ekki minnzt. Og ekki sendir gjaldheimtan út auglýs- ingu þess efnis, að fram fari lögtak fyrir vangoldnum skuld- um til Guðs. Og þess vegna eru menn afskíptalausir, yppta góð- látley- öxlum og finnst einskis í vant. Eða hefur það nokkurn tíma hvarflað að þér, meðan þú ert að greiða skattinn þinn, að ef til vill eigir þú ógreidda skuld. eða eitthvað eftir, sem þú hef- ur vanrækt, þótt þú rekist ekki á það í auglýsingum dagblað- anna. Hvað gerði þér fært að greiða skattinn þinn, að gjalda keis- aranum? Hvað leiddi þig, hvað styrkti þig, hver gerði þér mögu legt að eignast þak yfir höfuð- ið og bíl til að aka niður í gjaldheimtuna? Þú húgsar senni lega lítið um það, þér finnst það sjálfsagt litlu máli skipta. Þú þykist eiga þetta sjálfur fyrir Guði og mönnum, vannst fyrir því í sveita þíns andlitis. Það hvarflar sjaldan að þér, að þú eigir skuld að gjalda, að þér beri aö þakka Guöi fyrir þau lífsgæöi, sem þú hefur notið. Þú geldur keisaranum, en gleym ir Guði þínum, sem þó hefur gefiö þér allt. Én yfir keisaranum er æðra vald, Guös vald, og lög hans eru æðri lögum keisarans. Og það sem mest er um vert, er það að Guði sé goldið það sem hans er, og að hjartaö sé heilt og óskipt í þeim viðskiptum. í Orðskviöunum stendur: Sonur minn, gef mér hjarta þitt og lát vegu mína vera þér geð- fellda, segir Drottinn. Ríkis Guðs og réttlætis skaj Ieitað umfram állt og hlýðnast lögum þess. Og Guð é aö elska af allri sá' náungann eins og sjálf- an sig. Þá þjónustu er hægt að veita, þrátt fyrir að keis- aranum sé goldið. Hér þurfa engir árekstrar að verða, og þetta tvennt getur reyndar oft og tíðum farið saman og á að gera það. Þannig lifir maður inn heilbrigðu lifi, mitt á milli þess stundlega og eilífa. Og til þess er manninum gefin sál. að hann kunni að hefja sig yfir hiö veraldlega, geti gefið Guði dýrðina, en sitji ekki fastur á sömu þúfunni allt sitt líf og kom ist aldrei upp á næsta leiti. Að hann geti lifað bæði í þess- um 'ieimi og öðrum, og hvort tve. i é honum jafn eðlilegt. _ Ekki að hann stöðvist við þá hluti sem næstir honum eru, heldur sé hann minnugur þess, að spurt verður að lokum: Hvað vannstu ' Drottins veröid til þarfa? Og hvað stoöar þá að hafa auögazt af fé, að hafa framkvæmt stóra hluti, ef það Undanfarna daga hafa menn verið önnum kafnir við að fylla út framtalsskýrslu sína. Það er gert með þessa spurningu i huga: Hvað kem ég til með að þurfa að borga í skatt á þessu ári? Verður það meira eða minna en í fyrra? Hver sem upp hæðin verður, mun öllum þykja hún há, alltof há. Hugvekjan í Kirkiusiðu Vísis í dag, fiallar um skatt- greiðslu. Hún er rituð út af orðum Jeisú, svari hans við spurningu Faríseanna, er þeir hugðust veiða hann í orðuin meö spurningunni: Leyfist að gjalda keisaranum skatt? Höfundur þessarar hugvekju, Brynjólfur Gíslason, lauk prófi í guðfræði s.l. þriðiudag. Hann er Skaftfellingur, f. á Kirkju- bæjarklaustri 26. des. 1938, varð stúdent á Akureyri vorið 1959, stundaði síðan kennslu, blaða- mei isku o. fl. var m. a. um tíma þingfréttaritari Vísis. Kona Brynjólfs er Áslaug Pálsdóttir, Pálssonar bónda á Litlu-Heiði í Mýrdal. er ekki gert með því, hugarfari og þeirri vissu, að við erum aðeins gestir á þessari jörð, og raunveruleg1- líf okkar tilheyrir Guði, vegna þeirra hluta, sem hann hefur fyrir okkur gert. Nú er ekki þar meö sagt. aö við eigum aö slá slöku viö í starfi okkar, í trausti þess að okkur verði að lokum allt fyrirgefið, Framhald á b!s. 10. Mín góða móðir Jj^g niun hafa veriS kominn á 8. áriö þegar ég byrjaði að læra kverið... Mér fannst mikið til um, þegar móðir mín lét mig byrja á þessum upphafsorðum lær- dómsbókarinnar: „Oss mönnunum ríður mikið á, að ; j- við lærum að þekkja Guð ... eða lét mig læra sálminn: Sólin rann, ljós leið, ljúfur Guð minn styðja í dag vann j o.s.frv. Það var fyrsti sálmurinn sem ég lærði. Hún lét . I mig læra sum kvæði í Hallgrímskveri, þ.á.m. Þetta: j Ungum er það allra bezt. Ég læröi þetta og margt annað i gott af öllum hug og hjarta. Mín góða móðir hafði allan hug á því, að innræta okkur börnum sínum. Guðs ; orð og góða siðu. Ég sé það bezt nú á elliárum mínum, hver móðir mfn var mér á æskuárum mínum, þegar : mest þurfti við. Hún hafði sterkar og fjörugar til- finningar, heimtaði mikið af sjálfri sér og öðrum og þótti nokkuð vinnuhörð og aðfinningasöm. Hún var hreinlynd, ódul og djarfmælt, elskaði sannleika og rétt- læti, var hjartagóð við allt.... Hún var stillingin sjálf, skjót til ráða og úrræðagóð... Einu sinni fðtbrotnaði hún og það háskalega, á tveim stöðum á sama fæti bæði fyrir neðan hné og fyrir ofan ökkla. Enginn Iæknir var þá til þar eystra, en hún sagði fyrir hvernig binda ætti um brotin. Hún lá þá um tuttugu vikur í rúminu, en spann talsvert í þeirri legu, því hun lét okkur krakkana stíga rokkinn fyrir framan rúmiö sitt. Fóturinn greri eigi fyrr en barnið, sem hún gekk þá með var komið til. (Páll Melsteð.)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.