Vísir - 15.02.1968, Qupperneq 10
70
Sameinað Alþingi.
Áfram var haldið umræðu um
fyrirspurn vegna framkvæmda-
áætlunar fyrir Norðurland, en henni
síðan frestað. Ræðumenn: Jón
Kjartansson (F), Gísli Guðmunds-
son (F), Ragnar Arnalds (Ab),
Magnús Jónsson, ráðherra, Birgir
Finnsson (A) og Benedikt Gröndal
(A).
Jónas G. Rafnar (S) mælti fyrir
þingsályktunartillögu um fiskeldis-
stöðvar.
Þórarinn Þórarinsson (F) mælti
fyrir þingsályktunartillögu um hlut-
verk Seðlabankans.
Gýlfi Þ. Gíslason, ráðherra, mælti
fyrir þingályktunartillögu ríkis-
stjórnarinnar um aðild íslands að
G\TT.
Hjalti Haraldsson (Ab) mælti
fyrir þingsál.till. um verzlun meö
tilbúinn áburð.
Níý þingskjöl
ingsályktunartillaga um að
skipta í akreinar blindhæðum á
þjóðvegum. Flm.: Halldór E. Sig-
urðsson (F), Ingvar Gíslason (F),
Eysteinn Jónsson (F).
Þingsályktunartillaga um skipun
nefndar til þess að rannsaka ýmis
atriði herstöðvamálsins. Flm.:
Ragnar Arnalds (Ab), Jónas Árna-
son (Ab), Jón Sn. Þorleifsson (Ab),
Lúðvík Jósefsson (Ab) og Geir
Gunnarsson (Ab).
Breytingartillaga um síldarútvegs
nefnd — að hún hafi varnarþing
og skrifstofur á Siglufirði, — sem
Jón Þorsteinsson (A), Hjalti Har-
nlds (Ab), Ólafur Jóhannesson
(F) og Jónas G. Rafnar (S) flytja.
Évorpsumræður —
Framhald af bls. 16.
'•’ingsetningu verði útvarpað stefnu
yfirlýsingu forsætisráðherra og um-
ræðum um hana í stað fjárlaga-
-æðu og umræðu um hana. Síðari ;
hluta hvers þings verði síðan út-
varpað almennum stjórnmálaum-
ræðum eitt kvöld, sem komi í
stað eldhúsdagsumræðna, en verði
þó styttri.
Flutningsmenn frumvarpsins, Sig j
urður Bjarnason (S), Benedikt
Gröndal (A), Þórarinn Þórarinsson
(F), Lúðvík Jósefsson (Ab) og Jón
Skaftason (F), segja í greinargerð
með frumvarpinu, aö nefndin hafi
rætt ýmis fleiri atriði, en fjallað er
um í frumvarpinu. En um aðrar til
lögur en þær, sem felast I frum- j
varpinu, hafi ekki orðið fullkomin
samstaða' að svo stöddu, en nefnd-
in standi óskipt að frumvarpinu.
I frumvarpinu er að finna ný-
mæli um rannsókn kjörbréfa og
kjörbréfanefnd, en gert er ráð fyr-
ir, að kjörbréfanefnd verði kosin
fyrir allt kjörtímabilið til hægðar--
auka í sambandi við rannsókn kjör
bréfa.
í annan stað er lagt til — ef
sæti efri deildar þingmanns losni
— að þá skulj sá þingflokkur, er
skipa á sætid, þegar varamaður
kemur í staðinn, tilnefna mann
úr sínum flokki til efri deildar
í einu ákvæðinu’er gert ráð fyr-
ir, að nefndarmenn í utanríkismála
nefnd verði bundnir þagnarskyldu
um þá vitneskiu, sem þeir fá í
nefndinni, ef formaður eða ráð-
herra kveður svo á.
Ekkert fundizt
af Trausta
Ekkert hefur enn fundizt úr vél-
bátnum Trausta frá Súðavík, en
henn eru orðnir uggandi um aö
báturinn hafi farizt. — Leitað var
í alla nótt og um þrjátíu bátar auk
tveggja flugvéla munu leita báts-
ins í dag.
Áætlunarsiglingar
til Norfolk
Hinn 17.' janúar s.l. var m s.
Fjallfoss fyrst skipa F.í. til að koma
við i höfn í Norfolk í Virginíufylki
í Bandaríkjunum, en þaðan eru nú
hafnar fastar farmsiglingar til
fleátra hafna á íslandi.
Tvö skip til viðbótar, Brúarfoss
og Selfoss, munu koma við í Nor-
folk með tveggja vikna millibili
héðan í frá.
Skip F.I. hafa siglt milli New
York og íslands i um 50 ár og
með því að fjölga viökomustöðum
er vonað aö enn betri aðstaða
skapist.
9 vinningar ósóttir
hjó happdrætti ÍSÍ
Enn eru ósóttir níu af vinning-
unum í Happdrætti ÍSÍ. Númerin
eru þessi: 19059, 13898, 53725,
4145, 27269 og 30934. Eigendur
þessara miöa gcta sótt vinninga
sína í skrifstofu ÍSÍ í Laugardal.
sís —
Framhald af bls. 1.
eru nú að hefja rannsókn máls-
ins, enda er mikið í húfi. Mun
rannsókn m.a. beinast að Þvi,
hvort SÍS hafi veitt bankanum
villandi upplýsingar um söluhorf
urnar vestra og fengið of há af-
urðalán á fölskum forsendum.
Um það verður ekkert fullyrt á
þessu stigi málsins.
Bak við þetta 50 milljón króna
tjón liggja einhver mestu við-
skiptalegu mistök síðustu ára.
Er ekki víst, að SÍS geti, ef tii
kemur, staðið undir því fjárhags-
lega, enda var hagur þess ekki
góður fyrir.
Hestar hverfa —
Framhald af bls. 1.
landi, án þess að finna tangur né
tetur af hrossunum sínum. — Aðrir
munu og hafa flogið yfir ajréttum
í nágrenni Reykjavíkur, án þess
að hafa orðið neins varir.
Aðalsteinn sagði, að það vekti
I sérstaklega athygli sína, að aöeins
j tamin og hagvön hross hafa horfiö.
Ekki er vitað um nein hross önnur,
sem hafa horfið sporlaust úr Mos-
fellssveit. Ekki er vitaö til þess
að strok hafi verið í neinu þessara
hrossa, sem hafa horfið og ekki
hefur fundizt einn einasti hestur
upp á síðkastið, sem hefur misfar-
izt.
Páll Sigurðsson, hinn viðfrægi
hestamaður, s3m kenndur er við
Fornahvamm, hefur nýlega leitað
um allt svæðið frá Skíðaskálanum
suður á Reykjanes, þegar hann vgr
að huga að hrossum sínum, en
hann hefur ekki fundið tangur né
tetur af týndu hrossunum. Talið er
mjög ólíklegt, að hrossin hafi farið
fram hjá Páli, ef þau hefðu haldið
sig á þessu svæði. Þá hafa afréttir
'nýlega verið leitaðar, en ekkert
hefur til hrossanna sézt.
Það hefur aldrei gerzt áður, að
hross hafi horfið í þessum mæli í
Mosfellssveit. Þau sem hafa horfið,
hafa alltaf verið komin fram á
þessum tíma. Haglaust er nú til
fjalla. Harðhjjarn yfir öllu og auð-
velt fyrir hross aö komast til
byggöa.
Gunnar Tryggvason, sem vinnur
við hesthús Fáks við Skeiðvöllinn,
sagði að sér þætti þetta hvarf
hrossanna með eindæmum. Hann
hefur fylgzt mjög vel meö hross-
um í nágrenni Reykjavíkur hin
seinni • ár. Hann sagðist ekki geta
gert sér neina grein fyrir því hvern-
ig hrossin hafi horfið. Aðspurð-
ur hvort hugsanlegt væri, að hross-
unum hafi verið slátrað, sagði
hann að það vaéru svo stór orð, aö
hann gæti varla sagt þau. Þó væri
ekki útilokað, að einhverjir hefðu
gert það, eða selt hrossin í aðra
landshluta. Hann sagðist vera þess
fullviss, að hrossin hafi ekki verið
seld úr landi. ÖIl hross, sem seld
eru úr landi, fari í gegnum hend-
urnar á Fák, en hann hefði sjálfur
skoðað alla þá hesta, sem seldir
hafa veriö út undanfarið. — Gunnar
taldi hrossin, sem er saknað allt
of mörg til þess að þau gætu hafa
inisfarizt.
I Borgarfirði er vitað um fjögur
hross, sem hafa horfiö. Símon
Teitsson, iárnsmíðameistari í Borg-
arnesi, sagði að þrjú þeirra hefðu
týnzt miög skyndilega í fyrravetur,
en engin skýring hefði fengizt á
hvarfi þeirra. — Þetta voru ýmist
tamin eða hálftamin hross. Víðtæk
leit hefur verið gerð að þeim, en
án árangurs.
Séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son er einn þeirra hrossaeigenda,
sem hafa týnt sínum hrossum aust-
anfjalls. — Hans hestur týndist
frá Hvammi i Ölfusi. en hann veit
um a.m.k þrjú hross, sem hafa
horfið með dularfullum hætti nú
rétt íyrir áramót.
Eftirlitsskúp —i-
Framhald af bls. 1.
en fer á norðurslóöir til gæzlunn-
ar. Brezkum togurum er bannað
að veiða á miðunum fyrir norðan
land, þar til eftirlitsskipið kemur
bangaö og eru brezkir togaraeig-
endur og skipstjórar ekki allir á-
nægðir vfir því, eins og komið
hefur fram í fréttum.
Togaraskipstjórar koma saman í
bessari viku til þess að ræða til-
mæli, sem komið hafa fram um að
hafa sérstaka eftirlitsmenn um
borð í togurunum. en skipstjórarn
ir eru ekki sagðir sérlega hrifnir
af þeirri hugmynd.
Fegurðarsamkeppni
Framhald af bls. 1.
margt fleira, mér finnst
skemmtilegt að æfa nýjar hár-
greiðslur ogi svo framvegis
— Hvað ætlar þú að gera, ef
þér býðst vinna erlendis eftir
keppnina?
— Þakka fyrir mig og fara
heim.
— Finnst þér svona gaman
að starfinu?
— Já.
Að Iokum_ spyrjum við: —
Ertu trúlofuð, eða farin að
hugsa um slíkt?
— Hugsa um slíkt... Nei, ég
er ekki trúlofuð.
- Ekki það?
— Nei, alls ekki.
Ekka endursýnd
Framhald af bls. 16.
arlega miklum sýningartíma og
fyrir fólk, sem þegar væri búið
að sjá myndina væri heldur fátt
um nýtt efni eftir.
VI S IR . Fimmtudagur 15. febrúar í9S8.
Bíræfni —
Framhald af bls. 16.
veðrið, hafði piltur rennt sér niður
af borðinu og var þotinn út um
dyrnar. sem annar stráþur hafði
haldið opnum fyrir hanri, en þær
voru meö jannig útbúnaöi, að
seinlegt er að opna þær. Hurfu báð-
ir drengirnir út um dyrnar og sá
stúlkan aðeins í hæla þeim.
Þegar að var gáð, var saknaö
heils búnts af 25-krónu seölum,
poka með skiptimynt, sem verið
hafði hjá peningakassanum.
Auösjáanlega höfðu bessir þokka-
piltar beðið þess. að sölubúðin
tæmdist af fólki og’ stúlkan brygði
sér inn fyrir, því að ekki höfðu beir
verið í afgreiðslunni áður. Gat hún
varla gefiö á þeim nokkra lýsingu,
sem að gagni gæti komið, því að
svo hratt hafði þetta skeð, að henni
gafst enginn tími til þess að virða
þá fyrir séí.
Uppboð —
Framhald af bls. 16.
geti börnin hafið nám í venju-
legurri skóla innan um heilbrigð
talandi börn undir handleiöslu
sérmenntaðs kennara.
Hafa tuttugu myndlistarmenri
gefið klúbbnum listaverk, sem
boðin verða upp á skemmtun-
inni og verða þar einnig
skemmtiatriði og að lokum
dans.
Allur ágóði af skemmtuninni
rennur i Styrktarsjóð klúbbsins,
svonefndan Margrétarsjóð.
Aðgöngumiðar að skemmtun-
inni verða seldir eftir kl. 3 á
sunnúdag og á föstudag og laug
ardag í Gleraugnaverzluninni
Fókus í Lækjargötu 6 B.
íþróttir —
Framh. af bls. 2:
en íslendingar og Danir eru
fjarri góðu gamni, eins og viö
mátti búast. Islenzku piltarnir
voru aftarlega í rööinni. Reynir
Brynjóífsson 67 og hinir rétt á
eftir, en rúmlega 90 voru ræstir
i stórsviginu.'þar sem Frakkinn
Killy vann sín önnur gullverð-
lau . þau fyrri vann hann í
brunkeppninni afar naumlega.
Og nú bíður hans sá möguleiki
að veröa þrefaldur OL-meistari,
— því að svigiö er eftir og mun
því ljúka á laugardaginn. en
hefst á morgun.
1 gær unnu Norðmenn stóran
sigur, 4X10 km. boðgönguna
og höfðu menn þeirra yfirburðl
f göngunni, en sveitina skipuðu
þeir Odd Martinsen, Per Tyld-
um. Harald Grönningen og Ole
Ellefeæter, náði hver um sig
beztum tíma í sínum spretti. í
öðru sæti komu Svíar og í
þriðja sæti Finnar. Það voru því
12 Noröur’ ridabúar, sem stóðu
á verðlaunapallinum eftir þessa
grein og norski bjóðsöngurinn
hliómaði í fiallakyrrðinni.
Erhard Keller frá V.-Þýzka-
landi var annar sigurvegarinn
í gær. Hann sigraði í 500 metra
skautahiaupinu á 40.3 sek., en
ísinn var 'akari en venjulegt
er í Grenobie í gær. og enginn
fór undir 40 sekúndurnar. Er
sagt að Kelier sé sérfræðingur
f brautinni í Daves. en á öðrum
brautum nái hann vart neinum
árangri að kalia. Magne Thom-
assen frá Noregi og Bandaríkia-
m ðurinn McDermott skiptu
silfurverðlaunum milli sin á
40.5 sek. oe 4. varð Grisjin,
Sovétríkjunum á 40.6 sekJ —
Keppnin var því mjög hörð.
BRLA
Ég hef hvort eð er aldrei haft
neina trú á að tölvur geti reikn-
að út hæfileika fólks, svo að ég
held bara að ég ráði yður.
Vedrið
i dag
Austan gola bjart
viðri og 6-10
stiga frost í dag.
Þykknar upp mef
vaxandi suðaust-1'
anátt og
dregur úr frosti í'
nótt, sennilega
snjókoma í fyrra-
málið.
HEIMSÓKNARTÍMI Á
SJÚKRAHÚSUM
ELihetmilið Grund. ' Alla i daga
kl. 2-4 og 6.30-7
Fæðingardeild Landsspítalans
Alla daga kl 3 — 4 og 7 30 — 8
Fæðingarheimili Reykjavíkur
Ila daga kl 3.30—4.30 og fvrii
feður kl 8—8.30
Kópavogshælið Eftir hádeg'
daglega."
Hvítabandið. Alla daga frá kl
3—4 og 7-7 30
Farsóttahúsið. Alla daga kl
3.30—5 og 6.30-7.
Kleppsspítalinn Alla daga kl
3-4 op 6.30—7
A uglýsið
i I ísi