Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 3
VfSIR . Þriðjudagur 2. apríl 1968. Frá hægri: Assesor Brack (Jón Sigurbjömsson), Tesman (Guðmundur Pálsson), Hedda Tesman (Helga Bachmann) og fröken Elvsted (Guð- ••i'íri A c* tvi iim ric/'lÁttlr 1 ^ morgun verður fimmta frum- sýningin í Iðnó í vetur — á Heddu Gablei;. Það er í annað sinn, sem Leikfélagið sýnir þetta kunna verk Ibsens. Það var áð- ur sett d svið í Iðnó 1942 og stóð norska leikkonan Gerd Grieg að þeirri uppsetningú og lék hún sjálf aðalhlútverkiö,' en hún vann um þær mundir mikið áð íslenzkum leikhúsmálum. — Að þessu sinni leikur Helga Bachmann titilhlutverkið, Heddu Gabler, sem er meðal hinna stór brotnustu kvenhlutverka leik- bókmenntanna. Leikstjóri þessarar sýningar er Sveinn Einarsson, en leik- myndina gerir norskur gestur, Snorre Tindberg, kunnur leik- tialdamálari í Noregi, en hann starfar við Det Norska Teatret í Osló. Leikendur auk Helgu eru: Guðmundur Pálsson, Guörún Ásmundsdóttir, Jón Sigurbjöms son, Helgi Skúlason, Þóra Borg og Áróra Halldórsdóttir. Hedda Gabler er af mörgum talið eitt stórbrotnasta verk Ib- sens, með seinni verkum hans, samið 1890 — á mörkum raun- sæisstefnunnar og symbolism- ans. Þetta mun vera níunda Ib- senssýning Leikfélagsins. Fyrsta Ibsens-leikritið. sem Leikfélagið sýndi, var Víkingarnir á Háloga- landi, 1902. Sfðan hafa verk hans verið á sýningaskránní öðru hverju: Afturgöngur 1904 —5, Brúðuheimilið sama ár, Þjóðníðinguripn 1907—8. Veizl- an á Sólheimum 1924—5. Villi - öndin 1927—8, Hedda Gabler 1942 og Pétur Gautur 1943—4. Leikfélagið hefur að undan- förnu sýnt mikið af nútímaverk- um og sagði Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, á blaðamannafundi nú á dögunum, að tími heföi þótt komin til þess að takast á við hin klassísku verk gömlu meistaranna aftur. Sýningin á Heddu Gabler 1942 með Gerd Grieg í aðalhlutverki þótti að sjálfsögðu mikill listvið- burður. en þá fór Valur Gíslason með hlutv. Tesmans Brynjólf- ur Jóhannesson lék Brack, Alda Möller Elvsted og Gestur Páls- son Lövborg. — Mun margur hlakka til að sjá hina nýju upp- færslu, ekki sízt þeir, sem sáu sýninguna ’42. Lövborg: Þegar þetta kemur út, Georg Tesnian, veröur þú aö lesa, þvf aö þetta er sönn bók. — í þessarl bók hef ég tjáö sjálfan mig eink og ég er. Elvsted (Guðrún Asmundsd.) og Hedda Tesman (Helga Bachmann). Ellert Lövborg (Helgi Skúlas.), Tesman og Hedda Tesman — Hedda Gabler. Atriði úr öðrum þætti. Niunda Ibsenssýning Leikfélags Reykjavikur: .0 - - . ■*' Hedda Gabler

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.