Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 9
V I S IR . Þriðjudagur 2. apríl 1968. VIÐTAL DAGSINS ER VIÐ MAGNÚS SIGURÐSSON HOKRAÐ Á LEIGU- JÖRÐ í ÞRJÁTÍU ÁR Hvers vegna skyldi maður ganga á vit eldri manna og Ieita fróðleiks? Vegna þess að þeir eru rót þeirrar kynslóðar, sem lífinu lifir í dag. Það sem lífsreynslan hefur kennt þeim er ef til vill bezti skóli framtíðarinnar. 71/Tagnús Sigurösson er fæddur i Tvaöarkoti í Bolungarvík 6. nóv. 1890. Kona hans er Þór unn Björnsdóttir frá Skíðastöö um í Laxárdal. Hún var hrein- ræktaður Skagfiröingur fædd 20. ágúst 1885. Um fermingaraldur fór Magnús að róa með Páli Áma- syni móðurbróöur sínum. Tjegar ég kem í heimsókn til hans þar sem hann dvelur á Hrafnistu, situr hann þar mjög brosleitur og umhverfis hann þrjár konur. Þaö er ekki kuldalegt kringum gamla mann- inn. — Já, það var brimlending í Víkinni og oft lengi beöiö eftir lagi. Oftast var þar fiskisælt en betra að vera aðgætinn ekki sizt við landtöku. Þótt mikiö sé dreg ið úr djúpi hafsins, þá tekur þaö einnig mikið í staðinn. Á þessum árum réðu þeir mestu i Bolungarvík Pétur Oddsson og Ámi Ámason. Þeir höföu alla verzlun og fiskkaup og Pét ur haföi auk þess mikla útgerð. Enda þótt ég öll min búskap- arár heföi brimið fyrir augunum og oft ægilegt álitum, þá varð ég aldrei hræddur né kveið fyr ir að lenda í ósjó. Einu sinni man ég eftir þvi að róið var úr Víkinni. Allir bát ar voru komnir að landi utan tveir, báturinn, sem ég var á og annar til. Þegar við vorum á landleið, sýndist mér ég koma auga á einhverja druslu. Vilhjálmur Magnússon, for- maðurinn á bátnum tók mark á mér. Hér var um að ræða bát sem fengið haföi „dreggið" i skrúfuna. Viö tókum hann I slef inn til Súgandafjarðar og létum þar fyrirberast um nóttina. Nú vildum við gjarna láta vita um afdrif okkar heim til Bolungar- víkur, og gerðum tilraun til að fá hinn kunna fjallamann, Sigurð Gunnarsson frá Gils- brekku til að fara yfir fjalliö og láta vita hvar viö værum, en hann aftók það með öllu, vegna veðurs, og sögðu menn það mætti til eindæma telja, því hann væri ekki vanur að víla yf ir smámunum. En mikill var fögnuður fólksins þegar við lón uðum grunnt inn meö hlíðinni daginn eftir. I Selvík hafði Proppe, kaup- maður á Sauðárkróki látið reisa verbúðir handa Eyfirðingum og auk þess skilyröi til fisksöltun- ar. — Faöir minn Siguröur, var þjóðhagasmiður og afburða sjó- maður. Hann fór marga ferð á fhnm manna farinu sínu, inn til ísafiarðar í læknisleit, þegar aðr ir treystu sér ekki. Afi minn, Ámi var mjög nærfærinn og brást aldrei, væri hann sóttur til konu í barnsnauö. — Þá hverfum við aftur til Skagafjarðar: Á Skíðastöðum var mikill bú skapur. Hjörtur Hjartarson, fóstri Þórunnar, var sauöabóndi og gengu sauðirnir því nær sjálfala á heiðinni. Einnig var farið til róöra haust og vor og aflað til heimilisnytja. Þá var nú aflasælt í Selvík- inni. Oft þurfti aðeins rétt fram fyrir boðann til að draga á hlaö- inn sexæring af rigaþorski. Síld in gekk á sömu slóöir og mátti segja að hana væri hægt að sækja jafnóðum og nota þurfti á öngulinn. Þetta var nú þá. — ■yiö þórunn giftum okkur 1911 ’ og dvöldum þá i Bolungar vík eitt ár, en fluttum þá norður að Skíðastöðum og vorum þar á vegum fósturforeldra hennar fram til ársins 1916, að við tók um á leigu kotið Herjólfsstaði en það er næsti bær innan við Skíðastaði. Þessi smábúskapur gaf okkur hvergi nærri nóg lífs framfæri. Ég reri því á haustin ýmist frá Selvík eða Sævar- landsvík og vann svo á Sauðár- króki, þegar þar var vinnu að fá. Annaö gilti ekki. Að búa á koti með fullt hús af börn- um, án stuönings frá annarri vinnu var vonlausi. Við eign- uðumst 8 böm, 7 þeirra em á lífi. — Já, segir Þómnn, þetta var gott fyrir mig. Þá var ég bæöi bóndinn og húsfreyjan og sner- ist í kringum fáeinar rolluskját ur. — Ef til vill hefur það nú samt verið eitthvaö fleira, sem þurfti um að hugsa. — Tjarna hokruöum við fram til ársins 1947, þá fluttum við til Akraness og vomm þar í 9 ár. Börnin voru flest farin að heiman, og við farin að lýjast. Það var því ekki frá miklu að hverfa — rýrðarkoti í leiguábúð. Á Akranesi vann ég þvf nær eingöngu daglaunavinnu, mest hjá Heimaskaga. Hrognkelsa- veiöi í frístundum telst ekki sjó- sókn. Eitt haust var ég við veiði- skap Hvalfjaröarsíldar. Það var hvort tveggja skemmtilegt og uppgripaafli. Ekki angraöi háf- sjórinn. Þó var það á Þorláks- dag, að straumur varð svo harð unr að allar baujur fóru á bóla- kaf. Um kvöldið gerði stórhríð með hörkufrosti og sjógangi. Flestir Akranesbátar hleyptu til Reykjavíkur vegna þess ,að þeir töldu ekki óhætt að liggja við hafnargarðinn á Akranesi, Hann var þá mun styttri en hann nú er. Afferming var óhugsandi vegna þess hve skipin vom klökuð og óveðrið mikið. Þó var meirihluta hásetanna skotið í land áður en haldið var suður um bugtina. Þetta haust var uppgripaafli og vinna eins og hver þoldi. í kjölfar þessa fylgdi auðvitað miklir peningar og góður hagur fólks. — Þrír þeir stærstu í útgerð- armálum vom þá Haraldur Böðvarsson & Co. — Heima- skagi og Fiskiver. — Þessi fyrirtæki höfðu ógrynni af fólki og veittu geysilega atvinnu á sínu sviði. Ámi bróöir minn, sem búsettur var á Akranesi, hafði oft fyrr skrifað mér og talið mig á að koma suöur þangað. En það var nú ekki svo þægilegt meðan bömin voru ung, þótt rýrt væri kotið. — En það er fljótsagt, að hvergi höfum viö haft það betra en þau ár, sem við vorum á Akra- nesi. Við kunnum þar yndislega við okkur og sjáum bæði eftir að hafa nokkm sinni þurft að fara þaðan aftur. — Við eignuðumst „Mín beztu ár átti ég á Akranesi”. þar marga góöa vini utan þess stóra frændagarðs sem við þar eigum. — En það sem olli bú- staðaskiptunum, var mikiö heilsuleysi konu minnar, og því verður ekki neitað, aö á Akra- nesi er betra að geta gengið heill til skógar, þar sem at- vinnulífið er jafn aðkallandi. Til óyndis fundum við þar aldrei og áttum alls ekki erfitt meö að blanda geði við fólk, þótt ókunnug og aðflutt værum. Og undantekningalítið var hér um góð kynni að raeða. — Og þrátt fyrir það að okkar vest- firzka heimabyggð er svipmikil og rishá til hafs og heiða — mætti kannski fremur segja æskuhagar — þá finnst mér, að vagga minna beztu ára hafi staðiö á Akranesi, og aö þar eigum viö heima. Þ. M. // Fréttaritari Vísis í Svíþjóö, Björn Arnórsson, skrifar: í skólanum, í skólanum.... // ,Aukin skróp, auknar reykingar, aukin misnotkun á áfengi og eiturlyfjum' segir skólayfirlæknir Stokkhólmsborgar i skýrslu sinni yfir siðasta ár □ Leikir sænskra ungmenna virðast æði fjölbreytilegir sam- kvæmt fyrmefndri skýrslu skólayfirlæknisins, sem telur 142 þunganir, þar af 36 í grundskolen (samsvarar barnaskóla og þremur fyrstu bekkjum gagnfræðastigs á Islandi), 35 lög- legar fóstureyðingar, þar af 12 í grundskolan og sextíu og tvö kynsjúkdómatilfelli. Notkun eiturlyfja eykst stöð- ugt t. d. hefur orðið vart við hasch og marihuanareykingar í reykherbergjum menntaskóla. 345 nemendur voru kærðir fyrir notkun eiturlyfa á síöasta ári, en auðvitaö gefur sú tala litla hugmynd um raunverulegan fjölda neytenda. Dýrlingurinn | drykkjusjúklingur? Auðvitað hefur verið hafin barátta gegn ósómanum og beinist hún allharkalega að sjónvarpinu. Vilja forkólfar bindindismanna láta banna að sýna reykingar, svo og kokteil- og viskídrykkju fyrr en a.m.k. eftir klukkan níu á kvöldin. Um leið er ráðizt á ýmsar „seríur'* sjónvarpsins, m. a. Dýrlinginn sem hér var jafn vinsæll og á íslandi. Læknir einn lýsti þvi yfir að hver ein- asti maður yrði að róna á hálfu ári með drykkjusiðum hins á- gæta Tepmlars. Annars er það víðar en hér, sem déilt er á þann góöa mann fyrir vafasöm uppeldisáhrif, því hingað berast þær fregnir frá Danmörku, að þar séu uppi háværar raddir um að fella Dýrlinginn sjónvarpsdagskránni. niður úr. Brotalöm í velferðarríki. Já, það er ýmisiegt, sem á bjátar. Afbrot, áfengisneyzla og eiturlyfjanotkun virðist aukast í beinu hlutfalli viö aukna vel- megun. Svíar verja milljónum á ári hverju í alls kyns áróður gegn misnotkun áfengis og eiturlyfja, en framhjá því verður ekki gengið, að eituriyfjanotkun er að verða ískyggilegt vandamál í „velferðarríkinu" Svíþjóð. Uppsala, 9. marz 1968. Dýriingurinn, Simon Templar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.