Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 10
10 V í S IR . Þriðjuuagur 2. apríl 1968. HROSSIN I LAND VERÐA FLUTT ÚR ENGEY Hrossahaldið í Engey, sem svo mikill styrr hefur staðið um að undanfömu og í fyrra, verður nú lagt niður og hrossin flutt úr eyjunni á næstunni, strax og veður leyfir. Þar hafa rúmlega 20 hross gengið síðan í haust, fólki sem fylgzt hefur með hrossúnum úti í eyju, hefur gramizt hald þeirra og umhirða og kvartað til yfirvalda um grimmúðlega meðferð á dýmnum. „Engin kæra hefur borizt til mín um útigang hrossanna, en munnleg- ar kvartanir hafa borizt mér ný- lega og lét ég sýslumanninn i Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Einar Ingi- mundarson, vita af því. Hann baö mig að tal við umráöamann eyj- unnar“, sagði Lárus Salomonsson, lögregluþjónn á Seltjarnarnesi, í viðtali við Vísi í morgun. Engey er í eign ríkisins og á veg- um Tilraunaráðs ríkisins, sem er undir stjóm Péturs Gunnarssonar, tilraunastjóra. Hann er einn þeirra þriggja, sem hross eiga í eyjunni. „Pétur lofaði því í viðtali við mig í gær, að hann léti strax og veður ieyfði flytja hrossin í land og þar skyldu engin dýravemdunarlög verða brotin. Sagðist hann þá þegar hafa loforð fyrir báti til þess, þegar þar að kæmi“. Þannig viröist nú endir bundinn á mál þetta, sem reis upp í fyrra, þegar Samband dýravemdunarfé- iaga íslands kærði til sýslumanns hrossahaldið í Engey, en hann lét þá fara fram rannsókn í málinu. „Ég fór þá út í eyju og athug- Fræðslumál á Hvatar- fundi Sjálfstæðiskvennafélagiö Hvöt heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld og flytur Jónas B. Jónsson, fræöslustjóri Reykjavíkur * ramsöguerindi, en að því loknu verða hringborðsumræður og taka þátt í þeim auk fræöslustjóra, Helga Gröndal Markrét Thors Dóra Bjarnasón og Jónína Þorfinnsdótt- ir. — Kaffidrykkja verður á eftir og eru allar Sjálfstæöiskonur velkomn ar á fundinn meðan húsrúm leyfir. aði ásigkomulag hrossanna og að- stæður,“ sagði Láms, Vísi, „og sendi sýslumanni skýrslu um þá athugun. Það var .ekkert að setja út á ásigkomulag hrossanna, en hins vegar kom fram í skýrslu minni, aö þar í eyjunni var ekkert skjóil fvrir hrossin og að þar frysu vatnsból í frostum." Á grundveHi þessarar skýrslu kærði Samband dýravemdunarfé- laganna aftur til sýslumanns, sem lét tilkynna umboðsmönnum eyj- unnar, að gripahald í eyjunni væri bannaö, nema gripunum væri. séð fyrir hirðingu og komið yrði fyrir forða í eyjunni og reist viðhlít- andi gripahús þar til skjóls dýr- unum, eins og dýraverndunarlög- in segja til um (nr. 21/1957). Einn eigandi þessara hrossa er Aðalsteinn Þorgeirsson, bóndi á Korpúlfsstöðum og hafði blaðið tal af honum í gær, og spurði hann um hrossin og þær kvartanir, sem komið hefðu fram um hald þeirra. „Það er eins og skepnur megi hvergi draga að sér hreint loft. Það em meiri lætin!“ varð honum að orði. „Þetta blessaða fólk ætti að koma út í eyju og skoöa hrossin. Gaman gæti verið fyrir það að gera svo samanburö á þeim og þeim hrossum, sem höfð hafa veriö í húsum í vetur, að ekki sé minnzt á þau hross, sem höfð eru í ein- hverjum kofakumböldum. Ætli þar þætti ekki einhver mun ur á? Hrossin úti í Engey líta mjög vel út, enda hefur hrossum alltaf fariö vel fram þarna í eyjunni, eins og hross gera alltaf, ef þau ganga á góðum grashögum. Ég get ekki álitið það, að við séum neinir gripaplagarar, þótt viö höfum hrossin þarna, en annað mál er það, að maður fer að gefast upp á þessu, vegna þessara klögumála sí og æ. Það er ekkert ánægjulegt að liggja alltaf undir þessu, svo maöur fer bara að hætta þessu.“ Meöal nágranna Aðalsteins fer annað orð af honum, en það, aö hann sé grimmur við skepnur sín- ar, eöa naumur á fóður við þær. „Ég get vel skilið það, að fólki þyki ömurlegt, að horfa á þau grey- in bjarga sér í norðannepjunni þama úti í eyju. Það þykir manni alltaf, þegar maðurhorfir á þessi grey krafsa eftir jörð. En fólk athugar þaö bara ekki, að þarna er alltaf lygnara úti í eyju í noröan átt, en til dæmis í háhýsunum í Laugarnesi. Það er eins og norðanáttin nái sér ekki upp þarna. Það sýnir sig líka útlitið á þeim. Ég á nóg hey handa þeim, en þau myndu bara ekki líta við heyinu Þaú eru vön öðru betra þarna úti.“ Hofís — Wh+ 1. Síðu. í morgun átti Drangur í nokkrum erfiðleikum með að komast um Pollinn. en samfelld- ur lagís er nú yfir honum, en þunnur þó. Drangur mun eiga áætlunarferð til Siglufjarðar í dag, en ekki get ég spáð um árangur þeirrar ferðar. Talsvert er nú af fiskimönn um úti á ísnum og dorga þeir eftir þorski niöur um göt sem þeir höggva í ísinn og hafa þeir aflað sæmilega. Mest eru þetta trillukarlar og er það óvenju- legt að sjómenn geti stundað veiðar á meðan bátar þeirra liggja bundnir við bryggjur. , Fréttaritari Visis á Sauöár- króki, Kristján Skarphéðinsson sagði blaðinu f morgun, að þar væri nú heiðskírt veður, logn og 12 stiga frost. Þykkur lagís væri á höfninni og næði hann nokkuð út fyrir hana og væru stöku rekísjakar frosnir í lag- ísinn. Kristján sagöi, aö í gær hefði bátur frá Sauðárkróki brynjað sig með járni og brot- izt út úr höfninni til að vitja um net sín úti á firðinum, en utan við lagísinn er auöur sjór, ef frá eru taldir stöku rekísjakar. Ekki áræddi báturinn að brjót- ast inn til Sauöárkróks að nýju, en fór þess í staö til Hofsóss og liggur nú við bryggju þar. Bátur frá Hofsósi sem staddur var t-il viðgerðar i höfninni á Sauðárkróki brauzt út í morgun brynjaður á sama hátt og hinn fyrri og tókst honum að komast í heima'höfn. Þessi mynd var tekin á laugardagskvöldið, þegar eigendur og flugmenn tékknesku flugvélarinnar, sem hlekktist á, voru að taka hana af staðnum. Notuðu þeir stóran dráttarbíl frá Flugfélagi Íslands til þess. (Ljósm. JBB). íþróftir — > 2. síðu. Baldur Þórðarson Guðmundur Guðmundsson Tækninefnd skipa: Helgi V. Jónsson Óli B. Jónsson Reynir Karlsson Mótanefnd skipa: Jón Magnússon Ingvar N. Pálsson. Sveinn Zoéga Landsliðsnefnd skipa: Hafsteinn Guömundsson Helgi Eysteinsson Haraldur Gíslason 1. apríl — m-h i6. síðu. „brunanum í leikmyndagerð sjónvarpsins“. Magnaðist reyk- urinn í kringum Markús Öm Antonsson, fréttaþui, jafnt og þétt, þar til hann var farinn að hósta og varð rétt grilltur gegnum reykinn. Vitað er að I einum skóla var gefið frí þennan merka dag, í Gagnfræðaskóla Austurbæjar þar var LOKAÐ, eins og stend ur á skiltinu, sem á þó ekki viö um skólann heldur götuna, sem liggur upp með skólanum. 30 þús. — 16. síöu. Einhver hafði þó orðið hans var á skrifstofum Brunabótafélagsins um það leyti, sem peningaveski skrifstofumannsins hvarf, og gat gefið greinargóða lýsingu á honum sem leiddi til handtöku hans. Bifreiðaskoðun — m—> i. síðu. an hátt og fá þannig skoðun á bifreiðar sínar og gildir hún til 26. maí, (H-dagsins), en þá verða þeir aö taka álíminguna af Ijóskerum bifreiða sinna. Frá 1. maí n.k. þarf ekki álímingu á hægrihandarljósin. Þann 1. ágúst n. k. verða allar bifreiðar að vera útbúnar með Ijósum fyrir hægri umferð. Eins og áður fá þeir hvítan miða sem hafa bifreiöir sínar í fullkomnu lagi, en nú hefur ver ið bætt við einum lit til við- bótar og er sá grænn. Athuga- semdir við græna miðann eru eftirfarandi: Þarfnast viðgerðar strax og færist til endurskoð- unar í síðasta lagi....196 .. . Vanræki eigandi (umráðamað- ur) að færa bi-freið til endurskoö unar, á tilskildum tíma, getur það leitt til þess, aö hann verði kærður til refsingar. Rauðum miða fylgja eftirfarandi athuga- semdir: Notkun bönnuð, þar til bifreiðin hefur verið færö til endurskoðunar. Akstur einungis leyfður til og frá nærliggjandi viðgerðarstað. Fjórða stiginu fylgir enginn miöi, en því fvlgir eftirfarandi athugasemd: Númerin tekin af. Gestur segir, að þeir séu því miður fáir sem hafi ljósin í lagi í samræmi við hinar nýju reglur en -getur þess jafnframt. að nokkur bifreiðaverkstæði, sem hafi ljósastillingartæki, eigi að geta framkvæmt álímingar enda hafi Bifreiðaeftirlitið hald- ið fund með starfsmönnum verk stæðanna. Að lokum spyrjum við Gest. hvernig gangi að fá menn til að mæta með bifreiðir sínar til skoðunar á réttum dögum og svarar hann því til, að það gangi ekki eins vel og æskilegt væri, en þó sé áberandi hve eigendur þeirra bifreiða, sem lægst númer beri, mæti tíman- legast. BORGIN BELLA Jú, þau passa mér ágætlega, en þau eru heldur lítil fyrir sói- brunann. Veðrib dag Norðvestan og siðan norðan kaldi, bjartviðri. Frost 1-2 stig í dag, 3-6 stig í nótt. TILKYNNINGAR Stórar gjafir til sundlaugar- sjóðs Skálatúns. Nýlega veitti stjórn sjóðsins móttöku stórgjöf frá kvennadeild Sálarrannsóknar- félagsins pen. að upphæö kr. 66. 080.00 Einnig pen. að upphæð kr. 10 000.00 frá Erlu Sigurðard. Skála- túni. Þessum gefendum þakkar stjórn sjóðsins af alhug góðan stuðning við málefnið. Félag Borgfirðinga eystra. — Borgfirðingar, munið aðalfundinn á þriðjudag kl. 8.30 að Hverfis- nötu 21. — Stiórnin. Kvennadeild Flugbjörgunar- -veitarinnar. Fundur verður í fé- lagsheimil'nu miðvikudaainn 3 apríl kl. 9. Kvikrrtynd, kaffi- drykkja og fleira. Mætiö vel og -tundvislega. HEIMSQKNARTIMI A SJUKRAHÚSUM E. iheimilið Grund Alla dagr <1 2-4 og 6 30-7 ’'æðingardeilri Landsspftalan>- Mla dae- kl 3-4 og 7 30-8 Fæ*—Barheim<li Rpvkie«íku< ila dasa kl 3 30—4 30 oe fvr<< -«ðuT kl 8—R 30 Kónavogshælið Eftir rtádev daglega H'’<'rahand<'ð *np daga frá k< '■—4 op 7-7 3C Farsóttahúsið Alla daga ki 30 5 og 6.30-7 Klennssoftalinn Alla daga ki 3-4 op 6.30—7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.