Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 2. apríl Isoo. VISIR Dtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti I. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sfmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda hf. Hláka í austri \7arla hefur nokkurt land beðið jafnmikinn hnekki af kommúnismanum en einmitt Tékkóslóvakía. Þar búa gamlar iðnaðar- og menningarþjóðir. Ef Tékkó- slóvakía hefði sloppið við byltingu kommúnista eftir seinni heimsstyrjöldina, væri landið nú eitt hið þró- aðasta í Evrópu, — á borð við Svíþjóð og Vestur- Þýzkaland. I stað þess hefur ríkt stöðnun í Tékkó- slóvakíu. Nú eru Tékkar að varpa af sér okinu. Við völdum eru teknir mun frjálslyndari menn en áður. Þeir eru að koma á prentfrelsi og menningarfrelsi, og jafnvel er talað um, að frjálsar kosningar í vestrænum stíl verði hugsanlegar í framtíðinni. Of snemmt er að spá um framhald þessarar þróunar, en ekkert virðist enn sem komið er benda til afturkipps. Þetta er enn eitt dæmið um, að pólitísk harðstjórn kommúnismans stenzt ekki hjá menningarþjóðum. Hún leiðir ekki til árangurs í efnahagsmálum og hún samrýmist ekki þeirri víðsýni í hugsun, sem hlýtur að ríkja með menningarþjóðum. Hins vegar getur kommúnisminn verið traustari í sessi hjá síður þróuð- um þjóðum, sem aldrei hafa vanizt skilningi á leik- reglum lýðræðisins. Mikil ólga hefur ríkt meðal þeirra þjóða í Mið-Evr- ópu, sem lentu undir yfirráðum Sovétríkjanna eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessi ólga hefur hvað eftir annað brotizt út. Skemmst er að minnast uppreisnar- innar í Austur-Þýzkalandi 1953 og Póllandi 1956 og hins skammvinna valdatíma frjálslyndra afla í Ung- verjalandi 1956. Sovézka herveldið átti mikinn þátt í að bæla þessar uppreisnir niður. í kjölfar þessara uppreisna hefur alltaf komið aftur- kippur. Valdhafarnir hafa orðið strangari og aftur- haldssinnaðri. Þeir hafa reynt að loka löndum sínum fyrir alþjóðlegum áhrifum og hafa hert allan aga. Þannig hefur sagan orðið í öllum þremur löndunum, sem greint er frá hér að ofan. Sýnir þetta, hversu erf- itt og hættulegt er hlutverk hinna frjálslyndu afla í þessum löndum, menntamanna og annarra, sem jafn- an berjast fyrir auknu frelsi og frjálslyndari stjórnar- háttum. Andans menn á Vesturlöndum gera allt of lítið af því að veita þessum hetjum siðferðilegan stuðning. En afturhaldsöflunum tekst aðeins að tefja þróun- ina, ekki að stöðva hana. Þeim tókst ekki að halda járntjaldinu heilu. Þeim hefur ekki tekizt að bægja frá albióðlegum menningar- og hagstefnuáhrifum. Smám saman munu frjálslyndu öflin í þessum lönd- um ná meiri tökum og auka áhrif sín á stjórnarstefn- ur. Leppríkjakerfi Sovétríkjanna er að riðlast í sund- ur. Hlákan verður ekki stöðvuð. í Listir-Bækur-Menningarmál Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Makalaus sambúð EFTIR NEIL SIMON - Þýðandi Ragnar Jóhannesson — Leiksfjóri Erlingur Gislason Cíðastliöið föstudagskvöld ^ frumsýndi Þjóöleikhúsið bandarískan gamanleik „Maka- laus sambúð“ eftir Neil Simon í íslenzkri þýðingu Ragnars Jóhannessonar, en leikstjóri er Erlingur Gíslason. Leikmynd er eftir Lárus Ingólfsson. Frá því er sagt í leikskrá, að Neil Simon sé með snjallari leikrita- höfundum um þessar mundir, og að hann hafi hlotið verðlaun sem bezti leikritahöfundur árs- ins 1966. Hins vegar er þess ekki getið hvaöa stofnun veitti þessi verðlaun; ekki heldur hvort hann var þar með kjörinn bezti leikritahöfundur í Banda- ríkjum nefnt ár eða verölaunin voru alþjóðleg. Er upplýsingun- um því nokkuð áfátt, því að ó- neitanl. mundi margur viljafáað vita eitthvað nánara um þetta, eftir að hafa horft á leikinn. Eflaust nýtur þetta leikrit sín ekki til fulls í íslenzkri þýð- ingu, Þetta er ekki sagt sem gagnrýni á þýðingu Ragnars Jó- hannessonar — það vita allir að hann kann vel til verks. En sá veit gerst sem sjálfur reynir hve öruöugt það er, og á stund- um algerlega vonlaust, aö ætla sér að íslenzka bandaríska „fyndni" þannig, að hún hitti mark. Ég tek þaö fram, að ég hef ekki lesið leikritið á frum- málinu, en eftir að hafa heyrt og séð þaö í íslenzkum búningi, fæ ég ekki varizt þeirri hugsun að eitthvað hljóti aö hafa farið þarna forgöröum, fyrst höfund- urinn hlaut slíkan heiður fyrir það í sínu heimalandi. I annan stað held ég að leikritið hefði ekki verið valið til þýðingar með sýningu í Þjóðleikhúsinu fyrir augum, ef þar heföi hvergi veriö bitastætt í tilsvörum. Hinu verður ekki neitað, að atburöarásin er skopleg á köfl- um, en gersvipt allri spennu; höfundurinn hefur einhvem veginn lag á því að undirbúa hlutina þannig, að áhorfandan- um kemur aldrei neitt á óvart, sízt af öllu lokaatriöið. Erlingur Gíslason hefur sýnt, að hann er dugandi leikari. Þetta er í rauninni frumraun hans sem leikstjóra á sviði Þjóöleikhússins, þótt hann hafi að vísu áöur sett á sviö einþátt- ung Odds Bjömssonar, „Jóölíf" að Lindarbæ. Hann er því miður heppinn, að honum skuli hafa verið fengið þetta við- fangsefni, og veröa hæfileikar hans sem leikstjóra ekki dæmd- ir eftir því. En vorkunnarlaust hefði honum verið að sjá svo um að leikendur kynnu hlut- verk sín sæmilega á frumsýn- ingu, hvað ekki var raunin. Þarna eru þó þaulvanir leikar- ar í hverju hlutverki aö kalla. Efni leikritsins, ef efni skyldi kalla, er í fáum oröum það, að tveir kvæntir karlmenn, sem eiga í hjónaskilnaðarmáli, fara að búa saman. Hefur konan far- ið með börnin að heiman frá öðrum þeirra, vegna óreglu hans og óreiöu og áhuga á pókerspili. Hinn er brottrekinn frá konu og börnum sökum ó- þolandi reglusemi, nosturs og hreinlætis. Nágrannar þeirra í húsinu, tvær systur, önnur ekkja en hin fráskilin, koma síðan nokkuð við sögu, en þó fyrst og fremst sameiginlegir kunningjar „sambýlismann- anna“ pókerspilaramir. Brátt fer að sjálfsögðu svo, að sá óreglu- sami þolir ekki nostur og hrein- læti hins og rekur hann á dyr — og taka þá systumar hann að sér. Og tjaldið fellur. Þeir Árni Tryggvason, Ævar R. Kvaran, Sverrir Guðmunds- §on og Bessi Bjamason leika heimilisvinina, pókerspilarana. Róbert Amfinnsson leikur ó- reiðu-eiginmanninn fráskilda, Rurik Haraldsson andstæðu hans. Þær Herdís Þorvaldsdóttir og Brynja Benediktsdóttir leika systumar. Leikurinn hefst á pókerspili þeirra félaga. Það atriöi á víst að vera gaman- samt, en gamanið er þó ekki það mikiö, að jafn reyndir gam- anleikarar ojg þeir Bessi og Árni fái notið sín að ráði. Brosleg- ustu atriðin em árekstrar þeirra, Madison — Rúriks Har- aldssonar og Ungars — Róberts Amfinnssonar í sambúöinni, og þar ná þessir góökunnu leikarar sér á stundum sæmilega á strik. Aftur á móti er heimboðið, þegar systumar koma í íbúö sambýlinganna, svo lágkúrulegt grín — eða öllu heldur lágkúra- leg tilraun til að skapa grín- atriði — að hvoragri leikkon- unni er það samboðið. Þvi fer fjærri, að ég telji Þjóðleikhúsinu það ósamboðið að sýna gamanleiki endrum og eins. En þá verða það lika að vera góðir og skemmtilegir gamanleikir. Næst þegar það velur gamanleik til sýningar, ætti þaö að athuga einhvern þeirra, sem ekki hlaut verölaun áriö 1966. Róbert Arn- finnsson og Rúrik Har- aldsson sem Ungar og Madison

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.