Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 7
7 VlSIR . Þriðjudagur 2. apríl 1968. morgun útlond í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd SPRENGJUÁRÁSUM Á MESTAN HLUTA N.V. HÆTTI GÆR — samkvæmt fyrirskipun Johnsons Frétt frá Saigon í gær síðdeg- is hermir, að fyrirskipun hafi borizt frá Washington um að hætta sprengjuárásum á Norð- ur-Vietnam, að undanteknum þeim skotmörkum, sem Johnson forseti undanskildi, en þau eru norðan afmörkuðu spildunnar aðallega. Þessi skotmörk eru flest flutningaleiöir til liðs Norður-Viet- nama á afvopnuöu spildunni og 1 grennd viö herstöðvar Bandaríkja- manna nyrzt í Suður-Vietnam. í frétt frá Saigon segir síöar, að ákvarðanir Johnsons hafi komiö sem reiðarslag yfir stjórnmálalega og hernaðarlega leiðtoga í Suður- Vietnam og afleiöingin, að það sé algerlega á valdi N.-Vietnam aö stíga næsta skrefið. Bandarískur hernaðarlegur tals- maður hefir staðfest, að stöðvaðar hafi verið sprengjuárásir á mestan hluta Noröur-Vietnam. Ennfremur hafa flotaflugvélar hætt árásum nema á hin undanskildu skotmörk. Athugendur mála í Saigon (hér mun átt við ambassadora o. fl.) eru flestir taldir líta svo á, að af- staða N. Vietnam verði jákvæð varð andi tillögur um viðræður, þó ef til vill ekki þegar f stað. Bent er á, að þeir muni að líkindum komast að þeirri niðurstööu, aö tilgangi þeirra í Suöur-Vietnam og öryggi Norður-Vietnam, reynist það til hags, að samkomulags sé leitað. Það er haft eftir bandarískum heimildum, að van Thieu forseta og Ky varaforseta hafi verið tilkynnt fyrirfram um ákvarðanir Johnsons, en engin sé trúaöur á að þeir hafi lýst velþóknun sinni á þeim. Kunnugt er, að van Thieu og Ky og flestir hernaðarleiðtogar Suður- Vietnam eigi síður en bandariskir hershöfðingjar töldu sprengjuárás- irnar „homstein hernaðaraðgerða gegn Norður-Vietnam". Övænt heimsókn. Frétt frá Chicago í gær greinir frá óvæntri heimsókn Johnsons forseta þangaö. Haft er eftir forset anum, að hann hafi boðið van Thieu til Bandaríkjanna til þess að ræða hversu binda mætti endi á styrj- öldina og koma á friði. Forsetinn drap á nauösyn eining- ar, „tími sundfungar er hættutími", sagði hann. Forsetinn kvaðst hafa beðið þess innilega, aö leiðtogar í Hanoi litu á stöðvun sprengjuárásanna sem friðarboðskap. Forsetinn fór til Chicago til þess að flytja ræðu á ársfundi sjónvarps manna. Það er 13.500 manna liðsauki, sem sendur verður til Vietnam á næstu fimm mánuöum, og verða 14.000 menn úr varaliði kvaddir í herinn til þessa hlutverks næstu daga, aö því er bandaríska land- varnaráðuneytið tilkynnti. Miðstjórn Kommúnistaflokks Tékkó slóvakfu tekur í dag mikilvægar ákvarðanir Kennedy á leið í þinghúsið (Capital). Kennedy og Johnson ræðn samsfnrf um frið og þjóðareiningu Frétt barst um það í fyrradag frá Prag, að einn af kunnustu dóm- urum landsins væri horfinn. Þegar hann fór úr réttinum var búizt við honum á mikilvægan fund, en hann kom ekki, né kom hann heim til konu sinnar og tveggja söna. Miöstjórn Kommún- istaflokksins kom saman til fundar í gær, og var búizt við að teknar vrðu ákvaröanir um, að núverandi forsætisráöherra Josef Lennart víki úr ríkisstjórninni, ennfremur utanríkisráöherrann og landvarna- ráöherrann. Búizt er við, að Oldrich Cernik, núverandi vara-forsætisráð herra, taki við forssætisráöherra- embættinu. Gert er ráð fyrir ýms- um fleiri frávikningum og breyting- um, sem tilkynntar verða síðar í vik unni. Fundurinn, sem standa mun tvo daga, mun einnig ræða tillögur Dubceks, flokksleiötogans, um auk- ið lýöræöi, en hann hefir gert nokkra grein fyrir þeim, en sam- kvæmt þeim eiga kjósendur aö fá að ráða hverjir verða í framboði til þings, og skoðanafrelsi að ríkja. Hann kvaö ekkert eftirlit hafa ver- ið haft með blöðum frá 1. marz. Johnson forseti hefir fallizt á, að ræða við Robert Kermedy öldungadeildarþingmann, en Kennedy sendi honum símskeyti í gær, óskaði honum til ham- ingju með ákvarðanir hans, vott aði honum virðingu og mæltist til þess í einlægni, að þeir kæmu saman á fund til þess að ræða hvað þeir gætu gert í samstarfi í þágu friðar og þjóðlegrar ein- ingar. Það er talið mikilvægt skref, sem Kennedy hér hefir stigið,' símaði Washingtonfréttaritari brezka útvarpsins, og bera stjðrnhyggindum vitni. Ky varaforseti S-Vietnam sakar Bandaríkin um nýlendustefnu Nguyen Cao Ky, varaforseti Suður-Vietnam gefur í skyn í viö- taii við fréttavikuritið STERN, að loka-mark Bandarikianna i Viet- nam væri „koIonialismi“ eða aö géra Vietnam sér háð sem ný- lendu —og kvaðst hann ekki vera trúaður á, að þeir væru í Vietnam til þess að verja grundvallaratriði frelsis og Iýðræðis. „Þeir eru hér til að verja hags- muni sína, og hagsmunir þeirar eru ekki alltaf í samræmi viö hags- muni Vietnam. ... Bandaríkja- menn komu til Asíu til þess aö stöðva framrás kommúnismans, en skildu ekki hvers Asía raun- verulega þarfnaðist, né harmleik \ Vorster hafnar „úrsiíakostum Samein- uðu þjóðanna varðandi SV-Afríku Nefnd Sameinubu þjóðanna fær ekki að koma þangað Vorster forsætisráðherra Suður- Afríku flutti ræðu í fyrradag á fundi stjórnarflokksins (Þjóðernis- sinnafl.), sem haldinn var i Cal- vina, 280 km. no'rður af Höföa- borg, og neitaði harðlega að verða við „ólöglegum kröfum á hendur Suður — Afríku — kröfum sem Suður-Afríka ætlar sér ekki að verða við“. Hann kvað Sameinuðu þjóðirnar hafa tekiö sér myndugleik og vald, sem stofnunin blátt áfram ætti eng- an rétt til, varðandi stjórn Suöur- Afríku á Suðvestur-Afríku, og um t að sleppa úr haldi 30 Suðvestur- I Afríkumönnum, sem hefðu verið dæmdir fyrir hryöjuverkastarfsemi. Hann kvað það líflátsdóm yfir Suður-Afriku, ef fallizt væri á að Sameinuðu þjóðirnar tækju viö yfirráðum í Suðvestur-Afríku í byrjun næsta mánaðar. Hann kvað Suövestur-Afríku hafa búið við góða stjórn árum saman. f NTB-frétt segir, að forsætisráð- herrann hafi eftir öllu að dæma átt við þá ákvörðun 11 manna i nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hafði boðað að hún ætlaði að fljúga til Suðvestur-Afríku 7.—13. apríl til þess að slá því föstu, aö Sameinuðu þjóöirnar ætluðu aö taka þar við yfirráðum. f fyrri viku lýsti forsætisráð- herrann því yfir afdráttarlaust, að nefndin fengi ekki að koma þangað — flugvél þeirra yröi ekki leyfö lending í landinu. Frá Lusaka hafa borizt fréttir um, að tveir fulltrúar Sameinuðú þjóðanna hafi komið þangað til 44 j undirbúnings ferðar nefndarinnar ! til Suðvestur-Afríku, og var sagt að von væri á 20 manna hóp til Zambiu inrian viku. Ekki var getiö um neinn ákveöinn tíma til þess að reyna aö komast inn í Suövest- ur-Afríku án þess að fara eftir á- kvörðun Suöur-Afríku varðandi ferð þangað — þetta yrði ákveöiö þegar allur hópurinn væri kominn til Zambíu. — Sameinuðu þjóðirn- ar samþykktu sem kunnugt er á- lyktun til afnáms stjórnar Suður- Afríku í Suðvestur-Afríku og það er-á-grundvelli þeirrar samþykktar, sefri fyrrnefnda tilraun stendur til að gera. hennar ... Þaö eru alltaf þessi stóru lönd, sem fjasa um lýöræði og frelsi til þess að leyna nýlendu- stefnu sinni.--------Það er byrj- að á að gefa góð ráð og sagt: Mark okkar er að hálpa ykkur. Svo veröa þeir hinir ráðandi og aö lokum nýlendustjórnendur . .. Kennedy- lýðræðið (Roberts) er einmitt þeirr- ar tegundar, sem leiðir til nýlendu- yfirráða.------Ég vildi geta sagt þetta upp í „opið geðið á honum“, ef hann kæmi hingað sjálfur í stað þess aö senda „litla bróður" (Edward Kennedy). Það er ekki ótítt, að Ky veki á sér athygli fyrir ummæli sín. Með- al annars hefir hann oft talaö dig- urbarkalega um innrás í Norður Vietnam (seinast í heimsókn til Formósu) og kvaðst þá reiöubúinn að vera f fararbroddi ef til inn- rásar kæmi. NÝJUNG f TEPPAHREINSUN ADVANCi Tryggir að tepp ið hleypur ekki Reynið viðskipt in. Uppl. verzl Axminster, siriii 30676. - Heima- sími 42239.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.