Vísir - 02.04.1968, Side 4

Vísir - 02.04.1968, Side 4
stund. Allar fortölur um að gefa sig lögreglunni á vald lét hann sem vind um eyrun þjóta. Hann hafði komið að kvöld- lagi í heimsókn til foreldra sinna sem búa í Clostrup, en hafði ekki staldrað lengi við, þegar hann var gripinn einhverju æði og réðist á innanstokksmuni með exi föður síns og braut allt og bramlaði. Foreldrarnir urðu að flýja út úr íbúðinni og á náðir nágranna sinna, en þaðan hringdu þau á lögregluna. Mik«ð lið lögreglumanna og slökkviliðsmanna dreif að úr Clostrup og Kaupmannahöfn og settist um húsið, sem hinn band- óði maður hélt sig í. Slökkvi- liðsmenn dreifðu sér umhverfis húsið með útbreiddar stökkdýn ur, því ungi maðurinn mundaði sig til þess að stökkva út um glugga þegar hann sá liðssafn- aðinn. Út úr einum glugganum hróp- aði hann ókvæðisorðum aö lög- reglunni og hótaði henni öllu illu, ef hún gerði tilraunir til þess að nálgast hann. Nokkrir lögreglumannanna þekktu pilt af fyrri afskiptum og reyndu að telja um fyrir honum og fá hann til þess að leggja niður öxina og hnífinn, en hann skellti skolla- eyrum við. Það var reistur upp stigi og upp hann komst lögreglan inn á aðra hæð, en samtímis fóru aðr- ir lögreglubjónar inn um aðaldyr og komu þannig að piltinum úr tveim áttum. F.inn þeirra hafði vopnazt stólkolcl, sem hann beitti f'Tir «ér. sbinað og Hónatemiari. Sá óði náði rétt að beita öxinni einu sinni til aðkomumanna, en var þá afvopnaður. Hann hefur oft áður, verið tekinn úr umferð fyrir ofsa og ofbeldi, en verið sleppt lausum eftir mismunandi (ang^r vistir í fangelsum, en i þetta sinn var hann fluttur beint á geðsjúkra- hús. Þaðan mun honum ekki verða sleppt fyrst um sinn. Vopnaður öxi og stórum slátr- arahníf hélt ungúr maður lögregh unni í Clostrup í Danmörku i skefjum í næstum heila klukku- Joe Louís, fyrrum heimsméist ari í hnefaleikum i þungavigt, hef ur verið lagður ipn á sjúkrahús í Detroit en hann á að ganga nn i'r urpskuvð vegna gallsteina. Hann er orðinn 54 ára gamall. þaðan fór hann eftir einhverjum fáförnum krókaleiðum til Font- evrault, þar sem hann ætlaöi að heimsækja klaustrið fræga. Eftir það mun víst ætlunin vera sú, að hann heimsæki héruðih á Bretan- íuskaga. Charles Bretaprins er um þess ar mundir í heimsókn í Frakk- Beatrix, ríkisarfiv í Hollandi, á landi og er hans vandlega gætt nú von á öðru barni sínu. Prins- af frönsku lögreglunni. Það þyk- essan og maður hennar, Claus ir nokkurri furðu gegna, hve prins, eiga einn son fyrir, Willem blaðamönnum er haldið frá hon- Alexander, sem verður eins árs um á ferðalagi hans. Síðast heim í þessum mánuði. Ríkisarfinn á sótti hann þorpið Les Eyzies, en von á sér í septembér í haust. , f, ; Nakinn niður að mitti með hníf og öxi í hendi sást hann í gegn- um gluggann. Hann hálfsat í glugganum og reiddi öxina til höggs. Uppskár laun fyr erfiði sitt Það er enginn leikur fyrir einn ljósmyndara að ná mynd eins og þessari. Það liðu þrjár vikur með mörgum árang- ursiausum tilraunum og vonbrigðum, áður en ljósmynd- arinn fékk Kinky, Mickey og Honey til þess að sitja og standa eins og hann vildi eitt andartak, meðan hann smellti af. En hann uppskar líka laun sem erfiði og fékk vegieg verðlaun fyrir myndina á sýningu einni, sem efnt var til um skemmtilegar dýramyndir. Eitt vindhögg og svo var hann yfirbugaður. Lögregluþjónninn nálgaðist piltinn með Stólinn á undan sér. Á 1 r s i íð an. I Fuglarnir á Tjöminni. • J Þrátt fyrir hret og veöraham J virðast íbúar Tjarnarinnar, end • urnar og gæsimar, una sér hið £ bezta, enda verða margir til að J rétta þeim brauðbita, Maöur sér • fólk koma niöur að Tjörn til • að gefa, jafnvel f verstu hríð J um, og er gott til þess að vita, • að fólk skuli hugsa til fuglanna J þarna, sem eru svo sannarlega J til ánægju á góðviðrisdögum og • setja vissulega sinn svin á bæ- J inn. En aldrei sér maður neina • gefa nema einungis brauð, og 0 hefði maður álitiö að slíkt væri J heldur einhliða, að minnsta • kosti væri þaö einhliða fyrir • mannfólkið. Mundi nú ekki ein J hver vilja hafa fvrir því, að 0 gefa einhverja fjölbreyttari J fæöu, eins og til dæmis fiskúr- • gang sem auðvelt er að ná í a nú á vertíðinni. Annars er ég ekki fróður um fuglamat, en hefði samt álitið að brauðið væri of einhliða til lengdar. Fuglunum á Þorfinnstjörn er gefið reglulega, en hins vegar hefur maður ekki séð, að þeim væri gefið á vökinni við Iðnó, sem væri þó nauðsyn, sérstak- lega ef eitthvað annað væri gef iö cn einhliða brauð. T ilky nningaskylda bátanna. Það er vissulega fagnaðarefni að nú skuli loks komið á til- kynningaskyldu fslenzkra skipa, smárra og stórra, en um það berast fregnir, að skipulagi verði komið á þá starfsemi. Það hefur sýnt sig að tilkynningaskyldan er nauðsyn, enda hefur reynsl- an kennt okkur að forðað getur mannsköðum, ef fylgzt er með skipaferðum, bvf líkurnar auk- ast á þvi, að hægt sé að koma til aðstoðar í tæka tíö, ef eitt- hvað ber út af, og skip verða fyrir áfölium. Sýningar í sumar. Ýmsar merkar sýningar eig- um við fyrir höndum í sumar, sem eru hið mesta tilhiökkuú- arefni. Má þar nefna Sjávarút- vegssýningu Sjómannadagsráðs, Landbúnaöarsýningu og Iðn- kynningu sem íslenzkir iðnrek- endur standa fyrir. Sýningar sem við höfuni átt kost á að sjá fyrr af þessu tagi, hafa ver- ið til mikils fróðleiks og ánægju. Ef atvinnuvegirnir vanda hver til sinnar sýningar má slá föstu, að almenningur lætur ekki á sér standa og sækir þessar sýning- ar. Góður sjónvarpsþáttur. Ýmsa góöa þætti er um að velja í okkar ágæta sjónvarpi, þó að maður sé farinn að velja og hafna meira en maður gerði i fyrstu. Sá framhaldsþáttur, sem maður vill gjaman ekki missa af, ef annars er nokkur kostur, er þátturinn „Á önd- verðum meiði“ en sá þáttur hefur í flest skintin verið afar skemmtilegur. Yfirleitt fjallar þátturinn um þau mál sem efst eru á baugi á hverium tíma, og er þvf efniö oftast hugleikið, og ennfremur hafa komið fram á þessum vettvangi hinir skemmtilegustu kapnræðumerm, sem gert hafa bátt þennan vki sælan. Ptjómanda '-'■Uarins hef ur einnig tekizt að hafa á góða stjórn, án þess að grípa um of inn í umræður. Þrándur í Götu. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 •

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.