Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 16
i' Í4 Þriðjudagur 2. apríl 1968. 927 þús. kr. tap ú rekstri skíða- hótelsins • Rekstur skiðahótelsins * Hlíð- arfjalli við Akureyri virðist all- rsiiklum vandkvæðum bundinn. Það !:om fram á fundi bæjarstjómar Akureyrar fyrir nokkrum dögum að halli á rekstrinum á síðasta starfsári hefði verið 927 þús. krón ur. Sagði bæjarstjórinn, Bjami Ein arsson, að neyta yrði allra tiltækra ráða til að sporna við þessari þró- •>n mála. 9 Það kom fram að erfiðleikar hafa vérið á ferðum frá Akureyri upp i Hlíðarfjall vegna aðstöðu- 'aysis fyrirtækis þess, sem um "lutninga sér, en bað er fyrirtækið ',/>nferðir sf. sem sér um þá. Ósk- •’ði það eftir að fá inni á vetrum i skýli þvi, sem stendur þá autt á tjaldstæði bæjarins, og er það nú til athugunar f bæjarráði. Kirkjutónleikar í Kópavogskirkju í kvöld 9 Aðalheiður Guðmundsdóttir, söngkona, mun halda kirkjutón- leika í Kópavogskirkju í kvöld 2. aprfl, kl. 21. Fyrirhugað er að endurtaka tónleika þessa í Hafn- arfirði og á fleiri stöðum úti um land á næstunni. ® Á söngskránni eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda, þar á meðal sex andleg Ijóö eftir Beet- hoven við texta eftir Gellert, en þessi fagri ljóðaflokkur hefur sjald- * verið fluttur hér á landi. Páll Kr. Pálsson organleikari l.eikur með á orgel. 9 Aðaiheiður hefur sérstaklega lagt stund á kirkjulega tónlist og ljóðasöng. Tónleikarnir í Kópavogs kirkju eru fyrstu sjálfstæðu tón- leikarnir er hún heldur á höfuð- borgarsvæðinu. Athugun reikninganna viðtekin venja — segir SH Eftirfarandi barst blaðinu í morgun frá Sölumiðstöð hraðfrysti húsanna: „Vegna greinar, sem birtist í blaðinu „Verkamaöurinn" á Akur- eyri sl. föstudag, vill Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna taka fram eftir- farandi: í Bandaríkjunum er það viðtekin venja, að skattayfirvöld athugi reikninga fyrirtækja öðru hvoru. Fyrirtæki S. H. í U. S. A. er hér engin undantekning. Goldwater Sea food Corp. hefur nú starfað í Bandaríkjunum í yfir 20 ár. Reikn ingar fyrirtækisins hafa oft verið athugaöir á þessu tímabili, en eng- ar athugasemdir gerðar af hálfu bandarískra yfirvalda í því sam- bandi. Slík athugun stendur nú . ; I ! yfir og hefur engin ásökun komið frarn á félagiö í neinni mynd. Skólalið Melaskólans sem sigraði í spurningakeppninni, ásamt Steinari Þorfinnssyni yfirkennara. MeSaskólinn vann Stal 30 þús. kr. — núðist í gær Lögreglan hefur nú haft hendur í hári drengs, sem lagt hefur stund á þjófnaöi úr vörum ''yfirhafna fólks. Stal hann síðast peninga- veski úr jakka skrifstofumanns hjá Brunabótafélaginu, sem i voru um 30 þús. kr, í íslenzkri og erlendri mynt, en hann hefur játað á sig um 30 þjófnaði. Peningunum var hann búinn aö eyða f bíó, sælgæti og fleira, en veskjunum hafði hann fleygt og erlendu myntinni. Alls nemur það uin 40 til 50 þúsund krónur að verð mæti, sem hann hefur stolið meö þessum hætti. Fæstir vöruðust hann, þar sem hann var á flakki um skrifstofur og vinnustaði í leit að hentugu tækifæri. m~> 10- síða. ■ I dag fór fram verðlaunaaf- hending í spurningakeppni skólabarna um umferðarmál. í keppninni tóku þátt um 1600 börn út öllum 12 ára bekkjar- deildum bamaskólanna í Reykja vík og lauk henni með sigri Melaskólans. Þetta er í þriðja skiptið sem keppnin fer fram en í fyrra sigraöi Laugalækjarskól- inn. Keppnin var þrískipt og fór fyrsti hluti hennar fram 2. des. en þá voru lagðar 16 spurningar um umferðarmál fyrir öll börn í 12 ára bekkjadeildum, sem (þau svöruðu skriflega. Til miðhluta keppninnar mættu skólalið frá hverjum skóla, skipað þeim 7 nemendum, sem bezt höfðu stað ið sig. Lauk þeirri keppni meö sigri Æfinga- og tilraunaskóla Kennarakóla íslands og Mela- skólans, sem síðan kepptu til úrslita. Var þeirri keppni útvarp að í barnatíma Ríkisútvarps- ins 17. marz og lauk með sigri Melaskólans. Verölaunaafhending fór fram á sal Melaskóians, að viðstödd um skólastjóra, kennuram og nemendum skólans. Egill Gests son, deildarstjóri, afhenti fyrir liða’ skólaliðsins fagran farand- bikar, sem samstarfsnefnd bif- reiðatryggingafélaganna hefur gefið, ásamt öðrum minni bikar til eignar. Óskar Ólason, yfir- lögregluþjónn, flutti við þetta tækifæri ávarp og afhenti skól anum viðurkenningarskjal fyrir frammistöðu frá lögreglustjór- anum í Reykjavík. Auk Óskars og Egils vora viðstaddir verð- launaafhendinguna: Ásmundur Matthíasson lögregluvaröstjóri, sem var stjórnandi keppninnar og Pétur Sveinbjarnarson ,full- trúi Umferðarnefndar. Ingi Kristinsson skólastjóri flutti að lokum ávarp, þakkaði gestum komuna og kvaðst vona að keppni þessi yrði nemendum til hvatningar um að læra um- ferðarreglurnar, auk þess sem hún væri einn þáttur í þeirri viöleitni umferðarnefndar og lögreglunnar, að auka umferðar fræðslu í skólum Reykjavíkur- borgar. FORKOSNINGAR I DAG í WISC0NSIN Fylgismenn Johnsons ætla að kjósa hahn þrátt fyrir ákvörðunina um að verða ekki í kj'óri A □ Forkosningar fara í dag fram í Wisconsin. Hald manna er, að ákvörðun Johnsons for- seta um að verða ekki í kjöri, muni er.gin áhrif hafa, jafnve! vera þeim hvatning til þess að 1. apríl — gabbið 1. apríl var I gær, og hætt er við að margir hafi hlaupið iila á sig í dlefni dagsins. Morg unblöðin komu ekki út í gær og voru því fjarri góöu gamni, en Vísir og Sjónvarpið léku sér svolítið að viðskiptavinum sínum. Á baksíðu hiá okkur i gær voru nokkrar fréttir, ail- ar „grunsamlegar“ að fólki fannst en þó fannst fólki John son-fréttin á forsíðu grunsamleg ust allra. Aprílfréttin okkar var um kaup fsl. á hluta af sólskins- eynni Mallorca í Miðjarðarhafi en á íþróttasíöu sagffi og frá furðuuppfinningu í knattspymu unni, sem einnig var „í tilefni dagsins“. Margir létu blekkjast af %-5>- 10 síða sýna honum hollustu með því að kjósa hann, og tryggja honum sigur í forkosningunum yfir McCarthy frá Minnes^ta. Það hafði verið búizt við því áður en Johnson forseti tilkynnti ákvörðun sína um að verða ekki i kjöri, að McCarthy mundi hafa bet- ur í Wisconsin, en nú gæti farið svo að áliti margra stjómmála- fráttaritara, að Johnson fengi svo möirg „samúöaratkvæði", að hann yrði sigurvegarinn. Helztu demókratar í Wisconsin eru -sagðir hafa rætt um það, að svo gæti farið á þingi demókrata í ágúst, er þeir velja forsetaefni, aö Johnson blátt áfram yrði neydd- ur til að láta undan og verða f kjöri. Fréttaritari brezka útvarpsins símaði frá Washington í gær, að með þvi að óska viötals við John- son um frið og þjóðareiningu, kunni Kennedy að hafa girt fyrir sigurvon ir McCarthys og gaf fréttaritar- inn jafnvel í skyn, að svo væri litið á, vegna fyrirhugaðs samstarfs Johnsons og Kennedys, að „Kenne- dy væri maðurinn, sem koma skal" (Sjá nánara um væntanlegan fund þeirra Johnsons og Kennedvs á bls. 71. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.