Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 02.04.1968, Blaðsíða 12
12 VI SIR . Þriðjudagur 2. aprfl 1968. Grenier varö skelfingu gripinn, en svaraði þó styrkum rómi. „Ég skildi það viö mig, þegar ég skaut vélbyssuskyttuna“, sagði hann. „Þú hafðir ekkert leyfi til aö blanda þér í átökin“, mælti Corey ávítandi. „Farðu og náöu í sendi- tækiö tafarlaust". „Já herra“. Grenier lagði af stað upp brekkuna. „Þegar hann háfði gengið nokkur skref, var hann nærri dottinn um lík af manni í sjón liðabúniiigi, og þekkti þegar að það var Ross. Hann lá á bakið og starði bröstnum sjónum upp í myrkan himininn. Spölkom frá kom Grenier auga á Maccone. Hann sat uppi viö tré með riffilinn viö arm sér og starði í áttina til Pangassan. Greniér létti. Hann hló lágt, þeg ar hann nam staðar á bak við hann Fyrir aftcins kr. 6B.500.oo getift þér fengift staftlafta eldhúsinnréttingu I 2 — 4 herbergja Ibúftir, meft öllu tll* heyrandi — passa f flestar blokkaribýftir, Innifalift i verftinu er: Q cldhúsinnréttírsg, klædd vönduftu plasti, efri pg neftrí skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). ^ ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaft. ^uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og aft auki má nota hana til minnlháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). ^ eldarvélasamstæða meft 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur nýtízkú hjálpartæki. © lofthreinsari, sem meft nýrri aftferft heldur eld- húsinu lausu vift reyk og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stöftluð innrétting hentar yftur ékki gerum vift yftur fast verfttilboft á hlutfallslegu verfti. Gerum ókeypis verfttilboft í éldhúsihnréttingar í ný og gömul hús. Höfum clnnlg fafaskápa. staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR - mSM Kl RKJUHVOLI reykjavIk S í M t 2 17 18 og spurði hvort hann ætti von á einhverjum. Maccone lét því ósvarað. Grenier kom það ekki beinlínis á óvart, það var þá ekki í fyrsta skiptið, að Maccone virti hann ekki svars. En þessa stundina var Grenier í æstu skapi, það var engin ástæða til þess, fannst honum, að honum væri alltaf sýnd slík lítilsviröing af hálfu þeirra hinna. Hann hafði hætt lífi sínu til að bjarga Wart- ell. Hann hafði fellt einn japanskan að minnsta kosti, ef til vill fleiri. Hann sló harkalega á öxlina á Maccone. „Alltaf sama ástúðlega viðmótið, ha?“ sagði hann. Maccone féll fram viö höggið. Seig hægt saman unz andlitið nam við hnén. Það er að segja — það sem eftir var af andlitinu. Grenier veitti því fyrst athygli nú, að vél- byssukúla haföi hæft Maccone í andlitið. Hann leit undan og seldi upp. Tárin streymdu niður kinnar hans, þegar hann hélt upp ásinn, þangað sem hann hafði skilið sendi tækið við sig. Það var lítið eftir af tækinu. Grenier tók samt sundurskotna töskuna með sér og lagði af stað niður ásinn aftur. Hann gekk eins og í leiðslu. Stóö á sama um allt og alla, fannst honum. Hann nennti ekki einu sinni að gera sér það ómak að hugleiða viðtökumar, sem hann mundi fá hjá Corey. „Maccone og Ross eru dauðir", sagði hann eins og svefngengill, er hann kom aftur. „Mér kom ekki til hugar, að þeir væru í feluleik", hreytti Corey út úr sér. „Skepna“, hvæsti Grenier. „Hvað sagðirðu?" „Skepna .. . ég sagði að þú vær ir skepna“, endurtók Grenier og lagði áherzlu á hvert orð. Corey gekk skrefi nær honum með kreppta hnefa. Þegar hann sá augnatillit Grenier, lét hann hend- ina . síga. Lost. •. hann hafði oft séð þá sjón áður. „Hvar er senditækið?" spurði hann ekki óvingiarnlega. Grenier rétti að honum sundur- skotna töskuna. Hnefi Corevs hæfði hann þungu höggi í andlitið. Hann féll kvlli- flatur við, lá endilangur á bakið og starði upp í myrkan himininn. Hann kenndi hvorki sársauka né reiði. Hugsun hans var ge^samlega tóm, nema hvað hann óslcaði þess ósjálfrátt, að hann væri dauður eins og þeir Ross og Maccone og þessu væri öllu lokið. Hann heyrði aðeins óminn af reiðiorðum Coreys, en lagði ekki við hlustirn- ar. ,,Ef þú leyfir þér nokkurn tíma að kalla þig sjóliða, skal ég berja þig til bana, auminginn þinn. Þér var aðeins gefin eins auðskilin og auðveld skipun og hugazt get- ur . . að halda kyrru fyrir. En þú gazt ekki einu sinni hlýtt henni. ræfillinn. Þú varðst endilega að leika hetiu og berjast, og þannig hefuröu eyðilagt allt ... allt“. „Rólegur, Steve“, sagði Wartell „Hann kom okkur til aöstoðar. Ef hann hefði ekki fellt japðnsku vél byssuskyttuna, lægjum við allir dauðir .. vafalaust hann líka“. „Já, einmitt", mælti Corey með beizkju í röddinni. „Ross og Macc- one eru dauðir engu að síður, og ..“ Hann hikaði við og lauk ekki setningunni. „Og ég væri betur dauður líka, áttu við“, mælti Wartell. „Hafðu ekki áhyggjur af þvf...“. „Ég sagði það ekki“. „Þú þurftir þess ekki. Það er rétt athugað, hvort eð er. En hvað um það ... ég vildi einungis koma þér f skilning um, að pilturinn gerði það sem i hans valdi stóð. til að verða okkur að liði...“ Það var eins og Corey sigi allt í einu saman. Það var eins og hann þryti allan þrótt og vilja. „Allt í lagi, þá það“, sagði hann og laut að Grenier. „Stattu upp“, sagði hann og rétti honum höndina. Grenier tók í útrétta hönd hans og leyfði honum að reisa sig á fæt- ur. Nokkurt andartak horfðust þeir í augu. í þetta skiptið leit Grenier ekki undan. „Mér þykir fyrir þéssu“, mælti Grenier rólega. „Jæja", mælti Corev hreimlaust eins og málið væri útrætt. „Þú af- sakar framkomu mína. En mér þyk ir líka fyrir þessu . . að tugþús- undir manna skuli verða að láta líf ið fyrir það eitt, að ekki var unnt að koma þessari orðsendingu áleiö is til McArthur ..." Hann grýtti frá sér sundurskotinni töskunni með viðtáekinu. Rétti svo úr sér og skipaði Grenier að fara og taka af Ifkum þeirra Ross og Maccones öll vopn og skötfæri, svo og ein- kennismerkin á búningum þeirra. Þégar hann var farinn, rauf Miya fyrst þögn sína. Rómurinn var lág ur og titrandi af ótta. „Hvað eigum við nú til bragðs að taka, Steve? Ekkert senditæki ... allt til einsk- is. Furðulegur harmleikur ...“ Hún hallaði sér að honum og hann tók herldinni um herðar henni eins og hann vildi styðja hana. ,,Já“ sagði hann. „Það er bölvað ...“ Ómurinn af lúðraþyt barst til beirra úr fjaska. „Þeir í Pangassan“, sagði Wart- ell. „Það verður ekki neinn barna- leikur, þegar þeir koma. Ykkur er vissara að hraða ykkur á brott...“ Corey leit á hann, ráðþrota. Þeir voru gamlir félagar. hann og Wart ell og aldrei hafði neinn skugga borið á vináttu þeirra. Þeir höfðu oft og mörgum sinnum átt hvor öðrum líf að launa. Nú var því lokið. Honum var ógerlegt að bjarga Wartell. Það vissu þeir báð- ir. Corey kraup niður við hlið. hans og greip um öxl honum. Hann vai að því kominn að láta bugast. „Guð minn góöur ....“ hvíslað: hann. tekur alls konar klæðningar FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM( LAUGAVEG 62 - SlMI 10025 HEIMASlMI 83634 BOLSTR U N '-THEN.ONE NIQHT THE GREAT APES CAME! THEYSEEMEP TD KNOW ME...ANÞ ONE SAID YOUR. NAME! I THOUSHT THEY KNEW WHERE YOU WERE...SO I WENT WITH THcM!* „Tarzan, þú varst svo lengi í burtu. Ég varö að vita hvað hefði komið fyrir þig. Viö leituðum alls staðar...“ „Svo eina nóttina komu stóru apamir. Þeir virtust þekkja mig, og einn þeirra nefndi nafn þitt, svo að ég hélt að þeir vissu hvar þú værir og fór með þeim.“ RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 ^Qallett LÉIKFIMI J AZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti Margir litir blr Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikir, hvftir Táskór Ballet-töskur cttlfúðin *slííi 13 V E R Z 1 U N I N ööMivlirióluA ^ J C7' BRÆÐRABORGRRSTÍG 22 SÍMI 1-30-76 i„iiii'ii»i,iiii,,iii ii ii 11111111111111111111 „Við gengum dögur. saman, og þá kom þessi hræðilega skepna..“ „Þessu er öllu lokið Jane. Aparnir munu sjá um að Tergash valdi ekki meiri vandræðum.“ Menwoosi *m OHEF fráJfekki m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.