Vísir - 09.04.1968, Síða 7

Vísir - 09.04.1968, Síða 7
VlSlR . Þriðjudagur 9. apríl 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd / dag er gerð útför dr. Martins Luthers Kings / fæðingarbæ hans, A tlanta í DAG er gerð í Atlanta útför friðarvinarins og blökkumanna- leiðtogans dr. Martin Luthers Kings. Meöal helztu manna, er viöstadd- ir verða útförina, eru: Humphrey varaforseti Bandarfkjanna fyrir hönd Johnsons forseta, Robert Kennedy öldungadeildarþingmaður, Nelson Rockefeller ríkisstjóri í sam bandaríkinu New York, Lindsay borgarstjóri í New York, Jenkins fjármálaráðherra Bretlands. Fólk hefur streymt til Atlanta úr öllum áttum til þess að vera við útför dr. Martins Luthers Kings. Búizt er við, að yfir 100.000 manns verði viðstaddir. Með ekkju hins látna, Corettu King, 42 ára, veröa fjögur böm þeirra á aldrinum fimm til ellefu ára. Auk þeirra, sem áð- ur var getiö, er Jacqueline Kenn- edy, ekkja Johns F. Kennedys for- seta. King var spámaöur blökkufólks- ins og leiðtogi í baráttu þess fyrir jafnrétti, rödd þess f þjáningum og neyð, tákn glæsileika kynstofns þeirra í niðurlægingu hans, heróp þeirra til viðurkenningar á mann- legum virðuleik ... hann lagði í hendur milljóna blökkumanna £ Bandarikjunum „vopnin" til að berj ast með í hinni ofbeldislausu bar- áttu, „vopnin", sem dugðu til þess að bægja frá mestu grimmdarafleið- ingum misréttisins. í augum margra milljóna hvitra Bandaríkjamanna var hann í hópi þeirra blakkra menntamanna í Bandaríkjunum, sem báru vopn á klæðin 1960, þegar hættan af ó- friöi milli blakkra og þvítra voföi yfir Bandaríkjunum, þegar blökku- menn kröfðust að verða aðnjótandi allra þeirra réttinda, sem Abraham Lincoln hét þeim öld áður. í mörgum öðrum löndum var lit- ið á hann sem friðarverðlaunaþeg- ann, mannvin, leiðtoga, sem hlýtt var á jafnt í Páfagarði sem í Hvíta húsinu, og hann var mikilmenni, hetja i augum þeirra blökku Afriku- þjóða, sem fengiö höfðu sjálfstæði. Trúr var hann jafnan hugsjón sinni, að heyja baráttuna án of- beldis, en þegar öfgamenn beggja hófu ofbeldisverknaði, þegar menn voru vegnir, rænt var og ruplað, og brennuvargar óðu uppi, brunnu eldar hatursins heitast á honum. (Murray Schumack í N. Y. Times). ÞU GETUR stuðlað uð öruggri breytingu I fangelsi í Birmingham 1967. mm ■ Samningar voru fyrir nokkru undirritaðir um, að Japan fengi aft ur eyna Iwo Jima og nokkrar aðr ar japanskar eyjar, sem Banda- ríkjamenn hertóku í síðari heims styrjöld eftir harða, bardaga. @ Cemik, sem er að mynda stjóm : í Tékkóslóvakíu, segir að það verði hlutverk hinnar nýju stjómar að tryggja lýðræði í landinu. B Brezkur prófessor hefir fundið rústir 2500 ára gamals musteris og leifar af „kristnum bæ“ í nánd hins mikla Sakkara-pýramída í Egypta- landi. ■ Hraðaksturskappinn James Clark lenti út af hraðakstursbraut í keppni um helgina og fór 3 veltur og var Clark stórslasaður fluttur í sjúkrahús í Heidelberg í Þýzka- tandi, en lífi hans varð ekki bjarg «ð. Jim Clark var skozkur, 32 ára. Hann var heimsmeistari í hrað-, akstri 1963 og 1965. Hann hlaut stórverðlaun (Grand Prix) 25 sinn um og sló þar með met Argentínu mannsins Juans Fangio. Enginn bíll var nálægur bíi Jims Clarks — Ford Lotus Cosworth — er hann fór út af. Jim Clark var um mörg ár efnabóndi í Berwickshire í Skotlandi, en seldi jörð sína og bú fyrir níu mánuðum, vegna óbæri- legra skattabyrða, og var hann til neyddur að flytja úr iandi. Miili keppna dvaldist hann í Sviss, Frakklandi og á Bermudaeyjum. ■ Hópur kaupsýslumanna í Fila delfíu í Bandaríkjunum hefir keypt hafskioið „Queen Elisabeth“ fyrir um 440 milljónir ísl. króna. BB Geimfari, sem ætlaö er að fara til tunglsins, var skotið á loft í Sovétríkjunum í fyrradag, og nefn ist „Luna-14“. Eftir fjórar klukku- stundir var komið 40.000 kíló- metra frá jörðu. (Luna-13 lenti mjúkri lendingu á tunglinu í des- ember 1966). H Kosygin forsætisráðherra er ný- kominn heim úr hinni opinberu heimsökn sinni til írans (Persíu) og fer eftir 10 daga í opinbera heim sókn til Pakistan. B í fréttum frá Saigon í gær var sagt frá mestu sprengjuárásum á Norður-Víetnam um þriggja mán uða skeið eða síðan 6. janúar. er 144 árásir voru geröar (miðað vifA tölu flugvéla sem fóru til árásal Sprengjunum var varpað á skot mörk milli 145 km. sunnan mark anna og 25 km norðan þeirra, en Hanoi útvarpið sakar Bandaríkja- menn um árásir miklu norðar. Með því að gerast sjálfboðaliði við umferðarvörzlu tvær klukkustundir á dag frá 26. maí til 2. júní. Starfið er fólgið í því að leiðbeina gangandi vegfarendum og veita þeim aðstoð fyrstu daga hægri umferðar, en ekki að hafa afskipti af umferðarstjórn ökutækja. Þú verður tryggður þér að kosfnaðarlausu í starfi þínu. Fytir hverja fveggja tíma varðstöðu færð þú miða í happdrætti, sem Framkvæmdanefnd H-umferðar efnir til meðal umferðarvarða. Vinningar eru 10, fimm eru ferðir til Bandaríkjanna, ásamt vikudvöl þar í landi, fimm eru vikiíidvöl i skíðaskólanum í Kerlingafjöllum. Að loknu starfi 2. júní, færð þú sérstakt viðurkenningarskjal fyrir þátt þinn í breytingu í hægri umferð. Fræðslu- og upplýsingaskrifstofa Umferðarnefndar Reykjavíkur veitir allar frekari upplýsingar og annast skráningu sjálfboðaliðanna. Sími 83320. MEÐ ÞVl AÐ GERAST SJÁLFBOÐALIÐI, TEKUR ÞÚ VIRKAN ÞÁTT í UMFERÐARBREYTINGUNNI 26. MAf. saa

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.