Vísir - 09.04.1968, Síða 12

Vísir - 09.04.1968, Síða 12
72 VlSIR . Þriðjudagur 9. aprQ Í968. ósjálfrátt brúnum. „Styrjöldin hef- ur svipt fjölskyldu mína öllu. Húsi og heimili að Langasandi. Atvinnu, vinum, öllu ...“ „Ég skil þig ekki...“ Hún hió, en það stóðu tár 1 aug- um hennar. „Þá er ég farin að kvarta," sagði hún. „Það kvelur mig að hugsa til þess, að foreldrum mín- um skuli haldið í einangrunarbúð- um.“ Corey brá. Hann vissi að jap- anskt fólk í Bandaríkjunum hafði orðið fyrir tortryggni og jafnvel hatri eftir aö árásin var gerð á Pearl Harbour, en hann hafði aldrei hugsaö nánara út í það. Orö Miyu gerðu það allt í einu að raunveru- legri staðreynd. „Einangrunarbúðir?" spurði hann. „Áttu víö að foreldrar þfnir hafi verið fangelsaðir?" Fyrir aðeins kr. 68.500.oo getið þér fengið staðlaöa eldhúsinnréttingu I 2 — 4 herbergja Ibúðir, meö öilu tll- heyrandi — passa í flestar blokkaríbúðir, Innifaliö i verðinu en ® eldhúsinnrétting, klædd vönduöu plasti, efri og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). ÍSSkápUr, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaö. ^uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og aö auki mó nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). H eldarvélasamstæða með 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar* og bökunarofni. Timer og önnur nýtízku hjálpartæki. @ lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu við reyk og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Alit þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stööluð innrétting hentar yður ékki gerum viö yður fast verðtilboð á hlutfallslegu veröi. Gerum ókeypis verötilboö í éldhúsihnréttingar f ný og gömul hús. Höfum cinnig fafaskápa. staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR - »1 ■{ - m jjUI KIRKJUHVOU REYKJAVÍK S f M I 2 17 tð „Einangrunarbúðir eru hæversk legra orð en fangabúðir,“ sagði hún ; með beiskju í röddinni. „Og þú átt við, að þau hafi ekki unnið annað til saka en það, að þau eru japönsk?" „Rétt til getið", sagði hún. „Við bróðir minn og ég, nutum eins konar reynslufrelsis .. .“ Beiskj- an í röddinni varð enn sárari. „Ég frétti það síðast af bróöur mínum, að hann lá særður í hersjúkrahúsi í Napolí á Ítalíu. Hann er fót-1 gönguliöi. Hann hefur verið sæmd- ur purpurahjarta með eikarlaufum, og bronsestjömunni". Corey tók sárt til hennar. „Þetta er ekki heiðarlegt", mælti hann. „Hvað á að krefjast mikilla fórna af ykkur systkinunum, til þess að litið verði á foreldra ykkar eins og hverja aðra bandaríska borg- ara?“ Miya varp öndinni. „Stjómar- völdin halda því fram, þau séu einungis að tryggja öryggi foreldra minna með þessari ráðstöfun. Vit- anlega er það líka sjónarmið. Ég man við hvað við áttum að stríða fyrst þegar þessir heitu ættjarðar- vinir fóru í flokkum um hverfið, þar sem við bjuggum og grýttu múrsteinum inn um gluggana. Þeir báru okkur það á brýn, að við eitr- uðum vatnsbólin og gæfum jap- önskum kafbátum alls konar hem- aðarlegar upplýsingar með ljós- merkjum". ( „Furðulegt", varð Corey að orði. „En hvernig stóð á því ,að þú tókst að þér þennan starfa?" „Ég vann í opinberri stofnun, þegar styrjöldin brauzt út, og hafði getið mér gott orð. Ég var fædd í Bandaríkjunum, en talaði jap- önsku óaðfinnanlega. Og ég hélt að ég gæti unnið landinu mest gagn á þennan hátt“. Hún brosti dapurlega. „Ég geri samt ráð fyrir að mér hafi gengið það til fyrst og fremst, að ég vildi sanna að ég væri trúr og traustur borgari". „Auðvitað", sagði hann lágt. „Og þess vegna hefuröu boðið þig fram“. „Já, ég gerðist sjálfboðaliði". Hún leit undan spyrjandi augnaráði hans. „Hefði mér dottið það í hug þá, að ég yrði að þola ...“ Hún þaenaði við eins og henni yrði leit að réttu orði, en bætti loks við: „allt það, sem ég hef orðið aö þola ...“ Það varð drykklöng þögn. „En þú getur eflaust sagt hið sama. Eins og raunar allir hermenn. Það gerir enginn ráð fyr ir því í fyrstu, að verða annaö hvort drepinn eða, ef hann lifir af styrjöldina, að verða þá ekki talinn maöur með mönnum". „Það er talsvert til í þvi“, sagði Corey og virti fyrir sér sígarett- una, hálfreykta, sem hann hélt á milli fingranna. „Og samt er þarna munur á. Þú fórnaðir því, sem þú virtir og þér var kært". Hún hló. „Blessaður vertu“, sagði hún. „Þú þarft ekki að halda, að Langisandur hafi verið neitt himnaríki". „Ég átti ekki heldur við það“, sagði hann. „Ég á við það, aö þú hafir fórnað sjálfri þér“. Hún roðnaði og röddin varð kald- ranaleg, „Hvað um sjálfan þig, Steve? Það sem þú fórnaðir. Frá- skildu, sólbrúnu konumar?" „Það er þitt sjónarmið", svaraöi hann hreinskilnislega. „Hvað mig snertir, sakna ég ekki hlutverks leiguelskhugans." „Á ég að trúa þér fyrir dálitlu", mælti hún lágt. „Mér fellur vel við þig, Steve ...“ Hann fól netta hönd hennar milli hramma sinna. Augu þeirra mætt- ust. „Ég get sagt hið sama“, svar- aði hann. Þannig sátu þau þögul nokkra stund, unz Grenier kom með drykkjarflöskurnar. Hann var aftur í sólskinsskapi. „Má ég bjóöa ykkur hressingu", sagði hann. „Lindarvatn, mengað eða ómengað? Segið til...“ Miya hló og Corey gat ekki brosi varizt. „Viö drekkum það tært“, sagði hann. „Það vill enginn drekka neitt mengað fyrr en eftir fimm.“ „Hvort áttu viö fyrir eða eftir hádegi?" spurði Grenier. Corey krækti drykkjarflöskunni við beltið og tók riffil sinn. „Við skulum halda áfram", sagði hann. „Við getum gengið fimm mílur fyr- ir myrkur ...“ Grenier stundi og hjálpaði Miyu að rísa á fætur. „Hvað helduröu að hann tæki til bragðs, ef við neituðum að hlýöa?“ spuröi hann stúlkuna. „Ég mundi stefna þér fyrir minn eigin herrétt, dæma þig til dauða fyrir uppreisn og óhlýðni og skjóta þig með eigin hendi“, mælti Corey og stökk ekki bros. Miya brosti og leiddi Grenier af stað á eftir Corey. „Svei mér ef ég held ekki að hann mundi gera það“, sagði hún. Grenier endurgalt henni ekki brosið. „Ég veit, að hann mundi hiklaust gera það“. sagði hann. Corey nam staðar, þegar þau höfðu gengið fjórar mllur, einni skemur en hann hafði ákveðið. Það var þó ekki af neinni meöaumkun við þau, þótt þau væru að lotum komin sökum þreytu, heldur fyrir það eitt, að þá komu þau þar í skóginum sem fyllilega þoldi allan samanburð við frásögurnar af ald- ingarðinum í Eden. Þarna rann meira að segja svalur lækur á milli lágra trjánna, sem báru hina fegurstu og girnilegustu ávexti í svo stórum klösum, að limið svign- aði. Það kvöld snertu þau ekki á nestinu. Átu sig mett af alls konar ljúfmeti, sem þeir vissu hvorki nafn á né gátu borið fram, þegar Miva sagði þeim hvað aldinin hétu. Að því loknu Iágu þeir og hvíldu sig, Grenier og Corey, og horföu á tunglið sem bar yfir trjákrón- urnar. Miya sat á bakkanum við lækinn og lét svalt vatnið leika um bera.göngulúna fætur sína. Grenier varp þungt öndinni. „Því h'kt kvöid", sagði hann. „Hefði mað ur nú eitthvað af stelpum hjá sér ... það fyrirfinnst ekki kvenmaður, sem gæti neitað manni um neitt á slíku.kvöldi." „Ertu þvf • vanastur, aö þær neiti?“ spurði Corey glettnislega. iy EDOAR RlCE BUBRCUGHS r BSCN AVv'AV IA7C THEN0XTÍMY, TAG2AN.,, LOXP 6HEYS70KS,,, MTMNS TO H/S AfNf/CAN BS7A7e,„ M, I. og II. flokkur Æfingar á Melavelli Þriðjudaga kl. 18.00 Fimmtudag kl. 18.00 Sunnudaga kl. 10.00 f.h. Þjálfari ERCO BELTI og BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Bofnrúílur Topprúllur Drifhjói Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNÁ VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 „Foringi foringjanna kominn úr greip- um dauöans.“ — „Ég hef verið of lengi f burtu, Mugambi. Nú höldum við heim- Ie:ðis.“ „Þarna er ljónið okkar, Jad-Bal-Ja. Nú erum við öll saman aftur.“ „Seint næsta dag koma Tarzan og for- ingi Waziri mannanna til heimkynna Tarzans. BILASALINN VIÐ VITATORG SÍMAR: 12500 & 12600 Austin Mini station ’62 Morris Mini ’67 fólksbíll Morris 1000 station ’62 Morris ’63 sendiferða Opel ’55 til ’66 model Daffodil ’62 til ’65 B.M.W. „1600“ ’67 Cortina ’65 Cortina ’64 Volkswagen ’55 til ’67 Citroen ’65 Prins '62 og ’63 Renault ’62 til 67 Skoda Sport ’63 Skoda Oktavia og Skoda Combi Taunus ’54 til '66 de luxe 17M station og 2ja dyra fólksbílar Trabant ’64 til ’66 SAAB ’64 ’65 Vauxhall Viva, Vauxhall Victor Vauxhall Festa Vauxhall station. Enskir Ford Zodiak, Zephir og fl. Simca Arian ’63 og fl. 6 manna bílar amerískir Jeppar og fleiri tegundir framhjóla- drifs-bíla. Gamlir og nýir vörubílar. Sendiferðabílar m/leyfum VW rúgbrauð og Micro bus með sætum fyrir 8 manns. Mercedes Benz með sætum fyrir 17. manns. Vantar bíla fyrir skuldabréf. Nýir og gamlir bflar. Bílaskipti við allra hæfi. Höfum kaupendur vantar seljendur Akið f eigin bfl í páskafríinu. Opið alla daga frá 10—10 Laugardaga frá 10 tfl ð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.