Vísir - 09.04.1968, Síða 16

Vísir - 09.04.1968, Síða 16
Þriðjudagur 9. aprí! 1988. Kennarandm- skeid í smelli Áformaö er aö í sumar veröi efnt til kennaranámskeiös f smelti (emaHe). Kennár/ á námskeiöinu veröur Alrik Myrhed, frá Stokkhólmi. Hann er kennari og gullsmiöur, auk þess sem hann hefur mennt- aö sig sérstaklega 1 smelti. Námskeiöiö verður haldið á veg- um fræðslumálastjómar og Fræðslu skrifstofu Reykjavíkur. Hefst það væntanlega 15. júlí og stendur f eina viku. LEITAD HEIMILDAR FYRIR 450 MILLJ. KRÓNA LÁNUM ■ Farið er fram á heimild Alþingis í stjórnarfrum- varpi, sem lagt var fram á Alþingi í gær, til lántöku er- lendis vegna framkvæmda- áætlunar fyrir árið 1968. Þar er gert ráð fyrir, að Al- þingi heimili lántöku allt að 275 njiilj. kr., dtgáfu rfkisskulda- bréfa fyrir allt að 75 millj. kr„ lánsábyrgð hjá Viðreisnarsjóði Evrópu fyrir-0,5 millj. kr„ (sem varið skuli til flugvalla-, hafna og vegaframkvæmda á Vest- fjörðum), vörukaupalán hjá USA fyrir 1,4 millj. kr„ lántöku er- lendis allt að 90 milij. kr„ vegna smíði strandferðaskip- anna, tveggja, lántöku allt að 10 millj kr, til tækjakaupa í þágu flug- og raforkumála, og loks að Alþingi heimili aö Framkvæmda sjóði verði endurlánaðar 113 /millj kr„ af þeim 275 millj, sem fyrst var getið. Þeim 113 millj. kr. er ætiaö að mæta lánsfjárþörf fjárfest- ingalánasjóða og fyrirtækja — kemur fram í greinargerð frum varpsins. Hinu er ætlað að verja til rafmagnsveitna ríkisins (20,3) raforkumála (15.0), til gufuveitu f Reykjahlíð (7,2), jarðborsins á Reykjanesi (3.6, Landshafna (40.0), vega (82.6), Hafnarfjarð- arvegar f Kópavogi (10,9) sjúkra mála (6.0), skóla (25.6) sjúkra- húsa (37.5), lögreglustöðvarinn ar í Reykjavík (7.0), og Búrfells virkjunar (75.0) eöa samtals um 330 milljónum króna. SVAR FRÁ HAN0I Johnson ræbir næsta skrefib við ráðunauta s'ma — Hættir við að vera við útfór dr. Kings Svar Hanoistjórnar varðandi undirbúningsviöræöur aö sam- komulagsumleitunum um frið barst i nótt til Washington og hefir helztu ráðunautum sínum í dag í Camp David. Svo mjkilvægt er talið, að taka þegar til meðferðar næsta skref í Johnson forseti boðað fund með ■ málinu, að forsetinn hætti við að Íhjlk ji jj ■ ' - ’ 'iRmiHmnMHili&im:, ■ I vera viðstaddur útför dr. Kings, og kemur Humhrey varaforseti þar fram fyrir hans hönd. Fundinn með Johnson forseta sitja Dean Rusk utanríkisráöherra, Clark Clifford landvarnaráðherra og Ellsworth Bunker, ambassador Bandaríkjanna í Saigon o. fl. Sagt er, að Hanoistjórn hafi drep- ið á Phnom Penh, höfuðborg Kambódiu, sem ákjósanlegan viö- ræðustað, en kveðst annars fús til þess að íhuga staö, sem líkur séu fyrir að báðir aðilar geti komið sér saman um. Bandaríkjastjórn mun mótfallin því, að viöræður fari fram í Phnom Penh vegna þess, að stjómmála- samband er ekki milli Bandaríkj- anna og Kambódiu. Konur á listabraut: FJORAR HALDA SÝNINGAR! ■ Það er mikil gróska í listalífi borgarinnar um þessar mundir, ekki sizt hjá kvenþjóðinni. Ekki færri en fjórar konur halda nú listsýningar víðs vegar um borgina, 3 sýna málverk og ein sýnir vefnað. Tvær þessara kvenna eru giftar Bandaríkjamönnum, Frances Stone, eiginkona aðmírálsins í Keflavík, en hún sýnir i Bandaríska bókasafninu og Helga Weisshappel Foster, gift yfir- manni Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna hér í borginni, en hún opnar í dag málverkasýningu á Laufásvegi 54. í Bogasalnum sýna um þessar mundir þær Vigdís Kristjánsdóttir (listvefn.) og Elín Pétursdóttir (teikningar o. fl.). •••••••■••••••••••••••••••• >••••••■••••■•••••• Strengja vír fyrir Seyðisfjarðarhöfn ■ Isinn er nú í mynni Seyðis- fjarðar, samkvæmt upplýs- ingum fréttaritarans 4 staðnum. Fréttaritarinn sagði, að nú væri búið að strengja stálvír milli tveggja bryggja, til að freista þess að ísinn leggist ekki að þeim, ef hann rekur inn fjörðinn. Þegar blaðið hafði samband viö fréttaritara sinn á Seyðisfirði í gær sagði hann, að ísinn sæist frá kaup staðnum og hefðu nokkrir menn farið á trillu út að ísröndinni daginn áður og virtist mikill ís þar útifyr ir. Fréttaritarinn sagði, að strand- ferðaskipið Esja hefði snúiö við og væri nú á suðurleið. Hann sagði ennfremur, að svo virtist, sem is- inn færðist til með straumi og vindi og væri hætt við aí(3 hann ráeki inn á fjörðinn ef austlæga átt gerði, en nú væri logn og blíða á Seyðis- firði og ekki gára á sjó. Fréttaritarinn sagði að lokum aö M~> 10. síöa. „BJARNDYRIN KÆRA SIG EKKI UM AÐ ÍLENDAST Á fSLANDI — segir Ingimar Oskarsson, i stuttu spjalli við Visi ■ Almennur áhugi virðist ríkjandi varðandi afdrif bjarn dýrsins, sem sást austan við landið og hafa margir ðttazt að það muni farast ef það berst með ísnum suður á bóg- inn. Hefur fðlk óttazt að ís- inn bráðnaði undan dýrinu og ;myndi það jafnvel drukkna, eða synda til lands og gera bar af sér einhvern óskunda. Blaðið hafði tal af Ingimar Óskarssyni, grasafræðingi, i morgun og Iagði fyrir hann nokkrar spurningar um þetta. — Bjarndýrin ganga helzt á land hér, ef hafþök eru af fsi og hvergi er auöa vök að finna. Þau koma þá á land til að leita sér matar. Hins vegar eru engar Iíkur til að þau haldi til hér á landi. — Geta þau synt langan veg milli ísa? — Þau eru geysilega þolin á sundi og munu geta synt lang- ar vegalengdir af þeim sökum. Þó hef ég ekki handbærar tölur yfir þær vegalengdir. — Hvernig aðferðir nota bjarn dýr við selveiðar? — Þau veiða selinn á jökun- uin. Þau læðast að selnum þar sem hann liggur uppi á jakan- um og fara oft miklar króka- leiðir til að komast að honum óvö.rum. — Telur þú bjarndýrið, sem hefur sézt fyrir austan, í hættu vegna vakanna sem eru milli ísbreiðanna þar? // — Ég tel að eðlisávísun bjarn- dýrsins sjái um að það fari sér ekki að voða af þeim sökum. — Nú hafa bjarndýr fundizt rekin hér viö land. Telur þú mögulegt aö þau hafi farizt af þeim sökum að isinn hafi bráðn- að undan þeim og þau farizt á þann hátt? — Nei, það tel ég ósennilegt. Þau bjarndýr sem hér hefur rekið geta verið komin langt að og aldurtili þeirra getur verið margvíslegur. Ég veit ekki hvort þau geta farizt á M-> 10. síðu. Minnzt 80 ára afmælis i Kambans — Sýning á „Vér morðingjar" i Þjóðleikhúsinu ■ „Vér morðingjar“, eftir Guðmund Kamban verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu á afmæli hússins, 20. apríl. Kamban fædd- ist árið 1888 og hefði því orðið 80 ára í vor, ef hann hefði lifað, en hann var sem kunnugt er skotinn í Kaupmannahöfn 1945. „Vér morðingjar", er þriðja leik- rit Kambans sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu, hin fyrri voru „Þess vegna skiljum við“ og „Skálholt". i 'M-> 10. slða

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.