Vísir - 20.04.1968, Síða 7

Vísir - 20.04.1968, Síða 7
VÍSIR . Laugardagur 20. aprfl 1968. 7 Efnt er til happdrættis meðal umferöarvarða um allt land. Vinn- ingar eru 10, fimm eru vikudvöl í Bandaríkjunum í boði Loftleiöa, en fimm eru vikudvöl í skíðaskól- anum í Kerlingarfjöllum. Eins og áður segir annast Fræðslu- og upplýsingaskrifstofa Umferðarnefndar Reykjavíkur út- vegun og skráningu sjálfboðaliða. Fer skráning fram daglega í síma 83320. Upplýsingarit um starf umferöar- varöa liggur frammi á pósthúsum, lögreglustöðvum og víðar. Meö þvi að gerast umferðar- vöröur, veröur auðveldara fyrir þig að aðlagast breyttum aksturs- i háttum með tilkomu hægri um- I ferðar. — með því að gerast umferðarvörður S ÝNINS Um leið og við opnum nýtt VOLVO-verkstæði, bjóðum við beim, sem áhuga hafa að sjá það svo og þær vörur, sem við seljum. Þú getur stuðlað að öruggri umferðarbreytingu T eitað hefur verið til almennings um að gegna sjálfboðaliða- störfum við umferðarvörzlu á H- daginn, 26. maí—2. júní. Umferöar- verðir geta allir orðið sem eru 15 ára og eldri. Gert er ráð fyrir, að um 1600 sjálfboöaliða þurfi til starfa á öllu landinu, þar af um 1450 á höfuðborgarsvæðinu svo- nefnda, Reykjavík, Hafnarfirði, Garðahreppi, Kópavogi, Seltjarnar- nesi og Mosfellssveit. I Reykjavík verður umferðarvarzla á um 100 stöðum, og mun til þeirra starfa þurfa 1000 sjálfboðaliða. í Reykja- vík annast Umferðarnefnd Reykja- víkur útvegun umferöarvarða, og fyrir hönd hennar Fræðslu- og upp- lýsingaskrifstofa Umferöarnefndar Reykjavíkur, sem safnar og skráir sjálfboöaliða. í öðrum byggðarlög- um er slíkt I höndum löggæzlu- yfirvalda. Lögreglan hefur yfirum- sjón með framkvæmd umferðar- vörzlunnar. Umsjón með framkvæmd um- ferðarvörzlunnar á hverjum staö hefur flokksstjóri, og er hann tengiliður lögreglu og umferðar- varðanna sjálfra. Þá hefur hann og umsjón með vaktaskiptum um- ferðarvarða og er ábyrgur fyrir hópnum. Flokksstjórar, sem einnig eru sjálfboðaliðar, verða m. a. úr slysavarna- og hjálparsveitum, svo og frá íþróttafélögum. Starf umferðarvarða er fólgið í því aö veita gangandi vegfarendum aðstoð, leiöbeina þeim og stjóma umferð þeirra. Umferöarvörður hefur engin afskipti af umferö ökutækja. Umferðarvörður verður búinn hvítum erfmahlífum. Hann verður staðsettur þar, sem umferö gangandi vegfarenda er mest, og beinir umferð þeirra yfir akbraut- ina á einn staö. Til merkis um að umferðin á akbrautinni leyfi að gangandi vegfarendur fari yfir ak- brautina hefur hann hendur niöur með síðum, en gefur merki um aö umferðin á akbrautinni leyfi ekki umferð gangandi yfir ak- brautina með því aö halda höndum út frá öxlum. Umferðarveröir í Reykjavík munu fá sérstaka þjálfun lögregl- unnar, sem mun hafa stutt nám- skeið fyrir alla umferðarverði. Þá munu og þeir, sem skrá sig til umferðarvarðastarfa, fá sent upp- lýsingarit um starfið. Lögreglan í Reykjavík hefur gert athugun á því, á hve mörgum stöð- um í borginni umferðarvarzla verður. Samkvæmt þeirri athugun verður umferðarvarzla á 100 stöð- um í borginni. Stöðunum er skipt í tvo hópa eftir þörf staöanna fyrir umferðarvörzlu. í fyrsta lagi er um að ræða staði, þar sem stöðug um- ferðarvarzla veröur á tímanum frá 08.30—18.30 dag hvern, en í öðru lagi eru staöir, þar sem umferðar- varzla verður á þeim tíma, er um- ferð gangandi er mest, svo sem er fólk fer úr og i vinnu, við kvik- myndahús, sjúkrahús o.fl. Volvo bifreiðir mWJ SlUMK ■tTin prýðilega frammistaöa Guðmundar Sigurjónssonar og Hauks Angantýssonar á skák þingi íslands hefur aö vonum vakið mikla athygli. Fyrir mótið var spáð að keppnin um efsta sætið myndi aðallega standa á milli Guðmundar og Freysteins Þorbergssonar, en Haukur kom skemmtilega á óvart og verð- skuldaði annað sætið með sóma. Guðmundur byrjaði mjög vel, vann 5 fyrstu skákirnar og haföi y2 vinnings forskot fram vfir Hauk er þeir mættust í 6. um- ferð. Skákin milli þeirra varð jafntefli og eftir það var sigur Guðmundar varla í hættu, þótt Haukur fylgdi honum fast eftir til loka. Freysteinn hreppti 3. sætið og þar með þátttökurétt á Reykjavíkurmótinu 1968. Þeir Björn Þorsteinsson, Bragi Kristj ánsson og Jón Kristinsson voru ekki í essinu sínu á móti þessu og kann að hafa valdið þvf hið mikla forskot sem þeir Guð- mundur og Haukur náðu strax í byrjun. Eftirfarandi skák taldi Guð- mundur einna erfiðasta frá mót- Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: Jón Kristinsson Spánskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 d6 6. Hel Bd7 7. c3 Be7 8. d4 0-0 9. Rbd2 b5 10. Bb3 h6 11. Rfl He8 12. Rg3 Bf8 13. h3 Ra5 14. Bc2 g6 15. b3 Bg7? Hér hefði verið betra að leika 14. c5 15. Bb2 Hc8 og leita eftir mótspili á drottningarvæng Áætlun svarts í skákinni reyn- ist full hægfara. 16. Be3 c6 17. Dd2 Kh7 18. Hadl Dc7 19. Rh4 Rb7 20. f4 Had8 21. Rf3 exf 22. Bxf c5 23. d5 Bc8? Hér var nauðsynlegt að leika 23. Rg8 og halda niöri gegnum broti hvíts. 24. e5! dxe 25. Bxe Rd6 26. Df4 Rg8 27. h4 f6. Hvítur hótaði 28. h5 og svart ur er varnarlaus gegn kónga- sókn hvíts. Að vísu bjargar þetta framhald svörtum ekki heldur, því hvítur skiptir nú upp í unnið endatafl, 28. BxR HxHt 29. HxH DxB 30. DxD HxD 31. h5 f5 Ef 31 ... Hxd 32. Bxgt Kh8 33. He8 og svartur tapar ridd- aranum á g8. 32. hxgt Kh8 33. He8 Bd7 34. Rxf BxH 35. RxH Bd7. Svartur er hér í miklu tíma- hraki og sér ekki mátið. Eftir 35... Rf6 36. c4 og síðan 37. Re5 vinnur hvítur létt. 36. Rf7 mát. Af erlendum vettvangi má geta þess, að einvígið Tal: Gli- goric hefst 21. apríl og verður teflt í Júgóslavíu. Gligoric hefur undirbúið sig vel undir einvígið, m. a. teflt æfingareinvígi við Donner. Einvígið Spassky:Geller byrjar einnig í apríl og fljótlega þar á eftir Reshevsky: Kortsnoj og Larsen:Portisch. Jóhann Sigurjónssön. Bátar og útbúnaður fyrir þá Husavarnn cnnmnvélar Husqvarna eldhústæki Blaupunkt sjónvarpstæki og útvarpstæki Sýningin verður opin: Laugardag kl. 2—6. Sunnudag kl. 2—6. Börn í fylgd með fullorðnum eru velkomin. A T H U G I Ð ! 5% afsláttur veittur af öllum vörum úr Husqvarna og Blaupunkt deild, sem pantaðar eru á sýningunni á laugardag. Greiðist fyrir- fram innan 14 daga, afhending 4 dögum síðar. unnai SfyseiiMan Suðuriandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: »Volver« - Sími 35200 5£ffaa UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LDGREGLAN i REYKJAViK

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.