Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 2
r*r,*Y,'7 • r f* i r > > r ry'p r / r • t , rf i
VISIR . Fimmtudagur 2. maí 1968.
Gunnar Gunnarsson átti þarna hættulegan skalla að KR-markinu.
ÍSLAND VANN
SPÁN 18:17
■ íslenzka landsliðið í handknattleik sigraði spánska
landsliðið í síðari leik landanna á þriðjudagskvöldið
með 18 mörkum gegn 17. í hálfleik var staðan 9—9.
íslendingar hefndu nú ófaranna frá fyrri leiknum, sem
þeir töpuðu með 12 mörkum og sýndu nú styrkleika
sinn, þegar leikið er við eðlilegar aðstæður. En eins
og áður hefur verið sagt frá, var fyrri leikurinn leikinn
á útivelli í brennandi hita, sem okkar menn eru óvanir
að finna hér í Laugardalnum, og var því ekki að sökum
að spyrja um úrslitin.
í síðari leiknum, léku þeir nú
við sínar venjulegu aðstæður, þ.e.
innanhúss og var leikurinn mjög
spennandi, og þá sérstaklega und-
VÍKINGUR átti skilið annaí stig-
ið en K.R. sigraði 2-1
Víkingur kom á óvart í fyrsta Beik Reykjavíkurmótsins
© í gær fór fram á Melavellinum fyrsti leikur Reykja-
víkurmótsins í knattspyrnu og léku KR og Vík-
ingur. Leikurinn var fremur þófkenndur, en barátta
var mikil, þó einkum af hálfu Víkinga. Margir urðu
fyrir vonbrigðum með KR-liðið, sem sýndi ekki í þess-
um leik neitt af því, sem menn bjuggust við. Víkingar
komu hins vegar mjög á óvart, og mátti helzt líkja þeim
við fullfríska kálfa, sem sleppt er út að vori, og áttu
KR-ingar fullt í fangi með að hemja þá.
Jafntefli hefði ekki gefið ranga hug-
mynd um gang leiksins en dóm-
arinn Valur Benediktsson sleppti
a.m.k. einni vítaspyrnu á K.R.-
inga, sem allir sáu nema hann.
Um gang leiksins er það að segja,
að um miðbik fyrri hálfleiks
komst Víkingsmarkið fyrst í hættu,
en þá átti Sigmundur v. útherji
gott skot af markteig,, en varnar-
maður Víkings bjargaði á línu.
Skömmu síðar átti hinn harð-
skeytti miðframherji Víkings Jón
Karlsson skot af stuttu færi en
Magnús markvörður varði glæsi-
lega. Staðan í leikhléi var jöfn
og hafði hvorugu liðinu tekizt að
skora.
Skömmu eftir upphaf síðari
hálfleiks skoraði Eyleifur Haf-
steinsson fyrsta mark leiksins
eftir fallega fyrirgjöf frá Gunnari
Felixsyni. Varla höfðu Víkingar
hafið leikinn að nýju, er Eyleifur
skorar annað mark sitt eftir
skemmtilegan samleik við félaga
sína. Töldu nú ýmsir að hin austur-
ríska vél K.R.-inga væri farin 1
gang. Svo var þó ekki, hún hafði
aðeins tekið við sér og tóku Vík-
ingar að sækja i sig veörið, sem
! annars var mjög gott, og áttu
K.R.-ingar í vök að verjast mikinn
hluta síðari hálfleiks.
Er fáar mínútur voru til leiks-
loka skora svo Víkingar úr víta-
spyrnu, sem réttilega var dæmd,
er Hafliða Péturssyni var brugðiö
innan vítateigs. Framkvæmdi
hann sjálfur spyrnuna af miklu ör-
yggi og átti markvörðurinn, Magn-
ús Guðmundsson, enga möguleika
á að verja. Færðist nú mikið fjör
í leikinn en Víkingum tókst ekki
að jafna, þrátt fyrir heiðarlegar
tilraunir.
Liðin.
Beztir í liði K.R. voru þeir Ey-
leifur, sem virðist í góðri æfingu,
„Heyrt
á skot-
sponum
//
Keppnistímabil
golfmanna hafið
Þórður Jónsson og nýliðinn Jón
Ólason og er þar mikið efni á
ferðinni. Eins og fyrr segir sýndu
K.R.-ingar ekki þá knattspyrnu,
sem búizt var við. Liðið féll ekki
saman og vömin var mjög þung.
Þetta breytist eflaust við komu
Þórólfs í liðið, en betur má ef
duga skal.
Víkingar sönnuðu enn einu sinni,
að þeir eru baráttulið mikið og
gefa sig ekki þó að á móti blási.
Þó er eins og það vanti alltaf
herzlumuninn á sóknarleikinn.
Mesta athygli vöktu þeir Jón Ól-
afsson, Gunnar Gunnarsson og
Hafliði Pétursson. Þetta er mjög
ungt iið og með góðri æfingu og
samheldni ættu þeir að geta gert
vel.
Dómari var Valur Benediktsson
og átti slæman dag. Hann má hafa
það hugfast, að æfingin skapar
meistarann!
ir lokin, er Spánverjum tókst að
vinna upp 3 marka forskot íslend-
inganna 16—13 og jafna leikinn í
17 — 17, og þá með hjálp dómar-
ans, sem missti tökin á honum þess
ar síðustu mínútur.
Ingólfur Óskarsson bjargaði
heiðri liðsins á síðustu sekúndunni,
er honum tókst aö skora 18. mark
íslands 1 þessum leik, og þar með
sigurmarkið í leiknum.
Vöm ísl. liðsins lék nú af skyn-
semi og festu, en sóknin var leikin
hægt og yfirvegað og ekki skotið
á mark, nema í góðum færum.
Þessi rólega leikaðferð Islending-
anna, fór heldur betur í taugamar
á Spánverjunum og vom mikil
harka og læti í leik þeirra, af þeim
sökum. Ingólfur Óskarsson var
bezti maður liðsins að þessu sinni
og gerði hann 7 af mörkunum.
Logi Kristjánsson lék í markinu
allan tímann og stóð sig með ágæt-
um, sérlega þó í síðari hálfleik, en
þá varði hann oft meistaralega.
Frakkland vann
★ Frakkland sigraði Austurriki í
undankeppni Olympíuleikjanna i
knattspyrnu í París í gærkvöldi.
Franska liðið hafði yfir í hálfleik
1—0, og vann leikinn verðskuld-
að. Síðari leikur landanna fer fram
í Vín 12. maí n.k.
Fyrsta golfmót ársins hérlendis
fór fram á Hólmsvelli í Leiru laug-
ardaginn 20. apríl s.l. Keppt var
bæði með og án forgjafar. —
Keppendur voru .alls 23.
Orsiit urðu sem hér segir:
Án forgjafar:
1. Jóhann K. Benediktsson
37 og 39=76 högg'
2. Hólmgeir Guðmundsson
42 og 35 = 77 högg
3. Jón Þorsteinsson
38 og 41=79 högg
Með forgjöf:
1. Jón Jóhannsson
94 + 35 = 59 högg
2. —3. Högni Gunnlaugsson
84+19=65 högg
2.—3. Jóhann R. Benediktsson
76 + 11 =65 högg
» Að Högni Gunnlaugsson i
og Jón Jóhannsson, báðir
| úr Í.B.K., séu hættir að æfa
. knattspymu og lelki ekki með
liðinu í sumar.
0 Að Í.B.R. hafi haft 100 þús-
und krónur í sinn hlut
fyrir „húsaleigu á Laugardals- l
höllinni“, er íslendingar Iéku 1
landsleiki sína við Dani á dög- ^
unum.
Q Að Olympíunefnd íslands
sendi aðeins TVO þátttak-
endur á næstu Olympíuleika,
þótt fleiri nái tilsettu lágmarki
Valur og Þróttur
leika í kvöld
• í kvöld kl. 20 hefst annar
leikur Reykjavíkurmótsins
í knattspymu og leika þá
’ ALUR og ÞRÓTTUR. Búast
má við skemmtilegum leik, þar
sem bæði liðin hafa æft vel að
undanförnui Fróðlegt verður aö
sjá hvort Þrótturum tekst að
sigra íslandsmeistarana, en
talsveröar breytingar em á
báðum liðum frá því í fyrra,
þó einkum hjá Valsmönnum.
O Að í sumar fari fram lands- .
keppni í sundi milli íslend- J
inga og íra.
® Aö Hilmar Bjömsson, K.R., ■
þjálfi annarrar deildar lið 5
Víkings í handknattleik n*s<a
vetur.
'p/ieaið
\