Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 8
VIS IR . Fimmtudagur 2. maí 1968. s SJB VISIR Otgeíandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis - Edda hf.________________________ Kaupum íslenzkf Jðnaður er ung atvinnugrein á íslandi. Hann var í fyrstu að nokkru leyti byggður upp í skjóli tollvemd- ar og innflutningshafta fyrri ára. Á þessum frumbýl- ingsárum komst það orð á margar íslenzkar iðnaðar- vörur, að þær væru lélegar og jafnvel dýrar í saman- burði við erlendar vörur. Ennþá er þessi skoðun tölu- vert útbreidd meðal neytenda. En iðnaðinum hefur fleygt fram, einkum á þessum áratug. Hann hefur eflzt að verkkunnáttu og véla- tækni. Á sama tíma hefur tollvernd hans minnkað, vegna lækkunar tolla. Raunveruleg nettótollvemd iðnaðarins er miklu minni en almennt er talið. Flest stærstu iðnfyrirtækin njóta sáralítillar eða engrar toll- vemdar, — og að sjálfsögðu engra opinberra styrkja. Sum fyrirtæki búa jafnvel við neikvæða tollvernd, — verða að borga tolla af hráefnum sínum, en selja vörur sínar í samkeppni við tollfrjálsan innflutning. Iðnaðinum hefur tekizt að mæta hinni auknu sam- keppni, sem hefur fylgt í kjölfar tollalækkana og inn- flutningsfrelsis. Og um leið hefur honum tekizt að auka framleiðslu sína. Árin 1960—1966 jókst fram- leiðsla hans að meðaltali um 4,6% á ári. Árið 1967 var engin framleiðsluaukning að meðaltali, en þá var al- mennt samdráttarár í íslenzkum atvinnuvegum. íslenzkar iðnaðárvörur eru nú miklu betri en þær voru fyrir einum áratug. í flestum tilvikum standast þær gæðasamanburð við útlendar vömr og eru þar að auki yfirleitt ódýrari. Hins vegar hefur sölutækni ís- lenzkra iðnfyrirtækja verið á lágu stigi og þess vegna hefur fólk verið seint að átta sig á breytingunni. Táknrænt dæmi um þetta er reynsla kexframleið- anda nokkurs. Honum hafði tekizt að framleiða góða kextegund, en hún seldist samt ekki. Þá fann hann upp á því að neffta kexið útlendu nafni. Þá fór kexið að rokseljast og þótti þá bragðgott. Það væri dapurlegt, ef iðnaðurinn þyrfti að grípa til þess ráðs að nefna vörur sínar erlendum nöfnum til þess að geta selt þær. En sem betur fer er greini- lega farið að draga úr fordómum fólks á þessu sviði. Ungt fólk í menntaskólunum og ungmennafélögum hefur skorað á fólk að taka íslenzkar iðnaðarvörur fram yfir erlendar. Og þessi hreyfing hefur góðan hljómgrunn meðal fólksins í landinu. Stjórnvöldin í landinu hafa sýnt í verki áhuga sinn á eflingu iðnaðarins. En framtíð iðnaðarins fer fyrst og fremst eftir dugnaði iðnrekenda og iðnaðarmanna og eftir jákvæðum viðtökum þjóðarinnar. Iðnaðurinn hefur að undanförnu aukið samkeppnishæfni sína og tileinkað sér nýja framleiðslutækni. Sölutæknin hefur hins vegar verið á eftir. Iðnkvnningin, sem nú er haf in, er almenn herferð til kynningar á íslenzkum iðnaðarvörum. Hún er fyrsta skrefið í aukinni sölutækni' iðnaðarins. Og hún ætti sannarlega að geta hvatt þjóðina til að kaupa íslenzkt. v . V -4’ V‘} V»V> V k • > , V Stjómarhermaður á verði fyrir framan keisaralegu höllina í Hué, sem skotin var í rústir í sókn Norður-Víetnama og Víetcong (Tet-sóknir.ni). Enn sjást merki foms glæsileika hallar- innar, en hallir hrynja jafnt sem hreysi í Víetnam. Enn hjakkar nánast í sama fari í S-Vietnam — þó virðist „liggja i loftinu" ab stórátök kunni að vera i aðsigi Það hefur mikið verið um það i fréttunum að undanfömu, að búast megi við stórsðkn af hálfu Vietcong nú um mánaðamótin — ef til vill með áhlaupi á Saigon — og — eða hvort tveggja — á norðurvígstöðvun- um. Þaö hefir mikiö verið rætt um þaö i fréttum frá Saigon, að Vietcong laumi flugumönnum inn í borgina og úthluti vopnum, og svo sé þar aö auki háð eins konar áróðurssókn meö hvísling um — einn hvíslar að öðrum, að sókn sé yfirvofandi, og hvort sem þetta reynist svo eða ekki, er þeim tilgangi náö, að fólkiö er hrætt og taugar bæjar- og stjórnaryfirvalda spenntar, — herliði er sagt aö vera viöbúnu o. s. frv. En hemaðarlega hefir ekkert stórt gerzt í borginni sjálfri, þaö er um einangraða bardaga aö ræða í grennd hennar og viö og við, skotið á hana af sprengju- vörpum, — slfkt er alltaf aö gerast, þrátt fyrir aö boöaðar væru eigi alls fyrir löngu mestu hemaðarlegar, sameiginlegar aö- geröir Bandaríkjahers og Suður- Vietnamshers til þess að hrekja burt Vietcong úr héruðunum næst borginni. En hafi það tek- izt eru Vietcongliðar komnir aftur eöa aðrir í stað hinna. Þaö er gamla sagan. Þeir koma og fara þessir Vietcongliðar, koma og fara. Og líklega er það engin furða, að sumir hernaðarsinnar telja f jarstæðu að reyna að halda nema s‘öru bæjunum, og þeirr- ar skoðunar gætir ekki sizt hiá bandarískum hershöfðingjum. Og það eru þeirra á meðal hers- höfðingjar sem líka telja vafa- saman ávinning að sprengjuárás unum, en þaö ber minna á þeim, þeir vilja ekki valda deilum og klofningi, þvl að þeir æðstu eins og Westmoreland treysta á, að tilætlaður árangur náist með sprengjuárásunum. En það er ekki aðeins við Saigon sem hætta er talin á ferö um. Nú berast fréttir um mikla bardaga við Dong Ha sunnan afvopnuðu spildunnar, þar sem suður-vietnamskar hersveitir studdar skriðdrekum Bandaríkj- anna, berjast við norður-viet- namskar, og barizt er í A-Shau- dainum, sem hluti Ho Chi Minh leiðarinnar liggur um (aðal- birgðaleiðin frá Norður- til Suð- ur Vietnam). Og barizt var nú f vikunni nálægt Hué. Það er sem sé barizt hér og þar — en engin stórsókn enn, hver sem reyndin verður á morgun (1/5.) Barizt, barizt að staðaldri — hér og þar — án úrslita allt er í rauninni óbreytt enn, og sama togstreitan er um viðræð"stab. Og Humphrey segir nú, aö John- son hafi kannski sagt heldur mikið, er hann sagði að hann væri fús til að fara hvert sem væri og hvenær sem væri til að semja. „En auðvitað verða að fara fram „heiðarlegar samkomu lagsumleitanir" um viöræðu- stað“, sagði hann. Ekkert samkomulag virðist vera í uppsiglingu — ekki einu sinni um hvar rætt skuli um frið — hvort sem það nú stafar af einberum þráa beggja, að þeir geta ekki komið sér saman, eöa þetta er svona erfitt af ýmsum ástæðum. — Kannski ein ástæð an sé, að það geta orðið margra mánaða viðræður sem fara fram þegar þar að kemur og skipti því miklu um staðarval. Eng- inn þorir að vona að samkomu- lag náist fljótlega —og yfirleitt eru menn ekki trúaöir á að sam kkomulag náist fyrir forstea- kosningarnar í USA í nóvem- ber. En hér ber þó enn að minna á, að á vfgvöHunum getur eitt- hvað gerzt sem breytir öllum horfum. Hið seinasta sem fréttist í fyrradag varðandi samkomulags umleitanir var samþykkt gerð af Landssambandi verkalýðsfélag- anna 1 Suöur-Vietnam. Hún var á þá leiö að Sameinuöu þjóðirn- ar miðluðu málum og gættu þess að vopnahlé væri haldið. — og fyrsta skrefið til þess átti að vera samkvæmt tillögunni, aö Norður-Vietnam færi með allan herafla sinn úr Suður-Vietnam, og Bandaríkin einnig með sinn. Ekki er sjáanlegt að á slíkt verði fallizt nú. Nguyen van Thieu forseti vill vopnahlé meðan samiö er — og hlé á sprengjuárásum — en þá verður líka að vera hlé á liösflutningum Norður-Vietnama suður á bóginn. Og hann hefir sem fyrr hefir veriö sagt, boöað endurskipu- lagningu stjórnarinnar, ef — eða begar — þjóðþingið sam- þykkir almenna hervæðingu. •Trr7' 'j'j- *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.