Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 7
7 VlSIR . Fimmtudagur 2. maí 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd ■ Fréttir frá Aþenu henna, aö „viku hátíðahöldum“ út af valda- töku hershöföingjanna hafi lokiö s.l. sunnudag meö ávarpi Papado- polusar forsætisráöherra, sem tal- aði um „endurfæðingu Grikklands“, en Marotis, sem veröur meöal höf- uðvitna, þegar Evrópuráðiö tekur fyrir Grikklandsmálin á ný bráö- lega, sagði á fundi með fréttamönn- um í gær, að í haldi væru 10.000“ andstæðingar grísku herstjórnar- innar, og börn þeirra væru látin ganga í sérskóla þar sem þeirn er kennt, að foreldrar þeirra séu svik- arar. Hann kvað lengri drátt veröa á því en hann hugði, að lýðræöis- sinnar gerðu byltingu til að steypa stjórninni, en það mundi verða. í H Rockefeller fékk óvænt meira fylgi í Massachusetts en Nixon — McCarthy fékk fleiri atkvæði en keppinautar hans samanlagt ■ Forkosningar fóru fram f sambandsríkinu Massachu- setts sama daginn og Nelson Rockefeller tilkynnti, að hann hefði breytt fyrri ákvörðun og ætlaði að keppa um að verða " if' 'f s'ip'X Eugene McCarthy, John F. Kennedy og Humphrey. (Myndin tekin í Minnesota á kosningaárinu 1960). ÞjóíaratkvæBi á Egyptalandi Breyting á skipan eina stjórnmálaflokks landsins í dag fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla á Egyptalandi um breytta stjórnmálalega skipan, en hana boðaði Nasser forseti í ræðu 30. marz. Ýtarleg grein hefur ekki veriö gerð fyrir tillöigunum í einstök- um atriðum, en þær munu m. a. fjalla um breytta skipan eina stjórnmálaflokksins £ landinu, Socialistiska sambandsins. Flokksstjórninni hefur að und- anförnu verið legið á hálsi fyrir að hún heföi ekki eins traust tengsl við Nasser forseta og áö- ur, og sjálfur hefur forsetinn sagt, að gera yrði róttæka breyt- ingu á flokksskipaninni. Munu hinir kjörnu flokksfulltrúar verða að leita endurkjörs, og boöað er að „nýir kraftar" verði að koma til skjalanna. Með áætluninni á að leggja grunn að nýrri stjórr.arskrá, sem þó á ekki að koma til fram- kvæmda fyrr en ísrael er á brott meö her sinn af herteknu svæðunum. Hið mikilvægasta við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu er án vafa, að á hana verður Iitið sem traustyfirlýsingu til Nassers forseta. Eisenhower veikur Eisenhower fyrrverandi Banda- ríkjaforseti var í gær fluttur í sjúkrahús í Kaliforníu vegna verkja í brjósti. Hann hefur ekki að þessu sinni fengið aðkenningu af hjarta- bilun. Eisenhower er 77 ára. — Fresta varð fyrirhugaöri heimsókn Ólafs Noregskonungs til hans, en Ólafur konungur er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. fyrir valinu sem forsetaefni republikana. — McCarthy sigr- aSi auðveldlega og glæsilega. En eins og áður hefur verið getið er kosið um aðeins tvo skráða fram- bjóðendur, Eugene McCarthy fyrir demokrata og John A. Volpe fyr- ir republikana. Atkvæði allra ann- arra keppenda fengu þeir sem inn- rituð atkvæöi. Rockefeller hlaut 30% atkvæöa, Volpe 28% og Nixon 26 af hundr- aði. McCarthy fékk fleiri atkvæði en þeir fengu samtals Robert Kennedy, Hubert Humphrey varaforseti og Johnson forseti. Nelson Rockefeller. 1. MAÍ HÁTÍÐA- HÖLD ERLENDIS 1. maí var hátíðlegur haldinn í gær aö viðteknum venjum og mest um að vera að veniu í Moskvu, þar sem mikil hersýning fór fram á Rauða torginu, en ekki nýjar gerðir hergagna. Andrei Gretsko landvarnaráð- herra flutti aðalræðuna og réðst á Bandaríkin og heimsvaldastefn- una og „neöanjarðarstarfsemi heimsvaldasinna". sem æðstu menn í Moskvu greinilega hafa æ meiri áhyggjur af, — segir NTB-fregn — eftir því sem tengs! kommúnistalandanna í Austur- Evrópu viö Sovétríkin veikjast (Búlgaríu) Rúmeníu og Tékkó- slóvakíu og beygur er líka við aukin áhrif frjálsra þjóða í Pól- landi). En í Prag vakti þaö mesta at- hygli, að mest bar á blómum en ekki vopnum, og það var glaður mannsöfnuður sem þar hyllti Dubcek, hinn nýja flokksleiötoga, enda fyrsta tækifærið, sem allur almenningur haföi fengið tækifæri til þess. Hann talaði um betri framtíð og endurbætur, en sendi líka sérstaka kveðju til Sovétrikjanna, „sem vér eigum það að þakka að oss hlotn- aðist frelsið og sem vér væntum bróðurlegrar hjálpar frá“. Viðræður á indónesísku skipi á Tonkin-flóa? Bandaríkjastjórn hefur fallizt á tillögu Indónesíustjómar að undirbúningsviðræður um friö í Víetnam milli Bandaríkjanna og Norður-Víetnam fari fram á indónesísku skipi á Tonkinflóa. Ekki var vitað í gær, er þetta var tilkynnt, hvernig stjórn N.- Víetnam myndi taka tillögunni. Kunnugt er, að Indónesíu- stjórn hefur að undanförnu lagt mikið kapp á, að stuðla að því, að viðræður gætu hafizt. Líklegt viðræðuskip, ef af þessu verður er hið sovézk-smíð aða beitiskip Iryam, sem er stærsta herskip indónesíska flot- ans. __ ÆR HLJOMAR LEIKA FRÁ KL. 9-1! S.F.R. GLAUMBÆR wim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.