Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 10
70
V1SIR . Fimmtudagur 2. maí 19G8.
Ferðastyrkir til Bandaríkjanna
Menntastofnun Bandaríkjanna á
Islandi (Fulbrightstofnunin) tilkynn
ir, aö hún muni veita ferðastyrki
Islendingum, sem fengið hafa inn-
göngu i háskóla eða aðrar æðri
menntastofnanir í Bandaríkjunum
1. maí —
m~> í. siðu
ygin“, og voru nærstaddir yf-
irleitt ekki vissir um, hvað fyr-
ir unga fólkinu vekti.
Göngunni lauk á Lækjartorgi,
og þar var sfðan haldinn fjölda-
fundur. Þar voru ræður fluttar
og síðan var einsöngur. Fund-
urinn fór hið bezta fram.
á námsárinu 1968—69. Styrkir þess
ir munu nægja fyrir ferðakostnaði
frá Reykjavík til þeirrar borgar,
sem næst er viðkomandi háskóla
og heim aftur.
Með umsóknum skulu fylgja af-
rit af skilrfkjum fyrir því, að um-
sækjanda hafi verið veitt innganga
í háskóla eða æðri menntastofnun
í Bandaríkjunum. Einnig þarf um-
sækjandi að geta sýnt, að hann
geti staðið straum af kostnaði við
nám sitt og dvöl ytra. Þá þarf um-
sækjandi að ganga undir sérstakt
enskupróf á skrifstofu stofnunar-
innar og einnig að sýna heilbrigðis-
vottorð. Umsækjendur skulu vera
íslenzkir ríkisborgarar.
Umsóknareyðublöð eru afhent á
skrifstofu Menntastofnunar Banda-
ríkjanna, Kirkjutorgi 6, 3 hæð. —
Umsóknir skulu síðan sendar í póst
hólf stofnunarinnar nr. 1059,
'Reykjavík fyrir 8. maí n. k.
Fréttatilkynning frá Menntastofn
un Bandaríkjanna.
Fanney —
> 16. síöu.
heyröi til þeirra. Þeir stjórnuðu
þessu mest.“
„Viö komum aö þeim, þar
sem þeir voru í bátunum upp
við ísjaka. Það gekk greitt að
komast að þeim síðasta spölinn,
því að þar var sjórinn hreinn.
Þeir virtust allir hressir.“
Að lokum sagðist Jón ætla
með þessi fáu tonn, sem hann
hefði verið búinn að fá, til Dal-
víkur. Þeir á Björgvin voru rétt
byrjaðir róðurinn, þegar þetta
kom fyrir.
FlugvöSlur —
1. síöu.
stjóra á Húsavík. — Þeir voru báð-
ir því mjög fylgjandi að gerður yrði
varaflugvöllur í Aöaldal, en aðstæð-
ur eru þar aö öllu leyti hinar
heppilegustu fyrir slíkan flugvöll.
Auðvelt væri að vinna hraunið
undir flugvöllinn og aðflug er
mjög gott. Lítil hætta er á að
flugvöllurinn geti lokazt og alls
ekki þegar Keflavíkurflugvöllur
Iokast. Keflavíkurflugvöllur lokast
í sunnanátt, en þá eru veöurskil-
vröi ávallt góð í Aðaldal.
Björn sagði, að yfirvöld óttuðust
að rekstrarkostnaður við flugvöll-
inn gæti orðið úr hófi fram, en
sjálfur sagðist hann telja ástæöu-
laust að óttast slíkt. — Húsavíkur-
kaupstaður hefði mikinn áhuga á
þvf að hafa samvinnu við flugferða
yfirvöld um rekstur flugvallarins.
Þannig gætu starfsmenn bæjarins
séð um viðhald vallarins og slökkvi
lið Húsavíkur gæti annazt slökkvi-
liðsþjónustu án mikils aukakostn-
aðar. — Hótel er í smíðum á Húsa-
vík, sem gæti tekið að sér þjón-
ustu við farþega, sem ættu leið
um flugvöllinn. en flugvöllurinn
yrði í um 10 mín. akstur frá bæn-
um.
Alfreð Elíasson sagði, að Loft-
leiðir væru fúsar til að veita alla
þá fyrirgreiðslu, sem í þeirra
valdi stæði til að gera völlinn, en
hann sagði þó að það væri tak-
mörkunum háð hversu mikið Loft-
leiðir gætu gert.
Allir aöilar voru sammála um, að
alþjóðlegur varaflugvöllur í Aö-
aldal, eða annarsstaðar á Iandinu
myndi örva mjög flug um Kefla-
víkurflugvöll, þar sem alþjóðleg
flugfélög, önnur en Loftleiðir,
myndu stefna meira aö því að milli
lenda í Keflavík. — Þegar heitt
er f veðri f Evrópu eða í Banda-
rfkjunum. þurfa flugvélar á leið
yfir N-Atlantshafið að lenda ein-
hversstaðar á leiöinni yfir hafið til
að taka eldsneyti, eða fórna veru-
legum hluta af fragtflutningum
ella.
Loftleiðir gætu látið hverja flug
vél, á leiðinni frá Bandarfkjunum
eða Evrópu, taka tæpl. 4 tonnum
meira í fragt, þar sem flugvélarn-
ar þyrftu ekki að hafa eldsneyti til
Glasgow, sem er núverandi vara-
flugvöllur Keflavíkurflugvallar.
Haukur Claessen, varaflugmála-
stjóri, sagöi í Vísi f morgun, aö
þetta mál heföi legið niðri að und-
anförnu, þar sem ekki væru fyrir
hendi fjármunir til að gera flug-
völlinn, þó að áhugi væri fyrir
hendi. — „Það er dýrt að vera
fátækur" sagði Haukur.
Flugvöllurinn í Aðaldal, eins og
hann hefur verið teiknaður, yröi
3,2 km. á lengd og 45 metra breið
ur með 300 metra örvggissvæði til
beggja handa. — Kostnaðaráætlun
in hljóðar á rúmar 100 milljónir
króna. — Ríkið hefur þegar tryggt
sér land undir flugvöllinn.
Hans Sif —
1. síöu.
var sem þéttastur, var haldiö að
skipinu á vélsleða. Tókst þá að
bjarga nokkrum tonnum, en öll aö-
staða var erfið, þvf að ísbreiöan
var ógreið yfirferöar, vildi jafnvel
gliðna og reka til.
Ekki hafa síðan verið gerðar frek-
ari tilraunir til að bjarga meira
magni úr skipinu, enda virðist ekki
ástæða til að óttast um, að þaö
muni færast úr stað.
Á Húsavík er nú nokkur íshroði
inni á höfninni og þar að auki stór
borgarísjaki. Mikil þoka og dimm
grúfir þar yfir, svipuð og Reykvfk-
ingar kynntust um daginn, en hún
mun stafa frá þeim hafís, sem ligg-
ur fyrir landi.
Þýzkur tónlisfar-
ntaður stjórnar Sin-
fóníuhljómsveitinni
Kurt Thomas, kórstjóri og
umsjónarmaður tónlistarakadem
íunnar í Lúbeck stjómar tónleik
um Sinfóníuhljómsveitarinnar í
kvöld í Háskólabíói og verða
eingöngu leikin verk eftir Bach.
Einsöngvari er Guömundur Jóns
son, en 25 ár eru síöan hann
söng fyrst með hljómsveitinni.
Kurt Thomas hefur ferðazt
mjög vfða og stjórnað hljóm-
sveitum. Hefur hann einnig
fengizt nokkuð við tónsmíðar
og ritað kennslubók um kór-
stjórn.
Á efnisskrá tónleikanna er
svfta nr. 1 í C-dúr, kantata nr.
56 og 82 og fjórði Brandenborg-
arkonsertinn. Guðmundur syng-
ur báðar karitöturnar.
Skemmdir nýir bílar
Til sölu em tveir Fiat 124 og einn Fiat 1000
station, er skemmdust á leið til landsins.
Verða seidir með góðum afslætti. Uppl. gefur
FIAT-umboðið, Laugavegi 178.
VELJUM ÍSLENZKT
(SLENZKAN IÐNAÐ
Fjölbreytt framleiðsla á kexi
MATARKEX
KREMKEX
SÚKKULAÐIHÚÐAÐ KEX
Kexverksmiðjan FRÓH h/f
SKÚLAGÖTU 28 — REYKJAVÍK
Sölumaöur
Óskum eftir að komast í samband við sölu-
mann, sem getur bætt við sig vel seljanlegum
vörum. Tilboð merkt „Sölumaður 1177—68“
BORGIN
BELLA
Ég gef nú ekki mikiö fyrir
þessi kort sem stendur á „Góð-
an bata.“ Ég l ef sent þrjú til
fársjúks manns, og honum batn-
ar sko ekki spor.
VEÐRIÐ
I DAG
Gengur í norð-
austan stinnings-
kalda og léttir
heldur til. Kald-
ara.
Húsnæði. — Barnlaus, fámenn
fjölskvlda óskar eftir fbúð 1. maí.
A. v. á.
2. apríl 1918.
f lEIMSIVIET I
Met í að gleypa smápeninga á
54 ára gamall maöur, sem lagður
var inn á sjúkrahús árið 1958 i
Bretlandi etfir að hafa gleypt
366 hálfpenný, 26 sexpenny, 17
þríþenný, 11 penny og fjóra shill-
inga auk annarra smáhluta úr
málmi.
Jossballettskóli SIGVALDA
Tveggja mánaða námskeið í jassballett hefjast 6. maí.
Byrj endaflokkar.
Frúaflokkar.
F ramhaldsf lokkar.
Flokkar fyrir alla.
Kennsla mun fara fram í glæsilegum salarkynnum
að Skúlagötu 32—34.
Innritun daglega í síma 14081.
Jassbnllettskóli SIGVALDA
Dansskóli SIGVALDA
Tveggja mánaða tækninámskeið fyrir framhalds-
fiokka í samkvæmisdönsum hefst í maíbyrjun, einnig
hefjast á ný námskeið fyrir byrjendur í samkvæmis-
dönsum og gömlu dönsunum.
Kennsla mun fara fram í glæsilegum salarkynnum
að Skúlagötu 32—34.
Innritun daglega í síma 14081.
Dansslcóli SIGVALDA