Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 9
V1 SIR . Fimmtudagur 2. maí 1968. HEFUR HAMRAÐ JÁRNIÐ í TVEIM HEIMSÁLFUM VIÐTAL DAGSINS ER VIÐ EINAR VESTMANN 'C’g frétti þaö hér á Akranesi, að á Vesturgötunni ættu heima aldraður maður, sem margs mundi vísari um lífið ekki einungis hér heima heldur einnig úti í hinum stóra heimi handan við höfin blá. Og þar sem ekki er um neitt úthaf af fara til að ná fundi hans, heldur aðeins rölta hér inneftir götunni, kæri ég mig kollóttan um vestangarrann og legg leið mína þangað sem hinn aldnl þulur á sér ellihreiöur. Það er ekki laust við að mér bregði ögn þegar húsbóndinn kemur til dyra. Ég átti von á því að þar væri á ferð maður, sem bæri á sér einhver sýnileg merki áranna, en hér er því ekki til að dreifa. Vel mætti ætla að tugimir væru aðeins fimm, ekki átta — og þá fremur að hann hefði setiö á friðstóli makræðis alla tíð, en ekki hamrað járnið í tveim heims- álfum. 'C’inar Guðmundur Bjarnason Vestmann fæddist að Hegg- stöðum í Andakíl 24. nóv. 1888. Þegar hann var vatni ausinn hlaut hann nafn móðurföður síns, Einars Guömundssonar, sem var annálaður kraftamaður. Hefur sá eiginleiki verið mjög ríkur í karllegg ættarinnar, en þeir Salómonssynir eru ná- frændur hans. Ekki baðaöi grængresi byggðann*»r norðan Skarðs- heiðar ianjti bamsfætur hans, því for«ldrar hans fluttu til ReykjavOtur fyrr en hann hafði náð þriggja ára aldri, olli því heilsubrestur föður hans. Þar bjuggu þau við fátækt á ýmsum stöðum, varð drengurinn því snemma að vinna fyrir sínu brauði. Jgg var ekki fullra átta ára þegar ég réðist smali að Álftatungu í Mýrarsýslu, en þroskaárin var ég hjá Daníel Fjelsted í Hvítárósi, bróður Andrésar á Ferjubakka. Þaöan fór ég til Reykjavíkur og var tvö ár — 1908—1910 — við járnsmíðanám hjá Gísla Finns- syni, sem þá haföi bæði hús og verkstæði á Norðurstíg 7, þar sem nú er Vélsmiðjan Hamar. Ég átti eina hálfsystur, er flutzt hafði til Winnipeg. Hún skrifaði mér og iýsti með lit- ríkum orðum þeirri framavon sem ég gæti átt kæmi ég þang- að vestiw. Af því varð þó ekki strax, að ég brygði á það ráð, því ég fór að líta konu hýru auga, sem svo leiddi til kvon- fangs. Hún hét Guöríður Niku- lásdóttir. Árið 1912 tókum við okkur far vestur til Winnipeg og kom- um þangað 1. júlí um sumarið, höfðum þá verið nær þrjár vik- ur í hafi. Fyrst fengum viö inni hjá systur minni og að viku lið- inni komst ég í byggingavinnu. Landar vestra tóku okkur vel og vildu á allan hátt greiða götu okkar. I endaðan október um haustið fluttum viö niður aö Gimli í Nýja-Islandi, en þar hafffi ég fengið lofun um járn- smíðavinnu og gefin von um að orðið gæti um framtíðaratvinnu að ræða. Þegar ég tók þar til starfa voru flest vinnubrögö á annan veg en ég haföi vanizt hér heima. Að vísu mátti ég nota sömu hendurnar til að halda á hamrinum og tönginni, en þá var líka því nær upp talið það sameiginlega. Aöal- verkefni smiðjunnar voru hesta- járningar og viðgerðir á land- búnaðartækjum. farinn að gefa eitthvað af sér. Svo vinnum viö saman að þessu, sem stendur hef ég ekk- ert að gjöra og þú þárf hvort sem er aö hafa aöstoöarmann.“ lVTú er þetta afráðiö og við byrjum í smiðjunni, þóttist ég nokkru bættari að hafa Jó- hann málsins vegna, þar sem Vestur um haf og heim aftur. TL'kki reyndist atvinnuloforðið jafn haldgott og ég hafði gert mér vonir um. Þegar ég hafði starfað þarna í tvo og hálfan mánuö skýrði eigandi smiðjunnar mér frá þvi, aö samkvæmt læknisráði yrði hann að hverfa frá þessari atvinnu og lægi þá ekki annað fyrir en að selja. Bauð hann mér að vera svo rýmilegur sem unnt væri, ef ég vildi kaupa. Nú var ég meö öllu eignalaus, því það litla sem við áttum hér heima fór að mestu í útgjöld við vesturförina. Auk þess var ekki efnilegt fyrir mig aö standa fyrir rekstri fyrirtækis, þar sem ég skildi lítið annað í ensku en yes og no. Meöan ég var í Winnipeg hafi ég kynnzt íslendingi sem hét Jóhann Halldórsson. Hann hafði veriö búsettur vestan hafs í 14 ár, „lassari" að at- vinnu. Sú atvinna var í því fólgin aö undirbúa hús til múr- húðunar. Var það gert á þann hátt aö trérimlar voru negldir innan á uppistöðurnar og svo dregið upp í með múrskeið á sama hátt og nú er dregið f net. Þegar ég haföi rætt þetta til- boð viö konu mína, segi ég henni aö mér hafi dottiö í hug að fara til Jóhanns „lassara", en hann var þá fluttur niður að Gimli, og vita hvort hann geti ráðlagt mér nokkuð f þessu efni. Þetta gjöri ég svo. Jú, Jóhann segir: „Við skulum bara kaupa. Ég á fyrir fyrstu út- borgun, og þegar að þeirri næstu kemur, verður reksturinn hann hafði dvalizt svo lengi í Ameríku. Viðskiptamenn okkar voru af ýmsum þjóðernum — Þjóðverjar, Pólverjar, Úkraínu- búar og Grúsíumenn, einnig talsvert af Indfánum og kyn- blendingum. Komst ég brátt að paun um að Jóhann var litlu betri til viðræöu við þetta fólk en ég sjálfur. Enskan hans og skilningur á málinu var mjög VIÐTAL DAGSINS takmarkað. Má því segja að mitt handapat væri öllu auð- veldara til skilnings þeim er samskipti höfðu við okkur. Nú sá ég, að eitt meginskil- yrði til þess að mér yrði nokkuö ágengt í brauðstriti mínu þar vestra var að læra ensku svo ég gæti haft eðlileg samskipti við fólkið í landinu, utan hins takmarkaöa hóps Islendinga. Ekki hafði ég peninga til að kaupa mér kennslu og tók því það ráö aö fara þangað sem ég vissi að haldnir voru fyrirlestr- ar á málinu. Fremur kom ég nú með léttan mal úr fyrstu námsferðunum, en þó smá kom þetta og það sem mest var um vert, ég varð nokkum veg; inn varinn gegn líttskiljanleg- um málblendingi, sem mörgum löndum varð svo tamur. p'ftir að styrjöldin brauzt út 1914 minnkaöi mjög at- vinna i smiðjunni, svo ég haetti rekstri hennar í bili en fór aö stunda hvítfisksveiöar, fyrst á Winnipegvatni og síðar Mani- tobavatni. Veiðiíeýfi ‘ keypti maður fyrir einn ársfjóröung i senn og kostaði hvert tímabil 5 dali eða 20 dali allt árið. Viö Manitobavatn ' miin hafa verið úthlutað um 5400 leyfum, þar af um 40% til íslendinga. Aflinn varö þó í öfugu hlutfalli við leyfisveitinguna, þvf þar mun hlutur Islendinganna hafa verið um 60%, enda lagöist þaö orð á, að þeir væru fiskimenn meiri en flestir aðrir. Þetta álit mun hafa valdið því að Gyðingur nokkur er veiðirétt átti í vatni vestar f Kanada, falaöist eftir íslenzkum veiði- mönnum. Réði hann til sín sex Islendinga, þeirra á meðal mig og Jón Magnússon, ættaðan úr Steingrímsfirði, bróður Ey- mundar Magnússonar skipstjóra. Auk þess einn Englending, Viktor Tailor. Vatn það sem veiða átti í heit ir Long less Lake (Löngu týnda vatniö). Ég átti mjög góðan kjöl bát og flutti ég hann með jám brautarlest vestur að veiðistaðn um, en svo var um samið að við skýldunj: Jeggja til báta, en sá s^m við unnum hjá skaffa netin. FJá'up yktíaí'.* ýárfI^vb ' ákveöín prðsedta af-,byiYégnum afla. Englendingurinn, Vikor Tailor var löðurmenni, en kona háns Anne Tailor, Skoti aö uppruna var sérstaklega myndarleg og vel gefin. Get ég aldrei séö hvað hún hefur séð viö þennan „tyrð il“. Við höfðum gert ráð fyrir að búa f tjöldum vestur við vatnið, en þegar þangað kom, gat Viktor komizt að samkomu- lagi viö einsetumann, sem átti þar hús, að fá það á leigu, bauö hann okkur Jóni Magnússyni aö búa þar lfka. Þetta þáðum við, Þá gerir Anne okkur þaö til- boö ,að hún skuli annast alla matseld og húshald, við aðeins að leggja til efnið, gegn þvi að við séum Viktor sínum hjálp- legir, þar sem hann sé nú enginn athafna eöa afkasta- maöur og ekki áögangsharöur við sjálfan sig. Við féllumst fúslega á þetta og kom það í minn hlut að hafa aö mestu veg og vanda af starfsháttum Englendingsins. Iðrast ég þess ekki, þvf að vistin á heimili þeirra hjóna varð mér skóli hvað málið snerti. Við höföum sinn bátinn hver og ákveðinn fjölda neta. Fljót- lega sá ég að Tailor var alls ekki fær um að fást við veiði- skapinn einn saman, þvf venju lega var hann búinn aö hrista úr einu neti þegar ég hafði lokið við öll mín. Sagði ég honum þvf, að bezt mundi vera að við værum báðir í mínum bát og ynnum að þessu í félagi, fannst honum það þjóðráð. Eftir þetta mátti segja að hann samkjaftaði alla ferðina hverju sinni væri lygnt á vatn inu. Ef hvessti gætti hann þess vandlega að sitja það neöarlega f bátnum að ekki félli hann út býrðis þött aldah yxi. Þrátt fyrir þetta málæði Vikt- ors lærði ég þó ekkí mést af 18. síðu. ViSIR Kaupið þér frekar inn- lendan iðnaðarvarning? Vísir lagði ofangreinda spurn- ingu, í tilefni Iðnsýningarinnar, fyrir 3 húsmæður, unga stúlku og afgreiðslustúlku, sem veit hvað húsmæður kaupa. Sigríður Þorleifsdóttir; Já, er það ekki heilbrigt? — Innlendu iðnaöarvörurnar eru oftast fullt eins góðar og sambæri- legar um verð. — Auövitað kaupi ég þó frekar erlendar vörur, ef þær eru greinilega betri. — E; það ekki einnig heilbrigt? ’ Hafdís Þorleifsdóttir: Já, ég hef alltaf gert þaö, að svo miklu leyti, sem hægt hefur verið. Auðvitaö get ég þó ekki veriö að fórna mér fyrir málstað- inn ef innlendu vörurnar eru ekki eins góöar og þær erlendu. — Innlendur iðnvarningur er annars oröinn góöur í mörgum greinum. Ósk Sophusdóttir: Ég kaupi alltaf innlent, aldrei erlent, ef ég kemst hjá því. Ég alveg á móti þv, að flytja inn erlendar vörur, sem hægt er að framleiöa hér. Þó get ég ekki neitað því, að íslenzkir iönaðar- menn mættu gjarnan bæta sig. Sigrún Sigurgestsdóttir: Heldur erlent, sem er kannski vegna þess að ég hef verið svo mikið erlendis og erlendur iðn- varningur hefur reynzt mér bet- ur, sérstaklega föt. — Stundum er þó innlendur iðnvarningur eins góöur og þá kaupi ég frekar ís- Ienzkt. Sigríður Jóhannsdóttir, afgreiðslustúlka: Mér finnst húsmæður frekar kaupa erlendar vörur. — Ég held að umbúðimar og auglýsingarnar hafi þar mest aö segja. — Ég hef t. d. séö, að eftir að ein- hveriar vörur hafa verið anvlYst ar í sjónvarpinu, hefur varla ver- ,ið sp.urt eftir öðrum sambærileg- um vörum. Fólkið kaupir aðeins það, sem hefur verið auglýst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.