Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Fimmtudagur 2. maí 1968. 5 Hver er framtíð islenzkra þjóðbúninga ? Tjekkið þið peysuföt frú upp- hhit? Vitið þið hvað er spaðafaldur og hvað er krókfald ur? — Líklega þekkið þið peysu föt frá upphlut, en það eru áreiðanlega fáar konur í Reykja vfk í dag, sem þekkja hina ýmsu hluta íslenzkra búninga og vita á þeim deili. Þess eru meira að segja dæmi að ungar stúlkur í Reykjavík þekki ekki skautbúning frá faldbúning, og meðan áhuginn á íslenzku búningunum er ekki meiri, er þess varla að vænta að búning amir séu notaðir að nokkru ráði. Margir eru famir að velta þvi fyrir sér hvort íslenzku búning amir séu ekki alveg að hverfa úr sögunni nema sem safngrip ir, og hefur því verið hafizt handa um að reyna að endur- vekja áhuga á búningunum. Hefur verið skipuð nefnd til að kanna þetta mál og hefur hún setið á rökstólum og rætt um framtíð þjóðbúningsins. í nenfdinni eiga sæti ýmsir aðilar, sem hafa haft mikið með íslenzka búninga að gera, svo sem fulltrúar úr Þjóðdansafélag inu, Félagi handavinnukennara, Félagi gullsmiða o.fl., en for- maður er Björn Th. Björnsson listfr. Frú Elsa Guðjónsson, samnvörður hefur verið nefnd- inni til aðstoðar, en hún er mjög vel kunnug málinu. Hefur hún ritað margar greinar um ís lenzka búninga, nú siöast í „Húsfreyjuna" og kom þriðji hluti greinar um fsl. þjóðbún- inga í síðasta hefti blaðsins. Er þar rætt um íslenzka fald- búninginn á 18. og 19. öld og sagt frá breytingum sem urðu á búningnum á þeim tíma. Það er ekki óeðlilegt að áhugi á gömlum búningum sé að vakna um þessar mundir, því að eins og allir vita er mjög almennur áhugi á gömlum munum, einkum hjá ungu fólki. Gamlar kistur og hirzlur eru drifnar ofan af háalofti og mál- aðar og ung hjón sem eru að stofna heimili vilja f flestum tilfellum heldur fá fallegan gaml an ruggustól en svampstoppað- an hægindastól. Það er þvi 6- hætt að fullyrða, að nú er ein- mitt rétti tíminn til að endur- vekja áhuga á þjóðbúningi. Svo að við vikjum frekar að starfsemi nefndarinnar, þá er rétt að geta þess að hún hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að alls ekki komi til greina að stefna að því að nýr þjóðbún- ingur komi í staö hinna gömlu. Hins vegar telja sumir nefndar- menn, að ef til vill væri ráð- Iegt að efna til hugmyndasam- keppni, sem þó sé markað all- þröngt svið, til að fá fram einhverjar breytingar, sem að- lagast nýjum klæðnaðarkröfum og félagsháttum, og auka jafn framt notkun búninganna meðal yngri kvenna. Yrði þá hugsan- lega hægt að gera búningana hentugri og jafnvel ódýrari. — Hins vegar töldu aðrir nefndar menn, og þá einkum kvenfólk- ið í nefndinni, að slík sam- keppni sé óþörf og benda þær á að til séu ýmsar mjög fagr- ar gerðir búninga frá 18. og 19. öld, og liggi beinast við að efla áhuga á notkun þeirra með upplýsingastarfi í skólum, í fé- lagasamtökum og á öðrum opin berum vettvangi. Er nauösyn- legt að kynna búningana miklu betur í skólum landsins, en nú er gert. Hvor leiðin verður farin í þessu máli, liggur ekki ljóst fyrir, en hins vegar hefur nefnd in ákveðið að efna til sýningar á búningum í Bogasal Þjóð- minjasafnsins í haust. Án efa verður sýningin mjög til að efla umræður og áhuga almennings á málinu, og vonandi lætur unga fólkiö sig ekki vanta á sýninguna. Ennþá hefur ekki verið ákveðið endanlega form sýningarinnar, en gaman væri ef hægt væri að fá ungar stúlk ur til að sýna búninganna það myndi auka áhuga unga fólksins á henni. Þegar hef- ur verið gengið frá því að fá hingað íslenzkan búning, sem er á Viktoria Albert safninu f London, en hann var keyptur hér á Islandi árið 1809. Æskulýðssamband lslands, hefur haft hvað mest með undir búning og framkvæmdir í þessu máli aö gera, og beinir það því til allra sinna aðildarfélaga og annarra, sem kynnu að ræða þetta mál innan skóla eða fé- lagasamtaka, að senda skrif- stofu sambandsins upplýsingar um umræðurnar eða niðurstöð- ur umræðnanna. Vonandi gefa sem flestir máli þessu gaum, enda hér um aö ræöa mál sem snertir alla lands menn, unga sem gamla. Þegar sýningunni í haust er lokiö, má gera ráð fyrir aö nefndin taki ákvöröun um hvor leiðin skuli valin. Hvort gömlu bún- ingarnir veröi dregnir fram í dagsljósiö og kynntir fyrir landsmönnum, eða hvort efnt verður til samkeppni um íslenzk an þjóðbúning sem beri svip gömlu búninganna en sé hent- ugri með tilliti til nýrra klæðn aðarkrafa og félagshátta. Tæknisíða — cord-risaþotan verði öruggasti flugkostur, sem enn hefur verið smíðaður. Fyrstu þotunni af þeirri gerð verður og reynslu- flogið í 5000 klst. við ólíkustu og erfiðustu skilyrði, svo ekki er flanað að neinu. Það stingur dálítið f stúf viö þær aðferðir, sem notaðar eru við smíði þessarar þotu yfir- leitt, að fremst á nef-stefni hennar er þrftugfalt lag af „prjónles>“ til að draga úr nún ingshitanum. Þessi hetta er sum sé nriónuð úr smáu glertrefja- „garni“ — og það eru gamlar skozkar sokka-prjónakonur, sem það verk hafa unnið! • 7/7 sölu 100 ferm. íbúð í Fellsmúla Til sölu sem ný 100 fermetra íbúð í Fells- múla. íbúðin er á annarri hæð og í fyrsta flokks standi, teppalögð og með góðum suð- ursvölum, stigar teppalagðir og lóð fullgerð. íbúðin er stór stofa, samliggjandi hol, 2 svefnherbergi, eldhús og bað. Uppl. veittar í síma 42137. Lax og silungsveiði ásamt bát- og sumarbústað til leigu. Tilboð merkt „Laxveiði“, sendist augld. Vísis. Óskilamunir í vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lykla- veski, lyklakipur, veski, buddur, úr, gler- augu, o. fl. Eru þeir, sem slíkum munum hafa týnt, vin- samlega beðnir að gefa sig fram í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar, Borgartúni 7 í kjall- ara (gengið um undirganginn) næstu daga kl. 2—4 og 5—7 e. h. til að taka við munum sín- um, sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki verða sóttir, verða seldir á uppboði 11. maí n. k. Rannsóknarlögreglan. Aðalfundur Flugfélags íslands h.f. verður haldinn fimmtudaginn 30. maí 1968 og hefst kl. 15.00 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðl- ar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins í Bændahöllinni. Reykjavfk, 30. apríl 1968. . STJÓRNIN. ÚTBOÐ Hraðbrauf um Kópavog Tilboð óskast í fyrsta hluta Hafnarfjarðar- vegar um Kópavog. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings í Kópavogi, gegn 5000.— kr. skilatryggingu. Byggingamefnd Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.