Vísir - 10.05.1968, Page 8
V í S IR . Föstudagur 10. maí 1968.
3
■r
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Simar 15610 og 15099
Afgreiðsia: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands
í lausasölu kr. 7.00 eintakiö
Prentsmiðja Vísis - Edda hf.
Betra of skammt en of langt
Sautján hundruð milljón króna tjónið, sem íslenzka
þjóðin varð fyrir í fyrra vegna minnkaðrar útflutn-
ingsframleiðslu og lækkaðs útflutningsverðlags, kom
aðeins að litlu leyti niður á almenningi. Rauntekjur
fólks minnkuðu ekki að meðaltali, eins og sést m. a. af
því, að einkaneyzlan jókst árið 1967 um 1,2% frá fyrra
ári. Enda var það stefna ríkisstjórnarinnar að grípa
ekki til neinna örþrifaráða, sem mundu skerða hag
fólksins, heldur reyna að láta tjónið koma niður á
annan hátt.
Atvinnufyrirtæki og opinberir sjóðir tóku fyrsta
skellinn af tjóninu, sem þjóðin varð fyrir. Sá skellur
var ekki eins mikill og tjónið gaf tilefni til, vegna þess'
að gjaldeyrisvarasjóðurinn var digur, þegar varnar-
baráttan hófst. Síðan þá hefur sjóðurinn minnkað um
þúsund milljón krónur eða um rúmlega helming.
Hins vegar var allan tímann ljóst, að þessi þróun
gat aðeins staðið skamman tíma. Að því mundi fljót-
lega koma, að atvinnufyrirtæki yrðu gjaldþrota og
gjaldeyrisvarasjóðurinn tæmdist. En stefnan byggðist
á þeirri von, að aflabrögð og verðlag mundu batna
fljótlega aftur. Ef svo hefði farið, hefði þjóðin getað
rétt við strax aftur, án þess að lífskjör versnuðu neitt.
Alian þennan tíma hefur það verið stefna ríkis-
stjórnarinnar að ganga eins skammt í aðgerðum og
frekast var unnt. Örðugleikarnir hafa sífellt farið vax-
andi og þá hafa fyrri ráðstafanir ekki reynzt nægileg-
ar. í fyrstu var verðstöðvunarstefnunni beitt frá
haustinu 1966 fram á haustið 1967. En hún var ekki
nægileg, þegar verðfall og aflabrestur urðu enn alvar-
legri síðari hluta ársins 1967. í fyrstu átti að mæta
þeim vanda með niðurgreiðslum og fjárhagsaðstoð
við atvinnuvegina, en það dugði ekki. Þá var gripið til
gengislækkunarinnar. Þótt hún væri mjög áhrifarík
aðgerð, dugði hún ekki til fulls, einkum vegna nýs
verðfalls á freðfiskmarkaði í Sovétríkjunum. Varð því
enn að grípa til nokkurs stuðnings við útgerð og fisk-
iðnað.
Augljóst er, að svo kann að fara, að árið 1968 verði
jafnóhagstætt og árið 1967, — síldveiði bregðist aftur
og verðlag hækki ekki. Þá getur reynzt óhjákvæmilegt
að grípa til nýrra aðgerða.
Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt, að gripið skuli
vera til slíkra aðgerða hvað eftir annað En þessi
vinnubrögð stafa ekki af skorti ríkisstjórnarinnar á
yfirsýn yfir efnahagsvandamálin í heild, heldur vegna
þess, hve mikilvægt hefur verið talið að ganga ekki
lengra á hverjum tíma, en brýna nauðsyn bar til.
SPJALLAD m BDNÞROUNINA
Ottó Schopka:
IÐNAÐURINN
OG EFTA
J síðustu viku var haldin hér í
Reykjavík ráðstefna um iðn-
þróunarmál af hálfu Fulltrúa-
ráðs sjálfstæöisfélaganna. Aö
sjálfsögðu mótuðust störf ráö-
stefnunnar verulega af þeim
umræðum, sem orðið hafa að
undanfömu, um hugsanlega að-
ild ísiands að EFTA, fríverzl-
unarbandalaginu.
Enn sem komið er, er of
snemmt að taka ákvörðun um
hvort sækja skuli um aðild aö
bandalaginu, til þess skortir
enn ýmsar veigamiklar upplýs-
ingar um áhrif aðildar á afkomu
hinna einstöku atvinnugreina í
landinu. Vinda þarf bráðan bug
að því að gera nauðsynlegar
rannsóknir í þeim efnum, til
þess að hægt sé aö taka endan-
lega ákvörðun áður en langt
um líður.
Afstaða iðnaðarins til þessa
máls hlýtur aö mótast af þeim
kjörum, sem hann mun verða
að búa viö í framtíðinni, og
verður þá aö reyna að gera sér
glögga grein fyrir þróun þeirra
mála, annars vegar ef ísiand
stæöi utan við EFrA, en hins
vegar ef af aðild íslands yrði.
I bví tilefn: er afar nauðsynlegt
að gera sér grein fyrir bvi, að
iðnaöurinn mun burfa að taka
við allstórum hluta af þeirri
aukningu mannafla, sem bæt-
ast mun við á vinnumarkaðinn
á næstu árum og áratugum, og
er afar nauðsynlegt, að honum
séu sköpuð viðunandi skilyrði
til þess að geta tryggt vaxandi
starfsmannafjölda góð og batn-
andi lífskjör.
í ræðu, sem Þórhallur Ás-
geirsson ráðuneytisstjóri, flutti
á ráðstefnunni, sagði hann m.a.:
„Ég tel að framtíð iðnþróunar
hér sé nátengd því, hvort við
göngum inn í EFTA eða ekki.
Ég er vantrúaöur á, að hér geti
þróazt öflugur og arðbær iðn-
aður bæöi með endurskipula'gn-
ingu eldri iöngreina og stofn-
un nýrra, meöan framieiðslan
miöast við 200 þúsund manna
markað.“
Þetta eru vissulega athyglis-
verð orö og þess viröi, að þeim
sé góður gaumur gefinn. Aðild
að EFTA mundi opna íslenzk-
um iönfyrirtækjum aðgang að
100 milljón mannamarkaði.Ekki
þarf að fara mörgum ,orðum um
hve mikia möguleika það mundi
skapa þeim til nýrra og stærri
átaka en nokkru sinni fyrr.
Hitt er líka jafnaugljóst, að
aðild íslands að EFTA mundi
skapa ýmsum iðngreinum mikla
erfiðleika og sumar iðngreinar
mundu jafnvel alveg leggjast
niöur. Til þess að trvggja af-
komu sumra annarra iðngretia
þyrfti að eiga sér stað víðta.k
endurskipulagning f skipulags-
byggingu þeirra, sem hefði í
för með sér fækkun fyrirtækja
en um leið stækkun og eflingu
þeirra, sem áfr'am mundu starfa.
Afar mikilvægt er, að í því til-
efni yrðu geröar sérstakar ráð
stafanir til þess að aðstoða þær
iðngreinar, sem um yrði að ræða
og kemur margt til greina í
þeim efnum. Talað hefur verið
um að Island gæti samið um til
tölulega langt aðlögunartfma-
bil, en það tímabil yrði að nota
til þess að gera þessum iðn-
greinum kleift að laga sig að
nýjum viðhorfum og aðstæðum.
Gera þarf fyrlrtækjum kleift
að losa það f jármagn, sem bund
ið er í starfsemi beirra, á til-
töluiega stuttum tíma, þannig
að beir, sem bað ættu, yrðu
ekki fyrir beinum fjárhagslegum
skakkaföllum, en gætu fært
fjármagn sitt yfir í þær iðn-
greinar, sem mesta vaxtarmögu-
leika hefðu og yrðu arðbærastar
í framtíðinni. í því sambandi
þyrfti að stytta afskriftartfma
húsa og véla verulega frá því
sem nú er, ennfremur að leyfa
iðnfyrirtækjum að leggja allt
aö helming af hagnaði hvers árs
í varasjóð áður en skattur er
lagður á (sú heimild er"nú bund
in við fjórðung af hagnaði) og
fella þarf niður tolla ‘af fjárfest
ingarvörum og hráefnum en
tolla af fullunnum vörum f á-
föngum á lengri tíma.
Marka þarf ákveðna og fast-
mótaða stefnu í bessum málum.
Gera þarf iðnaðinum sem fyrst
ijósa grein fyrir bvl hvaða aðlög
unarvandamálum hann mun
standa frammi fyrir á næstu
árum og um leið þarf með skyn
samlegum aðgerðum að tryggja
að hann geti áfallalaust mætt
nýjum viðhorfum. Með bvf er
hagur allra bezt tryggöur.
Málmiðnaður ein elzta iðn-
grein landsins
Tj’yrsti vísir málmiðnaðar varð
til hér á landi á fyrri hluta
19. aldar, þegar fámenn stétt
handiðnaðarmanna kom sér upp
nokkrum verkstæðum, þar sem
Iaghentir menn baukuöu viö
steðja sína og dyttuöu að verk-
færum landsmanna eftir þörf-
um.
Fyrir örfáum árum var þetta
orðin ein stærsta grein iönaöar-
ins í landinu, sem byggt haföi
þróun sína á framleiðslu og
viðhaldi véla og tækja fyrir
fiskiðnaðinn og skiptastofninn.
Raunar er þessi iðngrein ein-
hver sú elzta í landinu, en áður
var þetta eingöngu handverk og
ekki aö tala um iðnað, fyrr en
með tæknibreytingunum, sem
urðu á árunum milli heims-
styrjaldanna, þegar fyrst log-
suða og síðan rafsuða uröu til.
Þá með aukinni vélanotkun tók
þessi iðnaður hér á landi hrað-
fara breytingum.
Þá skutu hér upp kollinum
vélsmiðjur, málmsteypur, blikk-
smiðjur, ofna- og vaskasmiðjur,
stáltunnugerð, málmhúðun, viö-
gerðarverkstæði ýmiss konar
og skipasmíöi varð hér til.
Svipaða sögu er að segja um
þennan iðnað, eins og annan
hér f landinu, að þegar hér tók
að gæta gjaldeyrisskorts og til
komu innflutningshöft, leiddi
það til þess, að hafin var hér
framleiösla véla og tækja, sem
ellegar hefðu verið flutt inn.
Brátt eignuðust íslendingar
fagmenn, sem stóðu I engu að
baki kollegum sínum f málm-
iönaðarlöndum. Fyrirtæki eins
og „Héðinn" og Landssmiðjan"
efldust og uröu aö stórfyrir-
tækjum.
Iðnaðurinn byggöi þó á inn-
fluttu hráefni, vegna fátæktar
landsirts á smíðamálmum og
þegar innflutningshöftum varð
smám saman létt af og sam-
keppni jókst við erlend iðnaðar-
fyrirtæki, sem áttu greiðari að-
gang að hagstæðum kjörum á
hráefnakaupum og höfðu meira
fjármagn handa í milli tilaðlána
viðskiptavinum sínum, þrengd-
ist hagur þessa iönaðar. Þeim
reyndist erfitt að keppa um verð
lag og söluskilmála og í út-
þenslu góðæranna hafði hag-
ræöingin lent ósjálfrátt útund-
an miöað við það, sem gerzt
haföi í iðnaðarlöndum erlendis,
bar sem framleiðslan byggðist
á stærri markaöi og fjöldafram-
leiðslu.
Ýmis málmiðnaöarfyrirtæki
hafa þó öðlazt festu og hafa
tryggt undirstöðu sína, ýmist
með samvinnu við erlend iðn-
fyrirtæki, eins og t. d. Runtal-
ofnar og fleiri, eða- með aðstoð
hins opinbera. Mörg eru að sigr-
ast á erfiöleikum sfnum með
þeim hætti.
íslendingar eiga oröið einar
sjö skipasmíðastöövar, sem
starfa víös vegar um landið og
geta afkastað um 2500 rúmlesta
skipastól á ári og vantar þá að-
eins lítið átak til þess að þeir
geti sjálfir haldiö viö skipaflota
sínum.
j^áskyldan inálmiðnaðihum
verður að telja plastiðnað-
inn, sem seilzt hefur inn á sum
svið málmiðnaðarins og með til-
komu sinni átti sinn þátt í aö
draga úr verkefnum hans.
Framleiðsla olastefna hófst
hér rúmum inannsaldri eftir að
fyrstu plastefnin urðu til, sem
var í upphafi þessarar aldar. í
fyrstu voru plastvörur í lélegum
gæðaflokki. en verðlagið skap-
aði þessum iðnaði tilverugrund-
völl. Gervi var svo mikið ó-
dýrara strax og liðið v?r fram
vfir tilraunaskeiöið.
SÍBS á Reykjalundi verður
að teljast brautryðjandi plast-
iönaðar hér á landi, en fyrstu
10. síða