Vísir - 10.05.1968, Page 9

Vísir - 10.05.1968, Page 9
V í S IR . Föstudagur 10. maí 1968. í ;ji;i Iðunnar við Laugaveg: „Ferðalag innanlands. Maður á svo margt óséð hér heima, áöur en maður fer í férðalag út. Ég fór í hringferð í fyrra og líkaði Sandholt í brauðbúð og Sandholts: ætla að vinna Ksumar. Ég er að byggja og mér veitir ekki af.“ Guöbjörg Gísladóttir í verzlun- inni „Sif“, viö Laugaveg: „Ég hef ekkert hugsaö til þess ennþá. Það er svo kalt enn og ætli maður leyfi veörinu ekki að hlýna, áður en maður fer aö hugsa til hreyfingar." HERSÝMNG HROKANS „Hvað ætlið þér að gera í sumarfríinu?“ Nokkrar afgreiðslustúlk- ur verzlana í bænum urðu fyrir svörum. Sigurlaug Guðmundsdóttir í verzl- uninni, „Glugginn" við Laugaveg: „Ætli maður taki nokkuð sumar- frí. Maður hefur varla efni á því. Ég hef enga ákvöröun tekið um það.“ Brynhildur Sverrisdóttir í Bók- hlöðunni viö Laugaveg: „Það er nú byrjaö hjá mér sum- arfríið og ég ætla að vinna. Ég er nefnilega í Verzlunarskóla ís- lands." ið hafði þröngvað sér inn í land annarra á laun. Enginn stofn aö ríkisvaldi var til, engir samning ar eða grundvallarlög, nema þrá in eftir að láta hinn gamla draum rætast. Móti flokkum þeirra sem hópuðust saman líkt og af handahófi stefndu nú skipulagðar hersveitir Arabaríkj anna búnar brynvögnum og flugvélum og hvers konar her- búnaði. Móti þeim stóöu Gyðing amir í fyrstu svo að segja ber- hentir. En í skyndi skipulögðu vinir og frændur í Vesturálfu stórfellt vopnasmygl til þeirra. Flutningaskipin komu upp að ströndinni viö Tel Aviv og í skyndi var skipað á land vél- byssum og handsprengjum. Þannig veittu þeir viðnám í fyrstu lotu. Þvf hafði verið hald ið fram að Arabarnir myndu á skömmum tima varpa þeim í sjó inn, eöa yfirvinna þá og deyöa ríki þeirra í fæðingu. En viðnám Gyðinga var miklu harðara en búizt hafði verið við. Þó hefðu þeir sennilega ekki getað staö- izt áhlaupið aö þessu sinni, éf samtök Sameinuðu þjóðanna hefðu ekki gripið í taumana og fyrirskipað vopnahlé. Það gaf Gyðingum nauðsynlegt olnboga rými til að skipuleggja þjóöar- her. Auðvitaö sviku þeir vopna hlésskilmála og héldu áfram sem mest þeir máttu að flytja vopn frá útlöndum og efla her inn og hófu síðan, þegar þeim var hentugt nýja sókn og juku landsvæði sitt að stórum mun frá því er Sameinuðu þjóöirn- ar höfðu skipt landinu milli hinna tveggja ólíku þjóða, sem nú bjuggu þar. Meðal þess lands sem þeir klófestu þannig móti ákvöröun Sameinuðu þjóðanna var hinn mikla Negev-eyðimörk þar sem Gyðingar hafa síðan unnið kraftaverk í að frjóvga beran sandinn, og fjarðarbotn- inn úr Rauðahafinu, þar sem Gyðingar stofnuðu nýja hafnar- borg Elath. sem siðar hefur orð- ið mjög alvarlegt þrætuepli. Við sáum það á sínum tíma, að Gyðingar fóru all harkalega /^yðingar minnast um þessar mundir 20 ára afmælis ísra els-ríkis nútímans. Tveir áratug ir eru nú liðnir frá þeim örlaga ríku dögum vorið 1947, þegar Bretar fengu ekld lengur við neitt ráðið í gæzluríki sínu Palestínu og gáfust upp, skyldu landið eftir stjómlaust og í ó- reiðu svo allt mátti fara sem verkast vildi. Þá rann upp sú mikla og dýr- lega stund í lífi Gyðipgaþjóðar innar, að árþúsunda draumur hennar rættist, föruþjóðin hrjáða og ofsótta eignaðist aftur sitt föðurland. Við vitum að þeir atburðir gerðust ekki átakalaust. í lok heimsstyrjaldarinnar hófst hinn mikli þjóöflutningur. Þúsundum saman .streymdu Gyðingar á laun austur til Palestínu, þeir komu þangað með skelfing og æði í augum, nýsloppnir út úr nasistavíti Evrópu. Þetta voru flestallt veikir menn og van- nærðir um langt árabil, fjöldi þeirra kominn beint úr kvala- stöðum fangabúðanna. í þeirra hugskoti voru þeir að flýja stað bölvunarinnar, Evrópu, sem hafði ummyndazt úr menning- armiðstöð heimsins í bölheim hroka, stríðsæðis og mannhat- urs. Við minnumst þess hvernig ísrael var stofnað. Upp úr engu og í trássi við allt. Flóttafólk sem nú byggir hana og í hennar augum er borgin líka heilög. Nú mun sú þjóð byggja annan grátmúr í huga sér, önnur þjóð rekin í útlegð og undirokuð, hvað mun hún þá lengi þurfa að bíöa? Og nú er næsta skrefið að inn lima Jerúsalem í hið nýja ísra elsrfki og hver veit hvað mikið af hinum herteknu löndum? Þær raddir eru háværar í ísrael að skila ekki einum ferþumlungi aftur. Svo hlálegt og hörmulegt er það, að Gyðingar skuli þann- ig vera fyrstir allra til að inn- lima lönd í ríki sitt með her- valdi, fyrstir til að líkja þannig eftir þeirri þjóðfélagsstefnu, sem ég vil ekki einu sinpi nefna í samanburði viö þjóðina sem áður var ofsótt. Við vissum ekki amennt um það sæði, sem hefur verið að vaxa og breiðast út í akri hinn ar ungu þjóöar á þessum tutt ugu árum ríkis hennar. Þaö er ekki fyrr en nú, sem hann birtist þessi harði miskunnar- lausi hernaðarandi, útþenslu- vilji og kúgunarlöngun yfir öðr um fátækari og máttlausari þjóð um. Það er sárgrætilegt, hvern ig þjóðernishrokinn hefur getaö brotizt út á hinum ólíklegasta stað. Sjálfir afsaka þeir sig með því, að þeir eigi enn í vök að verjast. Allar aögerðir sínar kalla þeir enn nauðvörn. Við sínu fram við stofnun ríkis síns í miðjum löndum annarra þjóöa en okkur fannst þá engin á- stæða til að ámæla þeim fyrir það. Þeir voru þá nýsloppið fórnarlamb undan kúgun og eymd, sem áttu sér samúð og velvilja gervellrar veraldar. — Við sáum að þeir þurftu sann- arlega að beita kjafti og klóm ef draumur þeirra átti ekki að slokkna í fæðingunni. Við sýnd um þeim fulla hluttekningu og víst er að héðan frá okkar litlu norrænu þjóö, sem lifði sig um ' aldir inn í hugarheim biblíunn ar, en aldrei þekkti hatur til hinnar júösku flökkuþjóðar, — héðan fylgdu þeim þá einlægar og innilegar blessunaróskir. Við höfum einnig ímyndað okkur, að margt sé líkt með þessum tveimur þjóöum, íslendingum og Gyöingum. Baðar voru þær um aldir undirokaðar, en leit- uðu sér andlegs frelsis og upp örvunar í bókmenntum sínum, báðar höfðu þær risið upp á síðustu öld í einstæðri menntun arþrá, sem gerði þær fremri flestum öðrum þjóðum aö menn ingu og manndómi. Það var okkur gleðiefni, að viss tengsli komust á milli okkar fyrst í við skiptum á freðfiski og Kaiser- bílum síöar í opinberum heim- sóknum og persónulegum kynn um forustumanna, sem náði hvað hæst í heimsókn Ben Guri ons hingað og för Ásgeirs for- seta til ísraels. Nú hefur verið haldið upp á 20 ára afmælið meö miklum fagnaðarlátum austur í ísrael. En hefði einhver íslendingur verið staddur í vináttuheimsókn nú, þá býst ég við, að honum heföi brugðið í brún. Hámark hátíöahaldanna var mikil her- sýning, sem Gyðingar efndu til í gamla arabíska borgarhluta Jerúsalem. Þar óku brynvarðar sveitir eftir borgarstrætunum með véladyn og vopnaglamri og upp úr skotturnunum stóöu sigurhreyknir og hrokafullir stríðsmenn. Þetta var sigurhátið í kjölfar stríösins síöastliðið sumar. Þar mikluðust fsraels- menn yfir yfirburðasigri sínum yfir nágrannaþjóöinni, þar var herfang dregið um stræti og haldið áfram að kynda undir hatursbáli milli þjóöa. Þar sem hersýningin fór fram í Araba- hverfum, var komiö fyrir á götuhornum og uppi á brúnum húsanna vélbyssum og sveitir viðbúnar að skjóta, ef óánægja íbúanna brytist út. Þar var hóp ur arabískra embættismanna borgarinnar kúgaður til að ganga fram og lúta herrunum. En þeg ar heypðist kurr frá samsöfn- uði arabískra manna á nokkrum stöðum var þeim miskunnar- laust dreift með valdi. Þessi hersýning var haldin með vanþóknun Sameinuðu þjóð anna yfir höfði sér, tvisvar hafði öryggisráðið lýst yfir banni og mótmælum við henni, þar sem hún myndi gersamlega spilla þeim tilraunum, sem verið er að gera til að reyna að koma á friði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mörg ríki sendu ísraelsmönnnum þar að auki orðsendingar þar sem þau vör uðu við þessu, en allt kom fyr ir ekki. ísraelsmenn vildu ekki missa af þeirri stórkostlegu sig urstund, þegar hersveitir þeirra þrömmuðu um hina fornu helgu borg. Þeir tóku ekkert tillit til þess, ad það er líka önnur þjóð samþykktum það á fyrstu ár- um Ísraelsríkis, þegar það var veikt og smátt. Nú er erfiðara að sannfæra okkur um það síðan ísrael sannaði, aö það er mesta hemaöarveldi á sinu « heimssvæöi og bólgnaði út að í landvinningum. Það er líka örðugt að sann- færa okkur um þaö, að harka- legar aðgerðir gegn svokölluð- um skæruliðum séu einungis eðlileg nauðvörn, þar sem heil þorp eru jöfnuð við jörðu, menn teknir af lífi án dóms og laga og saklausum refsað í hefndar skyni fyrir að skæruliðar vinn- ast ekki. Maður spyr, — er það nokkur nauðvörn, er það nokk- uö annaö en venjuleg valdnlðsla I yfir hertekinni þjóð. ; Þvi sárgrætilegra er þetta, þar * sem ég þykist þess fullviss, að leið sátta og friðar var fær, hefði hún verið farin frá byrj- un. Eftir að Israelsmenn höfðu breytt draum sínum í veruleika var þeim‘sennilega i lófa lagiö, að leita raunverulegra sátta og koma á góðu samlyndi viö ná- grannaþióðir sínar. Þeirra hsfði átt að vera frumkvæðið l því að það voru þeir sem höfðu leitað á og tekið undir sig lend- i ur hinna. Meö hægö og still- ingu og einlægri sáttfýsi mátti draga með tíð og tíma úr hat- ursbálinu, enda eru þeir menn til meðal ísraelsþióðar, sem vís- uðu þann veg. En því miður, hinir hafa ráðið. stríðsmennirnir undir forustu Moshe Dyans, ; sem aldrei gætu hugsað sér, að samlagast nágrannaþióðunum, heldur að hrækja á þær. Þorsteinn Thorarensen.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.