Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 1
Tvö frönsk herskip í heimsókn reynsluferðaskipa i franska flotan- um og heimsótti ísland með flota- deild fyrir tveimur árum. Hann lýsti vopnabúnaði skipanna en freigátur eru helzt til þess að verja flugvélamóðurskip og auk þess búnar sérstökum tækjum til að verjast kafbátum. Suffrain er nýtt skip og Salmon aðmíráll skýrði frá því, að það héti eftir frönskum flotaforingja, s«m meðal annars tók þátt í frelsis stríðinu í Bandaríkjunum. D’Estr- ees heitir aftur á móti eftir ein- hverjum frönskum feðgum, sem voru marskálkar í franska sjóhern- um fyrr á tið. Saimon aðmíráll brá á glens og sagði, að fáir myndu nú | eftir feðgum þessum í Frakklandi | en mun fleiri myndu aftur á móti eftir frænku 'ieirra, Gabrielle D’Estrees, sem rómuð var fyrir fes>- urð og var ástkona Hinriks IV. Englandskonungs. Hann sagði. að í skipinu væru sennilega fáar rnynd ir af feðgunum, en þeim mun fleiri af þessari fögru konu. Suffrain mun i framtiöinni verða í Atlantshafsdeild franska flotgns »->■ 10. síðu. VARÚÐ TIL HÆGRI: ALL/R ÚT — Við eritm 100% tilbúnir, segir Óskar Ólason yfirlögregluþjónn am- ferðarlögreglunnar í Reykjavík 0 Við erum 100% tilbúnir fyrir hægri umferðina, enda þykjumst við vera búnir að skipuleggja allt fyrir umferðarbreytinguna eins og kostur hefur verið á, sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn umferðardeildar, þegar Vísir ræddi við hann í gær. Við höfum enga ástæðu til svartsýni. Reykjavík- urborg hefur staðið við allt sitt og verður öllum framkvæmdum vegna breytingarinnar fyrirsjáan- lega lokið, nema kannski Hverfisgata við Hlemm- torg, þar sem vatn eyðilagði götuna eftir að búið var að malbika hana, eins og fram hefur komið í fréttum. 1 dag er seinasti dagurinn í sögu islendinga, sem ekið verð ur á vinstri vegarhelmingi, eins og gert hefur verið síðan vél- knúin ökutæki byrjuðu að þjóta hér um göturnar, því í nótt verð ur skipt yfir til hægri umerðar um alla fyrirsjáanlega framtið, eins og hvert mannsbarn í land- inu veit nú, — vonandi. Ég hef enga ástæðu ti! að halda annað en að allir viti fylli / H UMFCRDINA lega um H-breytinguna, sagði Óskar og ég hef engar sérstak- ar áhyggjur, þó að ekki tækist að Ijúka fyllilega við fram- kvæmdirnar við Hlemmtorg. .— Það hafa verið verulegar vega- tálmanir um alla borgina síð- ustu daga, stundum hafa 'marg- ar veigamestu umferðaræðarnar verið lokaðar á sama tímanum vegna ýmissa framkvæmda, án þess að nokkuð öngþveiti hafi myndazt. Um 200 lögreglumenn með að stoðarmönnum munu aðstoða al menning í hægri umferðinni, er hún hefst í fyrramálið kl. 7. Flestir verða lögreglumennirnir 160 áð störfum í einu, sem verð ur um miðjan daginn á morgun. Auk þess verða 13-1400 umferð arverðir fólki til aðstoðar um land allt, þar af rúmur helming ur í Reykjavík einni. Á morgun munu lögregluþjón arnir fyrst og fremst líta á starf sitt sem leiðbeiningastarf sagði Óskar og við munura taka vægt á öllum umferðarbrotum nema of hröðum akstri ,sem lög re'gluþjónar munu fylgjast sér- staklega með. Munu þeir nota skéiðklukkur, radarinn, en auk þess verða 10 lÖgregluþjónar á mótorhjólum á ferð um borgina. Hámarkshraðinn í borginni verður 35 km, nema þar sem 60 km hraði var leyfður áður. Þar verður leyft að aka með 50 km hraða. Það er þrennt sem fólk ætti að hafa í huga á morgun sagði Óskar: 1. Varúðarskvldan er nú til hægri. 2. Allir þurfa aö fara í ökuferð þegar á morgun, því þá mun lögreglan leggja sér- staka áherzlu á leiðbeiningar- störf. Þeir sem ekki byrja að aka þá, fara óhjákvæmilega á mis við þessa leiðbeiningu. Einn ig má búast við því að umferð- in verði svo hæg á morgun, að fólk geti með hægð kynnzt hinni nýju umferð og lært hvaða leið það á að taka í vinnu á mánudagsmorgun vel hvílt í stað þess að gera það syfjað á mánudaginn. 3. Þegar menn koma úr fyrstu ökuferðinni á morgun verða þeir að koma að heimilum sinum úr gagn- stæðri átt miðað við það, sem þeir eigá að venjast. Þessi atriði hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá mðrgum aö því er ég held, sagði Óskar, og þess vegna legg ég á þau höfuöáherzlu. En auðvitað verð ur fólk aö hafa allt annað í huga sem lýtur að umferðar- breytingunni. Undirbúningurinn fyrir H-um- ferðarbreytinguna hefur riú kost að þjóðina um 65 milljónir kr. og er mikilvægt að allir geri sitt til að breytingin verði slysa laus og allt fari sem bezt fratn. Það er af seint að vera súr á svipinn fyrir þá, sem eru af ein hverjum ástæðum á móti breyt- ingunni. Hún verður ekki umflú in og er því öllum fyrir beztu, að menn fari með jákvæðu hug- arfari út í H- umferðina. Menn skyldu hafa í huga, að reynsla Svía af H-umferð hefur verið sérlega góð, enda var fólk þar sérstaklega jákvætt gagn- vart umferðinni. Hrakspár manna um breytinguna í Sví- þjóð hafa engar rætzt, heldur hefur brevtingin þar haft mjög góð áhrif á alla umferöarmenn- ingu og slysum, sérstaklega al- varlegum slysum hefur stórlega fækkað frá þvi sem áður var. — Komust ekkl til Jan Mayen vegna isa • Tvö frönsk herskip gista nú Reykjavík, Þau eru hér í reynsluför, og ætluðu fyrst að koma við á Jan Mayen, en urðu að hætta við það vegna hafíss. Skip- : og D’Estrges, 3000 tonna tundtir- spillir, sem liggtir nú við Ægis- garð. Salmon, flotaforingi, tók á móti fréttamönnum um borð í D’Entrees 9 Hæstíréttur hefur dæmt ó- merkan dóm sakadóms Reykja- víkur J máli, sem ákæruvaldiö höfðaði gegn Magnúsi Jóhannes- syni í Skeifunni, vegna meintra skattsvika. Sakadómur hafði fundið Magnús sekan og dæmt hann til sektar, Dómnum var áfrýjað til Hæsta- réttar, sem kvað upp svohljóðandi dóm á miðvikudag: „Mál þetta er svo vaxið, aó hér- aðsdómari befði átt að dæma það ásamt sérfróðum samdómendum, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 82 frá 1961, enda ber dómi að kanna sjálf- sætt og meta sakaratriði þótt skattstjórnvöld hafi áður þar um fjallað. Samkv. þessu verður hinn á- frýjaði dómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar 10. síöu. Salmon aðmíráll, yfirmaður frönsku herskipr.nna, er gista ísland. Gufugos í Vatnajökli ■ Mikið gufugos er nú í Kverkf.jöllum •’ Vatnajökli og er það um tvö hundruð inetra hátt. Flugvél Flugmálastjórnarinnar flaug yfir jökulinn í gær rétt fyrir kl. 7 og varð þá einn þriggja manna, sem í flugvélinni voru, Guðjón Petersen, var við mikið gufugos ofarlega í Kverkfjöllum. Flugmaðurinn, Sigurjón Ein- arsson, flaug nokkrum sinnum í kringum gosmökkinn og náði nokkrum myndum af gosinu, en skyggni var mjög gott. Þriðji maðurinn í vélinni var Guðjón Jónsson, flugmaður. ■ Blaðið hafði samband við flugmanninn, Sigurjón Einarsson, í gærkvöldi og sagði hann, að þeir hefðu verið á heimleið úr ískönnunarflugi og hefðu flogið beint frá Norðfirði í mjög góðu veðri og yfir jökulinn. Sagði hann, að gosið hefði sézt mjög vel og virzt koma úr einum stað. Sigurjón hafði samband við Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, er hann kom til Reykjavikur, og taldi Sigurður að þetta væri mjög óvenjulegt gos og ætlaði hann að fljúga að gosstaðnum strax í morgun. 58. árg. - Laugardagur 25. maí 1968. - 113. tbl. Dómur í skattamáli Skeifunnar ógiltur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.