Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 3
V Í S IR . Laugardagur 25. maf 1968.
3
Hér er einn af yngstu flokkunum að dansa barnadansa og hafa allar tclpumar mislitar blöðrur í dansinum.
Einn - tveir - og upp á tá!
• Á annad hundraö ungir listdansarar á
• nemendasýningu Þjóðleikhússins
u eru liklega dálítið tauga-
óstyrk í dag, bömin sem
Myndsjáin heimsótti i vikunni,
þar sem þau voru að æfa fyrir
nemendasýningu Listdansskóla
Þjóðleikhússins, sem veröur í
dag kl. 3. Mörg þeirra hafa
aldrei dansað opinberlega fyrr,
en sum hafa fengið að taka þátt
í leiksýningum hjá Þjóðleikhús-
inu og dansað þar, t.d. í
Bangsímon.
Þegar við komum í Þjóðleik-
húsið vom hinir ungu dansar-
ar sem óðast að búa sig í ýmiss
konar skrautlega búninga, sem
saumastofa Þjóðleikhússins hef-
ur saumað á þá. Dýrabúningar,
þjóðbúningar og ýmiss konar
fallegir dansbúningar hanga á
slám á göngunum, og hvarvetna
má sjá telpur vera að reima
á sig táskó og festa á sig hár-
bönd.
Innan skamms hefst svo æf-
ingin, og kemur hver flokkurinn
á fætur öðrum fram á sviðiö.
Þær sem koma inn eftir hlé,
sitja aftast í dimmum salnum
og horfa á þær sem eru á und-
an. Fay Werner ballettkennari
Þjóðleikhússins situr framar-
lega í salnum og fylgist vel með
öllu sem fram fer á sviðinu og
gefur fyrirskipanir. Henni til að-
stoðar er Ingibjörg Björnsdóttir,
sem einnig kennir við skólann.
Þama eru sýndir barnadansar,
æfingar á slá, þjóðdansar, dýra-
dansar og ýmiss konar fallegir
listdansar og hefur Fay Werner
samið suma þeirra.
Flestir nemendurnir sem taka
þátt í sýningunni eru telpur, en
nokkrir drengir eru þar líka á
meðal. Nemendumir hafa verið
2 —8 ár í skólanum. Eins og fyrr
segir er sýningin í dag kl. 3 í
Þjóðleikhúsinu og rétt er að geta
þess aö hún verður ekki endur-
tekin.
Ein af hinum ungu dans-
meyjum í Listdansskóla Þjóð-
leikhússins.
Þjóðdansarnir eru mjög skemmtilegir og búningarnir, sem notaðir eru í þeim, ákaflega fallegir og litskrúðugir. Hér sjáum
við nokkra nemendur dansa þjóðdansa.
'OGREIDDIR l
REIKNINGAR *
LATIÐ OKKUR INNHEIMTA...
Oad sparar ydur t'ima og ób.ægindi
INNHEIMT USKRIFST OFAN
Tjarnargötu 10 — 111 hæd-Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3l'inur)
KSREE*- "
mia&wsat'!:
!