Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Laugardagur 25. maí 1968. Valgarð Briem, formaður Framkvæmdanefndar hægri umferðar. „ÞETTA Á AÐ VERA EINS OG ÆVINTÝRr — segir Valgarb Briem um hægri breytinguna Á morgun, sunnudaginn 26. maf, hefst hægri umferö á ís- landi. Mikið hefur veriö rætt og ritaö um breytingu þessa og fátr á sama máli um nauösyn þess, að færa sig yfir á annan vegarhelming. Nú er þýöingar- laust aö vera á móti breyting- unni eöa slá höfðinu við stein, því þetta er ákveðið mál og þessu veröur ekki breytt. Bezt er aö lslendingar reyni nú aö standa sem bezt saman þannig, að vel megi fara. „Sameinaðir ökum vér, en sundraðir slös- umst vér“. T tilefni þessara merku tíma- móta náðum við tali af Val- garð Briem formanni Fram- kvæmdanefndar hægri umferðar og ræddum við hann um vænt- anlega hægri umferö og sitt- hvað fleira. Hverjir hafa verið i stjórn Framkvæmdanefndarinnar auk þín, Valgarð? Þeir Kjartan J. Jóhannsson og Einar B. Pálsson, en fram- kvæmdastjóri var ráðinn 1. des. 1966 og er það Benedikt Gunnarsson. Stjórnin hefur starfað í 20 mánuði og haldið 160 fundi og hefur samstarfið verið með eindæmum gott. Verður öllum undirbúningi lokið fyrir H-dag? Nei, ekki öllum. Það á eftir að flytja hurðir á 30 sérleyfisbif- reiðum og einnig á eftir að setja umferðarskilti upp úti á landi, þar sem færð hefur verið verst. Hver verður heildarkostnað- ur við breytinguna? Þvi miður eru ekki nákvæm- ar tölur fyrir hendi, en áætlun- i in var um 50 milljónir króna. Sfðan var fengið leyfi fyrir upplýsinga og fræðslustarfsemi og er sá liöur 10 milljónir, kostnaður til breytinga á bif- reiðum var 6 milljónir og að iokum kom svo gengisbreyting- in inn í þetta og olli tveggja milljóna króna hækkun á heild- aráætluninni. Er því kostnað- urinn áætlaður 68 milljónir og yfir það fer hann ekki. T_Tefur ekki verið mikill kostn- aður í sambandi við hina föstu þætti í útvarpi og sjón- varpi? Jú, því ber ekki að neita, en einkum er þó kostnaðurinn við gerð þáttanna, en minni við flutning þeirra. Þó er sú und- antekning, að H-tíðin sem flutt verður í sjónvarpinu í kvöld, mun kosta okkur um 300 þús- und krónur. Hver er tilgangurinn með þessari H-tíð? Markmið okkar með þessum skemmtiþætti er, að reyna að draga úr áhyggjum fólks og reyna að auka glaðlyndi í um- ferðinni og víkja þessum súra svip í burtu. Við álítum að fólk eigi að skemmta sér á H-dag, fara i ökuferð með fjölskyld- unni og gera sér dagamun Þetta á að vera eins og ævin- týri, sem allir eiga að hafa gaman af. Hvað eru margir sem starfa að breytingunni? Fast starfslið hjá Fram- kvæmdanefndinni er 8 manns. Um 700 menn skipa 92 um- ferðaröryggisnefndir víðs vegar um landiö. Við reiknum með að umferðarverðir verði um 1200 og einnig starfa margir við fræðslustarfsemi að ógleymdri lögreglunni sem unniö hefur ó- metanlegt starf. Fá svo allir starfsmenn að leggja sig milli 3 og 7 um morguninn? Nei, ekki aldeilis. Fram- kvæmdanefndin og starfslið hennar verður á vakt alla nótt- ina og einnig á H-dag til að fylgjast ^em bezt með. Útvarp- að veröur alla nóttina og verð- ur reynt aö stjórna að nokkru leyti þannig, með fréttum og leiðþeiningum til ökumanna. — Teljið þið, að það verði fjölmenni í umferðinni strax um morguninn? Já, og við vitum af all- mörgum sem koma utan af landi til að fylgjast með frá byrjun og vilja fá að æfa sig í höfuðborginni til að öðlast sem bezta þekkingu í umferð- inni, þar sem hún er mest. Ann- ars má geta þess, að þeir sem telja sig ekki örugga i hægri umferö, eiga kost á að fá ó- keypis aðstoð fyrstu vikuna eftir H-dag. T_T venær lýkur Framkvæmda- ^ nefndin störfum? Undirbúningi er raunverplega lokið og kemur nú til .kasta lögreglunnar að framkvæma sjálfa breytinguna og Ieiðbeina ökumönnum. Nefndin mun starfa til næstu árarhóia og Ijúka þeim verkefnum seni eftir eru. Hvernig hefur samvinnan veri? við félagasamtök og aðra, sem starfað hafa að breytingunni? Mjög gott. Má ég þar til- nefna Slysavamafélag íslands. lögregluna, fræðslumálastjóm og Umferðarnefnd Reykjavíkur. Þá hefur og verið alveg frábær samvinna við blöðin, útvarp og sjónvarp. Þessir aðilar hafa tekið öllu vel, sem við höfum heðið um, og þökkum við það af heilum huga. Valgarð, hvaö viltu svo segja að lokum? Mér er það efst í huga, síðast og fyrst, að fólk fari varlega og gæti sérstaklega að fara ekki yfir löglegan hámarkshraða. þá þarf ekkert að hræðast. EXI Auglýsing UM UMFERÐ I REYKJAVÍK Að fengnum tillögum borgarstjórnar Reykja- víkur hefur verið ákveðið að setja eftirfarandi reglur um umferð samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga nr. 26 frá 2. maí 1958: 1. Einstefnuakstur: 1. Á Hverfisgötu til austurs frá Lækjar- götu að Ingólfsstræti. 2. Á Brávallagötu frá austri til vesturs. 3. Á húsagötum við Miklubraut til austurs. 4. Á hústgötu við Laugarnesv. til n.-austurs. 5. Á húsagötu við Kleppsveg til austurs. 2. Einstefnuakstur á Elverfisgötu austan • Snorrabrautar er felldur niður og upp tek- inn tvístefnuakstur. 3. Umferðarljós verða tekin í notkun á eftir- töldum gatnamótum: 1. Miklubraut — Kringlumýrarbraut. 2. Miklubraut — Háaleitisbraut. 3. Miklubraut — Grensásvegur. 4. Suðurlandsbraut — Álfheimar. 5. Suðurlandsbraut — Grensásvegur. 6. Suðurlandsbraut — Kringlumýrarbraut. 4. Vinstri beygja verður bönnuð á eftirtöld- um stöðum: 1. Af Lækjargötu úr suðri inn í Austur- stræti. 2. Af Laugarnesvegi til austurs inn á Laugaveg. 3. Af Vallarstræti til norðurs inn í Póst- hússtræti. 4. Af Hringbraut úr vestri inn á Sóleyjar- götu. 5. Af Laugavegi úr vestri inn á Höfðatún. 6. Af Snorrabr. úr norðri inn á Hverfisg. 7. Af Laugarnesvegi úr suðri til vesturs inn á Borgartún. 8. Af Laugarnesvegi úr norðri til austurs inn á Borgartún. 9. Úr Skólabrú til norðurs inn á Lækjar- götu. 5. Hægri beygja verður afnumin á eftirtöld- um stöðum: 1. Af Lækjargötu úr norðri inn í Austurstr. 2. Af Lækjargötu úr norðr: inn í Skólabrú. 3. Af Laugarnesvegi til vesturs inn á Laugaveg. 4. Af Laufásvegi til vesturs inn á Hring- braut. .6, Stöðumælar verða settir upp á eftirtöld- um stöðum: 1. Amtmannsstíg að sunnanverðu á milli Skólastr. og Lækjargötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur. 2. Frakkastíg að austanverðu á milli Grettisgötu og Laugavegar. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur. 3. Frakkastíg að austanverðu á milli Laugavegar og Hverfisgötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar bvrjaðar 15 mínútur. 7. Laugavegi verður lokað austan Rauðarár- stígs. Auglýsing j?essi öðlast gildi 26. maí 1968 kl. 0600. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. maí 1968. Sigurjón Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.