Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 25. maí 1968. 7 KIRKJAN O dr PJÓÐIBf Sr. Friðrik Friðriksson dr. theol. - 1868 T7nginn, sem var svo gæfusam- ur að kynnast sr. Friðriki Friðrikssyni, mun minnast hans án þess að þakka Guði fyrir að hafa eignazt hann að vini og samferðarmanni, hvort sem sú samferð var löng eða skömm. Ég var í hópi hinna síðustu fermingarbama sr. Jóhanns Þor- kelssonar. Þaö var vorið 1924. Hann var þá mjög farinn að tapa heyrn og átti bágt með að ann- ast barnaspurningar. Þess vegna fékk hann sr. Friðrik sér til hjálpar. Þá hófust okkar kynni. Þegar við vorum boðuð til spurn inga niður í Dómkirkju dag einn á útmánuðum stóð hann, þessi óvenjulegi maður með göfug- lyndið og góðmennskuna ljóm- andi út úr hverjum andlitsdrætti og ylur og umönnun hans stóra hjarta streymdi til manns um handtak hans, klapp á öxl og kinn og hýriegt bros. Og svo byrjuðu spurningamar: Vönduð fræðsla byggð á siö- ferðilegri alvöm hinnar öruggu trúarvissu, því að ekki er hjálp- ræðið í neinu öðru, eigi er held- ur annað nafn undir himninum er menn kunna að nefna er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða. Fermingarathöfnina fram- kvæmdu þeir báðir prestarnir, sr. Friðrik og sr. Jóhann. Sá síð- amefndi hélt fermingarræöuna. Úr henni er ekki margt sem munað er nú eftir 44 ár — þó eitt — enda var eftir því farið — þetta: (sagði sr. Jóhann) „Kæru ungu vinir! Gangið í K.F.U.M. Það mun verða ykkur til gæfu, þar munuð þiö ekkert læra nema gott. Þar mun ykkur verða bent á hann, brúðurinn bezta — barna vininn mesta o. s. frv.“ En sjálfsagt mundu þessi hollu ráð hins róm-milda prest-öld- ungs hafa faliið í ófrjóan jarð- veg, ef við hefðum ekki kynnzt sr. Friðriki persónulega við ferminguna og fermingarundir- búninginn. Og hann sleppti ekki af okkur hendi sinni. Fám dög- um síðar fengum við frá hon- um bréf, boðsbréf á fermingar- hátíð félagsins og jafnframt boð um þátttöku í unglingadeild K.F.U.M. er hún tæki til starfa næsta haust. Þá var U.D. aldar- fjórðungsgömul, stofnuö 2. janú- ar 1899. Sr. Friðrik lýsir því í ævisögu sinni. Vorið áður hafði hann haft samkomur með ferm- ingardrengjum og m. a. sagt þeim frá starfi K.F.U.M. í Höfn og þeir vildu stofna félag strax. En honum fannst þeir of ungir, ákvað samt að hafa með þeim samtök um vikulegar samkom- ur. „Um kvöldið var ég lengi á bæn enda þótt ég byggist ekki við að )>etta yrði byrjunin, því að ég sá að þetta gæti orðið þýð- ingarmikið atriði f undirbúningi félagsskaparins. Síðan héldum vér vikulega fundi og fór ekkert fram á fundum annaö en lestur Guðsorðs og útlegging þess, sem ég reyndi að laga eftir skiln- ingi þeirra. Eg kryddaði það að vísu með smásögum, en samt aldrei svo að þær gætu orðið að- dráttarafl út af fyrir sig. Ég vildi sjá hvort þetta eina gæti haldið þeim föstum. Fundirnir voru alltaf vel sóttir, og þótt fátt væri til tilbreytingar, var yfir þeim einhver einfaldur gleði blær og frískleiki. Þegar ég læt augun hvíla á þessum minning- um, þá finnst mér allt þetta standa í einhverjum ævintýra- ljóma.“ Næsta haust hélt svo starfið áfram og 2. janúar 1899 var K.F.U.M. stofnað með liðlega 50 drengjum. „Það var bæði hátíð og þó kvíðahrollur í mér við þessa félagsstofnun", segir sr. Friðrik í ævisögu sinni, „en mér fannst ég vera leiddur af æðri hendi út í þetta og fól það því Guði algjörlega á hönd.“ Upp frú þessu er saga sr. Frið- riks og K.F.U.M. svo samgróin, að hann segist eiga bágt með að greina þar á milli. „Nú hófst hin fagra vortíð félagsskaparins, þar sem allt er að verða, flestallt er á reiki og engar fastar skorður komnar eða venjur. Allt er svo barnslegt og einfalt." Og starfiö hélt áfrnm, ýmist í blóma eða erfiðleikum. F.r sr. Friðrik var í Danmiirku veturinn 1907—08 hafði deiidin lagzt nið- ur. Hrífandi er frásögn hans um endurreisn hennar næsta haust. Hann boðaði til samkomu fyrir 14—17 ára pilta 4. nóvember. „Um kvöldið bjó ég Litla salinn út með bekkjum og ræðupúlti, fágaði vel lampana og skreytti með kertum. KI. 8]/z átti sam- koman að byrja. Ég var búinn að kveikja og allt var tilbúið. Ég hafði samið ræðu mína. Eng- inn kom. Ég stóð við ræðupúlt- ið í klukkutíma, slökkti svo ljós- in. Næsta miðvikudag fór allt á sömu leið ... Eins miðvikudag- inn þ. 18. nóv. Svo leið sú vika. Ég fann að það var eiginiega dauðadómur á félagið ef ég biði ósigur á þessu sviði. En ég ein- setti mér að gefast ekki upp, því ég trúði á sigurinn. Svo — 25. maí kom kvöldið 25. nóv. Þaö var vont veður, hríðarjagandi og éljagangur. Salurinn var tilbú- inn að vanda, en af því veörið var svona slæmt, hafði ég van- rækt að búa mig undir ræðu. Þegar kl. var 8Y2 og enginn var kominn lét ég vera að kveikja ljósin og sat aleinn á lestrar- stofunni... Svo heyri ég fóta- tak í stiganum, barið er að dyr- um og unglingspiltur kemur inn og spyr hvort ekki ætti að vera samkoma. Ég svara að svo sé, og læt hann setjast niður. Síðan kom annar, þriðji og fjórði. Taldi ég þá fundarfært. Ég hélt fund- inn og talaði um töluna 4“. Síðan var deildin endurstofn- uð með þessum 4. Aldarfjórðungi eftir stofnun K.F.U.M. — haustið eftir ferm- - 1968. inguna 1924 — gekk ég svo í Unglingadeildina. Þá var U.D. lengi búin að starfa í föstum skorðum en allt hélt samt sín- um barnslega einfaldleik. Allan veturinn, á hverjum sunnudegi kl. 5 voru fundir í Litla salnum niðri, trúfastur hópur, sem lét sig aldrei vanta. Það var söngur, bæn — söngur. Sr. Friðrik las ritningarkafla, fór yfir Pálsbréfin með skýr- ingum, kryddaöi þær með ótal sögum úr sinni löngu reynslu og fjölbreyttu kynnum á mannlíf- inu, en við fylgdumst með af athygli, yndislegar stundir, ómet anlegar fyrir okkur á viðkvæm- asta skeiði ævinnar, þegar allt var svo óráðið. Hvílíkt linoss að eiga þá þennan vitra og góða guösmann að vini og leiðtoga. Alltaf lét hann okkur syngia sama erindiö í fundarlok nr. 200 í söngbók K.F.U.M. með sínu lagi Þetta vers eftir Kingo í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Meöan, Jesú minn, ég lifi mig lát aldrei gleyma þér. Hönd þín mér á hjarta skrifi hugsun þá, sem dýrust er. Ég biö þar þá játning set: Jésús minn frá Nazaret er sú hjálp sem æ mig styður er mín vegsemd líf og friður. Þessi játning skyldi búa í hjart anu — vera okkur áminning og veganesti fram aö næsta fundi. Svo urðu kynnin nánari er ár- in liðu. Hann kenndi okkur kirkjusögu í Menntaskólanum, 1 tíma á viku, bauð okkur heim, hélt kaffikvöld fyrir okkur á hverjum vetri. Það voru fagnað- arstundir bæði fyrir hann og okkur er liann rifjaði upp skóla- minningar sínar. Enn er mér f minni hve glaöur hann var er einn úr bekknum ávarpaði hann þá á latínu. Hún var drottning tungumálanna. En kærastar og dýrmætastar voru samverustund irnar í félagslífi K.F.U.M. Aðal- deildin tók við af unglingadeild- inni. Leiöir skildu þegar ég fluttist úr bænum austur á Síöu 1937. Samt átti ég eftir aö vera með honum nokkra daga. Vorið 1950 hafði prófasturinn, sr. Jón Þor- varðsson í Vík, forgöngu um að bjóða sr. Friöriki í ferðalag um Vestur-Skaftafellssýslu. Kom hann austur í Mýrdal í vikunni fyrir hvítasunnu og á föstudeg- inum austur að Klaustri. Þann stað hafði hann þráð að sjá ekki sízt vegna þess að þar haföi Þor- lákur helgi dvalið sex ár og rækti prestsstarf sitt svo, að ljós þótti mönnum skína út yfir héraðið allt af breytni hans og kenningum. Hann naut þess að skoða sig um á Klaustri í fegurð vorsins. Hann fékk til íbúðar smáhús við Systrafoss, þar sem skógurinn angaði og lækurinn hjalaði og fuglarnir sungu. — Um hvítasunnuna var hann við fermingarnar, predikaði í kirkj- unum á Prestsbakka og Kálfa- felli og ræddi við fermingarböm- in. Og nú rifjuðust upp löngu liðnir samverudagar meö þess^ um hálf-fermingarfööur mínum frá fermingunni í Dómkirkjunni 4. maí 1924, sem var að öðrum þræði'vígsla og inngangur í hans holla og göfuga félagsskap. Þeir liöu fljótt þessir fáu samveru- dagar á Síðunni. í hvítasunnuvikunni ókum við til Víkur þar sem sr. Friðrik dvaldi einnig hjá prófastshjón- unum í bakaleiðinni. — Þetta var á fyrsta bílstjóra-ári mínu. Sjálfsagt hefur hann fundið, aö ég var ekki sem öruggastur við stýrið og að ég var eitthvað kvíðinn fyrir heimferðinni — einn um nóttina. Hann tók lof- orð af mér áður en við skildum að láta sig vita símleiðis morg- uninn eftir hvernig ferðin hefði gengið. Hún gekk bæði fljótt og vel. Ég fann til öryggis þess, sem engu kvíðir. Þegar ég sagði honum frá þvf í símanum dag- inn eftir svaraði hann: ,,Ég vissi það. Ég var með þér alla leið- ina.“ Marga nótt á sinni löngu ævi vakti sr. Friðrik við starf og bæn. Hann bað fyrir félaginu, fyrir mörgum starfshópum þess og starfsgreinum og framgangi fjölda málefha, sem hann fól Guði í bænum sínum. Og hann bað fyrir sínum mörgu vinum hér í bæ, úti á landi og í öðr- um löndum. Bænin var honum indæl iðja og af þeirri iðju hans hlutu vinir hans, ungir og aldn- ir, ómælanlega blessun. Á aldarafmæli sr. Friöriks Friðrikssonar kemur margt í hug hans mörgu vina, fórnfúst starf hans, innilegt bænarlíf, örugg trúarvissa byggð á orði Guðs, hinn sígildi boðskapur sem hann flutti af krafti og gleði — en þó umfram allt, síðast en ekki sízt vinátta hans og hlýja, sem hann veitti okkur svo ríkulega af sínu rúmgóða hjarta. Við þökkum Guði fyrir sr. Friðrik og blessum minningu hans. G. Br. ANNAÐ KVÖLD KL. 20.30: WANDERERS (OLYMPÍULIÐ BRETLANDS) Á LAUGARDALSVF.LI INUM ÞÓRÓLFUR BECK LEIKUR MEÐ KR Forsala aðgöngumiða við Utvegsbankann. KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.