Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 5
Vgfr&ífR . Laugardagur 25. maí 1968. Frá vinstri: Unga, granna stúlkan, sem ekki hefur neina áberandi vaxtargalla, getur klæðzt hvaða bikinibaðfötum sem er. Þessi eru tvílit úr lérefti, með mjóu belti. Næst er svo sú með breiðu mjaðmimar, sem í flestum tilfellum ætti að klæðast heilum bol með hnöppum og leggingum að ofan, eins og stúlkan á myndinni. Sú með grönnu mjaðmirnar ætti hins veg- ar að ganga í baðfötum, sem em einföld að ofan, en með litlu pils: eða belti á mjöðmum, eins og hér á myndinni. Og síðust er svo sú stóra og þrekna, í einföldum, rósóttum sundbol með flegnu baki. Hvers konar baðföt klæða yður? Tjó aö Nauthólsvíkin jafnist " kannski ekki á við bað- strendur suöur á Spáni, þá hafa Reykvíkingar nú gert sér hana að góðu þegar hlýjast er yfir sumarið og flykkst þangað fá- klæddir í hópum til að fá sér svolitla sól. Allir húsagarðar og sundlaugar hér í borginni fyllast líka af fólki þegar fer að hlýna 1 veðri. Kvenfólkið er eins fáklætt og það frekast getur, og nú þegar bikinbaðfötin eru sem mest í tízku þarf það ekki lengur að vera í stuttbuxum og brjóstahöldum í sólbaði. Það er líka heldur hvimleitt að sjá kvenfólk í brjóstahöldunum sem það gengur í daglega, í sólbaði og miklu fallegra og snyrtilegra að vera í brjótahöld- um, sem gerð eru til að vera i sól, en ekki til að nota undir öðrum fötum. Að velja sér baðföt er alltaf dálitið viðkvæmt mál, því allar höfum við nú einhverja van- kanta sem við viljum gjama dylja, svo erfitt sem það nú er í baðfötum. Bikinibaðfötin þykja nú sjálfsögö, a.m.k. fyrir þær sem eru undir þrítugu, en því miður klæða þau ekki nærri allar konur. Mjög mjaðmamikl- ar konur ættu ekki að ganga i bikinibaðfötum, og heldur ekki þær sem eru of grannar. Ef þið eruð feitlagnar ættuð þið líklega heldur að velja heilan sundbol, en ef þið hafið grannt og fallegt mitti er ykkur alveg óhætt að nota bikini, jafnvel þó að ykkur finnist þiö kannski vera óþarflega „miklar“ utan um ykkur. Það er nefnilega hreinn misskilningur aö bikini- baðföt séu aöeins fyrir þær grönnu, þau eru jafnljót á of grönnum stúlkum, eins og á þeim of feitu. Aðalatriðið er að vöxturinn sé góður og mittis- línan falleg. — Nóg um það. Við ætlum nú að gefa ykkur smá leiðbeiningar um val á bað- fötum fyrir sumarið og flokk'- um ykkur niður í fjóra hópa. Grönn með góðan vöxt. Þessar stúlkur geta klætt sig nokkurn veginn í hvaða haðföt sem þeim sínist, og bikinibað- fötin eru að sjálfsögðu fallegust á þeim. Auðvitað hafa þær ein- hverja galla, enda eru flestar ! þessum flokki mjög ungar stúlk- ur. Þessum flokki tilheyra líka þær löngu og grönnu, sem flest- Kaffisala Nemendasam- bands Húsmæðra- kennarafélagsins ar geta skammlaust gengið í bikinibaðfötum. Ef að þið hins vegar eruö svo grannar, að mikið beri á beinunum, t.d. á bringu og baki, þá ættuð þið heldur að vellja heilan sundbol. Grönn að ofan, breiöar mjaðmir. Þessi flokkur er alltaf fjölmennastur, en í mörgum til- fellum eru þessar stúlkur miklu glæsilegri f baðfötum, en t.d. í sfðbuxum. Ef þið hafið góöa mittislínu, er sjálfsagt fyrir ykkur að ganga í einföldum bikinibaðfötum meö góðum brjóstahöldum, en ef ykkur finnst þið verða mjög breiðar í þeim eru heilir sundbolir með einhverju skrauti ofan til fall- egastir. Grannar mjaðmir, breið að ofan. Þessar stúlkur geta gengiö í bikinibaðfötum, ef þau eru ekki mjög lítil. Brjóstahaldar- inn þarf að vera með v-háls- máli og buxurnar dálítið síðar. Heilir sundbolir með litlu pilsi og v-hálsmáli eru lfka mjög klæðiiegir. Há og þrekin. Einfaldui heill sundbolur klæðir þessar stúlkur bezt, Bolir sem eru mjög fiegn- ir í bakið eru í flestum tilfel! um mi.klu fallegri á stúlkum, sem hafa dálítið ,,ho’d“ á bak inu og þeir gera bað að verk- um að stúlkan virðist ekki eins stór. Smámynstraðir sundbolir dökkum litum eru mjög fallegir á þeim háu og þreknu. 1 V ) I V I II H um umferð og bifreíðastöður í Hafnarfirði. Að fengnum tillögum bæjarstjómar Hafnar- fjarðar hafa verið settar eftirfarandi reglur um umferð og stöður bifreiða í Hafnarfjarðar- bæ samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga nr. 26/1958: 1. Einstefnuakstur verður um Strandgötu frá suðri til norðurs, frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi. 2. Umferð um Fjarðargötu og Reykjavíkur- veg hefir forgangsrétt fyrir umferð úr Strandgötu við mót þessara þriggja gatna. 3. Aðalbrautarréttur hefir verið ákveðinn á Lækjargötu frá Strandgötu að Reykjanes- braut á Norðurbraut frá Reykjavíkurvegí að Vesturbraut, á Vesturbraut að Vestur- götu og á Vesturgötu. Umferð um Vestur- götu hefir forgangsrétt fyrir umferð úr Vesturbraut. 4. Á einstefnuakstursgötum er aðalregla, að bifreiðum skuli lagt á hægri götuhelmingi miðað við akstursstefnu. Undantekning er þó, þar sem sérstök bifreiðastæði eru af- mörkuð vinstra megin við götu miðað við akstursstefnu. 5. Bifreiðastöður á Reykjavíkurvegi frá Strandgötu að Skúlaskeiði og á Brekku- götu frá Lækjargötu að húsinu nr. 12 við Brekkugötu eru bannaðar. 6. Bifreiðastöður við syðri brúnir gatnanna Austurgötu og Hverfisgötu eru bannaðar. Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi frá og með 26. maí 1968. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 21. maí 1968. Einar Ingimundarson. Múrarar — Múrarar Vegna framkvæmda okkar við fjölbýlishús Framkvæmdanefndar byggingaáætlana í Breið- holti viljum við ráða nokkra núrara nú þegar. BREIÐHOLT H/F • Sími SJ1550 J S v*v ‘.V.V.VAV.V.V.VAV.'.V.V.V.'.'.V-.V.'.W.*. i m m ■ m m m i Nemendasamband Húsmæðra- kennarafélags íslands efnir til kaffisölu í Domus Medica við Egilsgötu á H-daginn sunnudag- inn 26. maí kl. 15. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í minn- ingarsjóð fröken Helgu Sigurð- ardóttur, fyrrverandi skólastjóra Húsmæðrakennaraskóla íslands. Sjóðurinn var stofnaður í ágúst 1962. í skipulagsskrá sjóðsins segir, að honum skuli varið til þess að styðja efnilega nemend- ur í Húsmæðrakennaraskóla ís- lands. — Á kaffisölunni verða veitingar sem húsmæðrakennar- ar hafa framreitt og gefst kost- ur á uppskriftum á nokkru af þvi, sem framreitt verður. Einn- ig verða sýndar borðskreytingar svo sem skírnarborð, bamaaf- mælisborð og ein bórðskrevting- in verður sérstaklega helguð sjó , mannadeginum. Auk þess sem mönnum gefst kostur á að stvðja gott málefni, mega þeir vænta góðra veitinga. TIL ÁSKRIFE Visir bendir áskrifendum sínum á að hringja » *rgreiðslu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi V fyrir kl. 7, fá þe*r blaðið sent sérstak- lega til sin og samdægurs. A iaugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams konai símaþjónusta v**itt á tímanum 3.30 — 4 e. h. MunSð uð hringjo fyrir kSukkun 7 í símu 1-16-60

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.