Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 12
12 -------------------------- CAROL GAINE: ^ I r r t / . Xsrf* I l V1 SIR . Fimmtudagur 13. júní 196S, — Þið höfðuð fulla ástæðu til þess, sagði Peter. — Við höfum staðið í stríðu. Tennumar skulfu í Marciu þegar hún þrýsti að hendinni á mér. — Þið verðiö að segja mér frá öllu, sem gerzt hefur, sagði hún, — en fyrst verðum við að koma Joyce í rúmið. Ég fann að ég varð máttlaus í fótunum. Þarna voru eftirköstin lík lega að koma. Ég mundi verða nokkra daga að ná mér eftir þetta ævintýri. Ég leit á John og sá aö hann var illa á sig kominn. En Peter var rólegur, eins og hann var vanur. — Ég verð að komast út 1 „Cor- alles“, sagði John. — Ég þarf að fá að sofna ... — Viljiö þér ekki koma inn og fá glas af koníaki áður? spurði Carl- os. — Nei, þökk fyrir. John leit á mig. — Góða nótt, Joyce. Þetta var viðburðaríkur dag- ur, finnst þér það ekki? — Já, það er víst um það. Þau hin fóru inn í gistihúsið og við urðum eftir. — Þakka þér fyrir allt, John. Við sjáumst á morgun, hvíslaði ég. Marcia beiö mín niðri i forsaln- um þegar ég kom inn. Hún tók und- ir handlegginn á mér og leiddi mig upp í herbergið mitt. Hún lét renna í baðkerið meðan ég var að hátta. Og hún sat hjá mér þangað til ég var komin i rúmið. — Ég hef ekki boðið Peter góða nótt ennþá, sagði ég. — Ég sagði honum að hann gæti komið upp til þín eftir dálitla stund, sagði Marcia. — Mikið er gaman að þú skulir vera komin á öruggan staö aftur, Joyce. — Já! — Svo fór hrollur um mig. — Þetta var hræðilegt, Mar- cia. Ég var svo hrædd! — Ég gat skilið þaö. En reyndu að hugsa sem minnst um það. Nfú skal ég gefa þér svefnpillu, svo að þú verðir ekki andvaka. Hún strauk hárið frá enninu á mér. — Hefurðu borðað nokkuð síð an þú fórst í morgun? — Nei, ekkert. Ég fékk eitthvað, en ég gat ekki borðaö það. — Þá er bezt að þú borðir eitt- hvað núna, sagði Marcia og fór út, hvað sem ég sagði. Og þegar hún kom aftur með kaldan kjúkling og salat, sýndist mér það svo girnilegt að ég varð að borða það. Ég var miklu hressari á eftir. Hún brosti um leið og hún fór með bakkann. — Nú ferðu að líkj- ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum aö okkur bvers konai múrbroi og sprengivinnu 1 húsgrunnum og ræs- um. Leigjum út loftpressur og víbra sleða. Vélaleiga Steindórs Sighvats- sonai A.lfabrekku við Suðurlands braut, sími 10435. GÍSLI JÓNSSON Akurgeröi 31 Simi 35199 Fjölhæf jarövinnsluvél, annast lóðastandsetningar, gref hús- grunna, holræsi o.fl. • TtKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FLJÓT ÖG VÖNDUÐ VINNA IJRVAL AF AKLÆÐUM LAUGAVEG 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 BOLSTRUN ast sjálfri þér aftur. Ef þú sefur vel í nótt verðurðu jafngóð á morg- un. Það var drepið á dyrnar, og Pet- er kom inn. — Hvernig líður þér, Joyce? — Ágætlega, svaraði ég ánægð. — Ég er nýbúin að borða. Marcia benti á Peter um leið og hún fór út. — Ef þú verður héirna lengur en tvær mínútur, kem ég og fleygi þér út, sagði hún og byrsti sig. — Þá þaö, sagði Peter hlæjandi. — Þegar ég hugsa til þess, sem hefði getað komið fyrir... sagöi hann og þrýsti mér að sér. — Farðu ekki að tala um það. Ég vil reyna að gleyma þessum degi. Hann settist á rúmstokkinn og hélt um hendurnar á mér. — Ég líka, sagði hann. — Ég hef vonda samvizku út af John, muldraði ég. — Já, ég var hræddur um það. Ég geri ráð fyrir aö þú hafir ekkí sagt honum frá okkur, ennþá? — Ég hef ekki haft neitt tækifæri til þess. Ég ætlaði mér að gera það í morgun, eins og ég lofaði, en það varð ekki tækifæri til þess. Við fórum úr gistihúsinu til að kaupa baðskýlu, og síðan fórum við í leigubílinn. — Þið gátuð ekki vitað að hann var gildra. — John vissi það ekki, en ég hefði átt að vera varkárari. — Hvers vegna? Ég brosti. — Mér var farið að skiljast að það gerðist sitt af hverju grunsamlegt hérna í Torremolinos. Nú var það hann sem brosti. — Kæra „ungfrú Njósnari", sagði hann og kyssti mig aftur. — Heldur þú að þú getir gleymt öllu þessu grunsamlega og fariö að sofa? — Já, ég held þaö. Hann léit vlð í dyrunum. —’ Á morgun vérðum við að gera áætl- ánir. - •' — Áéetlanir? hváði ég og fékk hjartslátt. — Já. Við þurfum að giftast. Hefurðu kannski gleymt því? Ég slökkti á náttlampanum um leið og hann lokaði dyrunum. Eins og ég geti gleymt því, að viö ætl- um að giftast! hugsaði ég meö mér og var sæl. SKÝRINGAR Ég svaf til klukkan ellefu og vaknaði við að Marcia stóð við rúm- iö mitt með skilaboð frá John, um að hann vildi tala við mig eins fljótt og hægt væri. Ég glaövaknaði við þetta. Nú varð ég að tala út við hann strax'J þó hann hlyti að hafa séð, að ég var ástfangin af Peter. En mér fannst sárt að þurfa að hryggja hann. Ég held að John sé að hugsa um að fara til Englands núna strax, sagði Marcia. — Og þaö er ekki undarlegt. Hann hefur ekki átt neitt skemmtilega daga hérna í Torre- molinos. — Honum hefur liðið hræöilega, sagði ég og óskaði að ég hefði ekki haft eins mikið samvizkubit og ég hafði. Ef ég heföi ekki skrifaö þetta flónslega bréf, mundi hann aldrei hafa komið. Ég hefði getað skrifað honum að ég ætlaði að gift- ast Peter. Þá heföi allt orðiö miklu auðveldara. — Þú elskar Peter, Joyce? spurði Marcia lágt. — Já. Hún beygöi sig niður að mér og þrýsti mér að sér. — Það er ágætt. Manstu aö ég sagði á afmælisdag- inn minn, að ég héldi aö þið ættuð ágætlega saman? — Já, ég man það, sagði ég. Og ég mundi annað Iíka frá því kvöJdi. Og mér fannst það vera ýmislegt fleira, sem ég þyrfti að fá skýr- ingu á. Ég varp öndinni. — Við skulum tala betur saman þegar ég hef tal- að við John. Ég hefði átt aö segja honum þetta i gær, en fékk aldrei tækifæri til þess. — Æ, Joyce, hann veit það áreiö- anlega. Þó ekki væri annað en aö Roderiquez hélt þér sem gísli, til þess að reyna að þvinga Peter til að framselja prófessorinn, ætti það að hafa sýnt John hvernig á stóð. Úr þvi að Roderiquez sá, að eitt- hvað var milli ykkar Peters, ætti John að haf a séð það. Ég hnyklaði brúnirnar. — Hvern- ig skyldu þeir hafa uppgötvað það? — Það hefur varla verið mikill vandi. Þeir hafa líklega haft gát á ykkur og séð aö þið voruð allt- af saman. Ég mundi daginn sem viö fórum til Granada og bíllinn með mönn- unum tveimur elti okkur yfir fjall- ið. Og ég mundi að Pedro hafði einu sinni reynt að ná í mig inn í bílinn sinn. Hefði ég þegið það, mundu þeir líklega hafa rænt mér þá. Marcia leit á mig. — Þú veizt sjálfsagt allt um Peter núna, er það ekki, Joyce? BIFRilÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Bónstöð, bifreiðaþjónusta LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. SÍMI 21145. ÚTIHURÐIR SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HUROAIÐJAN SF. AUDBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425 smÐNlHGSrVlÁNNA DSElsl GEURrÆSH0SS?^' « SiMlIiEÍIl mm thha */7fJJU£f&Wr RAUDARAflSTto 34 SÍMj\fi3CK22 ERCO BELTIog BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Bofnrúllur Topprúlíur Drifhjól Boltar og Rœr jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæ3u_ verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 -SÍMI 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.