Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 16
Flmmtudagur 13.-'júní 1968. Hjartaflutningur í Texas: HJARTA ÚR KIND GRÆTT í MANN • Læknar við St. Lukas sjúkrahúsið í Houston, Tex- as, fluttr í gærkvöldi hjarta úr sauðkind í mann, sem lá fyrir dauðanum. Þessi hjarta- flutningur var framkvæmdur í þvi augnamiði, að halda hjartaþeganum lifandi með kindarhjartanu, unz hægt væri að fá mannshjarta, en sjúklingurinn lézt skömmu eftir aðgerðina, sagði tals- maður sjúkrahússins, Newell France. Petta er í fyrsta sinn í sögu læknavísindanna, að hjarta úr dýri er flutt í mann, en áður . hafa verið gerðar þess konar til raunir með flutninga á hjarta- lokum. Hjartað var tekið úr fimmtíu kg. kind, en hjartaþeginn and- aðist klukkustund eftir aö flutn- ingurinn hafði átt sér stað. Hjartaflutningar hafa fjórum sinnum verið framkvæmdir viö St. Lukas sjúkrahúsið og tveir hjartaþeganna eru á lífi, hinn 47 ára gamli Everett Thomas frá Arizona og hinn 54 ára gamli Louis Fierro frá New York, en aðgerðirnar voru gerð ar á þeim 3. og 21. maí. Yfirmaöur læknaliðsins Denton Cooley, tók ákvörðun- ina um að reyna aö nota hjarta úr kind, eftir aö hafa beðið árangurslaust eftir þvf að eiga kost á mannshjarta. FRIÐRIK — Hann á möguleika á að komast i efsta sætið, ef hann vinnur báðar biðskákirnar. ^ Ársþing krabbameins- félaga hefst á morgun • Ársþing sambands krabba- meinsfélaga á Norðurlöndum hefst í Reykjavík á morgun. Þingið verð ur haidið í Domus Medica og mun því ljúka á laugardaginn. Á þinginu mæta formenn allra krabbameinsfélaga á Norðurlönd- um og ritarar þeirra. Um sama leiti halda formenn krabbameins- skráninga á Norðurlöndum sinn ár lega fund hér í Reykjavík. Hald- inn verður sameiginlegur fundur með öllum þessum aðilum. Forseti þingsins verður Bjarni Bjamason læknir, en hann er for- maöur Krabbameinsfélags íslands. Fiske-skákmótið: FRIÐRIK OG I UNNU UHLMANN OG OSTOJIC • Islenzkir skákmenn unnu skemmtilega sigra á alþjóðlega skákmótinu í gær. Friðrik rétti nú nokkuð úr kútnum og bar sigurorð af austur-þýzka stór- meistaranum Uhlmann. Koniust báðir í tímahrak, en það óvenju- lega gerðist, að Friðrik átti betri tíma í lokin. Urðu mikil um- skipti, og tryggði Friðrik sér unnið endatafl, þegar einungis stóðu eftir á borðinu kóngar og peð. Ingi vann Ostojic, eftir að Júgó- slavinn hafði fórnað skiptamun til vinnings, en sú fórn virtist ekki standast. Ostojic var auk þess í tímahraki. Vasjúkov vann Addison, en sá síðar nefndi flæktist í mát- neti í tímahraki. Þá vann Bragi Andrés. Byrne og Szabo skildu jafn ir eftir 23 leiki. Jafntefli varð einn ig hjá Benóný og Freysteini. Taimanov og Guðmundur eiga bið- skák, sem Rússinn vinnur senni- lega. Friðriki tókst að lokum að vinna maraþonskák sína við Benó- ný. »-> 10. síðu M m 4 ’ ^ „JLJt„* & M ’i '*}»*>/:■,íiÆ-tL'M ;y - Mfomtmwm DC-7 flugvél, en slík vél kemur til greina í vöruflutningana. Bílstjórí hugleiðir kaup ú fíugvéI til vörufíutninga — V'órubilstjóri á Akureyri og fleiri leita fyrir sér að hentugri flugvél til flutninga milli Akureyrar og Reykjavikur • Þeir hafa farið „í loftinu“ margh vörubflstjórarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar undanfarin ár. Einn þeirra Ottó Laugdal, sem haft hefur nokkrar vöru- bifreiðir á ferðinni miili Reykjavíkur og Akureyrar er nú alvarlega að hugsa um áð taka sig alveg á loft. Hann og nokkrir aðrir eru að hug- leiða kaup á stórri flugvél til að annast vöruflutninga milli þessara staða. Mennirnir, sem að þessu standa hafa leitað fyrir sér um kaup á hentugri flugvél. Lengi voru þeir að hugsa um eina af „Sexum“ Loftleiða, sem eru nú á sölulista. Þeir munu þó vera '0>-> 10 siðu Handbók utanríkis- ráðuneytisins komin út Nýlega kom á markaðinn hand- bók utanríkisráðuneytisins. Er þar skýrt frá starfsemi hinna einstöku deilda innan ráöuneytisins. Einnig er sagt frá íslenzkum sendiráðum og ræðismannsskrifstofum um víöa veröld og starfsmönnum þeirra. Skrá er yfir fulltrúa íslands hjá erlendum ríkjum frá upphafi og fulltrúa erlendra ríkja á Islandi. Ennfremur er getið æviatriða utan- rikisráðherranna frá upphafi og stafsmanna utanríkisþjónustunnar. Er hér um mjög merkilegt rit aö ræða fyrir þá sem áhuga hafa á starfsemi utanríkisþjónustunnar. Betra að kenna í H-umferð — segir ókukennari i Keflavik Ljósmyndari blaðsins í Kefla- I vík smellti þessari mynd af | Margréti Jónsdóttur Söring, þeg ar hún var nýbúin aö öðlast I fyrsta ökuskírteinið, sem gefið I er út til veikara kynsins, eftir i að hægri umferðin gekk í gildi. Með henni á myndinni eru þeir, ’ Jón Sumarliðason, bifreiðaeftir- I litsmaður og Vilhjálmur Hall- | dórsson ökukennari. Aðspurður sagði Vilhjálmur, sem er þraut ' reyndur kcnnari, að mun auð- I \ eldara væri að kenna, nú eftir j umferðarbreytinguna, en áður, , vegna þess hve götumerkingar væru skýrar og allir ækju hægt I og sýndu niikla tillitsseml i um | ferðinni. (Ljósm. Hörður Jóns- son). A<Vy\AAAA/VWWWWWWWW>AAAAAAAA/V\AAA^ Þjóðhátiðin i London: íslendingar ú snekkju úti ú Thames-únni íslendingar í London munu minnast þjóðhátíðardagsins að venju á mánudaginn kemur. Það hefur valdið nokkrum vonbrigð um að sögn fréttamanns blaðs- ins í London að sendiherrahjón- in gátu ekki verið viðstödd þennan dag, en í stað hinnar venjulegu móttöku í sendiráðinu hefur Félag Islendinga í London boðið öllum islendigum i Bret- 'andi ásamt vinum þeirra um borð í snekkju, sem leggur upp frá Westminster-bryggju kl 19.15 þann 17. júní og mun sigla um Thames-ána þetta kvöld. Þarna verður boðið upp á ís- lenzkt brennivin, matur veröur framreiddur og dansað verður fram eftir kvöldi. Farið, matur og skemmtan íslendinganna mun kosta 2 pund, — en 5 shillingum betur fyrir gesti þeirra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.