Vísir - 22.06.1968, Side 5
VlSIR . Laugardagur 22. júní 1968.
EIESNISll
QSl\
FJÖLSKYLDUÁÆTLANIR
Á nýloknum fundi norrænna kvenréttindafé-
laga á Þingvöllum voru flutt þrjú erindi um
fjölskylduáætlanir og var eitt þeirra flutt af ís-
lenzkri Ijósmóður, frú Steinunni Finnbogadótt-
ur. Frú Steinunn hefur unnið á Ráðleggingastöð
þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál með próf. Pétri
H. Jakobssyni frá því stofnunin tók til starfa,
og hefur hún flutt erindi um þessi mál í útvarp
og víðar. Hér fer á eftir erindi frú Steinunnar,
í lauslegri þýðingu, en það var flutt á dönsku
á fundinum á Þingvöllum.
TlJ'annlffið leggur stöðugt fyrir
1 okkur spurningar og gátur
sem erfitt er að ráöa, og hafa
leitt til þess, að okkar beztu
menn á sviði fræðslu og vfs-
inda hafa lagt á sig þrotlausa
vinnu í leit að svari, og oft með
glæsilegum árangri, en þrátt
fyrir það búum viö stöðugt við
óleyst vandamál.
Árið 1931 kvaddi sér hljóðs
íslenzkur læknir Katrín Thor-
oddsen, og flutti í útvarpið er-
indi, sem hún nefndi „Frjálsar
ástir“. Þar segir hún meðal ann-
ars um vamir og fóstureyöingar.
„Nú virðist að ekki þurfi nema
meðalgreind til að skilja, að
hér er um tvennt ólíkt að ræöa
annars vegar að koma f veg fyrir
að fóstur geti myndazt, en hins
vegar aö drepa fóstur, sem þeg
ar er orðiö til.
En allur almenningur virðist
eiga mjög bágt með að sjá mun
inn og yfirleitt er fáfræðin alveg
í algleymingi, aö þvf er fóstur
lát snertir og þess bæri jafnvel
að krefjast að hver unglingur,
sem hefir náð kynþroskaaldri
vissi nokkur deili á þvf.
Hverrar skoðunar sem menn
eru á þessum málum, þá getur
þekkingin aldrei verið nema til
góðs eins.
Hvort menn kjósa að hagnýta
sér þá þekkingu, er hverjum ein
um í sjálfsvald sett. Þegar öllu
er á botninn hvolft liggur það í
augum uppi að takmörkun fæð
inga hefur alltaf verið og verður
alltaf einkamál, sem hver og
einn verður að taka ákvörðun
um, einkamál sem algjörlega er
háð vilja einstaklingsins."
Eyru manna voru viðkvæm
fyrir svo einarðlegum málflutn-
ingi, um þessi gamalkunnu
feimnismál, og má segja að
erindiö hafi valdiö hneyksli, en
kjarni allra góðra mála heldur
áfram að bera ávöxt, og svo var
einnig í þessu.
Árið 1935, eru staðfest lög um
leiðbeiningar fyrir konur um
varnir gegn því að veröa barns-
hafandi, og um fóstureyðingar.
Þar segir m.a. í 1. gr.:
Ef kona vitjar ‘læknis og er
sjúk á þann hátt, að læknirinn
telur hættulegt fyrir hana,
vegna sjúkdómsins aö verða
barnshafandi og ala barn er
honum skylt að aðvara hana í því
efni og láta henni í té leiðbein-
ingar til þess aö koma í veg
fyrir að hún verði barnshafandi.
2. gr.:
Ef konu stafar lífshætta eða
mikil sjúkdómshætta, af þvf að
verða barnshafandi, er lækni
heimilt ef konan óskar þess
að koma í veg fyrir, meö viö-
eigandi aðgerð, að hún geti orð-
ið barnshafandi.
Með lögum þessum er brotið
í blað hvað snertir ábyrgð og
skyldur lækna og raunar allra
þegna þjóðfélagsins um þessi
mál.
Þrem árum síðar árið 1938,
eru staðfest önnur lög um að
heimila í viðeigandi tilfellum aö
gerðir á fólki, er koma í veg
fyrir að það auki kyn sitt.
Þar segir m.a.:
Fóstureyðingu skal því að-
eins leyfa að gild rök liggi til
þess að burður viðkomandi sé
í hættu.
Þess ber að geta að á þessari
málsgrein byggjast þau leyfi er
gefin hafa verið til fóstureyð-
inga í þeim tilfellum, er mæðurn
ar hafa veikzt af rauðum hund-
um á fyrri hluta meögöngu-
tímans og á árunum 1955 og
1963 voru gefin fleiri slík leyfi,
en nokkru sinni, en þrátt fyrir
það telur skólastjóri Heyrnleys-
ingjaskólans, að til þessara sjúk
dómsfaraldra megi rekja, eftir
þvf sem bezt sé vitað um, að
minnsta kosti 42 börn með
meira og minna bilaöa heyrn
svo að flest þeirra séu ófær til
þess að læra málið á eðlilegan
hátt.
Þess má einnig geta að Heilsu
verndarstöð Reykjavíkur, sem
sér um læknisskoðun mæðra um
meðgöngutímann, gefur öllum
konum kost á eftirskoðun,
þ.e.a.s. skoðar konur, sem fætt
hafa fyrir 6—8 vikum. í sam-
bandi viö þetta eftirlit fá kon-
ur leiðbeiningar um helztu getn
aðarvarnir og notkun þeirra.
Hér hefur verið stiklað á
stóru í þessum málum.
Til þess að byggja upp
fræðslu um ábyrgð fjölskyldu-
lífsins þarf að byrja snemma.
í námsskrá um fræðsluskyldu
á árinu 1960 segir:
„1 fyrsta og öðrum bekk
skyldi ræða við nemendur um
nokkur atriði varöandi kyn-
þroskaskeiðiö, það er á aldrin-
um 13—14 ára, ennfremur er
þar sagt, að fræðsla verði að
fara fram í tvennu lagi, sitt
fyrir hvort kyn, kona kenni
stúlkum og karlmaður drengj-
um.“
Ég er engan veginn sammála
þessu sem nauðsyn nema síður
sé.
■ i 4
Frú Steinunn Finnbogadóttir,
ijósmóðir.
Að byrja strax á þvi að vekja
undrun og spurningar svo sem:
„Hvað á að segja þeim, sem við
megum ekki vita? Þar hlýtur
að vera eitthvað annað en okkur
er kennt.“
Enda finnst mér að sú fræðsla
sem gengur lengra en svo að
bæði kynin geti hlýtt á það sam
tímis, og hjá hvoru kyninu sem
er, geti varla tilheyrt skólun-
um á skyldunámsstigi.
Meginmál er kunnátta kenn-
arans, persónuleiki hans og
framkoma, en hins vegar ættu
leiðbeiningastöövar um þessi
mál, aö koma til móts við fólk
almennt.
Ein slík stöö er rekin á ís-
landi, og er hún að sjálfsögðu
í Reykjavík, hún tók til starfa
f apríl 1964.
Næsta ár tók þjóðkirkjan við
rekstri stöðvarinnar og forstöðu
maður hennar er sr. Erlendur
Sigmundsson, biskupsritari og
annast hann leiðbeiningastarf,
er mætti kalla sálgæzlu, en pró
fessor Pétur H. Jakobsson, hef-
ur séð um læknisþjónustu stöðv
arinnar frá upphafi og veitir
hann bæði hjónum og ógiftu
fólki læknisþjónustu í þeirra
margvíslegu vandamálum, eink
um þó fræðslu og ráðleggingar
um takmörkun barneigna með
getnaðarvörnum, þar sem heilsu
farslegar, efnahags- og fé-
lagslegar ástæður valda því að
fólk vill geta ráðið því hvenær
og hve ört börn þeirra fæðast
í heiminn.
Rekstrargrunn stöðvar-
innar og starfssvið er nauðsyn-
legt að auka, en allt slíkt er
óráðið. en þess má geta að hið
nýstofnaða Félagsmálaráð
Reykjavíkur gæti orðið hugsan-
legur aðili til samstarfs f þess-
um efnum, en getur að sjállf-
sögöu ekki miðazt aðeins við
Reykjavík, meðan slík þjónusta
er ekki annars staðar á land-
inu.
Auk þess er Æ.S.Í. að gera
frumdrög að tillögum um fyrir-
komulag og efni kynferðismála
fræðslu hér á landi.
Enda er slík fræðsla nokkuð
vand með farin, ef vel á að tak-
ast, eins og raunar öll fræðsla
og þó hún byggist á líffæra og
heilsufræði, þá ber henni tví-
mælalaust að styrkja virðingu
einstaklingsins fyrir sjálfum sér
og lífinu í heild, og móta þannig
ábyrgt hugarfar á grunni heil-
brigðrar skynsemi.
Húsgögn — Útsala
Seljum í dag og næstu daga lítið gölluð hús-
gögn, hjónarúm, kummóður, sófaborð og
fleira. — Opið á sunnudag.
B.-Á.-HÚSGÖGN h/f. Brautarholti 6
Símar 10028 og 38555.
HATTAR
Breyti og hreinsa hatta. Ath. aðeins um
stuttan tíma.
Tjamargötu 3, miðhæð, sími 11904.
Vil kaupa snitt vél
með bökkum fyrir fínt snitti frá 3/8—3/4
tommu.
FJÖÐRIN — Sími 24180.
Staðlaðar
TIELSA oé
JP
INNRÉTTINGAR
□ STAÐLAÐAR
eldhúsinnréttingar henta
í öll eldhús.
□ Með stórinnkaupum og
vinnuhagræðingu getið þér
nú fengið eldhúsinnréttingar
með öllum raftækjum
við ótrúlega lágu verði.
Kynnið yður það nýjasta.
— Hagkvæmir greiðsluskilmálar
Söluumboð fyrir Jón Pétursson húsgagna frarrileiðanda og Tielsa.
ODDUR H.F. umboðs- og heildverzlun
Kirkjuhvoli sími 21718
— Fullkomið sýningareldhús ' Kirkjuhvoli
SBKBSSBBBM