Vísir - 05.07.1968, Síða 1
ISIR
Eitt síldarskipanna, Ásberg RE, siglir út úr Reykjavíkurhöfn, - flest skipanna verða komin á Ieið
á miðin fyrir helgi.
Allur síldarflotinn á austur-
urleið fyrir
— Fáir salta um borð. — Fljótandi
söltunarstöð á leið á miðin
háfuð beint úr nótum skipanna á
miðunum og um borð I söltunar-
skipið. Þetta er nýmæli hér á landi
og verða trúlega fleiri slík skip á
miðunum, auk þess sem saltað verð
ur um borð f fáeinum veiðiskipum
á miöunum. — Færri skip hafa þó
sótt um Ieyfi til söltunar en búizt
var við.
SAS með fullar vélar hing-
að. en tómar til baka
— hefur flutt 795 farþega á einum mánuði. — Virkar örvandi
á starfsemi Fl, segja SAS-menn
• Á þeim rúma mánuði, sem
liðinn er, frá því að SAS hóf
reglubundið áætlunarflug rnilli
Kaupmannahafnar og Reykjavik
ur, hefur félagið flutt 795 far-
þega á þessari leið i fimm ferð-
um. Þessar upplýsingar fékk
VÍSIR í morgun hjá Karsten
Lund, starfsmánni söluskrif-
stofu SAS í Reykiavík. Sagði
hann ennfremur, að flug SAS
hingað hefði haft þau áhrif
hingað til, að flutningar Flug-
félagsins til Kaupmannahafnar
hlytu aö aukazt, því að vélar
SAS hefðu verið fullsetnar hing-
að frá Kaupmannahöfn, en mjög
fáir hefðu farið með félaglnu
til Kaupmannahafnar.
Sagði hann ennfremur, að flug
SAS hingað til lands hefði eng-
in áhrif á starfsemi Loftleiða,
en virkaði örvandi á flug Flug-
m-*- 10. síða
Fyrsta stereo-upp-
takan á íslandi
— Lúðrasveitin Svanur leikur inn á fyrstu
islenzku stereo-hljómplötuna
Fyrir skömmu lék lúðrasveitin
Svanur inn á hljómplötu. Þykja
það eflaust engin sérstök tíðindi,
en öðru máli gegnir meö það, aö
plata þessi er sú fyrsta sinnar
tegundar, sem hljóörituð er f
stereo á Islandi, ef undan er skilin
„stereo“ upptaka Karlakórs Reykja
víkur fyrir fimm árum .
Það eru fimm lög á plötunni og
eru tvö þeirra eftir heiðursfélaga
lúðrasveitarinnar, Karl Ó. Runólfs-
son. Hann var stjórnandi hennar
í 20 ár og er jafnan kallaður ,,mað-
ur hljómsveitarinnar". 28 menn
skipa hljómsveitina en stjórnandi
er hinn kunni trompetleikari, Jón
Sigurðsson. Lúðrasveitin hefur nú
starfað í _38 ár og má segja að
síðasta starfsár hennar hafi verið
það glæsilegasta. Nú eru þeir farn-
ir að halda árlega tónleika og
safna styrktarfélögum og gengið
vel. Eitt af verkefnum sveitarinn-
ar er að taka á móti þeim ungl-
ingum sem koma úr drengjalúðra-
sveitunum, þvf einhvers staðar
veröur sá efniviður að vera.
Upptakan fór fram i húsakynn-
um lúðrasveitarinnar og eru þar
nokkuð frumstæð skilyrði til stereo
upptöku. Það var Pétur Steingrims-
son, sem sá um upptökuna og
tókst honum það vel.
fikti
■ Samningarnir um síldveiðikjör-
in voru samþykktir með yfir-
gnæfandi meirihluta í trúnaöar-
mannaráðum sjómannafélaganna
hér sunnanlands i gær og gátu skip-
in þvf haldiö úr höfn í nótt. Munu
bau verða að tinast út næstu daga,
en nokkur fóru þegar snemma í
morgun.
■ Nokkrir bátar tóku nætur sín-
ar um borð í gær og kostur var
borinn í bátana til þess að hafa
Stórtjón í bruna,
sem hlnuzt uf
íi óvitu
Þrír litlir drengir — sjö til tíu
ára gamlir — urðu valdir að
milljónatjóni í gærkvöldi, þegar
þeir i óvitaskap voru að fikta með j
eldspýtur.
Kveiktu þeir í rusli á geymslu- j
svæði Slippfélagsins vestur á Eiðs-
granda, en eldurinn barst i mikla
tlmburhlaða, sem brunnu tii ösku.
Talið er, að tjónið hafi numiö hátt
á aðra milljón króna.
Það tók heila vakt slökkviliös-
manna meö fimm dælubíla rúmar j
tvær klukkustundir að ráða niður- i
lögum eldsins, sem brann glatt í
þurru timbrinu. Þurfti að rífa sund- !
ur timburstaflana tvo með lyftur-1
um. til 'þess aö komast vel að
glæðunum með vatnið, en slökkvi- |
bill var hafður til taks við bruna- ;
staðinn f nótt, ef ske kynni, að
ek’ur gysi upp aftur í stöflunum.
Þegar lögreglan kom á staðinn,
veitti hún eftirtekt litlum dreng,
stóð álengdar og horfði á eld- '
hafið. Þegar hann var tekinn tali, !
kom í Ijós, að hann hafði verið
upphafsmaður þessa ásamt tveim j
f':iíiLmm sínum. sem hann vísaði á.
allt tilbúiö. Væntanlega veröur all-
ur flotinn lagður af staö á miðin
um helgina.
Engin veiði var á miðunum norð-
austur af landinu í gær, né fyrra-
dag og segja sjómenn, að síldin
standi djúpt, en komi upp á yfir-
borðið, þegar skammt lifir af degi
og dreifi sér, svo að erfitt er að
ná í góð köst, enda bíða fjögur
skip á miðunum og hafa lítinn sem
engan afla fengið enn sem komið
er, eru það Neskaupstaðarbátarnir
Bjartur og Barði, Krossanes og
Guðbjö.rg ÍS.
Síldarflutningaskip eru nú á leið
á miðin, svo og fljótandi söltunar-
stöð. Er þar um borð hópur Akur-
eyrarstúlkna, sem eiga aö salta
síld um borð. Það er Valtýr Þor-
steinsson, Akureyri, sem tók þetta
skip á leigu frá Færeyjum. Það er
800 tonn að stærð og áhöfnin er
25 karlar og konur. Veröur síldin
Faraldur af taugaveikibróð-
Eyjafirði
ur i
— Sjúkdómurinn breiðist út meðal fólks i
sveitinni. — 14 manns hafa veikzt
14 manns hafa nú tekið tauga-
veikibróður í Eyjafjarðarsýslu.
Talaði blaðið við Jóhann Þor-
kelsson héraðsiækni kl. rúml.
ellefu í morgun. Hafði hann þá
fengið niðurstöður rannsókna á
saursýnishornum. Kom í ljós, að
bóndi á Skáldstöðum hafði tek-
ið veikina, 3 bætzt við á Rúts-
stöðum og 4 af Akri, nýbýlinu
frá Rútsstöðum, þar sem veikinn
ar gætti fyrst. Allt þetta fólk
liggur á sjúkrahúsinu á Akureyri
þar sem þeir liggja er grunað
er, að hafi sýkzt.
• Taugaveikibróöurveikin er nú
örugglega aö breiöast út í Eyja-
fjaðarsýslu. Frá Rútsstöðum höfðu
áður þrír tekiö veikina og á Skáld-
stöðum i Saurbæjarhreppi haföi
ellefu ára drengur tekið veikina.
Tveir eldri menn liggja nú
einnig á sjúkrahúsinu á Akureyri
með taugaveikibróður, er annar
þeirra frá Húsavík og hefur legiö
á sjúkrahúsinu um nokkum tíma,
er því talið að hann hafi fengið
veikina Akureyri.
1 dag fer læknir frá landlæknis-
embættinu í Reykjavík norður til
Akureyrar til aðstoðar héraðslækni
»-V 10. =íða
Gras af landi Reykjavíkurborgar næg-
ir til að fóðra bústofn Húnvetninga
— segir Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri
■ Með því að bera áburð á graslendi í landi Reykjavíkur-
borgar og slá það má gera ráð fyrir, að unnt verði að fá 20
— 30 þús. hesta af þurrheyi. Þessar upplýsingar fékk VÍSIR
frá Hafliða Jónssyni, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar í
gær. Sagðist Hafliði gera ráð fyrir, að heyforði þessi myndi
t. d. nægja fyrir bústofn Húnavatnssýslu, meðan bændur þar
rækta jörð sína á nýjan leik. Þessi staðreynd, sem að vísu
er byggð á lauslegum áætlunum, ætti að vekja okkur borgar-
búa til umhugsunar um, nvað við getum gert til að aðstoða
bændur í þeirra erfiðleikum, sem sannarlega snerta alla
þjóðina.
En þetta mál, hvort borgar-
búar geta aðstoöað bændur með
því að nota graslendi borgarinn-
ar til að rækta þar þurrhey, er
ekki jafneinfalt og það lítur
10. síða
T