Vísir - 05.07.1968, Síða 9
Ví SIR . Föstudagur 5. júlí 1968.
9
Á sp/öldum
sögunnar
-•
T síðari lotu frönsku þingkosn-
inganna á sunnudaginn
héldu gaullistar áfram sinni
fruðulegu sigurför, sem svo
aö segja slær öll fyrri
met. Menn héldu, að i þessum
seinni hluta myndi nokkuö draga
úr þeirri sigurhreyfingu, — þeg-
ar hinir almennu kjósendur
hefðu séð í fyrstu lotunni, að
gaullistar væru öruggir um
meirihluta, hyrfi að nýju brott
eins og dögg fyrir sólu sá ótti
við stjómleysi og vandræöa-
ástand, sem greip menn upp úr
stúdentaóeirðunum og verkföll-
unum og þjappaði þeim saman
til gagnsóknar.
En sú varð ekki raunin á.
Þvert á móti varð sigurför og
fylgisaukning gaullista nú meiri
en áður og mokuðu þeir saman
þingsætum, svo nú hafa þeir
sterkari þingmeirihluta, en nokk
um tíma er vitað til að einn
flokkur hafi fengið í langri þing-
ræðissögu Frakklands. Niður-
staöan hefur oröið sú að hinn
svokallaði gaullistaflokkur ræö-
ur nú yfir 300 sætum af 487 á
þingi, sem er rúmur, hreinn
meirihluti, en áður hafði hann
200 þingmenn. En þar við bæt-
ist fylgisflokkur þeirra, sem
Giscard d’Estaing stjómar jók
þingmannatölu sína úr 42 og
upp í 56. Þannig ráða þessir
tveir gaullistaflokkar samanlagt
yfir hémmbil 360 þingsætum en
allir andstöðuflokkar samanlagt
yfir rétt rúmlega 120, svo að
hlutfalliö þama á milli er 3 á
móti 1.
17 g ætla ekki að þessu sinni
að fara mörgum orðum um
hina furðulegu þróun franskra
atjórnmála upp á siðkastið, því
að ég rakti það nokkuð f síð-
ustu grein. En sannleikurinn er
sá, að maður á varla orð til aö
lýsa þessum stórmerkjum,
hvernig de Gaulle hefur líkt og
risiö upp frá dauðum, frá upp-
gjöf og niöurlægingu þar til
hann skyndilega hefur hreykt
sér svo hátt á öldufaldi óstöðv-
andi alþýðuhreyfingar með þjóð
sinni. Enn einu sinni verður að
viðurkenna það, hvort sem
mönnum líkar betur eöa verr,
að þessi aldni jöfur er engum
öðrum líkur. Þetta stórkostlega
meistarabragð hefði enginn get-
aö leikið eftir honum. Og hér
staöfestir hann það að hann
er enn þrátt fyrir háan aldur
langmestur stjómarskörung-
ur Evrópu í dag og sennilega
þð leitað væri um allan heimr,
— það stenzt enginn samjöfn-
uð við hann.
Þó nokkuð af kosningafylgi
gaullista stafi af hreinni og
fölskvalausri hylli þjóöarleið-
togans. hljótum við að gera okk
ur grein fyrir, að þessi mikli
sigur er þó ekki unninn ein-
ungis á grundvelli persór\ulegr-
ar aðdáunar á honum. Það sem
hér hefur gerzt er þvert á móti.
að milljónir manna, sem áður
höfðu jafnvel illan bifur á hon-
um, hafa streymt inn í þá miklu
þjóðarfylkingu, sem hefur sam-
einazt hér til að tryggja lt5g
og reglu og lýsa fordæmingu
sinni á stjórnleysinu og stiga-
mannahegðun þeirri sem fram-
kom í í róstunum í París. Það
er til dæmis greinilegt aö urm-
ull verkamanna hefur að þessu
sinni yfirgefið kommúnista og
vinstri flokkana og er það að-
ferð þeirra til að mótmæla verk-
fallsbröltinu sem forusta verka-
lýösfélaganna beitti sér fyrir.
Þaö er ljóst af þessum úrslit-
um, aö það hefur aöeins verið
fremur fámenn haröskeytt
verkalýðsforusta sem haföi sig
í frammi í verkföllunum og gat
beitt völdum sínum og trúnaöi
til þess að lama allt atvinnulíf
Iandsins, þvert ofan í eiginlegan
vilja hins vinnandi fólks. Kosn-
ingaúrslitin nú eru alvarleg
sönnun og aðvörun þess, hvern-
ig félagssamtök þeirra hafa ver-
iö misnotuð í hefndalöngun met-
orðagjarnra verklýðsleiðtoga.
[ þessum kosningum lækkaði
þingmannatala kommún-
ista um meira en helming, úr
73 þingsætum niöur í 34. Var
því veitt mikil athygli hvemig
frambjóðendur gaullista felldu
hvern kommúnistann á fætur
öðrum f fjölbyggöum verka-
mannahverfum Parísarborgar.
Og það vakti ekki síður athygli
að frambjóðandi gaullista René
Capitant dómsmálaráðherra
landsins, sem stjómaöi aðgerö-
um lögreglunnar í París á sín-
um tíma, var kosinn með yfir-
gnæfandi meirihluta. Merkileg-
ast var að kjördæmi hans var
einmitt Latínuhverfið í grennd
viö Sorbonne-háskóla, þar sem
stúdentaóeirðimar höfðu orðið
mestar. Skyldi búa þess
ekki hafa verið farið aö klæja í
lófana eftir því að sýna álit
sitt í atkvæöagreiðslu á því
framferöi þegar borgarhverfi
þeirra var breytt f uppreisnar-
bæli og bifreiðir þeirra teknar,
brenndar og hlaðið upp f virkis-
veggi? En af 31 þingsæti f Par-
ísarborg, sem nú var keppt um,
hlutu gaullistar 30.
Ömurlegast var fylgistap hins
svokallað Vinstri-sambands, en
þingmannatala þess hrapaði úr
118 í 57. Þar þykir það einna
mestur vábrestur f samtökun-
um, aö sjálfur Mendés France
náöi ekki kosningu í Olympíu-
borginni Grenoble, sem löngum
hefur þótt vinstrisinnuö. Þaö
var gaullisti Jeanneney að nafni
sem felldi hann, að vísu meö
litlum atkvæðamun, aðeins 150
atkvæðum. Á sömu leið fór i
Marseille, sem löngum hefur
verið talin róttækust og vinstri
sinnuðust franskra borga. Þar
náði sósíalistinn Defferre, fyrr-
verandi borgarstjóri að vísu
kosningu, en aðeins með 50 at-
kvæða meirihluta.
Þar var af sem áður var, að
hann var svo aö segja alls
ráðandi í borginni og þótti á
sínum tíma vænlegt forsetaefni
í kosningum á móti de Gaulle.
De Gaulle forseti að greiða atkvæði í frönsku þingkosningunum.
Og tveir samstarfsmenn hans
töpuöu nú kjördæmum sínum
í Marseille fyrir gaullistum
Enn var sömu sögu aö segja af
Mitterand, aö hann rétt skreiö
inn í sínu gamla kjördæmi. Eft-
ir þennan ósigur ér svo . mikil
óeining komin upp i þessú
vinstra sambandi, að talið er,
að það muni nú leysast upp í
sína frumparta, fjölmarga ó-
samstæða klíkuhópa, sem eru
þar með hættir að vera nokkuð
pólitfskt afl í Frakklandi.
J Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins síðastliðinn sunnu-
dag er farið mjög háðulegum
orðum um de Gaulle forseta og
hlutverk hans. f sögu Frakk-
lands. Þar segir m. a. á þessa
leið:
„De Gaulle hefur óneitanlega
sýnt sig vera einn slungnasta
valdstreitumann nútímans.
Hann átti vafalaust verulegan
þátt í því að bjarga sjálfsvirð-
ingu Frakka eftir síðari heims-
styrjöldina, en því miður að
verulegu leyti á fölskum forsend
um. Gangur styrjaldarinnar
heföi í öllu verulegu orðið hinn
sami, hvort sem de Gaulle kom
til eöa ekki. Það er m. a. s.
harla ólíklegt, 'að hann hefði
flýtt frelsun sjálfs Frakklands
um einn dag.“
Ég er ekki vanur því, aö
hefja hér upp deilur við grein-
arhöfunda í öðrum blööum. En
svo einsýn og ósanngjörn lýsing
er hér dregin upp af hlutverki
de Gaulles f heimsstyrjöldinm
að ég get ekki oröa buridizt.
Tek ég þó aðeins hér upp lít-
inn hluta af ummælunum, en
annað er þar í svipuöum tón.
Þegar sagt er að de Gaulle hafi
ekkert flýtt fyrir frelsun Frakk-
lands og ekkert gagn gert í
styrjöldinni, þá er litið afar ein-
hliöa á málið. Þar er þeirri
staöreynd stungiö undir stól, að
Bandamenn hefðu getaö fært
sér styrk hans betur í nyt en
þeir gerðu. Þaö er eitt ömurleg-
asta dæmið af mörgum um þaö,
hvílíkt mein hefur oft orðiö af
v.?Pþ9 j<}ángu,. L •. upplýs-
inguip og misskilningi Banda-
ríkjdmanria af evrópskum mál-
efnum. Hinir bandarísku stjórn-
arherrar hugöu á samstarf við
Pétain marskálk og Darlan að-
mírál og aöra þvílíóa landssvik-
ara og hirtu jafnvel ekki um
það, þó að þeir' heföu þjónað
nasistum með gyðingahandtök-
um og nauöungarflutningum.
|~|g það verður að teljast óve-
v fengjanleg söguleg staö-
reynd, að með óskiljanlegri
stirfni sinni og fjandskap i garð
de Gaulles, höfnuðu Bandaríkja-
menn því sjálfir, að komið væri
á fót hinum þriðja stórveldaher
bandamanna í vestri, skipuðum
frönskum hermönnum og útlög-
um. Ef þeir hefðu kunnað að
meta de Gaulle réttilega, er
líklegt að þeir hefðu getað stytt
heimsstyrjöldina um marga mán
uöi, ef til vill heilt ár og spar-
aö Evrópu þannig ómælanlegar
þjáningar og blóðsúthellingar.,
Þetta er svo sem ekkert ein-
stakt fyrirbæri og má vel vera
að sams konar mistök f vali á
valdamönnum eigi sinn þát.t í
erfiöleikum Bandaríkjamanna í
Víetnam.
Annað í þessum greinarstúfi
í sama dúr, hef ég ekki rúm til
að ræða hér, en aðalatriðiö er
að það er þýðingarlaust einsýni
að imynda sér, aö hægt sé að
þurrka út hlutverk de Gaulles
í Evrópu eða kalla það allt
einskisnýtt. Maðurinn hefur
unnið þvílík þrekvirki og orðiö
slíkur bjargvættur þjóðar sinnar
á vandræða og örvæntingartim-
M-*- 13. síöa.
IESEHDDR
DDIDDRDHI:
Fótabúnaður lögreglu-
manna og tízkunefndin
Þórir heimsborgari skrifar
blaðinu m. a. eftirfarandi um
fótabúnað lögregluþjóna:
Lengi hefur mig langaö til aö
stinga niður penna til að vekja
athygli á því mikla ósamræmi,
sem virðist ríkja í sambandi við
fótabúnað Iögregluþjóna. Ein-
kennisbúningurinn er nokkurn
veginn samræmdur, utan hvaö
sumir telja sér skylt aö ganga
með hvíta samkvæmishanzka og
ráðherratrefla, en aftur á móti
kemur þaö „an upp á“, hvort
lögregluþjónar ganga í brúnum
skóm ellegar svörtum burstuð-
um eða óburstuðum, klossum
eða ballskóm. Væntanlega gæti
tízkunefnd lögregluþjónafélags-
ins haft samráð um það við*
einhvern stþrkaupmanninn, að
kaupa inn hæfilega stór partí
af skóm fyrir allt liðið, svo aö
þessi einstaka sveitamennska
víki sem fyrst af götum borgar-
innar.
Vanstillt umferðarljós.
Umferðin verður mönnum
nær óþrjótandi umræðuefnl og
flest bréf sem blaðinu berast
eru frá mönnum, sem kalla sig
reiðan vegfaranda, ökumann o.
s. frv. Hér er bréf frá einum
reiðum:
Hvernig er það meö þessa um-
ferðarmálasérfræðinga Reykja-
víkur? Kunna þeir ekki aö stilla
umferðarljós? AÖ minnsta kosti
er eitthvað bogið við stillingu
þeirra á þeim nýju ljósum, sem
sett voru upp er H-umferðin tók
gildi. Sérstaklega er þetta áber-
andi með þau Ijós, sem leyfa
v-beygjur á Miklubrautinni, svo
og með ljósin á horni Kringlu-
mýrarbrautar og Suöurlands-
brautar. Þar má oft sjá langa
röð bifreiða. Hvað veldur? Voru
athuganir sérfræðinganna fyrir
stillingu ljósanna ef til vill ekki
nógu yfirgripsmiklar eða drógu
sérfræðingamir rangar ályktanir
af þeim?
1^1
Aldrei ný ýsa.
Kona við sjávarsíðuna skrifar: .
Ég vil gjarnan koma á fram-
færi kvörtun til fisksalanna.
Ég hef búiö hér í Reykjavík i '
nærri tíu ár og það vill svo til
að í nágrenninu eru einar þrjár
fiskbúðir. Eigi að síður get ég
varla sagt að ég hafi fengið
nýjan fisk nema með höppum
og glöppum allan þennan tfma.
Það virðist verp alveg sama
hvaða árstími er og hvort lítið
fiskast eða mikið. Það eina sem
fisksölumar hafa upp á að bjóða
er saltfiskur, kæst skata, reykt-
ur fiskur, eða f bezta' tilfelli
frystur.
Við hér á blaöinu getum ekki
alveg verið sammála um að
aldrei fáist ný ýsa í sumum fisk-
búðunum. Það er verulegur mur.
ur á þjónustu hinna ýmsu fisk-
búða og getum við þvi ráðlagt
„konu vlð sJávarsföuna" að leita
fyrir sér f annarri ffskbúð.