Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 2
2 V1 S IR . Laugardagur 13. júlí 1968. v — segja Hljómar sem eru á f'órum til Bandarikjanna Þaö þarf ekki aö kynna les- endum síðunnar hina lands- frægu Hljóma frá Keflavík. Þeir hafa sýnt þaö og sannaö, aö þeir eru okkar langbczta unglinga- hljömsveit og hefur þaö komiö bezt fram í skoðanakönnunum sem veriö hafa oc hinum geysi- legu vinsældum þeirra. Eftir aö þeir endurhcimtu söngvara sinn, Engilbert Jensen hafa þeir leikið inn á hljómplötur, sem fáar eiga sér líkar, hvað vinsældir snertir HVERJIR ERU BEZTIR? Táningasíðan hefur ákveðið að efna til skoðanakönnunar meðal lesenda sinna. Verður les endum gefinn kostur á að velja bezta söngvarann, beztu hljðm- sveitina- og bezta hljóðfæraleik- arann hvern á sínu sviði. Ekki er að efa að marga fýsir til að taka þátt í slíkri keppni og eiga svörin að berast fyrir miðviku daginn 24. júlf n.k. Utanáskriftin verður: Dagblaöið VÍSIR, Laugavegi 178, Reykja- vik. Hljómum hefur nú verið boðið til Bandaríkjanna og hafa þeir þegið boðið. Vegna þessarar ferö ar þeirra félaga náðum við tali af þeim Gunnari Þóröarsyni og Engilbert Jensen. — Hvenær farið þið utan og hvar munuð þið skemmta? — Við förum 19. ágúst til London til að leika inn á 12 laga plötu fyrir SG-útgáfuna og kom um siðan strax heim aftur að því loknu. Til Bandaríkjanna förum við svo 1. september og munum viö skemmta í Illinois fylki, en við erum ráðnir til tveggja mánaða, en sá tími verður framlengdur ef við stöndum okkur vel. — Hvað verða mörg lög eftir þig Gunnar á væntanlegri plötu? — Ja, þau verða fimm, ef til vill sex. Við segjum bara fimm því fleiri eru ekki tilbúin. — Hefur hljómsveitin ekki fengið liðsauka? — Jú, við höfum fengið Shady Owens, sém áður söng meö Óðmönnum og Gunnar Jökul, sem iék áður á trommur f Flowers. Breytist því hljóm- sveitin þannig að Engilbert snýr sér aðallega að söngnum með Shady. en hann mun jeika á bassa. ef Rúnar syngur. - Haldið þið að breytingar þessar falli í góðan jarðveg hjá öllum? — Jú, við erum a.m.k. mjög ánægðir sjálfir en þó erum við ásakaðir fyrir, að hafa skemrnt þarna tvær hljómsveit ir. Þegar okkur var boðið út, var ekki reiknað með að við kæmum nema fjórir, en við buðum Shady og Gunnari að ganga í lið með okkur og tóku þau boðinu strax. Við teijum þetta geta aukið fjölbreytnina hjá okkur að mun en ekki að viö ætluðum að sprengja þarna tvær hljómsveit ir, eins og við erum ásakaöir, fyrir. — Á hvernig stöðum munuð þið skemmta í Bandaríkjunum? — Við skemmtum aðallega í menntaskólum og einnig í næt urklúbbum. Við fáum ekki nema 15 daga frí í þessa tvo mánuði, þannig að við fáum nóg að gera. Einnig ætlum við að leika inn á tveggja laga plötu ytra fyrir erlendan markað og verða þá Shady og Gunnar með, eins og á hæggengu plötunni, sem við leik um inn á f ágúst. — Þurfið þið ekki að breyta eitthvað lagavali fyrir utanferð ina? — Jú að sjálfsögðu. Við verð um að hafa fleiri soul-lög, þvi að þau eru það vinsæl í Banda- ríkjunum. Að öðru leyti erun við með miklu fjölbreyttari dag skrá en áður. Á hverju kvöldi sem við leikum, er ráðgert að hafa 45 mínútna „show“ áður en dansinn hefst. Einnig verðum við með orgel og nú höfum við sex raddir uppá að bjóða. — Hvernig finnst ykkur að spila fyrir íslenzka unglinga? — Alveg sérstaklega gaman. Þeir virðast kunna að meta þá tónlist sem við leikum. — Eruð þið ekki orðnir leiðir á þessari bítlamúsik? — Nei, nei áhuginn er alltaf að aukast: Svo er það ekki verra, að samstarfið hefur alltaf verið sérstaklega gott og aldrei verið betra en einmitt nú þeg- ar viö erum orðin sex. Enski söngvarinn Engelbert Humperdinck, sem nýlega hefur slegið enn einu sinni í gegn hefur nú séð sinn stærsta draum rætast. Hann hefur fengið sér Rolls-Royce bifreið og kostaði hún „aðeins“ eina milljón. Hann hefur alltaf óskað sér að eignast slfka bifreið, síðan hann söng ’.agið „Release me“. sem allir kannast við. Hann er nú kom - inn í 16 vikna sumarleyfi og æti ar óspart að nota nýja vagninn. Einnig hefur hann iátið svo um mælt, að næst fái hann sér flug vél óg verði þáð fljótlega- — Reynið þiö að lfkja eftir einhverri erlendri hljómsveit? — Nei, við höfum alltaf reynt að skapa okkar sjálfstæöa stfl, því að annars værum við löngu hættir. Við þökkuöum þeim félögum fyrir spjallið og að lokum má geta þess að Hljómar koma fram í siðasta sinn fyrir utanferðina í Saltvík 17. ágúst n.k. Hinni heimsfrægp pop-hljóm sveit, The BEE GEES, var fyrir | skömmu boðið að koma fram í | kvikmynd, með ekki ófrægari fi leikurum en Kirk Douglas, Tony Curfis og Ann-Margret. Þeir I áttu að fá í sinn hlut sem svarar ' 850 þúsundum á mann, en þeir neituðu. Þeir sögðu, að þeir t væru ekki komnir í þennan _ heim til að leika néín aukahlut | verk. Við viljum heldur ekki að fólk fari að lita á okkur sem | einhverja kvikmyndaleikara. Við erum hljómlistarmenn og v'-'ð er alveg nóg. ÚR HINUM OG ÞESSUM ÁTTUM VINSÆLD AUSTINN SVÍÞJÓÐ: 1« (1) Things, Dean Martin og Nancy Sinatra. 2. (2) Honey, Bobby Golds- boro. 3. (9) Happy Birthday Sweet Sixteen, Flamingokvint- etten. 4. (4) Sleepy Joe, Herman's Hermits. 5. (3) Simon Says, 1910 Fruit- gum Co. 6. (6) Young Girl. Union Gab. 7. (5) Captain of your Ship, Reparata and the Delrons 8. (-) Blue Eyes, Don Part- ridge. 9. (8) Mrs Robinson, Simon og Carfunkel. 10. (-) May I take a giant Step, 1910 Fruitgum Co. DANMÖRK: 1. (2) Lille sommerfugl, Björn Tidmand. 2. (1) Lille sammerfugl, Marih- ini Kvintetten. 3. (3) Jumpin* Jack Flach, Rolling Stones. 4. (6) Young Girl, Union Gab. 5. (8) Lazy Sunday, Small Faces, 6. (4) Gyngerne og karrusell- en, Preben Uglebjerg. 7. (9) Rivej Deen Mountain High, Annisette og Dandy Swingers. 8. (5) What a Wonderful World. Louis Armstrong 9. (-) Baby Come Back, Equals 10. (-) Vi skal gá hánd f hánd, Keld Heick. ÍSLAND: 1. (2) Sleepy Joe, Herman‘s Hermits. 2. (1) Simon Says, 1910 Fruit- gum Co. 3. (-) A man without love, Engelbert Humperdinck. 4. (-) Hurdy, gurdy man, Donovan. 5. (-) Lazy Sunday, Small , Faces. 6. (6) Baby Come Back, Equals 7. (8) Undarlegt með unga menn. Rúnar Gunnarss. 8. (3) Young Girl, Union Gab. 9. (-) Helule, Helule, Tremel- oes 10. (7) Ein á ferð, Sigrún Harð ardóttir •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.