Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 1*3. júlí 1968. 9 Kappkostum að koma sterkustu skák-1[®® ITO mönnum okkar á framíæri “ Segir Guðmundur Arason, forseti Skáksambands Islands. — Stór- viðburðir framundan hjá islenzkum skákmönnum. □ íslendingar eru skákþjóö, á því Ieikur ekki vafi. Þetta sýndi meðal annars hin mikla aðsókn aö stórmótinu í vor. Skákáhuginn hefur farið stórum vaxandi síðustu árin. Eitt Iítið dæmi þar um er fundarsóknin á aöalfundi Skáksam- bandsins í vetur, en þar mættu 56 fulltrúar frá 12 félögum víös vegar af landinu. 1965 voru þeir 15 frá 12 félögum. □ Ég held að skáklífið hafi tekið mjög drjúgan fjörkipp viö Kúpumótið og hinn eftirtektarverða árangur íslenzku skákmannanna þar. Stórmótin, sem haldin hafa verið hérna, hafa líka haft sitt að segja. Þetta var hið þriðja í vor. Þau hafa tekizt mjög vel. Og þaö mikilsverðasta við þetta er, að þetta er ekki bóla, sem þýtur upp og hjaðnar. Við eigum að geta haldið þessu striki, ef rétt er á málúm haldið. Jjetta sagði Guömundur Ara- son, forseti Skáksambands- ins meðal annars, þegar Vísir hitti hann nýlega að máli til þess að ræöa um hina öru þró- un skáklistarinnar og ýmsa merka viöburöi, sem framundan eru í skáklífinu hér. — Þetta ár er þegar orðið merkisár í sögu skáklistarinnar hér á landi, en þó eru ekki nærri öll kurl komin til grafar og nú beinist hugurinn meöal annars að næsta Ólympíumóti i Sviss í haust. — Svo við víkjum að stór- mótinu í vor? Eftir því sem ég kemst næst, segir Guðmundur, vaknaði hugmyndin að slíkum alþjóðleg- um stórmótum fyrst í hófi sem haldið var til heiðurs Inga R. í sept. ’63, en hann var þá ný- bakaður alþjóðlegur meistari. Ásgeir Þór Ásgeirsson, þá- verandi forseti S. I. reifaði þá tillögu um aö haldið yröi al- þjóðlegt skákmót hér í Reykja- vík annað hvert ár. — Til þess yrði meöal annars stofnað meö það fyrir augum að mótin veittu skákmönnum okkar tækifæri til þess að vinna sér alþjóðleg meistararéttindi. Fyrsta Reykja- víkurmótið var svo haldið 1964 og þar kepptu meðal annarra Tal fyrrverandi heimsmeistari og Nína Gabrindasvili þáverandi heimsmeistari .kvenna. Þetta mót var haldið ,f minningu hins þjóðkunna fræðimanns og -skák snillings Péturs Zophoniassonar. Eftir stórmótið 1966 varð það að samkomulagi milli Skáksam- bandsins og Taflfélags Reykja víkur að annast þessi mót til skiptis og í vor var komið að Taflfélaginu. Stúdentaskákmótin prófsteinn á styrkleika Ungu skákmann- anna. — Og svo stendur fyrir dyr- um mikil orrahríð hjá íslenzku skákmönnunum? — Já Islenzka skáksveitin er farin utan til þess aö taka þátt í 15. heimsmeistaramóti stúd- enta. Tuttugu og fjórar sveitir hafa þegar tilkynnt þátttöku í þessu móti og má búast við að þær veröi fleiri. — Þessi stúd- entaskákmót eru öröin mikil- vægur liöur í að kanna styrk- leika yngri mannanna og skák- sambönd allra landa taka mikið mark á þeim í því tilliti. Það hefur tekizt mjög ánægju ieg samvinna milli Skáksam- bandsins og Stúdentafélags Há- skólans um skipulag á þessu móti. - cg það tel ég mjög mikilsvert.: — Einn íslenzku keppendanna í stúdentasveit- inni heldur svo áfram keppnis- för sinni, að stúdentamótinu loknu. Það er Haukur Angantýs son. Hann mun fyrst keppa á skákmóti unglinga, (undir 20 ára aldri ) í Danmörku i því móti taka þátt unglingar frá 13 þjóð um. Síðan fer Haukur til Tallin í Eistlandi og tekur þátt í keppni milli unglinga frá Norð- urlöndunum cg Sovétríkjunum. — Þetta veröur því alls 1l/2 mán aðar skákför hjá Hauki. Ég hef trú á að stúdentasveit in okkar standi sig vel. Þeir eru í góðu formi eftir veturinn og stórmótið í vor. Nú um helg'ina hefst hér í Reykjavík mót norrænna bif- reiða- og sporvagnastjóra á veg um Taflfélags Hreyfils. Þar veröa 19 keppendur frá ísl. og 15 frá hinum Noröurlöndunum. — Hreyfilsmenn hafa alla tíð staðið sig mjög vel í þessum mótum — oftast unnið þau. VIÐTAL DAGSINS Tólf æfa fyrir ólympíumót . Svo eru æfingar hafnar fyrir ólympíuskákmótið sem hefst í Sviss, seinnipartinn í október og stendur fram í nóvember. — Þessar æfingar fara fram í húsa kynnum Skáksambandsins. Friö- rik Ólafsson stjórnar þeim. — Tólf menn hafa veriö valdir til --------- , V ,, J . Guðmundur Arasoh. þessara æfinga, en endanlegt val -ólympíuliðsins veröur að vera ákveðiö 31. júlí. — Æf- ingarnar hafa , farið fram einu sinni í viku til þess aö byrja með, en Friðrik mun taka á- kvöröun um það, hversu þeir herða æfingarnar, þegar nær dregur mótinu., — Hvernig gætir þú hugsað þér aö íslenzka ólympíuliðið yrði sterkast skipað? — Ja, ef ég ætti að setja upp óskalista þá mundi ég kjósa 5'riörik á fyrsta borð að sjálf- sögðu, Inga R. á annað borð, Guðmund Pálmason á þriðja og Guðmund Sigurjónsson á fjórða. Til þess að auðvelda störf Skáksambandsins, sem gerast nú æ umfangsmeiri, höfum við Skákáhugi hefur aukizt mjög meöal unglinga. nú ráðið til okkar framkvæmda stjóra, Þórir ólafsson hefur orð ið fyrir valinu. — Hann hefur það að vísu að aukastarfi, en við gerum okkur vonir um að með þessum starfsmanni get- um við aukiö samskipti sam- bandsins viö félögin úti um land. Þau hafa orðiö of mikið út undan hingaö til. Það þarf að gera meira af þvf að senda skákmeistara út um land og þ. u. 1. Til fjáröflunar höfum við svo hugsað okkur að koma af stað happdrætti. Við munum meðal annars senda félögunum úti á Iandi miða, meiningin er að þau fái 40% af sölunni til styrljtar sinni starfsemi. Þetta fyr- irtæki fer sennilega af stað f ágúst. Auk þess munum við svo koma af staö firmakeppni fyrir Ólympíumótiö til þess aö afla fjár til þess, en þetta var gert með góðum árangri fyrir síðasta Olympíumót. BorgarbókasafniO gengur f lið með skákmönnum. Skáksambandið hefur nýléga gert dálítið merkilegan samn- ing viö forráöamenn Borgarbóka safnsins um útvegun skákrita til safnsins. Við höfum sent safn- inu óskalista yfir merkar skák- bækur, sem safnið mun síðan panta og hafa til útlána. — All- ar þær bækur sem við lögðum mesta áherzlu á að yrðu fengn- ar eru væntanlegar í haust. Þetta er viöleitni í þá átt að gefa efnalitlum skákmönnum tækj- færi til áð stúdera skák. Skák- árahgur byggist alltaf meira og meira á slíkri kunnáttu. Það heyrist orðið miklu minna um undrabörnin í skáklistinni en áð ur var. — Menn hafa samt sem áður misjafna skákhæfileika eins og gefur að skilja, en þeir duga ekki einvöröungu. — Þetta leiðir svo af sér að menntamenn hafa miklu betri aöstööu til að kynna sér nýjungar vegna þess að þeir hafa betri aðgang að er- lendu skákritunum. Kann svo að fara að menn á borð við Friðrik verði ekki til- viljun einvörðungu. — Erum við í betri aðstöðu nú en áður til þess að fylgjast með á alþjóðavettvangi? — Aöstaðan hefur gerbreytzt frá því sem var. Það er kapp- kostað að koma okkar sterkustu skákmönnum á framfæri og við eigum aö geta náð góðum ár- angri ef forysta skákmála er vel uppbyggð. — Eigum við einhverja von í öðrum manni eins og Friörik Ólafssvni? — Það var tilviljun aö skák maöur eins og Friðrik skyldi koma upp hjá svo lítilli þjóö. Viö getum varla búizt við öör- um slfkum alveg á næstunni. En ef þessi þróun heldur áfram kann svo að fara að skákmenn eins og Friðrik verði ekki það sem við getum kallað tilviljun eingöngu. — Er okkur svo einhvers virði, svona frá þjóðhagslegu sjónarmiði séð, að eiga blómlegt skáklíf og góða skákmenn? — Ég held að fólk geri sér ekki fulla grein fyrir því hversu mikils virði það er að eiga nafn í skákheiminum, sem Friðrik Ö1 afsson er. Hann er þaö sem Al- bert Guömundsson er í knatt- spyrnuheiminum. — Við getum ekki búizt við aö fá slíka menn fram á sjónarsviðið nema með almennum áhuga og öflugu skák lífi. J. H. ao pessu smni íögöum v-o leið okkar til nokkurra þekKtra Reykvíkinga og lögðum fyrir þá spurninguna: Hvernig eyðið þér sum- arleyfinu? Ómar Ragnarsson, skemmti- kraftur: Ef ég á þess nokkurn kost að taka sumarfrí, fer ég alltaf norður í Langadal til að moka hrossataö, en nú skellti ég mér vestur á Langasand til að moka ,,gúmmítað“. I \ ' '■ ''' ■ Sr. Árelíus Nfelsson: Á sama hátt og undanfarin þrjú sumur. Ég fer stutta ferð til annarra landa til að kynna mér eitt- hvað, sem oröið gæti til bless- unar hér, þeim sem lifa í skugg- anum. Þannig finnst mér aö ég geti borið sólskiniö úr Sumar- leyfi mínu til annarra. Gunnar Eyjólfisson, leikari: Ég er nú bóndi austur í Ölf- usi í sumarleyfinu. Ég hef þar nokkur hross og nokkrar kind- ur, og er yfirleitt við búskapinn í flestum frfstundum mínum. Ég geri þetta til að geta verið úti við. Ég geri ráð fyrir, að geta byrjaö slátt í næstu viku. Jón Múli Árnason, útvarps- þulur: Ég fór upp í Borgarfjörö og málaði kirkjuna á Stórási. Búinn að mála kirkjuna og bú- inn meö sumarfríið. Markús Örn Antonsson, sjón- varpsfréttamaður: Ég vinn i þessu sumárleyfi. Er búinn að ráöa mig hjá feröaskrifstofu einni hér í borginni og vinn að móttöku ferðamanna. Hef engar áætlanir eins og er um sumar- leyfi, nema ef til vill í haust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.