Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 4
ÞVINGUÐ TIL AÐ GIFTAST GEÐ- TRUFLUÐUM BARNSFÖÐUR SfNUM Sjónvarpsstjarnan Roger Moore öðru nafni „The Saint“ hlaut Don Quixote verðlaunin í ár, sem vin- sælasti erlendi leikarinn á Spáni. Við afhendinguna lét Roger svo ummælt, að skemmtilegra hlut- verk en „The Saint" fengi hann ekki í bráð. Hann hefði haft á- huga á hlutverkinu frá upphafi og ekki hefði skemmt neitt fyrir sú upphæð, sem hann hefði fengið fyrir þættina. * í Bandaríkjunum þykjast lækn ar hafa fundið upp efni, sem breyta muni svertingjum í hvíta. Er hugmyndin, að hafa þetta efni í pillum og eiga þær að verða al- veg bragðlausar. Mál þetta hefur að undanförnu verið mjög mikið rætt og segja andstæðingar, að þetta hafi mjög skaðleg áhrif á líkamann og jafnvel deyði menn. En afdrifaríkast hefur þó verið, að enginn svertingi hefur feng- izt til, að fullprófa efnið. Svert- ingjarnir segja: Við höfum engan áhuga á því að breyta litarhætti. Þið getið alveg eins fundið upp efni, sem breytir hvitum mönnum í svarta. Og þar stendur hnífur- inn i kúnni. Hin átján ára gamla ástralska Beryl Mellish var á miðvikudag- inn þvinguð til að giftast geð- trufluðum barnsföður sínum. Hann ók með hana og ellefu vikna gamla dóttur þeirra til næsta prests og hélt riffli við höfuð hennar ,unz vígslan var yf- irstaðin. Brúðguminn, sem er 23 ára gamall, hefur nú í þrjá daga haldið þeim í afskekktum kofa og segist drepa þau, ef lögreglan reyni að ná sér. Hann er sagöur hafa truflázt algjörlega er lögregl an hóf leit að honum fyrir skömmu, en hann var ákærður fyrir bílþjófnað. Bíður lögreglan nú í ofvæni eftir því að ná tök- um á honum og telja menn að innan skamms nái geðtruflunin há marki og hann gefi sig fram. Þó er ekki hægt að segja um það með neinni vissu né hve lengi Beryl og dóttir hennar halda þetta út. Apinn stendur sig! Það eru ekki allir sem hafa það eins gott og hann Clew litli í Englandi. Sá sem gætir hans daglega, er api í eiginlegri merk- ingu. Foreldrar Clews vinna bæði úti og treysta Bugzie, en svo er apinn nefndur, fullkomlega við gæzluna. Ekkert hefur komið fyrir Clew, enda er hann kysst- ur mest allan daginn og þarf ekki yfir neinu að kvarta. Er mjög ótrúlegt að nokkur gæti barns, eins vel og Bugzie gerir. Vinsælar sýningar íslendingar virðast hafa mikið i dálæti á sýningum oe er það að mörgu leyti ágætt, því sýn- ingar bregða upp fróðleik á ýmsum sviðum. Hver sýningin rekur aðra á mörgum sviðum. Þó eru það málverkasýningarn- ar sem skyggja á flest annað, þvf varla líður sú vika, að ekki standi yfir málverkasýning í höf uðborginni, og stundum jafnvel tvær. Sýnir þetta mikinn áhuga é myndlist, þvf það kennir margra grasa f þeirri Ustgrein, sumra iafnvei mjög einkenni- legra, en flestra umhugsunar- verðra fyrir einhverra hluta sakir. Nú stendur yfir málverkasýn ing, sem skyggir á allar fyrri- sýningar, enda sýndar myndir gesti, svo sjá má á þvi, hve Það er mikil aðsókn að sýn- Kjarval er þungur á metunum. ingum, sem laöa að sér fjórð- Og svo eigum við í vændum ung þjóðarinnar ekki sízt, þeg- meistarans sjálfs, Jóhanncsar Kjarvals. Aðsókn er nú komin yfir fimmtíu þúsund, sem mun elnsdæmi um málverkasýningu. Hin ný-afstaðna stórsýning, ís lendingar og hafið, mun h^fa lað aö til sfn um sextiu þúsund enn eina stór-sýningu, en bað er ar það skeður með stuttu milli- Landbúnaðarsýningin, svo aug- ljóst er, að meðal okkar blómstra sýningar með þvílík- um glæsibrag, að ekki er hægt að merkja, •’.ð svartsýni ríki, né neiris konar afturkippur. bili, eins og nú hefur átt sér stað. Það er óskandi að slík gróska rfki áfram. Glæsibragur Það er óvenjuiegur glæsibrag- ur yfir stórgjöf Ásbiarnar ÓI- afssonar, en hann skenkir Biafra söfnun Rauða krossins hvorki meira né minna en tvær millj- ónir króna til skreiöarkaupa. Ekki er að efa, að hin glæsi- lega gjöf Ásbjarnar mun seðja marga hungraða munna. Það er þvf meiri glæsibragur yfir gjöf Ásbjamar, að ýmsir berjast í bökkum á sama tfma sem Ásbjörn tckur á sig slíkar fómir. Þetta glæsilega framlag vekur í senn undrun og aðdáun, og ætti þessi gjöf að verka hvetj- a " á aðra aðila að láta einnig nokkuð af hendi rakna til þess arar mikilvægu söfnunar. Þrándur i Götu. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.