Vísir - 13.07.1968, Síða 7

Vísir - 13.07.1968, Síða 7
V1SIR . Laugardagur 13. júlí 1968. KIRKJAN Odr ÞJÓÐIST Sjá, ég er með þér... " ■ ' n T fyrstu Mósebók, 28. kap. segir frá draumi Jakobs í Betel, er Guð birtist honum og sagði við hann: S já, ég er með þér og varð veiti þig hvert sem þú ferð... Nú um hásumariö er mikið um ferðalög hjá okkur íslending- um. >au hafa aukizt mikið með ári hverju með bættum sam- göngum og betri efnahag.Sífellt fjölgar þeim, sem geta veitt sér það, að taka sig upp frá heimrli sínu, yfirgefa önn hversdagsleik- ans og njóta þeirrar hressandi tilbreytni sem felst í því að sjá nýja staði, skoöa fagurt Iandslag á kærum æsku- slóðum, finna fjarlæga ætt- ingja eða kynnast nýjum mönnum í hópi samferðafólks. En því aðeins nær nú ferðin til- gangi sínum að hún gangi slysa og áfallalaust og heim sé ekiö heilum vagni I ferðalok. — Und- ir þvf er allt komið. Mikið er aö því gert. að hjálpa mönnum og Ieiðbeina á þessu sviði, og hvetja þá til að forðast hættuna og koma í veg fyrir slys. Þeirri hvatningu hefur verið vel tekið. Hún hefur borið blessunarríkan árangur. •— En hér má einskis láta ófreistaö. Hér rfður á svo miklu fyrir heiil og hamingju heimiia og einstaklinga. Einu sinni Ias ég f tímariti grein, sem hét: Bezta slysavörn- in. Höfundurinn var kona, sem talaði af eigin reynslu. Hver var að hennar áliti, bezta vörnin gegn slysum og óhöppum á sam- gönguleiðum? Hún var ekki að segja frá neinu nýju öryggistæki f umferðinni, ekki að benda á neinar betrumbætur á farartækj um eða vegakerfi. Nei, fjarri fór því. Hún var að minna les- endur sína á Hann, sem hét Jakob að varðveita hann á ferð hans, lofaði aö vera með honum hvert sem hann færi. Hún sagð- ist aldrei fara út af heimili sínu án þess að biðja fyrir sér og öðrum í ferðinni. Og hún nefndi dæmi um það, hvað þaö heföi dugað sér vel í erfiðleikum og á hættustundum. Það hefði stundum litið illa út í bili, en alit hefði fariö vel og mest hjálp aði það, segir hún, ,,að ég gat verið algerlega róleg, treystandi því að Guð mundi vel fyrir öllu sjá, því að forsjá hans fól ég mig og mína í upphafi feröar- innar.“ Hún segist oft hugsa um það, þegar hún heyri slysafréttir, hvort ekki hafi gleymzt að biðja fyrir sér áður en lagt var af stað. Þaö er hennar skoðun mót- uð af hennar eigin reynslu, að sá, sem biður til Guös í upp- hafi ferðar, hann muni að öðru jöfnu, vera rólegri, varkárari, gæta sín betur og því færari um aö jéýsa úr öllum vanda, sem að höndúm ber, heldur en hinn, sem ekki hefur með bæn reynt að öðlast innri ró og ö.rvggi og styrk í trú á forsjón Guðs og handleiðslu. — Sjálfsagt finnst ýmsum þetta vera gamaldass ráð, úrelt öryggismeöal, fánýt slysavörn. En sakar nokkuð að reyna? Er nokkru sleppt, þótt numiö sé staðar í öllum hraðan- um og ákafanum með að kom- ast áfram, gert sé örstutt hlé og huganum lyft í hæöir, þó ekki sé nema fáein augnablik, til að fela Guði sitt ráð, hann beðinn að styrkja veikan vilja, gefa jafnvægi og hugarró, opna hjartað, svo að það verði mót- tækilegt fyrir orðið frá honum, og fyrirheitið ómi í sálinni. Sjá ég er með þér og varð- veiti þig hvert sem þú ferð ... Atvik frá Alþingishátíðinni Einn dag Alþingishátíðarinnar árið 1930 bar svo við, að fá- einir menn gengu heim að Þingvallakirkju. Var hún ólæst og gengu þeir inn. Rétt á eftir gerði hellirigningu og kom þá inn í kirkjuna allmargt fólk, sem hafði verið á gangi þar í grennd. Fæst af þessu fólki þekkti víst hvaö annað, og var úr ýmsum i áttum og af ýmsum stéttum. Maður nokkur úr hópnum, drengi- 1 legur í sjón, sagði um leið og hópurinn kom inn: „Við skulum láta blessaða kirkjuna skýla okkur meðan skúrin stendur yfir. Hún hefur svo oft veitt okkur skjól í lífinu." Ilann settist við hljóðfærið og fór að spila sálmalög. Brátt tóku einhverjir undir og innan skamms var allur hópurinn farinn að syngja sálma, alkunna, sígilda.sálma, sem flestir kunna og eru um hönd hafð- ir við svo mörg tækifæri lífsins. Þessi sundurleiti hópur söng samhuga og einum rómi hvern sálminn af öðrum með hrifn- ingu. Það var eins og slegið hefði verið á sameiginlegan streng f öllum þessum ólíku hjörtum.-Skúrin var liðin hjá, og sólin skein aftur i heiði. Söngurinn hætti ekki strax, en brátt dreifðist hópurinn í allar áttir. hinni litlu fátæklegu kirkju hafði verið hátíðleg stund sem áreiðanlega snerti hina beztu strengi í brjóstum margra þeirra er þarna voru. Lindin. r Stjóm Prestafélags íslands. Hálfrar aldar starf TTrestafélag íslands var stofn- að á synodus 1918. Máls- hefjandi um félagsstofnunina var sr. Gísli Skúlason. Stofn- endur voru 27. Af þeim lifa nú 3: sr. Sigurbjörn Á. Gíslason, sr. Eiríkur frá Hesti og sr. Er- lendur frá Odda. — Af þeim mörgu sem vel hafa unnið að félagsmálum presta á liöinni háifri éld ber aö nefna sr. Sig. pröf. feívertsen og * hr. biskup Ásmund Guömundsson, sem samtals gegndu formannsstörf- um um 30 ára skeið. Áttu þeir sinn ríkulega þátt í því, að móta starf félagsins í þá átt, að jafn- framt því, sem þaö var hags- munasamtök stéttarinnar var trúlega unnið að andlegri upp- byggingu með erindum á fund- um og útgáfu tímarits. S. P. S. stýrði Prestafélagsritinu meðan það kom út — 16 ár — og Á. G. var ásamt öörum, ritstjóri Kirkjuritsins í 25 ár. Prestafélagið minnist hálfrar aldar afmælisins með hófi á Hótel Sögu og ítarlegri frásögn af starfinu síðustu 25 árin í apríl-júní hefti Kirkjuritsins eftir sr. Benjamín Kristjánsson. — Þeirri ritgerð lýkur höfundur á þessa leið: En sú hlýtur þó að vera ósk vor á hálfrar aldar afmæli Prestafélags Islands, að í sama hlutfalli og kirkjur hafa stækk- að og verið betur búnar góðum gripum og efnahagur presta hef- ur farið batnandi undanfarin 50 ár, svo megi sú þróun halda áfram næsta helming aldar. En umfram allt óskum vér þó, aö andleg reisn kirkjunnar og prest anna megi fara vaxandi á kom- andi tímum, andinn færast i ásmegin og sú trú, sem fjöllin flytur. Engin þörf er á því, að íslenzk kirkja og kristni leitist viö að herma eftir öðrum f ytri siðum og háttum. Hins er þörf, að íslenzk prestastétt verði í framtíöinni æ vitrari og heið- þróaðri að hverju ráði, sann- kristnari og göfugri. Hvernig varð Nýja testamentið til? Gamla testamentið var Biblía Jesú, honum kær og tiltæk. Hann vitnaði sí og æ til orða þess. Hann heimfærði upp á sig höfuö Messíasar — spádóm Jesaja, — Lúk. 4, 14. Hann vísar andstæðingum sínum til ritning- anna og segir: Þær eru þaö sem vitna um mig. — Jóh. 5,39. Hann ver sig á hættustund freistinga með þvf aö vísa til þess sem „skrifaö stendur“. — Matt. 4. Upprisinn opinberast hann læri- sveinunum og útleggur fyrir þeim allt það er hljóðaöi um hann. Ennfremur segir — f Lúk. 24. — að hann lauk upp hugskoti þeirra svo aö þeir skildu ritn- ingarnar. Þá varð að engu skýl- an, sem Páll segir aö hafi jafnan verið yfir Biblíuíestri Gyðinga. — II. Kor. 3. „En hvenær sem þeir snúa sér til Drottins (Krists), , verður skýlan burt- tekin“ skrifar hann. — Svo liðu tugir ára. Stofn- aður var mikill fjöldi kristinna safnaða. Trúboöar ferðuðust víða og boðuöu fagnaðarerindið um Krist Jesú — og studdust við rit Gamla testamentisins. Skemmtilegt dæmi er um það í 8. kap. Postulasögunnar. Filipp- us trúboði fer í veg fyrir eþíópsk an hirðmann, en svo stóð á aö hann var að Iesa spádóminn um píslir Krists, Jes. 53. kap. „Og Filippus tók til á ritning þessari og boðaði honum fagnaðarerind- ið um Jesú“. Þannig hafa menn í frumkristni lesið um Jesú í Gamla testamentinu. — Sbr. Jóh. 5, 39. Gamla testamentið var upp- haflega ritað á hebresku. Því var fyrst snúið á erlenda tungu — grísku á árunum 285 til 247 f. Kri Gríska var útbreiddasta mál þeirra tíma. Útgáfa Gamla testa mentisins á grísku haföi hina mestu þýðingu fyrir kristniboð- ið. Hvernig varð svo Nýja testa- mentið til, eða Biblían eins og við nú höfum hana? 1. Kristnir safnaðarleiötogar töldu nauðsyn bera til að skjal festa boðskap postulanna, frum vottanna, svo að hann hvorki afbakaðist né gleymdist eftir aö þeir voru fallnir frá. Þannig samdi Markús guðspjall sitt eft- ir frásögu Péturs. Lúkas færði í letur vitnisburð manna „er frá öndverðu voru sjónarvottar og síðan gjöröust þjónar orðsins". Hvorugur þeirra voru úr hópi postulanna. 2. Gamla testamentið saman stóð af mörgum bókrollum, smá- um og stórum. Gyðingkristnir menn höfðu lengi vanizt upp- lestri úr hinum helgu bókum, bæði á heimilum sínum og guðs- þjónustum. Jafnhliöa þeim var nú farið að lesa rit postulanna, frásögur um frelsarann og bréf þeirra og opinberanir Jóhannes- ar, og þaö jafnvel meira metiö og tekið fram yfir allt annað. Því lýsa upphafsorð Hebreabréfs þannig: „Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis talaö til feðranna fyrir munn spámannanna. hefur hann í lok þessara daga til vor talað fyrir Soninn“. 3. Þeim tóku að berast um- buröarrit til safnaðanna frá fleirum en postulunum eða postulalærisveinum, bar nauö- syn til að halda því aðgreindu. Vali þeirra rita, sem talin voru ekta og sígild, réðu kristnir leið- togar, viöurkenndir afburða- menn, kirkjufeðurnir, sem kirkju sagan geymir mikinn fróðleik um, svo sem: Tertúllían, Krysost emus, Ágústín, Ambrosius, Hieronymus. Til eru frá hendi kirkjufeðranna nokkur hinna ágætustu trúvarnarrita sem um getur. Eitt elzta rit Nýja testa- mentisins er talið vera I. Þess., ritað 20 árum eftir upprisu Krists. Ekki var endanlega geng- ið frá vali rita í Nýja test. — eins og það er nú, fyrr en und ir lok 4. aldar e. Kr. (Blysið).

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.