Vísir - 13.07.1968, Side 12

Vísir - 13.07.1968, Side 12
72 V1SIR . Laugardagur 13. júH 1968. ANNE LORRAINE: sakandí. — ' En nú skil ég aö þaö var ómögulegt aö búast viö að þú gætir gizkað á þetta, og mér þykír ; ’ð leitt. Komdu nú! Hann stóö ,.p og rétti fram höndina. — Viö getum ekki talað saman hérna, — þaö er ekki hægt að velja sér órómantískari stað. En ég elska þig út af lífinú. — Setztu Tony, Sagði hún hreim laust. — Ég vil helzt tala við þig hérna, ef þér er sama. Þú skilur aö þetta er ómögulegt, eins og ég hef sagt þér. Ef þú hefðir spurt mig fyrir viku, heföi svariö kannski orö ið öðruvísi-— ég veit það ekki. En í dag er þetta ekki hægt. Hann settist og horfði þolinmóð ur á hana. — Jæja haltu áfram, sagði hann. Hvað meinarðu með því, að það sé vonlaust — einmitt í dag? Ertu ástfangin á ákveðnum dögum, en tekur ekki á móti biðl- um aðra daga? Þú hefðir átt að aðvara mig um það fyrirfram. Hún hristi höfuðið. — Þú mátt ekki reiðast mér, Tony, sagði hún biðjandi. — Ég sgal reyna aö út- skýra þetta eins vel og ég get. Rétt áður en ég kom að hitta þig, fékk ég alveg einstakt tækifæri í sjúkra húsinu — tækifæri sem hver ein- asti læknir mundi grípa fegins hendi. Og vitanlega tók ég tilboð- inu. — Já, vitanlega! sagði hann þurr lega. —1 Og hvar kern ÉG svo til sögunnar? Ég kem kannski alls ekki við þessa sögu? Mary hringsneri vasaklútnum um fingurna á sér og horfði kvíöafull á hann. Hún tók eftir að kona við BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI I [j*. 'mí •1 K T Z t:—-. ' -- ír '■■ ■■ LpuJ J Vel meS farnir bílar i rúmgóðum sýningarsal. Umboðssala Vi8 tökum velútlítandi Höfum bilana tryggða bila í umboðssölu. gegn þjófnaði og bruna. SÝNINDARSALURINN SVEINN EGILSSON H.E LAUGAVEG 105 SlMI 22466 næsta borð horfði á þau með auð- særri forvitni og vissi að fleiri mundu fara að taka eftir þeim er frá liði. — Þú hefur kannski rétt fyrir þér, sagði hún. — Við ættum , líklega að fara ‘ eitthvaö annað? — Af lækni að vera ertu furðu i fljót að skipta um skoöun, sagði hann ergilegur, — Mary, hættu að læðast eins og köttur kringum heit an graut, og svaraðu mér hreint og beint: Elskarðu mig? Hún hnyklaði brúnirnar og sót- roðnaði. Reyndi að svara honum en kom ekki upp orði. Hann yppti öxlum og sagði: — Jæja, við skulum sleppa þessu með ástina. Haltu áfram og segðu mér frá þessu dásamlega tækifæri þínu. Mig langar til að vita, hvað um er að ræða. — Tony! Hún laut fram á borðið — Ég þoli ekki að hugsa til þess að þú sért mér reiður, góði. Það er alls ekki það sem vantar, að ég elski þig ... Nú birti yfir andlitinu á honum og hann tók fram í. — Það var það sem ég vildi vita, elsku flónið mitt, sagði hann sigrihrósandi. — Hvað annað getur skipt nokkru máli? — Það getur verið fleira, sagöi hún. — Lofaðu mér nú að tala út. Þetta tækifæri sem mér býðst, er mér afar mikils virði. Þú hefur, kannski heyrt getið um Simon Car- ey lækni? | — Já, sagði hann. — En mér er alveg sama um þann mann, eins og þú skilur. Haltu áfram! ( — Jæja, Carey hefur boðið mér stööu í nýrrri rannsóknardeild, sem hann er að stofna. Þetta ,er starf, sem ég hef mikinn áhuga á, og hann hefur valið mig úr öllum hin um læknunum í sjúkrahúsinu. | i Hún hló- vandræðalega. — fig vil ekki gera mér of háar hugmynd ' ir um mig, þó að þér kunni að finnast það. En þegar hann bauð mér þetta tók ég því tveim hönd- um — þú skilur það? Hann svaraði ekki. . Hún hélt áfram eftir dálitla stund, og nú var óþol í röddinni. , — Eða skilurðu það ekki Tony? Þú hlakkaöir til að segja mér þínar , fréttir, var það ekki? Og ég hlakk aði til að segja þér mínar. | — Þetta er alls ekki það sama . sagði hann. — Mínar fréttir grípa j yfir þig. Ef þú hefðir ekki verið, | mundi ég ekki hafa orðið nærri eins glaður yfir nýju stöðunni. En í þínu tilfelli er ég alveg utangátta hvaö þetta „dásamlega tækifæri" VVAV.V.V.V.V.V.V.VW.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.W i :: PIRA-SYSTEM !; ;. Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- ■I húsgögnin á markaðnum. Höfum lakkaðar PIRA-hilIur, í teak, á mjög hagstæðu verði. íj J* Lítið í SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178. I' •: ■: :■ STÁLSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 I; ■■■V.V.V.V.V.'.V.V.V.V/.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V þitt snertir. Ég skil ekki hvers vegna, en mér finnst það á mér. Tony, þú verður að reyna að skilja þetta. Þetta er mjög mikils vert verkefni. — En mitt verkefni — er það þá einskis virði? — Æ, ég átti ekki við það, þú hlýtur að skilja það. Ég er bara að reyna að skýra fyrir þér að þeg ar Carey læknir bauð mér stöð- una, gerði hann það að skilyrði, að ég fórnaði mér að öllu leyti fyrir hana. Hún brosti feimnislega. — Ég mátti ekki — mátti ekki hafa nein önnur áhugamál, ef maður getur orðað það þannig. — Þar á meðal mig, vitanlega ságði hann beiskur. — ÉG er eitt af áhugarriálunum sem þú veröur að afsala þér, er ekki svo?. Ég þakka fyrir mig, Mary! Hún varp öndinni ráðalaus. — Þú VILT ekki skilja mig. En á þessu veltur allt fyrir mig, Tony. Hún sá að hann fölnaði. — Og ég er einskis virði fyrir þig? Liggur þá svona í þessu? — Nei, því fer fjarri. Hún ýtti stólnum aftur — hún gat ekki hald ið þessu samtali áfram, því að hún sá hve margir horfðu á þau. — Tony, við skulum fara. Ég get ekki setið hér lengur. i ! [ SA A KVÓLINA SEM A VÖLINA. Hann borgaði reikninginn fyrir mat og te, sem þau höfðu ekki snert. Þau gengu saman út á göt- una og sneru ósjálfrátt f áttina að bókasafnsgarðinum, sem var op- inn enn þá. Þau fundu sér bekk til að setjast á, og þegar þau voru orðin ein tók hann um hendurnar á henni og horfði biðjandi á hana — • Mary, ég elska þig, sagði hann. — Gleymdu öllu því sem ég sagði áð an, og gleymdu því, sem Þú sagð- ir líka! Ef ég elska þig og þú elsk ar mig, geturöu ekki látið ein- hverja stöðu komast upp á milli okkar. Segðu þessum Carey-dela að þér hafi snúizt hugur. Það er nóg af öðrum læknum, sem vilja fá þessa stöðu, er ekki svo? Ég hélt að þú elskaöir mig. Hún lét hendumar liggja í lofum hans, og þessa stundina sárlangaði hana til aö hrinda öllu á burt, sem var þröskuldur milli hennar og þessa manns. Þetta var Tony, mað- urinn sem hún elskaði. Hún hafði ekki viljað viðurkenna það fyrr en núna, en ástin hafði lifað í hjarta hennar, og þaö var eflaust HÚN, sem olli þvi, að hún hafði ekki get að einbeitt sér aö starfinu síð- ustu vikurnar. Hún elskaöi Tony — en hún gat ekki slitið sig frá starfinu sínu. En hvers vegna þurfti hún þess? Spurn ingunni laust niður í hug hennar og eitt augnablik fannst henni hún hafa fundið ráðninguna. Hvers vegna gat hún ekki haldið því bezta af hvoru tveggja? Carey hafði engan rétt til að skipa henni að afsala sér öllu einkalífi og vinna eingöngu fyrir hann. Hann gat ekki krafizt þess! ! En hann hafði beðið hana um það, og ef hún treysti sér ekki til að ganga að skilyrðum hans, varð hún að sleppa starfinu við einhvern annan, sem vildi sinna því af lífi og sál. Og það yrði karl maður, hugsaði hún með sér og var beisk. Það voru ékki margar konur, sem vidu fórna ást og hjóna bandi fyrir starf og frama. En þetta var ekki aðeins frami. Þetta var það líf, sem hún hafði unnið fyrir, lífið sem hún hafði trúað á af heilum hug.... að minnsta kosti hafði hún trúað á það fram að þessu. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar * < PAYS BSFOKE. MWSV NOTH/N, H4P BEEAJ MEARP EXOM TAKEAN AND OANE AT THE TEEE-HOUSE kVTAK, THE SON OF TARZAN. INVBSTIGATEP. Tarzan! Skyridilega skapaðist mikil hringiða... ... og aðeins trjábolurinn varð eftir á ánni. Degi áður, þegar ekkert hafði spurzt frá Tarzan og Jane úr tréhúsinu, kom sonur Tarzans, Korak, í heimsókn. Þetta er furðulegt. Það eru engin merki þess að þau hafi verið hér. auglýsingar lesa allir 'OGREIDDIR I REIKNIHIGAR LATIÐ OXKUR INNHEIMTA... Doð sparat vðut t’tma og óbægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Ttarnargötu 10 — III hæd — Vonarstrætismegin — Sím/13175 (3lmur) I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.