Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 3
MYNDSJA mmifift Menntaskólinn á Akureyri útskrifaði stúdenta í 40. sinn í vor. Þar voru um 500 nemendur í vetur í sömu skólastofum og fyrir 40 árum. Nú er verið að byggja hús yfir náttúrufræðideild og sést það hér á myndinni. ■ ’ ..." ifÉ r«»t»'t+t* ttf.'ýý Logreglustoðvarhus biöur ertir utihurö siðan 1 apnl. En vonandi biður þaö ekki lengi enn þá. 1 í tveim smákompum, sem bíða eftir því að gegna hlutverki verkamannaskýlis hjá Akureyrarbæ. •• Keppzt er við að gera nýtt hús Amtsbókasafnsins nothæft fyrir næsta vetur. Þar verður einnig til húsa héraðsskjalasafn. VlSIR . Laugardagur 13. júlí 1968. Byggt og byggt....þó er ekki nóg byggt! Iðnskólabygging er risin og standa vonir til að Iítill hluti henn ar verði tilbúinn til notkunar í haust. Tækniskólinn er í leigu- húsnæði. Það þarf að byggja yfir hann. — En Iíklega er enn meiri nauðsyn á að byggja nýtt gagnfræðaskólahús og nýtt barnaskólahús. y \ Akureyri er talsvert undir af byggingaframkvæmdum hjá bæ og ríki, tvö skólahús, þvottahús fyrir Fjóröungs- sjúkrahúsið, lögreglustöövarhús og bókasafnshús fyrir Amts- bókasafniö. Og fleira en smærra mætti tína til. Já, þaö ér byggt og byggt. Þó er hvergi nærri nóg byggt! Þetta hljómar kannski eins og sígild plata. Engu að síður er um staðreynd að ræða — og það alvarlega staðreynd í bæ, sem á framtíð sína undir því, að verða viöur- kenndur ásinn í mikilvægri uppbyggingu strjálbýlisins í náinni framtíö. Þess má nú sjá merki, svo aö ekki verður um deilt, að skortur á athafnasemi bæjaryf- irvalda og vöntun á viðurkenn- ingu ríkisvaldsins á Akureyri, sem framtíðarbæ, eru að drepa vöxt bæjarins í dróma. Þetta gerist á sama tíma og uppbygg- ing bæjarins ætti að vera að taka fjörkipp. „Það er nú það, — sagði kallinn og hló við fót“. Og hvað ættu menn svo sem að vera að kippa sér upp viö þetta á meðan bæjaryfirvöldin bera harm sinn í hljóði. Það hlýtur allt að vera í hirpnalagi þarna á Akureyri á meðan enginn úr þeim virðulega hóp kvartar. En, því miður, það er ekki allt í lagi. Þetta forystuafl S strjálbýlinu er lamað. Og það bitnar á allt of mörgum. Sá kjarni, sem fyrir hendi er á Akureyri, gefur vissulega til- efni til betra hlutskiptis. Það er og sitt hvaö, sem stefnir fram á við. En umgerðina vant- ar, stórhuga ákvarðanir, skipu- lagningu og athafnir af hálfu hins opinbera, bæjar og ríkis. Við svo búiö má ekki standa. Byggingaframkvæmdir eru teknar hér sem dæmi. Þeim framkvæmdum, sem unniö er að, miðar áfram nokkurn veginn skv. áætlunum. Þó hefur lög- reglustöðvarhúsið staðið full- gert að hluta og nothæft fyrir lögregluna síðan S apríl, án þess að flutt sé í það. Útihurð vantar erlendis frá. En svo vantar bara nauðsynlega tvö skólahús til viðbótar og æskilegt væri að byggja það þriðja. Mikil hnfnargerð bíður og uppbygging margs konar aöstöðu í því sam- bandi. Gatnagerð úr varanlegum efnum er langt á eftir samtíð- inni, þrátt fyrir nýlega keypta malbikunarstöð. Og þannig mætti lengi telja. Berum þetta saman við höf- uðborgarsvæðið. Þar er að vísu ekki allt í himnalagi. En hví- líkur reginmunur er ekki að verða þarna á milli? Þetta er mergurinn málsins. Aðstöðumunur fólksins er að breikka svo geigvænlega, að stórátak þarf til að taka f taum- ana, svo að nokkuð gagni. Lítum þá aftur á bygginga- málin. Nú er rfkið oröið bygg- ingafyrirtæki í og með. Það byggir allt í Breiöholti í Reykja- vfk. Hundruð íbúða eru seldar með helmingi betri kjörum en áður hafa þekkzt hér á landi. _ Á sama tíma eru ekki komin venjuleg lán út á fjolbýlishús á Akureyri, sem var fullgert fyr ir einu ári sfðan. Þar eru fram- kvæmdir viö fjölbýlishús strand aðar. Og þessar vikurnar eru 12—15 fjölskyldur ungra iðnað- armanna á Akureyri að flytja suður f aðstöðuna. Þetta gengur ekki.— herb.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.