Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 13. júlí 1968. 5 „Vegna þess að hún er svo formljót, þykir mér vænt hana“, segir Kolbrún um þessa eftirlætisstyttu sína. „Um að gera að hafa cirauma" — Litið inn á sýningu Kolbrúnar Sv. Kjarval i Unuhúsi p'yrir nokkrum árum tók leir- munagerð og annar list- iðnaður mikið stökk hér á landi. Svaraði það til þróunar í öðrum löndum. Áhugi á listiðnaði hefur stöðugt vajaið. Fólk er næmara fyrir fögrum hlutum til að skreyta með híbýli sín og nota- hlutir eru ekki lengur eingöngu miðaðir við hversu mikið nota- gildi þeir hafa heldur leikur útlit þeirra allmikið hlutverk. Þessi vaxandi áhugi hefur orðiö Veghúsastíg. Allir þessir hlutir flokkast undir steintau en það nafn er notað yfir þá leirmuni, sem brenndir eru við hærra hita- stig, en venjuleg keramik. Þar eru skálar, könnur, bollar, spari- baukar, blómavasar af ýmsum sérkennilegum gerðum og ýmis- legt fleira. Kolbrún, sem er 23 ára vann eitt ár á leirkeraverkstæði í Kaupmannahöfn, stundaði nám í Edinborough College of Art n til þess að æ fleira ungt fólk hefur lagt ýmsar greinar listiðn aðar fyrir sig. Hér á landi hafa risið verkstæði fyrir þessar list- iönaðargreinar þannig að nú orðið er um þó nokkurt úrval þessara hluta að velja. Nöfn eins og keramik, steintau (ljótt orö það) batik o. fl. eru ekki lengur ókunnugleg í eyrum íslendinga. Samt hafa íslenzkar konur ekki til fullnustu áttaö sig á mögu- Ieikum þeim sem leirmunir og aðrar listiðnaðarvörur gefa. Enn ríkir sú skoðun að leirmunir séu eingöngu upplagðir til tækifær- isgjafa og til að standa sem skrautmunir, ónotaðir að öðru leyti á skápum og hillum. Víkj- um við að fjölbreyttari notkun slíkra hlu*"' í lok síðunnar. Kolbrún Sv. Kjarval er nýtt nafn innan leirkeragerðarinnar Sýnir hún fjölda muna eftir sig um þessar mundir í Unuhúsi við tvö ár í keramik, vefnaði og teikningu og var einn vetur í Oxford við teikninám. Kvennasíðan rabbaöi smá- stund við Kollu, en með þvl nafni merkir hún muni sína, í Unuhúsi þar sem allir listmun- irnir eru samankomnir dreiföir út um borð og gólf. — Hvenær vannstu munina, Kolbrún? ■■■■■■■ — Ég vann þá aila síðast Iiðinn vetur. Ég fékk hugmynd og rauk þá upp í skóla til aö vinna hana þar. Þetta eru mest notahlutir, sem eru hér, ég reyni að losna viö þá tilfinningu en það kemur alltaf út eitthvert notagildi. Keramik hefur alltaf verið talið til iðngreina en mér finnst möguleikarnir vera miklu fleiri, það er t. d. hægt að gera höggmyndir úr þessu efni. Við litumst um og skoðum ýmsa hluti. Á kassa í einu horn- inu er lítið fótabað. 1 botn kers- ins éru dregnir fætur svo það fer ekki milli mála til hvers á að nota hlutinn. — Hér er fótabaðið mitt, seg- ir Kolbrún, ég notaði það I hús- kuldunum í Edinborg í vetur, ég tek það frar- að það er ekki til sölu, bætir hún hlæjandi við. Húskuldinn þama er svo mikill að ég fór lfka í föðurlandið á hverju kvö.ldi, jægar kaldast var. Á gólfinu standa könnur, sem eru sérkennilegar að þvi leyti að haldið er líkt og á skaft- potti. — Hún virkar „afbalanseruð" er það ekki, segir Kolbrún, og á við könnuna sem er f fallegum gulum lit, en hún er það ekki og það er mjög gott að hella úr henni og gott að halda á henni. Feillinn hjá mér er að gæta þess ekki að hafa lfka hald hinum megin fyrir örvhenta. Ég skildi bað strax, þegar ég kom heim þvf tvö systkyna minna eru örv- hent og eirinig á ég vinkonur, sem eru örvhentar. 1 Kolbrún telur ekki að kven- fólk leggi fremur fyrir sig leir- keragerð en karlmenn, f skól- anum hafi verið 50 manns og hafi skipzt til helminga f karl- menn og kvenfólk. Jafnvel virð- ast karlmennirnir hafa nokkra yfirburði vfir kvenfólkið þvf hinn mikli meistari leirkera- gerðar er af sterkara kyninu. — Hvernig er það svo fyrir ungan leirkerasmið að koma heim? — Mér finnst maður yfirleitt hafa það bezt hérna heima, það að halda sýningu er bara lúxus. tækifærin héma eru ólfkt meiri en úti, segir Kolbrún. Hún hefur f huga að setja upp sitt eigið verkstæði úti á Nesi og einbeita sér að keramikhlut- um, sem hafa notagildi þar sem töluvert vanti upp á að þeir hafi komizt inn á íslenzk heimili, en hana dreymir einnig eins og ung- um stúlkum er tamt. — Mig dreymir um að komast til Japan og Mexikó, mexikansk ir leirmunir eru litríkir, frum stæðir. Það er um að gera aö hafa drauma, segir hún ákveö in. KSÍ ÍSÍ NORÐURLANDA- MÓT UNGLINGA Úrslitaleikirnir í dag, laugardag, 13. júlí verða sem hér segir: Laugardalsvöllur Kl. 10.30 fyrir hádegi, úrslit um 5. og 6. sæti. Danmörk — Finnland Dómari: Ragnar Magnússon. Verð aðgöngumiða: Barnamiðar kr. 25.— Stúkumiðar kr. 60.— Kl. 1.30 eftir hádegi, úrslit um 3. og 4. sæti. Pólland — Noregur Dómari: Róbert Jónsson. Kl. 3 e. h., úrslit um 1. og 2. sæti. ísland — Svíþjóð Dóman: Hannes Þ. Sigurðsson. Leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Verð aðgöngumiða á báða leikina kl. 1.30 og kl. 3.00 er sem hér segir: Barnamiðar kr. 25.— Stæði kr. 75.— Stúkumiðar kr. 100.— Komið og sjáið spennandi keppni. Hverjir verða Norðurlandameistarar 1968? KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS. / FERÐALAGIÐ Filmur, sólgleraugu í miklu úrvali, ávextir, sælgæti, harðfiskur o. m. fl. Opið til kl. 6 á laugardögum. VERZLUNIN ÞÖLL Veltusundi 3 (Gegnt Hótel ísland bifreiða- stæðinu). ÝMISLEGT ÝMiSLEGT I okuru aí okKlii nvert. Kuna» murr)* sprengivinnu i hússrunnum og ræ^ um Leigjuro úf loftpiessui jg /íhr sleöa Vélaleiga Steindórs Signvarv .onai AlfabrekkL vié SuÖurlano^ oraut slrai V)43í) ) ) i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.