Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 4
Kvennamorð í stórum stíl Frakkinn Landru banaöi niu konum „Hann var hugulsamur eigin- maður og faðir, elskaði konu sina og fjögur börn. Þrátt fyrir mörg önnur „áhugamál“ voru kona hans og börn í miðdepli tilveru hans til síðustu stundar, er fall- öxin skildi höfuðlð frá búknum“. Þannig farast rithöfundinum Edg ar Lustgarten orö í bók sinni „The Business of Murder“, þar sem fjallað er um helztu morð- ingja seinni tíma, karla eins og John George Haigh Neviile He- ath, Irma Grese, John Christie og síðast en ekki sízt franska fjölda- morðingjann Henri Désiré Landru sem talinn er hafa myrt níu eða fleiri konur yfirleitt í ágóðaskyni! Landru var af alþýðufólki kom inn fæddur 1869. Hann var hið prúðasta barn, var sendur í skóla Jesúítareglurjnar og söng í kirkju kórnum. Hann brást ekki unnustu sinni, er hún varð barnshafandi, og kvæntist henni. Þegar tekjur hans sem verzlunarmanns nægðu WMWM ekki til framfærslu fjölskyldunni, tók hann að hafa rangt við. Smá svik hans urðu honum þó ekki að fótakefli, heldur hlaut hann fýísta dóm sinn árið 1900 fyrir giftingar svindl og sat inni í þrjú ár. Þessu hélt fram tii ársins 1914, er hann hlaut fjögurra ára dóm. Þar sem til greina kom að gera hann land- rækan, flýði hann refsinguna. Styrjöldin veitti honum ráðrúm tii að hverfa í skuggann. Hann tók að fleka konur tii að giftast sér, undir fölskum nöfnum og á röng- um forsendum. Hann hélt ná- kvæmar skýrslur yfir ástarmál sín og svik, tii þess að hann mvndi hverju sinni undir hvaða nafni hann gekk. Oft heimsótti hann margar „eiginkonur" á degi. Hann hafði út úr þeim fé og hvarf svo sporlaust. Alltaf sinnti hann hinni réttu eiginkonu og börnum sínum. Tímamót urðu í lífi hans, er hann kynntist konu að nafni Jeanne Couchet, sem átti uppkom inn son. Þá hófst ferill hans sem fjöldamorðingja. Eftir fjögurra mánaða vináttu lét frú Couchet hann fá fimm þúsund franka, þrátt fyrir mótþróa sonarins. Þá hvarf Landru. Honum hafði þó yf irsézt, því að frúin rakst á hann af tilviljun nokkrum mánuðum síðar, þar sem hún starfaði sem hjúkrunarkona á hersjúkrahúsi. Hún taldi sig elska hann, þrátt fyrir allt og gladdist er hann bauð henni og syninum heim til sín í Vernouillet, þar sem hann bjó undir fölsku nafni. Engar spurn- ir fóru af örlögum þeirra, en ná- grönnunum geðjaðist ekki að reyknum úr strompinum næstu daga. Þegar engin eftirgrennslan var gerð varpaði Landru öndinni léttar. Hann hafði nú framið sín fyrstu morð, og Frakkar segja, að „byrjunin skipti mestu“. Frá ársbyrjun 1915 til ársbyrj unar 1919 er taliö að hann hafi banað níu konum en sú tala gæti auðveldlega verið hærri. Hann var síðar ákærður um þessi morð Í skrifbók sína hafði hann krossað við nöfn um 50 kvenna, og annars staðar í skýrslum hans voru nöfn 200 — 300. Þetta gekk létt, unz tilfinningarnar fóru að stjórna gerðum hans. Hann varð ástfang inn af nítján ára stúlku, Andrée Babelay. Henni kom hann fyrir kattamef, ekki í ágóðaskyni, held ur af því að hún komst að ýmsu um líferni hans og „atvinnu" Önnur ung stúlka vann einnig hug hans. Hún hét Frenande Segret og lifði kynnin af! Hinn 12. apríl 1919 kom reið- arslagið. Frú Lacoste, systir eins fórnardýrs Landru, hafði uppi á honum og lét lögregluna vita. Eftir nokkra rannsókn málsins, drápu veröir laganna að dvrum hjá morðingjanum. Hann hlaut dóm fyrir morð niu kvenna. Við réttarhöldin, sem vöktu mikla at- hygli meðal „fína fólksins" í Frakklandi, var Landru þögull Þó sagði hann, að hann væri „sannur heiðursmaður", sem skýrði ekki frá leyndarmálum um samskipti sin við konur. Aðeins einu sinni reiddist hann. Það gerð ist l, kona hans var ákærð fyrir samsekt í morðunum. Þá hrópaði hann, að hún og börn hans væru saklaus. Hinn 23. febrúar 1922 féll öxin. „Það er ekki í fyrsta sinn, sem saklaus maður er dæmd ur til dauða“, voru orð Landru. Ágóði hans af öllu saman nam þó aðeins rúmlega 35 þúsundum franka, sem voru prýðis viku- laun! í þessu húsi hurfu konurna. níu. Kvikmyndastjóri 25 ára Myndin sýnir hina kroppfögru May Spils við stjórri kvikmynd- ar. Hún er aðeins 25 ára að aldri og var áður sýningardama. Eins og sjá má, kann hún á því lagið cð láta á sér bera. Ekki er vitað, hvort hinn fábrotni klaeðnaður er í samræmi við gæði kvikmyndarinnar, en óneitanlega er hann heillandi. Menningarlíf og rollustand. Það er alltaf eitthvaö skemmti legt um að vera í „menningar- lífinu“, en siðustu skemmtileg- heitin eru auövitað niðurstaða dómnefndarinnar, sem átti að vega og meta ljóðin í ljóðasam- keppni Stúdentafélags Háskóla íslands, en engir hinna 35 höf- unda, sem sendu ljóð til þess- arar samkeppni, voru taldir verð iaunahæfir. Fyrir bragðið eru ljóðin talin munu slá í gegn og verlð er að undirbúa útgáfu á þeim öllum með tölu, því loks- ins var það talið arðvænlegt að gefa út ljóðabók, sem annars er varla talið mögulegt fjárhags- lega. Annars verða ljóðskáld yfir- leitt, ef þau vilja koma ljóðum sinum á framfæri, að gefa út ljóðabækur sínar fyrir eigin reikning og reyna síðan að pranga bókunum inn á vini og kunningja til að hafa fyrir kostn aði. Yfirleitt vilja hinir þekktu beint, að það „andrúmsloft“ skapast, að það þykir liklegur „bisness“ að gefa út öll ljóð- in og koma þannig öllum höfund unum á framfæri. Ekki þarf að andinn umbun fyrir fyrirhöfn sína og skáldin lof fyrir kvæðin, þó þau þættu ekki verðlauna- hæf.’ * bókaútgefendur ekki gefa út ljóðabækur, nema örfáir, því það gefur betri arð að gefa út þýdd- ar bækur. Stúdentafélagið á þakkir skil- ið fyrir að koma á þessari sam- keppni, því með því að hafna öllum kvæðunum sem verðlauna hæfum, stuðlar það að því ó- efa, að mörgum mun leika for- vitni á að eignast þessa bók. Ef einhver hefði fengið aug- lýst verðlaun, hefði þeim einum verið hamnað, en kvæði flestra hinna hefðu grafizt og gleymzt. En nú bregður svo við, að öll kvæðin birtast. Það er svolítið líf í þessu. Vonandi fær útgef- Mikil tíðindi gerast nú í Ár- bæjarhverfi, er rollur gera víð- reist yfir garða fólks, og skemma auðvitað meira og minna, hvar sem þær koma. Það þótti nógu slæmt að hafa maðkatínslumenn á hverri nóttu, en þeir iðka það að snúa við túnþökum og stinga upp blóma- beð. Rolluplágan er því áfall á áfall ofan fyrir skrúðgarðafólk yfirleitt, en eðliiegt er, að fólki sárni að siá handaverk sín, sem gerð eru til augnayndis. gerfi að engu á einni nóttu vegna hirðuleysis fjáreigenda, sem ættu að gera meira en að sleppa fénu út úr húsi, og láta skeika að sköpuðu, hvar féð ráfar. Annars sanna bessir árekstrar milli skrúðgarðaeigenda og fjár bænda í Reykiavík, að búfjár- hald hentar ekki á Stór-Reykja- víkursvæðinu, því það fer ekki saman að búa i borg og hafa skepnuhald. Fyrir þá sem hafa svo mikinn áliuga á húskap og skepnuhaldi, þá eru nægar jarð- ir falar til skennuhalds, meira að segia ekki fjarri Reykjavík. Það er því engin goðgá að fylgja eftir banhi við skepnuhaldi f Reykjavík. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.