Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 27.07.1968, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Laugardagur 27. júli 1968. Rennihurð i Norræna húsinu: Eitt tonn af góðviði Vígsluhátíö Norræna hússins nálgast óöum. og hafa iðnaöar menn nú aðeins tæpan mán- uö til stefnu. — Innréttingar eru langt komnar, og munu þær vera með erfiðari verkefnum, sem islenzkir iðnaðarmenn hafa fengið að glíma við. Rennihurðin, sem sést hér á myndinni, mun vera einhver sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Hún er gerð úr þreföldum góðviði og vegur eitt tonn. — Hurð þessi er á milli fyrirlestr- arsalarins og bókasalar, sem eru fyrirferðarmestu hlutar hússins. Samanlagt munu þeir rúma um 250 manns í sæti. Magnús byggingarmeistari sagði Vísi í gær, aö verkið gengi samkvæmt áætlun og yrði ör- ugglega lokið fyrir þann 24. ágúst, án þess unniö yrði meira en venjulegan vinnutíma. Þá fær finnski meistarinn Alvar Aaltd að sjá árangurinn af verki sínu, en hann teiknaði húsið sem kunnugt er, og Þykir mör^um húsið ein fegursta nýbygging í Reykjavík. / Eigendaskipti að Hafnarbíói — húsakynnin stórlega endurbætt Eigendaskipti hafa nú orðið að Hafnarbíói og tekur Jón Ragnars- son við rekstri bess. Miklar breyt- ingar hafa verið gerðar á húsakynn um og ýmsar fleiri umbætur standa fyrir dyrum. í viðtali við Vísi, sagði Jón Ragn arsson að ætlunin væri aö reyna eftir megni að gera bíógestum til hæfis. Myndaval veröur reynt að vanda eftir föngum, og er Jón á förum til útlanda til myndakaupa. Hafnarbíó hefur nú starfað í 20 ár. Salurinn rúmar um 420 manns, en likur eru á því, að bíóið muni ekki s^arfa í mörg ár á þessum stað. Loforð hefur fengizt fyrir nýrri lóð, en ekki hefijr verið end- anlega ákveðið hvar hún verður. Jón Ragnarsson sagðfst vera bjartsýnn á framtíðina í sambandi við rekstur kvikmyndahússins, enda eru salarkynnin nú orðin þann ig, að vel sæmir að bjóða fólki þar inn. Jeppabíll valt á Rauðarárstig Sumum getur orðið hált á sléttu malbikinu. Hins vegar mun þaö fá títt að bílar velti á aöalgötum borgarinnar. Þetta gerðist þó í gær á mótum Rauðarárstígs og Hverfis götu, þar sem jeppabíH valt eftir árekstur við annan bíl. Bílstjóri jeppans slasaðist eitthvaö við velt- una en þó ekki alvarle&a. Pueblo-ifiönniiifi verður uldrei skiluð - nema Bandarikjastjórn biðjist afsökunar „Norður-Kórea skilar aldrei á- höfn bandaríska skipsins PUEBLO nema Bandaríkin biðjist afsökun- ar og ábyrgist að slíkir glæpir verði ekki endurteknir“. Þetta er haft eftir hernaðarráðu naut Norður-Kóreu í gær í Moskvu að því er fregnir þaðan hermdu. Könnunarskipið PUEBLO var sem kunugt er hertekiö við strendur N-Kóreu og flutt ti! hafnar, og var því haldið frarn, að þaö heföi ver- ið aö njósnum innan norður-kór- eskrar landhelgi. LeiBrétting Mér hefur oröið töiuvert á i mess unni í skrifum mínum í Vísi í gær, þegar ég segi, að Þóroddur Guð- mundsson skáld frá Sandi sé for- maður Rithöfundafélags Islands. Hann er í rauninn formaður Félags íslenzkra rithöfunda. Til fróðleiks skal þaó tekiö fram að Thor Vil- hjálmsson er formaður Rithöfunda- félags íslands ogStefán Júlíussoner formaður Rithöfundasambandsins. Aö sjálfsögöu biðst ég afsökunar á þessum mistökum. Þráinn Bertelsson. r Bsfoppar S!1—> 16 siðu an þurftu þeir að fá sér vél til að gera brauðformin og væri sú vél mjög fullkomin. Er ísinn hefur veriö blandaöur þannig að hann hefiir fengið appelsínu bragð er hann settur í brauð- form, sem úðuð hafa verið með súkkulaði. Síöan er bætt við meira súkkulaði og hnetur sett ar í og að því loknu er sett lok á og ísinn settur í frystingu. Öll þessi hlutverk annast leigu vél Mjólkursamsölunnar. TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS / Vísir bendir áskrifendiun sínum á að hringja í afgreiðsiu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hlringi þeir fyrir kl. 7, fá þeir blaðið sent sérstak- lega til sín og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams konar símaþjónusta veitt á tímanum 3.30 — 4 e. h. Mimið að hringja fyrir klukkan 7 í síma 1-16-60 Austurland —■ i. stðu. hugamál Austfirðinga, og standa vonir til, að ákveðin verði virkjun Lagarfoss, sem mundi valda ger- byltingu og skapa mikla atvinnu. Áætlanir fyrir einstaka landshluta hófst með Vestfjarðaáætluninni fyrir nokkrum árum. Eftir fylgdi Norðurlandsáætlun. Til að frétta um hvemig gerð hennar gengur hafði blaðið samband við Lárus Jónsson, viðskiptafræðing, sem er deildarstjóri í byggingadeild Efna- hagsstofnunarinnar og situr nú á Akureyri. Hann starfar að samn- ingu Norðurlandsáætlunarinnar ásamt Þóri Guðmundssyni, við- skipfafræðingi, sem er starfsmaö ur Atvinnujöfnunarsjóðs og starfa þeir með Efnahagsstofnuninni. Lár- us hóf störf síðastliðinn vetur og kvað hann fyrsta verkefnið vera mannfjöldakönnun á Noröurlandi fyrir árin 1945—1965. Næst hefði komið aö athugun á aldursdreif- ingu og síöan tekjuskiptingu á þessu svæði. Spá heföi verið gerð um mannfjöigun þar fram í tím- ann. Væri kaflinn um mannfjölg un að verða tilbúinn í handriti. Gerð þessarar áætlunar væri al- gjr frumraun, þrátt fyrir Vestfjarða áætlunina. Bagaði það mjög hversu tölfræðilegar upplýsingar væru af skornum skammti. íbúðaverð — 1. síöu. 2ja herbergja 800—850 þúsund, útborgun 400—500 þúsund, 3ja herbergja 950—1200 þús., útborgun um 60% og minna. 4ra herbergja 1200—1500 þúsund, útborgun 50— 60%. Verð fjögurra herbergja fbúð- anna fer nokkuð eftir stærð, en hér er átt við fullfrágengnar ibúð- ir alit upp í 120 ferm. annað hvort í fjölbýlishúsum, eða tví- og þrí- býlishúsum. 5 herbergja íbúðir eru litlu dýrari. Mjög algengt er að byggjendur fjölbýlishúsa selji íbúðirnar tilbún- ar undir tréverk með fullfrágeng- inni sameign, úti sem inni, göng- um þvottahúsi með vélum, máln- ingu að utan og lóð að einhverju leyti. Þessar íbúðir eru á allt niður undir 500 þús. 2ja herbergja, 700 búsund þriggja herbergja um 800 fiögurra herbergja íbúðir og fimm herbergia fbúðir 900 þús. til milljón eftir stærð. Segja iðnaðarmenn að ekki kosti nema 200—300 þúsund mest að fullgera þessar fbúðir og segia þeir ^ær þá sfzt dýrari en Breiðholts- '^■'ðirnar svokölluðu. Vísir mun skrifa nánar um þessi •'-'H á næstunni. 7Q tonn — m-> i. síöu. mennirnir því helzt hyggja á að salta fenginn sjálfir og sjá svo til með söluna á honum. Ufsabátar hafa verið allmarg ir á þessum slóðum, en enginn aflað líkt og þetta, þó að nokkr- ir hafi rekið í góð köst öðru hverju 10—12 tonna. Viðtol dagsins — 9. sfðu. er enginn vafi á þvi, að þeir sameinast um það heima fyrir að sníða þessum verkefnum þann stakk, sem hæfir. Hvernig hyggst Sameiningar- nefnd sveitarfélaga og þú, sem BORGIN BELLA Ég vildi ekki segja þér, að þessi skúffa væri laus, því að mér finnst svo skemmtilegt þegar karl menn falla fyrir framan mig. framkvæmdastjóri hennar, vinna að framgangi þessara mála? Tvær leiðir hafa verið farnar erlendis f þessu, annars vegar að lögbjóða ný umdæmi, og hins vegar sú, sem hér er reynd, og kalla mætti leið hinnar frjálsu sameiningar. Þær sveitarstjóm- ir, sem til greina kemur að sam einist, eru boöaðar til sameigin legs fundar, þar sem málin eru kynnt. Síðan er komið á fót við- ræðunefnd milli viðkomandi sveitarstjórna, sem kannar grund völl fyrir sameiningu heima fyr- ir. Fram aö þessu hafa 57 sveit- arfélög ákveðiö að láta fara fram athugun á sameiningu við nágrannasveitarfélög, og mundu þau, ef af verður, saméinast i 18 umdæmi. Meðal fbúafjöldi í hverju slíku umdæmi yrði nær 1200. Auðvitað eru vfða uppi mörg ágreiningsmál, sem leysa þarf, en sums staðar hefur borið á góma, að gerð veröi fram- kvæmdaáætlun til nokkurra ára fyrir nýtt sveitarfélag með það fyrir augum, að framkvæmdafé nýtist betur en ella og með meiri árangri. Að lokum tel ég, að við nán- ari athugun verði mönnum Ijóst, að úrlausnarefnin verða léttari. þegar margar hendur leggjast á eitt, og það, sem vinnst, verður, þegar til lengdar lætur, meira en hitt, sem tapast. Fólkið i landinu fengi meiri aðild að mót un stefnu um sín eigin mál og ætti minna undir fjarlægari valdhöfum. íþróttir — IT->- 2. síðu. ekki í liði KR, sem leikur móti Vestmannaeyingum á sunnudag. Líkur eru á, að Ólafur Lárusson verði með, en hann hefur ekkert getað æft vegna meiðsla, og hið sama er aö segja um Ársæl Kjart- anssoii. Eins og sjá má á þessari upp- talningu eru margir af okkar beztu knattspyrnumönnum nú meiddir eða þá að ná sér eftir meiðsli. Aug- ljóst er, að þaö getur haft ófyrir- sjáanleg áhrif á úrslit mótsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.